Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 62 70 19 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreiftng 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurltna 62 13 73. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Þjóðin sem týndi stjórnarskránni í PRESSUNNI í dag er meðal annars greint frá því að stjómarskráin sem Kristján níundi Danakóngur færði ís- lendingum 1874 er týnd. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu í Danmörku var plaggið sent hingað upp. Hvorki starfsmenn íslenska Þjóðskjalasafhsins né aðrir íslenskir embættismenn vita hvar það er niðurkom- ið; hvort það er týnt eða hvort því hefur verið hent. Svipaða sögu er að segja af frumriti stjómarskrárinn- ar frá 1944. Enginn veit hvar það getur verið niðurkom- ið. í aðra röndina er hægt að hlæja að þessu. í hina er það auðvitað sorglegt ef einhver íslenskur embættismaður hefur tekið sig til og hent þessum plöggum um leið og hann tók til í skápunum hjá sér. Eða ef stjómarskrámar em týndar inni í stöflum af óflokkuðum skjölum í gömlu Mjólkurstöðinni, þar sem Þjóðskjalasafnið er til húsa. En ef til vill er þetta mál lýsandi fyrir okkur íslend- inga. Við höfum aldrei borið neina sérstaka virðingu fyr- ir stjómarskránni. Við höfum hampað henni sem skrefi í átt til sjálfstæðis þjóðarinnar. Við höfum hins vegar gef- ið lítið fyrir þau réttindi sem stjómarskráin færir þegnum landsins. Um það vitna margir hæstaréttardómar þar sem hags- munir ríkisvaldsins vega mun þyngra en réttindi þegn- anna samkvæmt stjómarskrá. Um það vitna líka margar stjómvaldsaðgerðir og lagasetningar. Og um það vitna dómar sem Islendingar hafa fengið eða em að fá á sig hjá mannréttindadómstólnum í Hollandi. Afstaða Islendinga til mannréttindaákvæða stjómar- skrárinnar markast um margt af því að þeir fengu þau send í pósti. Þeir börðust ekki fyrir þessum ákvæðum heldur færði Danakóngur þeim þau í kaupbæti með tak- markaðri viðurkenningu á sjálfstæði þjóðarinnar. Það er ef til vill þess vegna sem íslendingar hafa svona litla tilfinningu fyrir rétti þegnanna. Þetta þroska- leysi þjóðarinnar kemur einnig fram í endalausri þolin- mæði hennar gagnvart vondum stjómendum. Þjóðin kippir sér ekki upp við glórulausa sóun á sameiginlegum sjóðum hennar og henni stendur á sama um hvemig full- trúar hennar fara með völdin. Það er því ef til vill skiljanlegt að þessi þjóð skuli hafa týnt stjómarskránni sinni. V I K A N HUGSJÓNAMENN VIKUNNAR Eru bændurnir í Ölfusi sem hafa hótað að skipuleggja lambakjötslausa viku. Já, bændur. Og, já, lambakjötslaus vika. Til þess að knýja á um að búfé verði meinaður aðgangur að landnámi Ingólfs eins og það heitir. Og hvemig ætla bændur að koma í veg fyrir neyslu á eigin afurðum? Þeir hafa ráð undir rifi hveiju. Þeir ætla að fá til liðs við sig dálka- höfunda blaðanna, skógræktar- félög, sumarbústaðaeigendur,' fisksala, þjóna, kokka og —• það ætti nú að vera auðvelt — ís- lenska neytendur. VATNSRÚM VIKUNNAR Við Hverfisgötu 104 býr skáld sem heitir Kristján Hreinsson. Hann móðgaðist út í Jón Stefánsson, ritdómara á Mogganum, vegna dóms um ný- útkomna ljóðabók. Kristján færði ýmis rök að því að Jón hefði ekki lesið Percy Bysshe Shelley og væri þess vegna ekki hæfur til að skilja ljóð sín. Só far, só gúdd — en að lokum birti Kristján eitt ljóð eftir sig sem endaði svona: í vatnsrúminu sólin fær sér sæti / og sofnar vært í hafsins mikla djúpi. Gleymiði Shelley — ef þið hafið þá einhvem tíma heyrt minnst á hann. GISTIHÚS VIKUNNAR Er vitaskuld fangageymsla lögreglunnar við Hverfisgötu. A dögunum gisti einn af föstu kúnnunum þar í 250. skipti síð- an 1990. Þessi útsjónarsami ná- ungi hefur því dvalið í grænu klefunum í samtals átta mán- uði. Og hann á ekki einu sinni metið. Miðað við að eins manns herbergi með aðgangi að snyrtingu kostar ekki undir 20.000 krónum á mánuði hefúr þessi herramaður sparað sér að minnsta kosti 160.000 krónur. Og við segjum auðvitað húrra fyrir því! HVERS VEGNA Þarf almenriingur að greiða niður miðaverð tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitarinnar? RUNÓLFUR BIRGIR LEIFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SINFÓNlUHUÓMSVEITARINNAR, SVARAR Þetta er mjög góð spuming og eðlilegt að almenningur, ráða- menn og stjómendur sinfóníu- hljómsveita spyrji sjálfa sig þessarar spumingar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er spumingin „viljum við yfir höf- uð starfrækja sinfóníuhljómsveit á Islandi“? Ef svarið er jákvætt þá verður að segjast eins og er að útilokað er að reka slíka hljóm- sveit án styrkja, sérstaklega í okkar litla landi þar sem markað- urinn er minni en víðast hvar annars staðar. An styrkja gæti miðaverð þurft að vera allt að 6.000 kr. en búast má við að það myndi gera mörgum illmögulegt að sækja tónleika hljómsveitar- innar. I öðm lagi er rétt að íhuga hversu mikið almenningur greiðir niður miðaverðið. Heild- arkostnaður við rekstur hljóm- sveitarinnar er um 200 milljónir króna á ári. Þar af greiðir Ríkis- útvarpið (eða Menningarsjóður fyrir þess hönd) um 50 m.kr. fyr- ir upptökur og dagskrárefni og 7 m.kr. em vegna ferða út á lands- byggðina. Tekjur hljómsveitar- innar af sölu aðgöngumiða em um 20 m.kr. og þá standa eftir um 120 m.kr. sem vantar til að ná endum saman. Ekki má taka þennan mismun og segja að hann sé niðurgreiðsla á miða- verði, því hafa verður í huga að starfsemi hljómsveitarinnar er mun fjölbreyttari en venjubund- ið tónleikahald, útvarpsupptökur og ferðir út á Iand. Við þetta bæt- ist að hljómsveitin heimsækir skóla eða býður nemendum í Háskólabíó, heimsækir sjúkra- hús og stofnanir fyrir aldraða, vinnur með nemendum Tónlist- arskólans í Reykjavík o.fl. Þetta er unnið án sérstaks endurgjalds, en ætla má að kostnaðurinn sé um 30 m.kr. Þá standa eftir um 90 m.kr. eða um 4 þúsund krón- ur á hvem aðgöngumiða. Til gamans má geta þess að af þess- um 90 m.kr. greiða hljóðfæra- leikarar og annað starfsfólk hljómsveitarinnar upp undir helminginn í staðgreiðslu skatta. Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga að eiga sinfóníuhljómsveit og fullkom- lega réttlætanlegt og óhjákvæmi- legt að greiða með rekstri hennar af opinbem fé. Tónlist hefur ver- ið iðkuð í öllum menningarsam- félögum á öllum tímum. Við er- um hluti af vestrænni menningu og tilvera hljómsveitarinnar órjúfanlegur þáttur af sögu okk- ar. Það er einnig mikilvægt fyrir sjálfsímynd þjóðarinnar og ímynd hennar út á við að hér sé öflugt og blómlegt menningarlíf. Góð íslensk sinfóníuhljómsveit er gæðastimpill á íslenskar vömr og íslenskt þjóðlíf. Þá skapar hljómsveitin mörgum af okkar bestu hljóðfæraleikurum at- vinnuöryggi og er því gmndvöll- ur að öflugu tónlistarlífi í land- inu. Hljómsveitin er í raun hom- steinn íslenskrar tónlistarmenn- ingar. Að lokum má benda á að þetta er eini vettvangurinn hér- lendis fyrir aðdáendur sígildrar tónlistar til að hlýða á sinfóníu- hljómsveit í tónleikasal. Ef miðaverð yrði hækkað í 6.000 kr. má gera ráð fyrir að mörgum yrði gert illmögulegt að sækja tónleika hljómsveitarinnar, eins og að ofan greinir, og viðbúið að tekjur hljómsveitarinnar myndu minnka en ekki aukast. Þótt rekstur Sinfóníuhljómsveitar Is- lands kosti eitthvað á fjárlögum, þá er það rekstur sem margborg- arsig. Ef miðaverð yrði hœkkað í 6.000 kr. má gera ráð fyrir að mörgum yrði gert illmögulegt að sœkja tónleika hljóm- sveitarinnar. U 'a ERIÁ ‘ÓR-Ú'g 'HEiMSítJS t*£G\ LTóilp VÍSA VKKUR VKÍh/fV/ EiNBTofuJ EiflVS-t NSson 0& OFHÍLiáG'C-í !! t?ií> IMfcFÍÐ EK+^i AÞ vfeRA ÍH&HiMA fQML-EiK \>ó Þiú ViL-UÁp-AFftNDÍ SHlAÞÍR.' É& VfFiAg. ftp K0AM5T 'A RETTft 3RAATJ I Aft/A/AR-Rv* Vfpp f/6vpínG E& 17ET BAKA A n',G ÆGií HTftLMi/VM Hnr oG vEgþ os/wiimiR pttil AAeðam þfi helþap GEÍMKRÍSTI r BKEETUftAj

x

Pressan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3952
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
370
Gefið út:
1988-1994
Myndað til:
22.09.1994
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (12.03.1992)
https://timarit.is/issue/253513

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (12.03.1992)

Aðgerðir: