Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992
9it)jar
tðlciiðltnv
|>]ÓÍ»ðÖflUV
undan og fóru með nán-
ast fullfermi af góðum fiski
til Þórshafnar.
Áður en Siglfirðingarnir
komu til Þórshafnar sendi
áhöfn togarans Þórshafn-
arbúum kveðju í óska-
lagaþætti sjómanna, „Á
frívaktinni“, og með því
tókst að slökkva á um-
kvörtunum heimamanna
vegna fiskleysis. Lagið
sem þeir sendu var ,,Ég
er á leiðinni".
í næsta þætti, viku síðar,
fékk áhöfnin kveðju frá
Þórshafnarbúum með lag-
inu; „Komdu aftur kæra
vina“.
(úr sjómannasögum)
Siglfirðingar keyptu til
landsins togarann Sigur-
vík fyrir nokkrum árum.
Þeir fengu að kaupa skip-
ið gegn því skilyrði aö þeir
lönduðu hluta aflans á
Þórshöfn, en þar var erfitt
atvinnuástand. Þessi kvöð
var sett þar sem Siglfirð-
ingar létu ekki skip á móti,
það var í úreldingu.
Þrátt fyrir skilyröið lönd-
uöu þeir ekki á Þórshöfn.
Eftir mikinn þrýsting frá
Þórshafnarbúum, blaöa-
skrif og fleira létu þeir loks
„Þetta er ekki eróbikk," segir Kristinn Þór um áreynsluna við pílukastiö. pressan/Jim s™
Eitt gramm getur breytt heilum helling
segir Kristinn Þór Kristinsson, íslandsmeistari í pílukcisti, um þá óbærilegu nákvæmni sem þarf að beita til að hitta í mark.
Þeir taka þetta framyfir allt
annað. Em bókstaflega alltaf að,
standa grafkyrrir og kasta.
Spennan er fólgin í að hitta og
menn gjörsamlega rifna úr
monti þegar vel gengur. Þetta er
það skemmtilegasta sem þeir
gera. Þessir menn em pílukast-
arar.
Einn þeirra er Kristinn Þór
Kristinsson. Og hann er þeirra
bestur. Að minnsta kosti er hann
íslandsmeistari í pílukasti.
Tekurðu þetta framyfir lands-
leiki?
,Já, það er engin spuming,
svo getur maður alltaf farið í
heimsókn til félaganna og þeir
em flestir með spjald hangandi
uppi, við spilum þá frekar en að
horfa á sjónvarpið," segir Krist-
inn Þór.
Hvað hefurðu stundað þetta
lengi og hvaðan kemur áhug-
inn?
„Fimm ár og ég byrjaði að
spila þetta í vinnunni. Það byija
flestir svoleiðis. Þá kepptu allir
félagamir saman og við fómm
meira að segja út til keppni.
Þetta er spilað mikið hjá Kanan-
um á Vellinum og sennilega er
áhuginn fyrir þessu þaðan kom-
inn.“
Eru margir í þessu?
„Það eru nokkrir tugir sem
keppa reglulega en það er spilað
út um allt. Það er gjaman spilað
í vinnunni en margir eru líka
með spjöld hangandi uppi á
vegg heima hjá sér. Þetta er
voðalega gott sport upp á það að
maður getur dundað við það
heima hjá sér. Það em alls konar
týpur í þessu. Sjónvarpið var til
dæmis með spjald hangandi
uppi og eins Vélsmiðjan — ekki
beint líkir vinnustaðir. Þetta er
þó aðallega karlasport og fáar
stelpur hafa gefið sig í það.“
Fer þetta þá ekkert í taugarn-
ar á konunum og kœrustunum?
„Sjálfsagt gerir það það
stundum, en það er með þessa
íþrótt eins og aðrar að hún tekur
tíma.“
Hvað er leyndarmálið á bak
við gott kast?
„Það er einbeitnin og þjálfun-
in að sjálfsögðu.“
Hvað er svona skemmtilegt
við pílukast?
„Það er spennan þegar vel
gengur og félagsskapurinn."
Leikreglur?
„Spjaldið þarf að vera í vissri
fjarlægð, 2,37 m, og hangir í
173 sentimetra hæð.“
Voðalega þarf þetta að vera
nákvœmt.
„Já, ef spjaldið er þremur
sentimetmm neðar en það á að
vera hittir maður ekkert á það
spjald. Það skiptir miklu ntáli í
pílukasti, til dæmis getur það
breytt alveg hellingi ef maður
hættir að nota 21 gramms pfiu
og fer að nota 25 gramma; það
er allt öðmvísi. Ef maður spilar
mikið finnur maður muninn ef
maður tekur óvart pílu sem er
grammi léttari."
En sport er oftar en ekki
hugsað sem þjálfun, er einhver
þjálfun íþessu?
„Þetta er ekki eróbikk, en ef
maður ætlar að ná árangri þarf
maður að hafa þann hæfileika
að geta staðið grafkyrr. Það þarf
ekki einungis einbeitingu: Ef þú
ert að kasta þremur pflum verð-
urðu að kasta þeim öllum frá
sama punkti og því má alls ekki
breyta um stellingu. I þetta þarf
ákveðinn styrk. Svo er mikil-
vægt að menn séu með stöðuga
hönd.“
Er þetta hugaríþrótt um leið?
„Þú þjálfar hugann með því
að vera stöðugt að reikna.
Spjaldið er með tölum ffá ein-
um upp í tuttugu og þú lærir töl-
umar og reikninginn. Þetta væri
meira að segja sniðugt fyrir
krakka í skóla, að vera í sporti
og læra reikning í leiðinni, —
það ætti að taka jtetta upp í skól-
um!“
Þetta er hœgt að stunda fram
í ellina?
„Já, erlendis eru oft gamlir
menn í þessu,“ segir Kristinn
Þór.
RIMSÍRAMS
Tómatsósan hét Libbís
Auglýsingar eru boðflenn-
umar í Íífi okkar. Þær em eins
og ókunnur gestur sem treður
sér inn í fermingarveislumar,
brúðkaupin, jarðarfarimar eða
bara partfin okkar og tekur þar
öll völd - fer að skipuleggja
samkvæmisleiki, hlæja ógnar-
hátt og halda ræður um að það
sé einmitt honum að þakka að
við skulum vera svona kát.
Enginn bauð honum. Enginn
þolir hann. Allir umbera hann,
bíða eftir því að hann ljúki sér
af svo hægt sé að halda áffam.
Eða hvers vegna er það ann-
ars sem tómatsósuauglýsingin
er svona nístandi leiðinleg, juð-
ast á taugaendum okkar? Það
er af því að hún er boðflenna,
það er ruðst inn í helgidóm
minninganna og reynt að gera
tómatsósu að meginkennileiti
þar. Það er vitaskuld ffáleitt, og
það vita auglýsendur ofurvel
og búa því til nokkurs konar
skopstælingu á væminni aug-
lýsingu með því að láta ein-
hvern mann gaula ámátlega
gamalt dægurlag sem á að láta
mann hlæja. Um leið er sýnt úr
lífshlaupi hjóna sem eru ein-
mitt eins og við viljum líta út
þegar við emm komin á afa- og
ömmualdurinn. Gaulið og tóm-
atsósan gera grín að þeim. Par-
ódían nær ekki alla leið. Ut-
koman verður hálfvelgja -
óþolandi auglýsing sem gerir
ekki grín að sjálffi sér og sínum
absúrd skilaboðum, eins og
ætlunin hefur kannski verið,
heldur dárast með okkur,
drauma okkar, minningar okk-
ar, helgidóm okkar. Gerir þetta
allt lítilsiglt og ómerkilegt og
hlálegt. Nei góðir hálsar:
tómatsósan hét Libbís en ekki
og kókið var kók
Þegar ég var lítill drengur og fór meÖ
pabba mínum í leikhúsið og það kom
hlé þá sagði hann við mig: Og rimsí-
rams drengur minn og flimsíflams,
viltu kók?
Hönts og hún bjargaði oft ýs-
unni og þegar flaskan hafði
lokið því hlutverki sínu var hún
höfð undir mjólkina til að hafa
með í skólann þar sem maður
drakk hana og maulaði
Samanlagt...
Vörumerkin eru nefnilega
kennileiti í lífi okkar, fá þar
einkalega og óskiljanlega
merkingu, hjúpast kenndum,
framkalla draugagang, fram-
haldslíf eða hvað við viljum
kalla það. Að koma inn í
gamaldags sjoppu jafngildir
hreinasta miðilsfundi, séu öll
móttökuskilyrði í lagi. Látnir
ástvinir sem vom manni vænir
í bernsku stíga fram, verði
manni litið á réttu karamelluna,
súkkulaðikexið, lakkrísinn,
gosið...
Einmitt já. Gosið. Því er
þessi pistill. Allir sem hafa
snefil af viti á gosi vita að kók
er best gosa, og að besta kókið
er í litlu kókunum. Eg sem
undrast ævinlega gosþamb
landsmanna úr hinum náttúru-
lausu lítraplastflöskum legg
áherslu á að fá mér litla kók
þegar ég fer í bíó og jtegar ég
fer í leikhús. Þegar ég var lítill
drengur og fór með pabba mín-
um í leikhúsið og það kom hlé
þá sagði hann við mig: Og
rimsírams drengur minn og
flimsíflams, viltu kók? - og fór
svo og sagði við afgreiðslu-
stúlkuna: Ég ætla að fá einn
kók, nei hafðu þá annars tvo...
þegar þessi stund rann upp var
það kannski ekki merkileg
stund og skipti kannski ekki
sköpum, en ég man hana; þetta
er mín minning. Og þessa
minningu vil ég heiðra af og til
með því að fara í leikhúshléi og
biðja um einn kók og fá litla og
ískalda kók. En það er ekki
lengur hægt. Þegar ég fór á
Þrúgur reiðinnar um daginn í
Borgarleikhúsinu - fín sýning,
mikið leikhús, maður verður
afar þyrstur - þá komst ég að
raun um að það er ekki nóg
með að einungis sé þar boðið
upp á hið bragðlausa kóklíki
sem kallast Pepsí, heldur er það
bara í dollum sem er sérlega
leiðinlegt fiát og illa hannað, og
svo er manni ætlað að sjúga
drykkinn úr röri, eins og fífl.
Ég hef heyrt því fleygt að
Pepsímenn borgi sérstaklega
fyrir að ekki sé boðið upp á
kók á ýmsum stöðum svo að
við sem viljum bergja á eðal-
gosi af og til neyðumst til að
fara í vatnskranann. Er það
satt? Er það löglegt? Hvar er
vörður að veija minningar mín-
ar fyrir boðflennunni Pepsí?