Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 KARL STEINAR GUÐNASON. Verður hann forstjóri Trygginga- stofnunar? GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON. Hefur tvo möguleika á þingsæti; ef Karl Steinar hættir og ef Jón Sigurðsson fer í Seðlabankann. EIÐURÚTOG KARL STEINAR LÍKA I tengslum við hugsanleg stólaskipti ráðherra hafa alþýðu- flokksmenn fleygt því sín á milli að hugsanlega væri Eiður Guðnason umhverfisráðherra tilbúinn að þiggja gott embætti ef það byðist. Ástæðan mun ekki vera sú að nokkur vilji losna við Eið úr pólitík heldur mun hann sjálfur ekki alveg afhuga því. En kratar velta fleiru fýrir sér. Forstjórastóllinn í Trygginga- stofnun losnar þegar Eggert G. Porsteinsson hættir. Kratar telja Karl Steinar Gunnlaugsson efnilegasta kandídatinn. Þegar við þetta bætist sá þrá- láti orðrómur að Jón Sigurðs- son sé á leið í bankastjórastól Seðlabankans er von að menn fari að velta fyrir sér hvemig Al- þýðuflokkurinn liti út á eftir. Þama færu þrír hægrikratar út úr þingflokknum en í stað þeirra kæmu Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafharfirði, Petrína Baldursdóttir fóstra og Gísli S. Einarsson, verkstjóri á Akranesi. Þingflokkurinn yrði ekki samur eftir. LISTAMENN Á LAUNUM NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN Það hafa fleiri listamenn en Einar Kárason og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundar fengið úthlutað þriggja ára laun- um. Nýlega var þeim Leifi Þór- arinssyni og Áskeli Mássyni tónskáldum úthlutað þriggja ára launum úr tónlistarsjóði. Og fjórir myndlistarmenn fengu sömu laun úr launasjóði mynd- listarmanna; Björg Þorsteins- dóttir, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Kristinn G. Harðarson og Rúrí. Þá fékk einn úr leikhúsun- um laun til þriggja ára; Brynja Benediktsdóttir. Síðan fékk heill hellingur listamanna laun í eitt ár; Úr myndlistinni; Finnbogi Péturs- son, Halldór Ásgeirsson, Jón- ína Guðnadóttir, Magnús Pálsson, Ragnheiður Jóns- dóttir og Sólveig Aðalsteins- dóttir. Ur tónlistinni: Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarna- son, Sigrún Eðvaldsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Úr leikhúsinu: Viðar Eggerts- son. Og eftirtaldir rithöfundar: Birgir Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elías- son, Kristín Steinsdóttir, Kristján Karlsson, Pétur Gunnarsson, Vigdís Gríms- dóttir og Þórarinn Eldjárn. „F]ÖLMIÐLARISINN“ ÍSFILM ENDANLEGA UNDIRGRÆNA TORFU Þegar ísfilm hf. var stofnað 1984 var það kallað „fjölmiðla- risi“ sem líkja mætti við borgar- ísjaka; það væri aðeins blátopp- urinn sem sæist, stærsti hlutinn væri hulinn í undirdjúpunum. Vinstrimenn uppnefndu fyrir- bærið „Stóra bróðuf'. Nú hefur borgarisjaki þessi endanlega bráðnað og sameinast hafinu. Upphaflegir stofnendur að jöfnu voru Indriði G. Þorsteins- son í Isfilm sf., Almenna bókafé- lagið, Árvakur (Morgunblaðið), Frjáls fjölmiðlun (DV), SÍS og Reykjavíkurborg. Ekkert smálið var á stofnfundi „fjölmiðlaris- ans“; Indriði, Davíð Oddsson, Brynjólfur Bjarnason, Erlendur Einarsson, Björn Bjarnason, Haraldur Sveinsson, Hörður Einarsson, Sveinn R. Eyjólfsson og fleiri. Markmiðið var öflugur útvarps- og sjónvarpsrekstur. En smám saman varð draum- urinn um öflugt fjölmiðlafyrir- tæki að engu. Hörður og Sveinn F Y R S T & F R E M S T TJALDPARTI UPPI Á • • VATNAJOKLI Landinn gefst seint upp í stríðinu við veðurguðina, sem fá aldrei nóg af því að koma á óvart. Þannig halda foreldrar áfram að klæða bömin sín í sumarfatnað í snjókomunni á sumardaginn fyrsta og fólk þreytist seint á að láta sig rigna niður á stórhátíðum. Því veitir ekki af góðu fólki með stór- tækar hugmyndir og kjarkinn til að framkvæma. Þannig fólk er einmitt í Kolaportinu og leigir út risa- tjöld fyrir þá sem vilja senda veðurguðunum langt nef og halda áffam að skemmta sér í friði — í hvaða veðri sem er. Risatjöldin eru allt frá 200-800 fermetrar að stærð og segja Kolaportsmenn að vin- sældir þeirra fara vaxandi. Óvenjulegasta pöntunin, og um margt sú bjartsýnasta, er ffá ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn, sem hyggst leigja 400 fermetra risatjald. Það er út af fyrir sig ekki svo ýkja fréttnæmt nema fyrir það að tjaldið á að reisa uppi á Vatnajökli nú um miðjan mánuðinn og í framhaldi af því bjóða tvö hundruð útlendingum í partí. Þarna einhvers staðar upp á jöklinum verður tjaldið reist. Valinn hópur færra manna í tjalduppsetningum fylg- ir veislugestum upp á jökul og verður þeim til halds og trausts ef eitthvað fer úrskeiðis — eins og veðrið. Ef í hart fer má alltaf fella tjaldið niður í miðjunni, þá fykur það víst ekki. ákváðu fyrst að forða sér og síð- an Erlendur og Davíð ákvað að taka borgina út líka. Mikilvægir tæknimenn flúðu ísfilm, svo sem Jón Ivarsson og Björn Em- ilsson, og svo fór sjálfur fram- kvæmdastjórinn, Hjörleifur Kvaran, hann gerðist embættis- maður Davíðs hjá borginni og er þarenn. ísfilm var endanlega tekið til gjaldþrotaskipta í desember 1990. Lýstar kröfur í búið voru á Jreim tíma 79,3 milljónir króna, sem em um 86 milljónir í dag. 64 MÁNAÐARLAUN Á ÁTTA ÁRUM Eins og segir hér að ofan og PRESSAN skýrði reyndar frá fyrir tveimur vikum fengu þau Einar Kárason, formaður Rithöf- undasambandsins, og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður sambandsins, hæstu styrkina úr Rithöfundasjóði íslands. Sú villa slæddist inn í myndartexta að Einar var sagður formaður Rit- höfundasjóðs. Það er ekki rétt. Rithöfundasjóður er sjálfstæður sjóður í ríkiseigu. Stjóm Rithöf- undasambandsins tilnefhir hins vegar alla þijá nefndarmennina í úthlutunamefndina sem deilir út styrkjunum þótt menntamála- ráðherra skipi þá. Þau Einar og Steinunn hafa fengið svipaða styrki úr sjóðnum á umliðnum ámm, eða um fimm til sex mánuði á ári að meðaltali undanfarin fimm ár. Þegar þau Einar og Steinunn hafa fengið greidd laun í þrjú ár, árið 1995, munu þau því hafa fengið greidd um 64 mánaðarlaun hjá ríkinu á átta ámm. Það em 8 mánaða laun á ári að meðaltali. Sem jafh- gildir því að þau hafi verið í 65 prósent vinnu hjá ríkinu. ÁSKELL MÁSSON. HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON. RÚRÍ. BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR. Þau em ÖU meðal þeirra lista- manna sem njóta fullra launa frá ríkinu næstu þijú árin. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON. Draumurinn um stórveldið ísfilm endaði í gjald- þroti. EIÐUR GUÐNASON. Kratar segja að hann vUji út úr pólitík. Finnur, ætlarðu að bjóða þig fram á móti Guðmundi G. í skákinni? „Nei, ég hef ekki hugsað mér það af þyí ég er enginn skák- maður. Eg veit það hins vegar að Guðmundur er afburðaskák- maður á öllum sviðum. Eg treysti honum vel til þess aðfara með forystu þarna. “ Gudmundur H. Pórarinsson hetur lýst þvi yfir aö hann sé lilbúinn aö bjóöa sig fram lil embættis formanns Skáksambands Islands. Hann og Finnur Ingólfsson áttust sem kunn- LÍTILRÆÐI afsvoleiðis og hinsegin MUdð ósköp hefði ég gaman af því ef einhver málfróður maður gæti upplýst mig um hvað það merkir að vera „svo svoleiðis“. I meira en hálfa öld hef ég verið að velta vöngum yfir því hverjum eiginleikum sá maður búi yfir sem sagt er um að sé „svo svoleiðis", eða hvaða skaf- ankar séu á þeim sem sagt er um að ,Jtafi alltaf verið voða mikið svoleiðis“. I meira en hálfa öld hef ég hlustað á þá palladóma um með- bræður mína að þeir séu „alltof mikið svoleiðis" og aldrei verið neinu nær. Öðru máli gegnir um að vera hinsegin. Frá blautu bamsbeini hef ég verið alveg polUdár á því hvað það er að vera hinsegin. Það er að segja frá því að ég gekk á fund ömmu minnar og spurði hana umbúðalaust hvað átt væri við með því að segja um menn að þeir væm, Júnsegirí'. Og amma svaraði, einsog hennar var von og vísa, jafh um- búðalaust og spurt var: - Menn sem em hinsegin em víst þannig náttúraðir að þeir hafa bæði af því gagn og gaman að sitja dægrin löng og toga í tippið hver á öðmm. Og þeim er það víst ekki of gott ef þetta em bara almennilegar manneskjur. Núna held ég að ekki þyki lengur við hæfi að segja um nienn að þeir séu, Jiinsegirí'. Nú heitir það að vera „samkyn- hneigður" eða ,Jiommi“, sem er víst enn faglegri nafhgift. Ég hef kynnst fjölmörgum hommum um dagana og hef af þeim ósköp svipaða reynslu og öðm fóUd sem ég hef átt samleið með. Sannleikurinn er sá að ég hef alltaf átt frekar auðvelt með að umgangast samferðamenn mína í lífinu, hvort sem þeir nú kunna að vera svoleiðis eða hinsegin, sem helgast eftilvill af því að maður þarf ekki að eiga kynmök við alla sem veiða á vegi manns. Sem betur fer. Því er ég nú að hafa orð á þessu öllu að ég er orðinn hálf- þreyttur á endalausum vanga- veltum og umfjöllun um vanda- FLOSI ÓLAFSSON mál samkynhneigðra í fjölmiðl- um; hvað það sé erfitt félags- lega, andlega og líkamlega að vera hommi og hvað það sé átakanlegt að eiga fyrir höndum að fá eyðni og deyja þegar fram líða smndir, að ekki sé nú talað um átakanlegt skilningsleysi umheimsins á sérþörfum, ástum og atferli samkynhneigðra. Óeirðir brutust út í San Franc- isco á dögunum vegna þess að morðinginn í kvikmyndinni Basic Instinct var hommi. Samkynhneigðum fannst að sér vegið. Nú les ég það hinsvegar í DV að eyðniveiran sé skaðlaus svo ég held að hommar ættu bara að slappa af og bera harm sinn og gleði í hljóði frekar en í fjöl- miðlum. Gagnkynhneigðir þurfa 1Q að vera morðingjar í bíómym um og jafnvel í lífinu sjálfu, bi við skilningsleysi samfélagsh á frumþörfunum, veikjast, ves ast upp og drepast. Gagnkynhneigðir lifa eki dauðann af fremur en hommar Þessvegna eiga hommar a gleðjast í sínum afbrigðilega ás arbríma og hætta að sífra í fjö miðlum. Leika þann ástarleik sem nál úran býður þeim, því þegar öl er á botninn hvolft, þá skipt svo ósköp litlu máli hver togai tippið á hveijum, ef þátttakem ur em bara aJmennilegar mani eskjur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.