Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 E R L E N T „Veröió er hátt, en þetta er fínn tískuveitinga- staöur, svo þaö er i lagi...“ Pekingbúinn Zhong Wei fyrirutan nýopnaðan McDonalds-stað þar i borg. Andleg vanheilsa er algengasta orsök þess að skriffinnar Evrópu- bandalagsins láta af störfum fyrir aldur fram. Streitan viö að semja pylsustaöla hefur greinllega reynst þeim 700 möppudýrum ofviöa, sem hafa hætt af heilsufarsástæðum vegna þunglyndis, kvföakasta og taugaáfalla. Þeir fá lífeyri, sem nemur 70% af fyrra kaupi þeirra. Ekki neitt fyrir okkur, en mmm í Danmörku verður gengiö til at- kvæöa um Maastricht-samkomu- lagiö 2. júní. Skoðanakannanir benda til þess aö Danir hafi mjög ríkar efasemdir um þaö og meiri- hlutinn hafnar því. Hins vegar eru Danir og sérstaklega Kaupmanna- hafnarbúar mjög áfram um aö Svíar gangi sem allra fyrst í EB. Ástæöan er að þeir viröast vonast til þess aö Svíar hætti aö fara í fyllerísferðir yfir Eyrarsund þegar Svíþjóö verður hluti hins sameiginlega markaöar og brennivín lækkar þar í verði. Enginn segir mér neitt Þýsk hjón á bílferöalagi á leið til Moskvu uröu fyrir fremur óskemmti- legri reynslu um síöustu helgi. Á leiöinni á milli borganna Minsk og Smolensk villtust þau og stönsuöu því í næsta þorpi. Þar spuröu þau aldurhniginn lögregluþjón vegar og báöu hann sýna sór leiöina á korti. Sá gamli handtók þau hins vegar umsvifalaust fyrir njósnatilraun og þaö var ekki fyrr en eftir 14 tíma setu I fangaklefa aö lögregluyfir- völdum í Minsk tókst að sannfæra lögregluþjóninn símleiöis um að út- lendingar mættu aka aö vild um landiö og aö ekki væri lengur sak- næmt aö eiga kort af Rússlandi. Skjólt skipast veður í lofti Þeir, sem áhyggjur hafa af svonefndum „gróðurhúsáhrif- um“, hafa yfirleitt huggað sig við að slíkar breytingar á veðurfari eigi sér stað á mjög löngum tfrna. Nýjar rannsóknir á setlögum á djúpsjávarbotni undan ströndum Noregs benda hins vegar til þess að slíkar veðurfarsbreytingar hafi orðið á mun skemmri tíma, jafhvel á innan við 40 árum. Samkvæmt niðurstöðunum breyttist meðalhitastig um allt að 15°C við lok síðustu ísaldar, sennilegast vegna breytinga á sjávarstraumum. Að öllu jöfnu flytja haf- straumar hita á milli svæða. Við miðbaug er uppgufun mikil og salthlutfallið í sjónum hækkar. Hlýr og saltur straumurinn berst norður í Norður-Atlantshaf og gerir loftslagið hlýrra, eins og við Islendingar njótum ríkulega. Þegar sjórinn kólnar sekkur salt- ríkari sjórinn til botns og streym- ir þaðan suður á bóginn til Afr- íku, þar sem ferillinn hefst á nýj- an leik. En ef gróðurhúsaáhrif valda því að snjór og ís á heimskauts- svæðunum fer að bráðna minnk- ar saltmagn sjávar verulega og fyrir vikið sekkur enginn saltrík- ur sjór til botns. Þá myndi fyrr- nefríd hringrás stöðvast og lofts- lag kólna mjög á norðurhveli. Vísindamennimir telja að þetta hafi á sínum tíma valdið aftur- kippnum í lok síðustu ísaldar. Menn eru ekki á einu máli um hvort sagan gæti endurtekið sig nú. í grein, sem Rainer Zahn skrifaði í síðasta tölublað Nat- ure, segir hann meðal annars: „Það er afar brýnt að þekking manna á þessari tegund lofts- lagsbreytinga aukist verulega, - því um leið og fyrsta breytingin hefur orðið getur veðurfarið á Norður-Atlantshafi breyst gríð- arlega á innan við 50 árum.“ Fujimori brosir bak við rimlana og múgurinn fagnar. Fujimori fer eigin leiðir Vopnasend- ingar tii Kúbu Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússlands- stjómar um að hemaðar- og efnahagsað- stoð hennar við Kúbu væri úr sögunni berast enn fregnir af vopnasendingum þangað. „Þetta er allt mjög sérkenni- legt,“ segir CLA-maður nokkur, en þar á bæ telja menn tvær skýr- ingar líklegastar; annaðhvort hafi afhending á vopnabúnaðin- um verið frágengin áður en til- kynnt var að aðstoðinni skyldi hætt, eða þá að Borís Jeltsín Rússlandsforsetí hafi ákveðið að selja áfram vopn til Kúbu til að draga úr áfollum þeim, sem rúss- neskur hergagnaiðnaður hefur orðið fyrir að undanfömu. Hinn japanskættaði forseti Perú, Alberto Fujimori, tók öll völd í landinu í sínar hendur með aðstoð hersins hinn 5. apríl. Nú, mánuði síðar, hafa allar tilraunir til að semja um að aftur verði snúið til lýðræðis strandað á einu atriði. Fujimori kveðst fús til þess að ræða við gagnrýnendur innan lands sem utan, en tekur ffam að slíkar viðræður fari fram á hans forsendum. Fujimori hefur tekið af allan vafa um að hann muni koma fyrra stjómkerfi á að nýju. Hann kveðst vilja koma á „raunveru- legu lýðræði" og einmitt þess vegna hafi hann numið stjómar- skrána úr gildi og sent þingið lieim. Til að bæta stjómarfarið hefur hann kvatt saman hóp manna, sem hann kallar þjóð- fund, til að gera tíllögur um úr- bætur í stjóm- og dómskerfinu og eins að semja breytingartil- lögur við stjómarfarinu. Stjómarandstaðan hefur kall- að saman sinn eigin „þjóðfund“, en honum stýrir fyrrum samheiji og varaforseti Fujimoris, Max- imo San Roman, en þingmenn hins burtsenda þings líta á hann sem forseta landsins. A alþjóðavettvangi hafa menn mótmælt „valdaráninu'* mildi- lega en einbeitt sér að því að bera klæði á vopnin, því allur þorri þjóðarinnar virðist vera Fujimori hjartanlega sammála um að grundvallarbreyting verði að eiga sér stað á stjómkerfi lands- ins. Bemand Aronson, aðstoðamt- anríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi um síðustu helgi við Fuji- mori, leiðtoga stjómarandstöð- unnar og fulltrúa mannréttinda- hreyfinga í landinu. í kjölfar hans sigldi sendinefríd Samtaka amerískra ríkja (OAS) og hvatti til frekari viðræðna Fujimoris og andstæðinga hans. Aronson sagði Fujimori að fyrirhugaðar breytingar yrðu að vera í anda lýðræðis og ættu að gerast hraðar, en Fujimori hefur gert ráð fyrir í ársáætlun sinni. „Verði ekki af slíku óttast ég að Perú einangrist og stuðningur við landið muni minnka.“ Fagblað vændiskvenna Hvað gera danskar vændis- konur þegar þær vantar góðan písk fyrir óþæga viðskiptavini? Þær fletta upp í auglýsingasíð- um tímaritsins Stá Sammen, sem er fagtímarit danska vænd- isiðnaðarins. í blaðinu, sem kostar jafn- virði 650 íslenskra króna, er að finna alls kyns efni og auglýs- ingar úr bransanum, t.d. viðvar- anir um harðhenta kúnna, um- fjöllun um alnæmishættuna, vangaveltur um lögleyfingu vændis og skattasjónarmið skyndikvenna. Þá var í fyrsta tölublaðinu grein um sjötta boð- orðið eftir sóknarprest nokkum, en hann taldi ekki ástæðu til að óttast eilífa fordæmingu í Hel- víti þótt lögmál Móses væri ekki haldið í einu og öllu. A hinn bóginn em í blaðinu nokkurs konar tískumyndir af alls kyns melluklæðum, sent tískupenni blaðsins telur best til þess fallin að freista viðskipta- vina, en líkast til em myndimar lremur hafðar með til þess að gera blaðið söluvænlegra meðal karlmanna en til að upplýsa dætur götunnar um það nýjasta úr heimi tískunnar. I blaðinu er jafnframt að finna einkamála- auglýsingar, þar sem „kona nteð níurófukött óskar eftir að Baksíðu- mynd fyrsta tölublaðs Stá Sam- men. kynnast manni með athyglis- verðar frístundir í huga“. Til stendur að blaðið komi út mánaðarlega til að byija með og oftar ef vinsældir gefa ástæðu til. Miðað við viðtökur fyrsta tölublaðs er sennilegt það gangi eftír. Bandaríkjamenn hafa þegar fiyst 164 milljóna dala aðstoð við Perú. Andstæðingar Fujimoris hafa komið vemlega til móts við hann. Upphaflega kröfðust þeir tafarlausrar afsagnar hans, en eftir að skoðanakannanir bentu til þess að þjóðin styddi forset- ann heilshugar, teldi stjómmála- flokkana handónýta og áliti þingmenn eyða meiri tíma í að raka til sín fé en að vinna fyrir umbjóðendur sína fóm þeir að hugsa sinn gang. San Roman stakk upp á að í stað þjóðaratkvæðagreiðslunnar um valdatöku forsetans, sem Fujimori hefur boðað til hinn 5. júlí, verði kjörið sérstakt stjóm- arskrárþing með fulltrúum allra kjördæma. Fujimori blés á hug- myndina og kvaðst ekki treysta neinu, sem byggðist á núverandi kjördæmaskipan. Fujimori vill frekar velja eigin stjómarskrámefnd til að gera breytingartillögur, en í þeim mun meðal annars felast minna og skilvirkara þing. Þinginu, sem Fujimori leysti upp, var skipt í tvær deildir og sátu 240 þingmenn á því. Fujimori virðist ekki ætla að hvika í neinu frá áformum sín- um, því hann telur ekkert nema holskurð á stjómkerfinu geta bjargað sjúklingnum. Hann hyggst sitja í embætti að minnsta kostí til 1995, nema þjóðin hafni honum í kosningunum í júlí. „Þá ferég." ERLENT SJÓNARHORN Frá fátœkt til bjargálna JEANE KIRKPATRICK Ferð ríkjanna í Mið- og Aust- ur-Evrópu frá kommúnisma til markaðsbúskapar hefur reynst torfær. Og vegna þess að Sovét- stjómin hafði meiri tíma til þess að afmá menjar hefðbundins hagkerfis er þar enn erfiðara en annars staðar að uppræta hið miðstýrða hagkerfi sósíalism- ans og koma á markaðshag- kerfi. En þrátt fyrir erfiðleikana hafa leiðtogar hinna nýju ríkja í austri líkt og leiðtogar helstu iðnríkja heims (G-7) komist að þeirri niðurstöðu að „það [sé] enginn raunhæfur kostur annar en að koma á markaðshagkerfi í Rússlandi", eins og fjármálaráð- herrar G-7-ríkjanna orðuðu það í síðustu viku. En einingin um það hvemig beri að breyta hagkerfinu er mun minni en samstaðan um nauðsyn þess. Um leið og ráð- herramir gengu frá efríahagsað- stoð við Rússland og önnur ríki Samveldisins vom deilumar að hefjast af alvöm. Innan ráð- herrahópsins og þeirra alþjóð- legu fjármálastofnana, sem munu ráðstafa þorra aðstoðar- innar, em skoðanir vægast sagt skiptar. Bandaríkjamenn leggja til dæmis áherslu á að undur mark- aðarins sé bæði markmið og leið í sjálfu sér. Þeir segja að treysta verði markaðnum — fremur en miðstýrðum áætlanabúskap — til þess að ráðstafa auðlindum, mynda verð og ráða efríahags- þróun. Að þeirra mati er mikil- vægasta framlag ríkisvaldsins til þróunarinnar falið í að afríema hömlur á ffumkvæði og sam- keppni og hafa hægt um sig í efríahagslífinu. f Sovétríkjunum verður mikill starfi að afnema þessar hömlur. Smíða þarf laga- ramma, sem gerir ráð fyrir og ver einkaeignarréttinn, gefur samningum gildi og tryggir gjaldmiðil, sem þarf að vera hvort tveggja stöðugur og selj- anlegur. Eins og sjá má er mark- mið Bandaríkjamanna að koma á hagkerfi, sem svipar sem mest til hins bandaríska. Japanir, sem líta svo á að auk- in fjárffamlög þeirra gefi þeim rétt á auknum áhrifum á al- þjóðavettvangi, hafa á hinn bóg- inn nokkuð aðrar hugmyndir um það hver skuli markmið og leiðir efnahagsuppbyggingar- innar. Fáum ætti að koma á óvart að þeir hafa í huga hag- kerfi í anda hins japanska, þar sem meira er reist á samvinnu en samkeppni í atvinnulífinu og milli einkageirans og hins opin- bera. Að þeirra matí hefur ríkið mikilvægu, réttmætu og já- kvæðu hlutverki að gegna í efríahagslífinu, því beri að stýra og viðhalda efnahagsuppbygg- ingu með niðurgreiðslum, nið- urgreiddum lánum, vemdartoll- um og annarri vemd gegn sam- keppni innanlands sem utan. Það, sem Bandaríkjamenn líta á sem leynimakk og viðskipta- hömlur, telja Japanir samvinnu „Staðreyndin ersú að enginn veit hvernig þjóðum Sovétríkjanna fyrr- verandi verður best hjálpað á leið- inni frá fátœkt til bjargálna. “ afbestugerð. Sérfræðingar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafa enn aðrar skoðanir á þessu. Forstjóri sjóðsins, Frakkinn Michel Cam- dessus, er afsprengi embættis- mannaskólans Ecole National d’Administration og eins og flestir skólabræður hans hefur hann mikla trú á miðstýrðum áætlanabúskap. Stefna sjóðsins byggist á blöndu af „rótfylling- ar-aðgerðum“ og öryggisnet- kerfum fyrir borgarana. Þannig mælir sjóðurinn með að fjár- lagahallinn verði að engu gerð- ur, verðlagshöff verði afnumin, niðurgreiðslur minnkaðar og framboði á fjármagni stillt mjög í hóf. Allt þetta skal gera í einu og það á hraða, sem engin ríkis- stjóm í venjulegu lýðræðisríki með stjómarandstöðu á bakinu gætí leyft sér. Fyrirhugaðar aðhaldsaðgerð- ir og efnahagsfómir þær, sem sjóðurinn boðar, hafa valdið mótbárum í Rússlandi. Borís Jeltsín áminnti untheiminn: „Við munum ekki sitja og standa eftir fyrirmælum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Við er- um ekki sammála stofríuninni í öllu og munum fylgja okkar eig- in stefríu." Staðreyndin er sú að enginn veit hvemig þjóðum Sovétríkj- anna fyrrverandi verður best hjálpað á leiðinni ffá fátækt til bjargálna. Enginn hefur hug- mynd um hversu langan tíma mun taka að skapa markaðshag- kerfi í þjóðfélagi, sem mátti þola 70 ára ,Jcennslu“, sem miðaði að því að uppræta auðhyggjuna. En hafi Adam Smith haft rétt fyrir sér mun mannlegt eðli reynast fortíðinni yfirsterkara og líka leiðrétta rnistök, sem er- lendu hjálparhellunum eiga eftir að verða á þrátt fyrir góðan ásetning. I Auðlegð þjóðanna ritaði Smith: „Eðlislæg viðleitni hvers manns, til þess að bæta kjör sín, er svo sterk að ein og óstudd getur hún ekki einungis auðgað þjóðina og tryggt vel- megun, heldur líka komist yfir hundrað óskammfeilnar hindr- anir, sem heimskra manna lög leggja allt of oft í veg hennar.“ Þessi hneiging mannlegs eðl- is, sem Smith áleit að væri „öll- um mönnum sameiginleg", mun leysa flestan vanda breyt- inganna og færa hinum ný- fijálsu þjóðum velmegun. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.