Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 29 PENINGAR Sparað fyrir notuðum bíl: Staðgreiðsla lækkar verðið verulega ,£ins og ástandið er núna spara þeir hundruð þúsunda sem geta borgað á borðið þegar þeir kaupa notaðan bfl. Ég get nefnt sem dæmi að ég var hér með bíl í vikunni sem átti að seljast á sjö hundruð þúsund krónur. En það kom maður og bauð fjögur og fimmtíu á borðið og seljandinn sló til. Uppsett verð á öðrum bíl var hálf milljón en hann fór á þtjú og sjötíu staðgreitt," sagði bílasali einn í samtali við PRESSUNA. Hann sagði að það væri engin spum- ing að menn stórgræddu á því að leggja fyrir og spara þegar ætlunin væri að kaupa notaðan bfl. Ef lagðar væm fyrir 25 þúsund á mánuði í eitt ár þannig að 300 hundruð þúsund væru handbærar auk einhverra vaxta mætti bæta 150-200 þúsund krónum við sem hreinum ávinningi af þessum spamaði við bflakaup gegn staðgreiðslu. „Margir seljendur em h'tið hrifnir af því að taka við skuldabréfum eða víxl- um sem greiðslu frá Péui og Páli enda of mikið af vafasömum pappúum í um- ferð í bflaviðskiptum. Það er líka frekar þungt undir fæti í bflasölunni núna og sá sem selur bíl á hálfa milljón með 200 þúsund króna útborgun þarf kannski að lána afganginn vaxtalaust upp í eitt ár. Þar við bætast afföll ef honum tekst að selja pappírana í banka eða á gráa markaðinum. Hann vill því miklu heldur selja á 350 á borðið," sagði bflasalinn ennfremur. Annar bflasali tók í sama streng og bætti við að bflaumboðin væm orðin treg til að taka notaða bfla upp í nýja. Kaupendum nýrra bfla væri því akkur í að losna við gamla bflinn sem fyrst og þeir tilbúnir að gefa ríflegan stað- greiðsluafslátt svo ekki þyrfti að taka eins há lán fyrir nýja bflnum því lánin væm dýr. Og hann lét eina spamaðar- Sparnaðarsláttur er líka möguleiki Þeim sem leggja fyrir lágar upphæðir á mánuði finnst oft lítið miða í spamað- inum þegar verið er að safna fyrir ein- hveiju sérstöku. Þá er freistandi að láta spamaðinn lönd og leið og slá frekar lán f staðinn og greiða síðan afborganir og vexti af því. En í svona tilfellum er hægt að fara milliveg og sameina spamað og lántöku á auðveldan hátt. Við getum tekið dæmi af Spariveltu Landsbankans. Um er að ræða safn- reikning með sömu gmnnvöxtum og Kjörbók. Samið er um ákveðna upp- hæð sem lögð er inn mánaðarlega í ákveðinn tíma eða frá þremur mánuð- um til tveggja ára. Að loknum um- sömdum spamaðartíma á eigandi reikn- ingsins rétt á láni. Bankinn býður þeim sem hafa sparað reglulega í eitt ár eða lengur betri lánskjör en einstaklingum bjóðast undir venjulegum kringum- stæðum. Lánið er í formi skuldabréfs en er jafngreiðslulán sem þýðir að vext- ir og afborganir jafnast út þannig að mánaðargreiðsla helst óbreytt allan lánstímann. 300 þúsund eftir eitt ár Taka má dæmi af hjónum sem ætla að byrja að spara fyrir utanlandsferð næsta ár en hafa ekki efni á að leggja meira fyrir en 10 þúsund krónur á mán- uði. Þetta verða ekki nema 120 þúsund eftir árið auk einhverra vaxta. Én eftir árið eiga hjónin rétt á láni sem nemur 150% af spamaðinum eða 180 þúsund krónum og hafa því handbærar 300 þúsund krónur. Lánið geta þau síðan borgað til baka á 15-24 mánuðum að eigin vali. Kjósi þau að greiða áfram 10 þúsund á mánuði til að borga Iánið upp tekur það um 18 mánuði en þau geta lfka dreift greiðslunni allt upp í 24 mánuði og þá lækkar mánaðargreiðslan í samræmi við það. Þessi Sparivelta hentar einnig vel þeim sem eru að safna fyrir smærri fjár- festingum og það er ódýrara að taka Sparilán en kaupa með afborgunum í verslun. Almennur lífeyrissjóður VÍB starfar sem séreignarsjóður. Framlög sjóðsfélaga eru séreign hans og inneign erfist við andlát. VlB Arsávöxtim iiinli am \ci öhól”u s.l. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. sögu fljóta með: ..Ég er ekki vanur að spyrja fólk hvaðan það hafi peninga til bflakaupa. En það kom hingað strákur rétt fyrir páskana og vildi fá að vita úr hveiju væri að velja fyrir átta hundruð þúsund á borðið. Ég spurði svona út í loftið hvort hann hefði unnið í happdrætti um leið og ég fletti skránum. Hann neitaði því en sagðist hafa sparað frá því hann var fermdur Qórum árum áður. Ferm- ingin hefði gefíð startið og síðan hélt minn maður áfram að spara á einhveij- um sérreikningi í banka og þetta var af- raksturinn með vöxtum. Drengurinn fékk sinn draumabíl sem var búinn að vera hér óseldur frá áramótum og átti að kosta 1,2 milljónir. Þetta losaði seljand- ann úr klemmu og báðir vom ánægðir. Svo heyrir maður sögur af fólki sem tekur lífeyrissjóðslán til að kaupa nýjan bfl. Þetta er auðvitað algjört brjálæði því bíllinn lækkar í verði en lánið stór- hækkar og allt fer norður og niður. En ef þig vantar bfl þá er ég héma með einn sem...“ SKAMMTÍMABRÉF Raunávöxtun sl. 3 mánuái 7,3% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í rigu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna EININGABRÉF3 Raunávöxtun KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtceki Kringlunni 5, sírni 689080 í rigu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna AUKAFERÐIR TIL BENIDORMI Við bætum við nokkrum ferðum til Benidorm í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Frábærir gististaðir og fararstjórn. Tveggja og þriggja vikna ferðir: 28. maí, 4. júní, 18. júní, 9. júlí, 30. júlí og 20. úgúst. i - ir.iilílrliiigij U/l/Joifl} Sífin/iiiiiiilsi’úii’-Lítiiíls ýn ■toyktavft: Austurstrab 12 - S. 91 - 69 1010 - Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 • 2 77 96 / 691095 • Telex 2241 Hótel Sóqu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Aknreyri: Skipagðtu 14 • S. 96 - 27 200 • Sfmbréf 96 - 24087

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.