Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 ^/(stcv A/cecfsAeiH/ „Karlmenn eru íhaldssamir og ekki bara í klæðaburði. Ég veit ekki hvað er búið að gera margar tilraunir til að koma þeim í pils. Svo tókst að koma þeim í rauða jakka og þá voru þeir allir í rauðum jökkum á tímabili.“ Ásta Vilhjálmsdóttir er klæð- skeri og vílar ekki fyrir sér að kalla sig skraddara. I gamla daga tilheyrði gjama mannlýsingum að „hann gekk á klæðskera- saumuðum fötum“. Klæðskerar þóttu jafn ómissandi og skó- smiðir, hárskerar og eldsmiðir. Smiðjur og skraddarar voru í hverjum bæ. Nú er handverkið að koma aftur, fólk vill heldur borga aðeins meira fyrir gott handverk en fjöldaframleiðslu. Kannski verður þess ekki langt að bíða að klæðskerar setji upp neonljósaskilti. Það er alltént draumur Ástu að setja á fót verk- stæði þar sem hún getur helgað sig handverki sínu og tekið á móti viðskiptavinum með mál- band og bros á vör. Og hún segir að skraddarasaumuð föt séu ekk- ertdýrari. HENTI ÖLLU ÚR FATASKÁPNUM „Ég bjó í Þýskalandi í þrjú ár. Maðurinn minn var í Myndlist- arakademíu í Hamborg og ég hafði allan tíma í heimi. Þetta byrjaði allt með því að einn dag- inn fékk ég lánaða saumavél. Eg settist niður og fór að sauma. Allskonar föt spmttu út úr hönd- unum á mér og vélinni. Ég var að leika mér. Ég notaði ólíka hnappa, gult flauel framan á buxnaskálm. Gerði allt sem mér datt í hug. Þetta var algjör til- raunastarfsemi og ég þurfti ekki að taka neitt alvarlega. Ég hef lif- að og hrærst í myndlistarum- ræðu í svo mörg ár að það má vel vera að það hafi haft sín áhrif þegar ég byrjaði að sauma. Ég varð svo gagntekin að ég fór beint í Iðnskólann þegar ég kom heim. Þá henti ég öllu úr fataskápnum mínum. Við gerð- um það allar stelpumar, engin okkar þorði að láta sjá neitt af því sem hún hafði verið að gera. Það má segja að ég haft bara ætt út námið. Flestar sem vom með mér höfðu bakgrunn, mömm- urnar saumakonur eða þær höíðu saumað á dúkkumar sínar. Fyrsta önnin var hundleiðinleg. Við þræddum í millimetratali stanslaust enda gáfust margar upp, strax íyrstu dagana. Margir halda að þetta sé fatahönnun en við lærðum aðallega saumaskap og smðagerð. Uti í hinum stóra heimi er það hönnuðurinn sem teiknar þessar skrítnu tískuteikn- ingar og klæðskerinn útfærir og saumar. Það er spuming hver er hönnuðurinn." KOSTULEG DÓMNEFND OG KÁTAR SAUMAKONUR „Það var ekki fýrr en á síðasta ári í skólanum sem okkur var treyst til að gera heila flík. Við fengum óljósar teikningar á prófunum og áttum að útfæra sniðin. Ég hafði gaman af dómnefndinni, það skjögmðu eldgamlir karlar í sal- inn, þeir voru alveg gáttaðir á handverkinu og bomuðu ekkert í hvemig við gátum teiknað kraga og ermar. í gamla daga var því trúað að þetta væri ekki hægt að teikna, en frekar saumað og mælt eftir tilfmningu. Ég vann með skólanum á frá- bærri saumastofu. Saumakonur em sérstakar týpur, kátar og úr- ræðagóðar. I skólanum lærðum við bæði að sauma karl- og kvenfatnað, en áttum að velja klæðskerann eða kjólasaum fýrir síðustu önn. Við vomm óhressar með þetta, maður ætti að fá rétt- indi í hvorutveggja. Sveins- stykki mitt var smóking." ÉG VAR LÁNSÖM MEÐ MEISTARA „Ég valdi klæðskerann, það er herrafatnað, því það em meiri kúnstir í sambandi við „tillegg". I einum jakka er ekki bara efnið en allt inni í honum. Jakki er heil bygging. Það meira mál að móta flíkiná með pressu. Svo em not- uð gömul verkfæri sem mér finnst heillandi. Ég var lánsöm með meistara, Kristján Olafsson skraddara, sem vann lengst í Reykjavík hjá Fötum hf. Hann var skemmtilegur, hafði frá mörgu að segja og kenndi okkur að nota gömlu verkfærin. Margt er gert eins og fyrir hundrað ár- um. Þá var klæðskeri í hverju plássi, oft í tengslum við kaupfé- lagið. Svo datt klæðskeraiðnin upp fýrir en nú em margir sem vilja læra hana. Mér fmnst það góð tilfinning að fólk skuli meta handverkið á nýjan leik. Þegar fólk heyrir orðið klæðskeri kviknar á einhverju. Fólki finnst það spennandi; eitthvað sem það hefur ekki heyrt lengi. Margir sem koma til mín vilja fá saum- uð sérstök föt og eru með ákveðnar hugmyndir. Konur em líka aftur famar að ganga í drögt- um, sem þótti hallærislegt fyrir stuttu.“ KARLMENN VILJA EKKI GANGA í PILSI „Mér finnst mest gaman að sauma jakka og líka kjóla. Kjóla- efnin em svo ótrúlega fjölbreytt. Ég nýt þess líka að sauma jíaö sem ég teikna sjálf. Ég held að maður setji alltaf persónu sína í það sem maður tekur sér fyrir hendur. Auðvitað er maður bundinn því sem maður lærir. Fyrst ríghélt ég í tæknina, svo kom að því að ég losaði mig við það og fór að nota meira frá sjálfri mér. Meistarinn minn var sá fýrsti sem kenndi mér að losa aðeins um. Ég sá sniðin bara sem formúlur, hann kenndi mér að hugsa líkamann sem eina heild. En klæðskerar vinna við klassík. Herratískan hefur breyst ótrú- lega lítið. Ég er spennt fyrir að breyta en finnst svolítið fúlt hvað það er erfitt. Ég held það sé ekki eðli jakkafatanna, — miklu fremur að mér finnist karlmenn íhaldssamir og ekki bara í klæða- burði heldur ýmsu öðru. Ég veit ekki hvað er búið að gera margar tilraunir til að koma jieim f pils en ekkert gengur. Ég er oft að reyna að fá karlmenn til að breyta jakkasniði en það er meira að segja átak að fá þá til að nota liti. Sokkamir mega varla vera í lit. Svo tókst að koma þeim í rauða jakka og þá vom allir karl- menn í rauðum jökkum á tíma- bili. Mér finnst konur miklu opn- ari fýrir nýjungum og njóta jjess að breyta til.“ HVAÐ ER SORGLEGRA EN RÓFU- LAUS KÖTTUR? Viltu kannski sauma rófu handa mér? „Rófu ?“ Fóu feikirófu eða risaeðlu- hala. Kisuskott. Nei án gríns held ég það vœri sniðugt að hafa rófuskott á búningnum sínum. Kannski dulinn komp- lex tengdur rófubeininu. Við myndum hreyfa okkur öðruvísi og rófan yrði til skrauts. Svo kœmi rófutíska. Eitt árið yrðu bleik silkiskott í tísku og nœsta ár loðnar hringarófur. „Viltu semsagt að ég saumi rófu handa þér?“ Já takk, fyrir nœstu frum- sýningu. ÉG SAUMAÐI LISTAVERK Hvaðanfœrðu hugmyndir? „Hugmyndir koma úr öllum áttum. Ég veit ekki alltaf hvaðan ég fæ þær. Mér finnst mig oft vanta tíma til að fá hugmyndir. Ég er að bíða efitir tækifæri til að fá þann tíma. Mér finnst tískan minna og minna spennandi. Aljt- af eins, bara breyttar áherslur. Ég vil gera eitthvað nýtt. Ég saum- aði einu sinni listaverk. Vinkona mín, Anna Guðjónsdóttir, bað mig að sauma kjól á myndlistar- sýningu sem hún hélt. Ég notaði líkama listakonunnar þegar ég bjó til sniðið. Kjóllinn var úr striga en hafði fínlegt, klassískt snið. Annars á ég mér enga drauma um að verða tískuhönnuður. Ég er handverksmanneskja og er sátt við það og er ánægð með að hafa lært það sem ég ætlaði mér.“ STUNDUM SYNG ÉG VIÐ SAUMAVÉLINA Tekurðu ástfóstri við sauma- vélar? „Ég næ auðvitað betra sam- bandi við sumar vélar en aðrar. Mér líður vel við saumavélina ef ég hef næði og er ekki undir þrýstingi. Ég gleymi mér oft, tíminn líður öðmvísi og stundum syng ég við að sauma. Sauma- vélin er mitt verkfæri og ég get tekið undir það, að ef maður hef- ur náð góðu valdi á verkfærinu sínu myndast sameining sem erfitt er að útskýra. Ég upplifi gleði þegar ég lýk góðu verki. Ég er reyndar þannig gerð að mér líður aldrei vel fyrr en ég hef klárað verk til fúlls. Ég er í meyj- armerkinu og ef hægt er að taka mark á stjömuspeki er ég týpísk meyja, nákvæm og samvisku- söm, sem em reyndar góðir eig- inleikar fýrir klæðskera. Mér líð- ur illa ef ég reyni að spyma á móti þessum eiginleikum. Þeir em svo sterkir í mér.“ SÁ SJÁLFA MIG í NÝJU LJÓSI Hvernig fannst þér að búa í Þýskalandi? „Ég kunni vel við mig þar. Það er skrítið að koma í ókunn- ugt land. Ég fór að skoða sjálfa mig upp á nýtt. Ég býst við að flestir geri það, enda held ég það sé nauðsynlegt fyrir þroska hvers og eins að fara til útlanda og dvelja þar. Ég sá sjálfa mig og landið mitt í nýju ljósi. Ég held að dvölin úti hafi breytt mér þannig að ég komst nær sjálfri mér. Öll þjóðfélagsumræða kom mér ekki lengur við og gott að vera laus við þannig þras. Svo kom auðvitað að því eftir þriggja ára dvöl að ég fór að velta íýrir mér þjóðfélagsmálum í Þýska- landi. Ég upplifði líka sterkt hvað allt breytist hratt hér heima. Þama úti gat ég sest inn á krá frá 1750 og þar vom enn sömu stól- amir og þá. Þú getur treyst því að bakarinn þinn er á sama homi þótt þú skreppir í burtu. Þegar ég kom heim á sumrin og Iabbaði niður Laugaveginn var ekkert lengur á sínum stað. Þar sem var vídeósjoppa í fyrra var komin sólbaðssjoppa. Hér fær ekkert að vera í friði. Mokkakaffi og Jacobsen em að verða einu föstu punktamir í Reykjavík." PRESSAN/Jim Smart FRAMTÍOIN: SUND MEÐ ÞÓRHILDI OG DRAUMAVERK- STÆÐI „Ég ólst upp úti á Seltjamamesi á Grænumýri. Mýrin, tjamir, fjaran voru leiksvæði okkar krakkanna. Ég var að rúnta þama um daginn og þessi stóm hús eins og Grænamýri em orðin hálfgerð kot innan um allar jtess- ar nýbyggingar sem spretta upp. Mér datt í hug að banka upp á og fá að kíkja í heimsókn. Mér fannst það gæti verið sniðugt að koma svona stór inn í gamla hús- ið mitt þar sem vom milljón her- bergi. En ég hætti við og fannst betra að eiga húsið í minning- unni, að minnsta kosti að innan. Ég vinn heima núna og tek að mér ýmis verkefni. Svo er ég að hugsa um litla dóttur mína, Þór- hildi, sem er þriggja mánaða. Mér finnst frábært að hafa eign- ast bam og annast það. Þau em merkileg þessi hljóð, hjalið sem ungböm gefa frá sér. Það er eins og þau komi langt neðan úr maga, eitthvað sem við höfum týnt. Ég er með hana í ungbama- sundi, það er viss forsjálni, því ég er svo háð sundi og í íýllingu tímans förum við saman mæðg- umar. Ég myndi ekki lifa það af ef ég kæmist ekki í sund. En í framtíðinni dreymir mig um að setja upp lítið klæðskera- verkstæði og hver veit nema ég hafi neonljósaskilti.“ Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.