Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 munur á hæstu launum og lægstu er margfalt meiri nú en hann var t.d. á Við- reisnarárunum. Og jafnframt að margvísleg önnurkjör auka enn á þennan lífskjara- mun... Ut af fyrir sig getur enginn verið sáttur við þá Iífskjaraskerðingu, sem orð- ið hefur hér á síðustu funm árum... er það beinlínis hættulegt, ef þessi munur verður of mikill. Þá endar það með því, að samfélagið skiptist í tvennt og stöðugur óífiður verður á milli þessara hópa. Köllum ekki yfir okk- urþau þjóðfélagsvandamál, sem eru að verða óviðráðan- leg í nálægum löndum." Þjóðviljinn? Þingmaður Al- þýðubandalags á Alþingi? Nei, aldeilis ekki. Þetta em kaflar úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsritstjóra, Matt- híasar Johannessen og/eða Styrmis Gunnarssonar, síð- astliðinn sunnudag. - Tíminn hefur greint frá því að loðdýrabú hafi orðið flest 260 hér á landi, en nú séu 95 eftir og af þeim ekki öll í fullum rekstri. Flestöll búin standa auð og ónotuð, enda má ekki nota þau undir aðra starfsemi í 10 ár eftir bygg- ingu þeina, samkvæmt þing- lýstum kvöðum. Til marks um ógöngumar í greininni segirTíminn: „Sumarbygg- ingamar sem áttu að hýsa loðdýr hafa aldrei verið not- aðar vegna þess að þegar lokið var við byggingu þeirra var staða greinarinnar það slæm að framleiðslan borg- aði sig ekki.“ List eöa lýti? Reykjavíkurborg keypti þetta hússkrifli til niöurrifs en Félagsmálastofnun notar þaö fyrir einn skjólstæöinga sinna. Ná- grannar hafa ítrekaö en árangurslaust kvartað. HAUSKÚPUHÚS REYKJAVÍKUR í Blesugrófinni er hús sem Fé- lagsmálastofnun hefur til afnota fyrir einn skjólstæðinga sinna. Húsið var keypt til niðurrifs, enda ekki glæsilegasta hús borgarinn- ar. Það er ttatt að segja í hinni mestu niðumíðslu. Fyrir mánuði ákvað skjólstæð- ingurinn að skreyta húsið ofúrlít- ið. Hann málaði á það stóra haus- kúpu, nágrönnum sínum til mik- illar hrellingar. Nágrannamir hafa síðan reglulega slegið á þráðinn til borgarinnar og Féló og krafist þess að eitthvað yrði gert í málinu. Það hefur engan árangur borið. Borgin hefur verið upptek- in af því að koma öðru og mikilvæg- ara húsi í notkun og ekki mátt vera að því að kasta aurum í að mála kofaskriflið í Blesugróf, not- andi hússins enda ekki kröfuharður og nágrannar hans margir hverjir Kópavogsmegin línunnar — sem sé ekki kjósendur. BANN VIÐ GLEÐSKAP OG VERALDLEGUM KVEÐSKAP Fyrir 400 árum ríkti Guð- brandur Þorláksson sem biskup. Hann er, eins og allir vita, fræg- astur fyrir framtak sitt í málefn- um prentiðnaðarins og þá eink- um fyrir að hafa látið prenta fræga biblíu sem við hann er kennd. Þar fyrir utan má nefna að hann var afar harður húsbóndi þjóð sinni. Til að mynda lét hann Þá er það komið á prent. Jón Björnsson, formaður Apótekara- félags íslands, hefur lýst því yfir að aukið frelsi sé síst faiiið til spamaðar. Hann átti þar við til- lögur um aukið frelsi manna til að stofna apótek, en ætli megi ekki yfirfæra rök hans á frelsi- svæðingu á öllum sviðum. Því ekki það? Jón segir að núverandi kerfi sé best og bendir á að apótekarar prestastefnu ársins 1592 sam- þykkja að skorður skyldi reisa við „samkomum, sem til gleð- skapar em haldnar". Einkanlega voru honum þymir í augum hestaþing með hestaati, vikivak- ar eða „vökunætur með leikjum, söng og dansi“ og „smalabús- reiðar, sem tíðkast fimmtánda sunnudag í sumri“, en þá fengu búsmalar að eiga frjálsan dag til séu búnir að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð króna. Að fleiri apótek feli bara í sér offjár- festingu og þá lækki iyfjaverð ekki. Maður getur lesið á milli lín- anna: Við eigum þetta kerfi, við eigum þennttn markað; við náð- um honum fyrstir. Það kemur ekki til greina að fara að hrófla við veldi okkar og hagsmunum. Enga andsk... samkeppni takk! gleðskapar. Prest- um var boðið að varast þátttöku í slíkum „gleðimót- um“ og boðið að „hefta þau eftir mætti og fyrir- bjóða á helgum dögum". Nú, svo var Guðbrandi í nöp við veraldlegan kveðskap, sem honum fannst of „fáfengilegur Guöbrandur biskup vildi að prestar kæmu í veg fyr- ir samkomur „sem til gleö- skapar eru haldnar". og stund- um sið- laus“ og vildi að af- 1 e g ð u s t „þeir ónyt- samlegu kveðling- ar, trölla- og fom- m a n n a - r í m u r , m a n - söngvar, afmorsvís- ur, bruna- k v æ ð i, háðs- og hugmóðsvísur og annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, m'ð og kerskni, sem hér hjá alþýðu- fólki framar meir er elskað og iðkað, guði og hans englum til styggðar, en djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu, en í nokkru kristnu landi öðm“. Já og Guðbrandur sýndi ver- aldlegum höfðingjum landsins heldur enga linkind, sakaði þá um að vilja agaleysi, synd og skammir inn í landið, guði til styggðar, t.d. með því að sýna brotafólki linkind. Það gustaði af Guðbrandi og yrði vafalaust mörgum unt og ó ef hann tæki upp á að birtast einn daginn og taka sér bólfestu í líkama herra Olafs Skúlasonar. Guöbrandur biskup sakaöi veraldlega höföingja um aö vilja leiöa agaleysi, synd og skammir inn í landið t.d. meö því aö sýna brotafólki lin- kind. Guöbrandur biskup vildi burt meö ónytsamlega kveðlinga, trölla- og fornmannarímur, mansöngva, afmorsvísur, brunakvæöi, háðs- og hug- móösvísur og annan vondan og Ijótan kveöskap. APÓTEKARAR BRYNJA SIG GEGN FRELSI Eru apótekin síðasta vígi hinna sönnu kommúnista, sem berj- ast gegn „svokölluöu frelsi" og telja sig sérstaka verjendur hagsmuna alþýöunnar? Ættir og skattar Anno Domini 1943 TEKJURNAR HJÁ THORSTEINSSON OG EIGNIRNAR HJÁ THORS Ættamöfn voru öllu meira áberandi á íslandi fyrir 50 árum en nú er. Á skattskrá Reykjavík- ur árið 1943, vegna ársins á und- an, mátti t.d. finna alls 228 skatt- skylda einstaklinga er báru ætt- amöfnin Thorsteinsson, Thors, Thorarensen, Thoroddsen, Thorlacius, Briem, Blöndal, Stephensen eða Zoega. Allt em þetta fræg ættamöfri og mikil veldi á bak við sum þeirra. Séu skattgreiðslumar framreiknaðar til núvirðis kemur í ljós að af þessum ættum borg- uðu 20 einstaklingar Thorsteins- son-ættarinnar alls 6 milljónir í skatta eða 300 þúsund að meðal- tali á mann. Hinir 19 sem til- heyrðu Thors-ættinni borguðu 3,6 milljónir eða 192 þúsund á mann, en 35 einstaklingar af Thorarensen-ætt borguðu 4,7 milljónir eða 136 þúsund á mann. Minnst greiddu 28 ein- staklingar Thorlacius-ættarinnar, 1,4 milljónir, en meðaltalið var lægst hjá 31 einstaklingum í Bri- em-ættinni, 48 þúsund á mann. Þótt Thorsteinsson-meðlimir hafi borgað mest í heildarskött- um var Thors-ættin hins vegar langhæst í eignasköttum með alls 500 þúsund krónur. Thor- steinsson-ættin varð í öðru sæti, 124 þúsund. I neðsta sæti vom einstaklingar Blöndal-ættarinn- ar, sem borguðu ekki nema 2.400 krónur í eignaskatt. TVÍFARAKEPPNIPRESSUNNAR—43. HLUTI Að þessu sinni em tvífaramir úr heimi stjómmálanna og báðir em þeir frumkvöðlar, hvor á sínu sviði. Dr. Hastings Banda var fyrsti forseti Malawi, en Eiður Guðnason var í hópi fyrstu sjón- varpsfréttamanna og varð seinna fyrsti (alvöm) umhverfisráð- herrann. Báðir em tvífaramir sundurgerðarmenn í klæðaburði (takið eftir hálsbindunum) og báðir þykja þeir ákveðnir og stjóm- samir. Því er ekki að neita að Eiður hefur aldrei sést brosa jafri- breitt og dr. Banda og eins er hann nokkm íolari. Á hinn bóginn standa vonir til að hvomtveggja verði kippt í liðinn á ströndum Ríó de Janeiro. FYRSTA ÁRIÐ HJÁ VIÐREISN HINNI FYRRI Viðreisnar- eða Viðeyjar- stjómin er orðin eins árs og hefur á stuttum ferli sínum gripið til róttækra og yfirleitt óvinsælla ráðstafana.Viðreisnarstjómin hin fyrri gerði líka á sínu fyrsta ári ýmislegt sem umdeilt var. Hún settist að völdum í nóvember 1959 og um vorið 1960 komu ráðstafanir í efnahagsmálum, sem hún kallaði „gagngera kerf- isbreytingu". Það gerir núver- andi Viðreisn líka. Sú gamla lagði áherslu á að stokka upp efnahagsmálin og á móti að efla velferðarkerfið. Viðreisn okkar daga ætlar lflca að stokka upp en draga saman segl velferðarkerf- isins. Það sem sú gamla gerði á fyrsta ári sínu var að afnema bótakerfi útflutningsframleiðslu, vísitölubindingu launa, auka létta höftum af verslun, afriema tryggingabætur og niðurgreiðsl- ékí T * 1 y 4BBES3S? Ráöuneyti Ólafs Thors, sem rfkti frá 20. nóvember 1959 og f breyttri mynd alit til 1971. ur, fella niður tekjuskatt af lág- tekjum, hækka söluskatt og hækkainn- og údánsvexti. Rekstri ríkissjóðs var ger- breytt: Beinir skattar voru lækk- aðir um 40 prósent en óbeinir skattar stórhækkaðir, einkum gjöld af innflutningi. Af útgjöld- um má nefria að útgjöld til heil- brigðis-, kennslu- og félagsmála voru hækkuð um 54 prósent milli ára og útgjöld vegna niður- greiðslna og útflutningsuppbóta hækkuð um 74 prósent, en út- gjöld til samgangna og atvinnu- vega hækkuðu aðeins lítillega. Olafur Thors og Davíð Oddsson, verkstjórar Viðreisn- arstjómanna, voru því að gera ærið ólfka hluti á fyrsta ári stjóma sinna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.