Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.-MAÍ 1992 Tinna Kristín Snæland heit- ir 18 ára snót. Hún er nemi í Menntaskólanum í Reykjavík og er fyrrverandi schriba scholaris í þeim ágæta skóla. Tinna er krabbi og hún er á lausu. Hvað er schriba scholaris? „Ritari skólafélagsins. Hann sér, ásamt inspector og questor, um félagslífið í skólanum og gætir hagsmuna nemenda. Það er einn- ig í verkahring ritara að gefa út símaskrá nemenda og nemenda- skírteini." Þaö er akkúrat. En hvað boröarðu í morgunmat? „Hrís- kökur með kotasælu og kavíar og ég drekk djús með.“ Kanntu að elda? ,JÉg kann að elda en ég er ekki þekkt íyrir af- rek á því sviði hér á heimilinu." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á Is- landi? J Bandaríkjunum. Ég fór einu sinni til New York og var þar í þijár vikur og var alveg heilluð. “ Hvernig strákar eru mest sexí? „Þeir þurfa að vera svolítið dulir, verða að vera með stutt hár, þrekvaxnir og ekki er verra að þeir séu með áberandi skeggrót" Hefurðu lesið Biblíuna? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gert það.“ Ertu trúuð? ,Nei, ég get ekki sagt það. Ég trúi á eitthvað en hvort það er Guð það er spuming- in.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, aldrei." Syngurðu í baði? ,Já, já, oft- ast hreint.“ Hvaða ilmvatn notarðu? , JJarte di Gucci eða Fendi.“ Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já verður maður ekki að gera það? Ég hef þó ekki upplifað hana sjálf.“ Hvað ætlarðu að verða þeg- ar þú verður stór? „Þessa stund- ina stefni ég á að fara í læknis- fræði.“ Hvaða orð lýsir þér best? „Brosandi." Attu þér eitthvert mottó í líf- inu? „Aldrei að gefast upp.“ Mikið rosalega er ég ánægður með fyrirkomulagið á Islands- mótinu í handbolta. Frá því ég fór á Selfoss íyrir tæpum hálfum mánuði hefur mig ekkert skort. Það er nóg að standa uppi á stól á Inghóli og garga; áfram Selfoss. Þegar maður sest aftur er glasið orðið fullt. Svona á það að vera. Þegar fólk þjappast saman í litl- um byggðarlögum hættir það að líta á sitt sem sitt og verður svo dásamlega gjafmilt. Ég ætla hins vegar að vera í bænum á laugar- dagskvöldið og taka sénsinn á að íslendingar komist eitthvað áfram t Júróvisjón. Þá verður gaman að lifa. MATUR OC VÍN FRÁUNG- VERJA- LANDI „Við stefnum að því að auka menningarleg samskipti á milli landanna. Bæði fá hingað lista- menn og einnig senda listafólk út,“ segir Anna Björk Bjarna- dóttir, gjaldkeri félagsins Island- Ungvetjaland. Félag þetta var stofnað 15. mars síðastliðinn og erþví til- tölulega nýtt af nálinni. A föstu- dagskvöldið gengst félagið fyrir ungversku menningarkvöldi í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðakirkju, Garðabæ. Þar verður boðið upp á ungverskan mat, sérpantað ungverskt vín verður á boðstólum og flutt fjöl- breytt menningardagskrá. Meðal annars mun píanóleikarinn þekkti PeterMaté leika. Stjóm félagsins skipa, auk Ónnu, Adda Steina Björnsdóttir fréttamaður, Svavar Jónatans- son, ræðismaður Ungveija, séra Bragi Friðriks- son og Ferenc Utassy organ- isti, sem er for- maður. Anna segir að þetta kvöld sé fyrsta skrefið í þá átt að kynna ungverska menningu og ungverskt þjóð- líf á sem fjöl- breytilegastan hátt. Anna bjó í Ungverjalandi um tveggja ára skeið og þekkir því vel til lands- ins og menning- ar þess og segist ekki vera í vafa um að Ung- verjaland hafi ýmislegt að bjóða sem Is- lendingum þætti fengur í að kynnast. Þeim sem áhuga hafa á að sækja skemmt- unina annað kvöld er bent á að hafa sam- band við Onnu í síma 625194 og Ungverjaland hefur upp á margt að bjóða tilkynna þátttöku. sem gaman er að sjá og upplifa. VÍNID Egill Ólafsson hljómlistarmaður Mitt uppáhald er ekki borð- vín, en það heitir Calvados og er franskt eplabrandí. Frökk- um þykir gott að drekka það nýtt og hrátt en ég hef ekki enn smakkað það þannig." maður komist ekki á sýningu fyrr en einhvem tíma í júní. Borgarleikhúsiö, fim., fös., og lau. kl. 20. • Danni og djúpsæviö bláa.Kona og karl hittast á bar, skvetta í sig sam- PLATAN P.I.L THATWHATIS NOT Þegar Johnny Rotten eða John Lydon hœtti í Sex Pi- stols leið ekki á löngu áður en hann stojhaði PIL. Sú sveit náði þó ekki vinsœldum fyrr en sólóplatan Al- bum/CD/Cassette kom út, en sú var verulega pródúseruð og undir léku menn á borð við Steve Vai og Ginger Baker. Nœstu plötur á eftir voru síðri. Nú hefur kauði endurtekið leikinn og gefið út eina mögnuðustu plötu ársins. Yrkisefnin erufjöl- breytt: aumingjaskapur djönkara (Lydon er hœttur), pólitík og meira að segja ástin! Tónlistin er rokkuð með sálarívafi (brass og bakraddir) og yfir öllu gnœf- ir sérstæð rödd Lydons. That What is Notfœr 11 af 10 mögulegum. an, fara heim saman og þegar þangaö er komiö fer mikið aö ganga á. Höf- undur verksins heitir John Patrick Shanley, en hann skrifaði meöal ann- ars handritið aö óskarsverðlauna- myndinni Moonstruck. Tungliö, fim. og sun. kl. 21. • Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. Sýn- ingum á þessu verki fer nú hriöfækk- andi. Þetta þykir sterkt og átakanlegt verk en er kannski ekki viö allra hæfi — ekki frekar en bókin. Þjóöleikhúsiö, lau. og sun. kl. 21.30. • Færeyskt feröatfvolí kemur ekki frá Færeyjum heldur er um aö ræöa þrjú dansverk eftir jafnmarga íslenska danshöfunda, þær Lilju Ivarsdóttur, Katrínu Ólafsdóttur og Mörtu Rúnars- dóttur úr listdanshópnum Uppspuna. Lítiö sem ekkert hefur borið á dans- flokknum okkar islenska og er því gleðilegt aö ungir dansarar skuli sýna þaö framtak að halda listdansinum á lífi. Tivolíð verður frumsýnt á sunnu- dag en alls verða sýningarnar fimm. Tjarnartíó, sun. kl. 20.30. KLASSÍKIN • Árnesingakórinn f Reykjavfk. Þaö er Sigurður Bragason sem stjóm- ar Árnesingakórnum sem ætlar aö syngja ýmis lög eftir íslensk og erlend tónskáld. Einsöngvarar eru Dúfa S. Einarsdóttir og Ámi Sighvatsson en á píanóiö leikur Bjarni Jónatansson. Langholtskirkja, lau. kl. 17. • Voriö og sköpunarverkiö er yfir- skrift listahátíðar í Seltjamameskirkju. Þarna veröur leikin og sungin tónlist og lesið upp. Meðal þeirra sem fram koma má nefna Sigríöi Hagalín leik- KREFJANDI RÓMAN- TÍ5K SINFÓNÍA , J>etta er í raun fyrsta opinbera tækifæri mitt til að stjóma Sin- fóníuhljómsveit íslands þar sem hér er um áskriftartónleika að ræða. Það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt að takast á við það,“ segir Öm Óskarsson hljómsveitarstjóri, sem stjómar Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld, 7. maí. Öm er þó ekki alls ókunnugur Sinfómunni og hefur stjómað henni nokkrum sinnum í vetur, auk þess sem hann hefur starfað mikið með öðmm hljóm- sveitum bæði hérlendis sem er- lendis. Á efnisskránni em tónaljóð eftir Borodin, píanókonsert eftir Tsjajkovskíj og sinfónía númer m'u í e-moll eftir Dvorák. „Verk- in em mjög skemmtileg, öll róm- antísk og hvert um sig samið stuttu fyrir aldamót. Þetta em af- ar þekkt verk, mikið spiluð og krefjandi eins og góð tónlist er yfirleitt." Öm segist fyrst og fremst lofa góðum tónleikum og telur marga muni hafa gaman af þeim. „Sin- fóníuhljómsveitin er mjög góð, — ég er sá sem þarf fyrst og fremst að læra mínar nótur. Ef menn næðu því að stjóma Sin- fóníunni reglulega væri það gott, en helsti vandinn hér er ef til vill sá að stundum er of langt á milli tækifæra sem gefast. Það er þó með þetta er eins og allt annað; menn þurfa bara að stefna að því að biðja alltaf um það besta sem völ er á og standa sig. Ef þeir gera hlutina vel er það lykill að öðm tækifæri." STYRKT- ARTÓN- LEIKAR FYRIR STÍCAMÓT „Það vom allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og hjálpa til við að gera þetta mögulegt," segir Margrét Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri. Margrét er skipuleggjandi tónleika sem verða í Langholtskirkju annað kvöld, föstudagskvöldið, til styrktar Stígamótum, samtökum kvenna gegn kynferðislegu of- beldi. Margrét segir að hugmyndin að þessum tónleikum hafi kvikn- að í vetur er upp komst að kom- ungur nemandi hennar haföi sætt kynferðislegu ofbeldi. „Það kom síðan til tals á einni kvennakórs- æfingunni hjá okkur að gera eitt- hvað til styrktar samtökunum," segir Margrét. Á tónleikunum koma fram bamakór Grensáskirkju, stúlkur úr kór Flensborgarskóla og kvennakór frá Kramhúsinu. Margrét hefur í vetur stjómað Margrét Pálmadóttir hefur, ásamt afistandendum Stíga- móta, veg og vanda af tón- leikunum annafi kvöld. öllum þessum kómm, sem á morgun sameinast í einn stóran kvennakór sem telur 90 stúlkur. Karlakór Reykjavíkur mun einn- ig syngja á tónleikunum og sömuleiðis Jóhanna Linnet söngkona. Tónleikamir em haldnir undir yfirskriftinni „Söngkaffi til styrktar Stígamótum". Eins og nafnið gefur til kynna verða seldar kaffiveitingar, allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til styrktar Stígamótum. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30 annað kvöld. Q> DINNER Birna Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs Gloria Steinem og taka smástund í að ræða bókina hennar; Revolution ffom within Nicki Drakek athuga í leiðinni hvort hún vill gefa út ffamliald af matreiðslubókinni okkar What's cooking in the Kremlin? þ.e. ef maturinn bragðast vel! Þórunn Klemenzdóttir biðja hana að segja nokkur orð um jafnréttismál Sigríður Eyþórsdóttir ellumar verða að eiga sinn fulltrúa Hermína Foscesceanu það er svo langt síðan hún hefur gefið mér góð ráð Sonja Zorrilla ég held matnum ömgglega heitum handa henni Katrín mikla, keisaravnja Hún gæti kennt nútímakon- ________um margt!_______ konu, söngvarana Sigrúnu V. Gests- dóttur og Þóru Einarsdóttur ásamt mörgum hljóðfæraleikurum .Seltjamar- neskirkja, sun. kl. 17. • Kristinn H. Árnason gítarleikari fer fingrum um hljóöfæri sitt á tónleikum þar sem flutt veröa verk eftir Luis Mil- an, J.S. Back, J. Rodrigo og fleiri. Kristinn er útlæröur úr Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar auk BM-gráöu frá New York og frekara náms á Eng- landi og á Spáni. Kristskirkja, lau. kl. 17. MYNDLISTIN • Ingunn Eydal sýnir nú i Menning- armiðstöö Hafnarfjaröar, Hafnarborg. Síöasta sýningarhelgi er nú aö ganga f garð en sýningunni lýkur komandi mánudag. Ingunn hefur haldið nokkrar einkasýningar bæði hér á landi og á Noröurlöndunum og hún hefur tekiö þátt í hvorki meira né minna en 120 samsýningum víöa um lönd. Ingunn situr yfir sýningunni alla daga og sýn- ingargestir geta því forvitnast um verk- in hjá listamanninum sjálfum. • Hafsilfureryfirskrifteinstakrarsýn- ingar i Norræna húsinu. Þar sýnir Sig- urður Þórólfsson silfurmuni sem eru listilega vel geröir, sönn völundarsmíö. Ekki annaö hægt en mæla meö þess- ari sýningu — sjón er sögu rikari. • Árni Sigurösson sýnir verk sin í Geröubergi um þessar mundir. Ámi er búsettur í Svíþjóö en hann gekk á listaskóla þar og í Hollandi. Hann hef- ur haldiö einkasýningar í Svíþjóö og tekiö þátt í samsýningu í Finnlandi. Fram til 16. maí geta landar hans virt fyrir sér málverk Ama í Geröubergi. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 nosturs 6 pilta 11 væmin 12 sprota 13 stærstri 15 væskil 17 folald 18 braut 20 spýja 21 rflci 23 hrós 24 sföa 25 durg- ar 27 vænkist 28 uppgangsárin 29 él 32 dútl 36 hætta 37 Ásynja 39 kvenmannsnafn 40 reið 41 taug 43 leynd 44 baðir 46 helgiriti 48 nálægast 49 léleg 50 vanræki 51 gæfan LÓÐRETT 1 náungi 2 kvalar 3 líkamshluti 4 nema 5 hopp 6 erf- iði 7 áfengi 8 stök 9 gott 10 veiddi 14 hlustir 16 gangflöturinn 19 eymdin 22 tunna 24 kveingeit 26 illmæli 27 strit 29 lægð 30 gauð 31 skriðdýrið 33 sálina 34 ánægja 35 leyndur 37 vangaskegg 38 lán 41 öruggur 42 leiktæki 45 gála 47 stjómaði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.