Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 LESENDUR Viðhorf Hannesar Hólmsteins tiKfWf.SHÓLMS'EIÍWGlSSilffWJItON I V I D H O R r num Skjallbandalögin í vvariaAtaxLm visRi joi uppi iKcuiuuuf ititiin ctii Imj.:- íleniir hii mcstu ljúteeiu). iKU'.endur sicmntllesir og aöjasstnix og úll a<i- staAí íkjúsanl^t. lai eil* l.ru.xl rnfr stór B»Hi. l*aö er sS ardgrúi skiallhaiu'.alajxa. MuUial Adniiraíkin Sociclics (MASi. scmstwfj inn,n %k(4aav F-itl tkjallhamlfllsg 0 skipa Ll dautnk hapfnoAikiinnjnimir rvirvuldur OvHiruwi c»g iTáirui Eggcitv.scin. Alþjófl bnvúi brcit rftt fjTÍr jólin UJ’X). |x:gai ÞiwvflkJia skrUWi loíkui.lejrjui rukSin um bdk cfUr .hiiln iMiiratirUiiiitkrit. nr toium.-urá.-ikt., ^Ani.s'j jkjalU.iatiiklJgiú r s|xkikcnjiiininur l*crsT2lnn Eyíuirur Kjaí;tr Einlksnn. slcuui tv,rti kennincu uni ictiixr úrið !9®4. sugfii Eyjólfur í Tiu ®K ineiuiircar. aö þcla vari: ‘ »i4.i uc íriiinlc'fjsl.i heiruspekikt Alcndn. !•» srtnli Tinurilkw cri s«nd og bevui |rar á. ,»ð ktsuing i vaurickkirjmetisvo.tf>Willmr . .• .r Wollasttm liclfti sctt htna fram 1* Purricuin GyJreoa !cíih Dflvfll lluntc lúcgifi 1«» f hti ín’1', a,iU. 'J"’ *'r sínui iuii iiiaímlcjra niUuini 1K*j,arib«tfl i!Aáid<*.kar. OIC o'te, NetttðJ lumnuc » ■ «^4*tomtv™.urU- l...IUf;t'tt-,mdninu.-iil,ráfii I.jkiUk rala " ‘ * .......“ „Alþjóö brusti breitt rétt fyrir jólin 1990, þeg/ar Þorpóldur skrif- aöi lokamlegan ritdóm //, um bók eilir Þráin í icTSdJ Morgunblaóinu og Þrá- vst .. í/ln vah iIcí iir’j offoiía. eft JrniT^Unðn tynr nUu. -Ú •* hir. En ít Spttugvu>fan ekki heldwr afi sjá Ifjjj qiii «5 tkcmuia lantlrtníkmcan cn Há r. tkúli Uknih? OR xuuíía Sí'imn inn skrifaöi skömmu síðar lofsamlegan rit- dóm um bók eftirÞor- vald í sama blaö. “ „Það helsta sem ég þekki til og gœti vakið grunsemdir um slík bandalög eru lofgerðir Hannesar sjálfs ídagblöðum um verkýmissa háskólamanna. Þótt samkennarar Hannesar og aðrir sem þurfa að þola lofhans séu ef- laust alls góðs maklegir ber stíllinn í þessum skrifum ýmis merki flaðurs. “ í viðhorfspistli í PRESSUNNI 23. apríl síðastliðinn gerir Hannes Hólm- steinn Gissurarson að umtalsefni það sem hann kallar „skjallbandalög í Há- skólanum'*. Hannes segir að aragrúi slíkra bandalaga starfi innan Háskólans og finnist honum það helsti ljóðurinn á annars ágætri stofnun. Sem tvö dæmi af mörgum nefnir hann skjallbandalög Þorvaldar Gylfasonar og Þráins Egg- ertssonar og svo okkar Þorsteins Gylfa- sonar. Til marks um skjallbandalag okkar Þorsteins hefur Hannes greinarkom sem ég skrifaði í Tímarit Máls og menningar fyrir sex árum í andmæla- skyni við kenningu um réttlæti sem Þorsteinn Gylfason hafði sett fram í Skírni árið 1984. Inn í þetta fléttar Hannes svo raunasögu af tilraunum sínum til að leggja orð í belg um sama mál. Ég hygg að fáir, og ábyggilega eng- inn í Háskólanum, geti leikið eftir Hannesi að koma eins mörgum vitleys- um að í fimmtán línum í mjóum dálki og hann gerir þama í PRESSUNNI. Hann getur ekki einu sinni haft rétt eft- ir mér þau lofsyrði sem ég bar á Skím- isritgerð Þorsteins í þessari andmæla- grein minni gegn henni. Ég hrósaði raunar ritgerðinni í heild, eins og hún á skilið, en ég sagði hvergi eða gaf í skyn að réttlætiskenning Þorsteins „væri skemmtilegasta og frumlegasta heim- spekikenning á íslensku". Er Hannes ekki læs eða er hann alveg farinn að treysta því að enginn nenni að leiðrétta hann? Þegar svo er komið er líklega til- ætlunarsemi að búast við að Hannes veiti því eftirtekt að grein mín er sam- felld gagnrýni á hugmyndir Þorsteins um réttlæti, ef frá em taldar þær örfáu línur sem hann hefur rangt eftir mér. Það er nú allt skjallið. Skyldu ekki vera nein nærtækari dæmi, ef ekki verður þverfótað fyrir skjallbandalögum? í öðm lagi er neinlfnis út í hött að kenn- ing Þorsteins um réttlæti sé þegin ífá William Wollaston, þótt nokkur yfir- borðsleg samkenni séu með hugmynd- um þeirra. I þriðja lagi er það rangt að David Hume hafi þegar á 18. öld geng- ið endanlega frá hugmyndum Wolla- stons þessa. Til dæmis hefur virtur samtímaheimspekingur, Joel Feinberg, varið kenningar Wollastons gegn gagn- rýni Humes og sjálfur sótt ýmislegt til hans. í fjórða lagi er ífásögn Hannesar af því hvers vegna Tímarit Máls og menningar hafnaði grein hans um kenningar Þorsteins talsvert bjöguð. Henni var ekki hafnað vegna þess að ég, sem sit í ritneffid þessa tímarits, sé í skjallbandalagi við Þorstein Gylfason, eins og Hannes gefur í skyn. Astæðan er miklu einfaldari, nefnilega sú að greinin bar sömu merki og flest önnur skrif Hannesar, þar með talinn pistillinn sem hér er til umræðu. Hún var einfald- lega ekki nógu góð. Þó ákváðum við ritstjórinn að gefa Hannesi kost á að laga greinina þannig að hún yrði nokk- um veginn skammlaus fyrir tímaritið og hann sjálfan. Hannes kvaðst myndu verða við því, en sendir svo greinina að heita má óbreytta aftur til birtingar. Þá var henni hafnað. EININGABREF 2 Raunávöxtun s/. 3 mánuði KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sírni 689080 í eigu liútiaUarbanka tslands og sparisjóðanna EININGABREF 1 Raunávöxtun s/. 3 mánuði 8,0% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kring/unni 5, sitni 689080 SUMARFRII SKOTLANDI Loch Achray hótelið stendur í fögru umhverfi við rætur hins tignarlega Ben Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er umkringt óspilltum skógi á bökkum Achray stöðuvatnsins. Allt í kring eru víðar lendur, ótal skógarstígar og þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu. Innifalið í ferðinni er: • Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow með Flugleiðum. • Flugvallarskattur. • Gisting í sjö nætur á Loch Achray hótelinu. • Hlý og notaleg svefnherbergi með baði. • Akstur. • Skoðunar- og verslunarferðir á hverjum degi. • Skemmtisigling. • Ríkulegur morgunverður að skoskum hætti • Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali. Ferðaáætlun: 1. dagur Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow. Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray hótelsins. 2. dagur Morgunsigling á hinu fagra Katrine Vatni á gufuskipinu Sir Walter Scott sem hefgr siglt um vatnið í næstum heila öld. Að henni lokinni bíður hádegisverður á Inversnaid hótelinu. Síðdegis liggur leiðin um tígulegar fjallshlíðar, 3. dagur Dagsferð til St. Andrews sem stendur úti við ströndina í hinu forna konung- dæmi Fife með viðkomu í ýmsum sögufrægum smábæjum. til Aberfoyle þorps. Loks verður komið við í bænum Callander, hliði skosku hálandanna. 4. dagur Dagsferð um Hálöndin, um þorpin Dunblane og Doune, og staðnæmst í Crieff. Þar í bæ er Glenturret, elsta brugghús í Skotlandi sem verður skoðað og gestum boðið að bragða á framleiðslunni. Að loknum hádegisverði verður farið um Killin þorp, en þar steypist Dochart fossinn niður eftir aðalgötunni með miklum gný. 7. dagur Dagsferð til Stirling. Yfir bæinn gnæfir glæsilegur kastali á snarbrattri hæð. Þar gefst góður tími til a skoða sig um og líta í búðir. 8. dagur Um morguninn verður farið til Glasgow en þaðan verður flogið aftur til Keflavíkur. Brottför / heimkoma: 5. dagur Dagsferð til Edinborgar, hinnar virðulegu og þokkafullu höfuðborgar. Þar gefst færi á að skoða sig um og versla að vild. Rúta ekur farþegunum í miðborgina og bíður þeirra þar. 6. dagur Ekið um Strathyre, Lochearnhead og Brander skarð, og áð í Lochawe þorpi. Rústir Kilchurn kastala skoðaðar. Haldið áfram um bæinn Inverráray en þar stendur annar kastali líkt og sprottinn úr ævintýri. Loks verður ekið aftur til Achray meðfram bökkum Lomond vatns. 23. júní - 30. júní og 28. júlí - 4. ágúst FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS viíb Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands- Skógarhllð 18 - 101 Reykjavík - sími 91- 623300 * Miðað við gengi 01.04.1992 Hannes virðist afskaplega sár yfir þessum málalokum og hafa túlkað höfnunina sem sérstaka lítilsvirðingu við sig. Það er óþarft, því grein hans fékk alveg samskonar faglega af- greiðslu og annað efni sem tímaritinu berst. Ef Hannes skilur ekki slík rök má kannski benda honum á að hann á ekki Tímarit Máls og menningar. Það ætti hann að minnsta kosti að skilja. Ég leyfi mér að fullyrða að það er ekki eins mikið um skjallbandalög í Háskólanum og Hannes telur. Ég held satt að segja að þau séu afskaplega fá- tíð. Það helsta sem ég þekki til og gæti vakið grunsemdir um slík bandalög eru lofgerðir Hannesar sjálfs í dagblöðum um verk ýmissa háskólamanna. Þótt samkennarar Hannesar og aðrir sem þurfa að þola lof hans séu eflaust alls góðs maklegir ber stíllinn í þessum skrifum ýmis merki flaðurs. Að vísu er ósennilegt að það hafi alltaf borið ár- angur, því fáum þykir þægilegt að sitja undir lofi ffá honum. A þetta jafnt við um þá sem standa nærri Hannesi í skoðunum sem aðra. Menn þykjast vita að það er ekki skilningur á verðleikum manna sem ræður lofi Hannesar og lasti, heidur eitthvað allt, allt annað. Eyjólfur Kjalar Emilsson, dósent í heimsepki við Háskóla íslands Handbolti og sjónvarp Ég varð íýrir þeirri óvæntu reynslu í síðustu viku að fallbyssum PRESS- UNNAR var beint að mér í fjórgang og jafnoft hleypt af, reyndar tvisvar með sömu sprengikúlunni. Ég, þessi rólynd- ismaður, er sagður „vægast sagt æfur'' vegna sölu á útsendingarréttinum í handbolta o.s.frv. Vissulega varð ég reiður, sár og vonsvikinn eftir að búið var að svíkja munnleg loforð, handsal varð marklaust og heiðursmannasam- komulag gleymt og grafið. Lái mér hver sem vill. Æra ágæts drengs, sem tók þéttingsfast í hönd mína, var m.a. seld fýrir 60 þúsund krónur. Þetta kemur hins vegar ekkert við snerpu Stöðvar 2-manna við að ná samningum, sem þykir allt í einu frétt- næm. Það var þarft framtak, góð og holl lexía okkur beitarhúsamönnum í íþróttadeildinni og væntanlega upphafið að öflugri innlendri dagskrárgerð þeirra Stöðvarmanna í íþróttum. Ég get bent þeim á blessuð glímumótin, borðtennis og badminton, sund, frjálsar íþróttir, pí- lukast, billjarð, skvass og allar hinar skemmtilegu íþróttagreinamar. Hér er af nógu að taka. Hvað um það, þá vona ég að þeim takist vel upp að þessu sinni og allir fái þannig væna sneið af kö- kunni eftirsóttu. Svo að það sé alveg ljóst, þá hefur Ríkisútvarpið markað þær vinnureglur á síðustu árum að sækjast ekki eftir einkarétti á útsendingum frá stóm mót- unum í boltagreinunum, en við upplif- um það aftur og aftur að hin fijálsa og óháða stöð sækist stíft eftir slíku. Eitt- hvað virðist þetta sérkennilegt, lífsbar- áttan í ormagryfjunni er orðin óvægin. Við sem fáumst við íþróttir í ein- hverri mynd emm með drjúgan skammt af keppnisskapi og viljum vera í vinn- ingsliði hveiju sinni. Það er nú svo, að jafnvel þeir sem búnir em að skora 14 mörk verða óhressir þegar þeir fá á sig tvö. Hvort slíkt verðskuldar fallbyssu- skothríð í ágætri PRESSU á auman rík- isstarfsmann er síðan annað mál. Þetta snýst nú allt saman um saklaust gaman, hrausta sál í heilbrigðum líkama og ódýrt félagsmálavafstur áhugamanna, eða hvað? Með handboltakveðju, Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.