Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 smáa letrið Klímax á póliliskum ferli hvers manns hlýtur aö vera ráö- herratign, jafnvel þótt stutt sé staöiö viö. Þaö er þess vegna ekki einleikiö hvaö þaö eru margir fyrrverandi ráöherrar í sima- skránni. Þannig er til dæmis Magnús Torfi Ólafsson vendi- lega merktur fv. ráöherra, þó svo fleiri muni vafalaust eftir honum sem Þjóöviljaritstjóra eöa sem hinum leynilega blaöafulltrúa rikisstjórnarinnar. fíagnar Arn- alds er fv. ráöherra og sömuleiöis rriöjón Þóröarson, Kjartan Jó- hannsson, Matthias Á. Mathie- sen, Lúövik Jósepsson, og Hjörleifur Cuttormsson, sem gengur reyndar skrefinu lengra og er fv. iönaöarráöherra eins og þaö skipti máli fyrir símnotendur. Ingvar Glslason telur líka sér- staka ástæöu til aö minna les- endur símaskrárinnar á aö hann hafi veriö menntamálaráöherra, en um daginn merkti hann sér grein i Tímanum sem fyrrver- andi ritstjóri þess sama blaös. En man einhver eftir því aö hann hafi merkt sér svo mikiö sem eina grein sem ritstjóri meöan hann var og hét? Titillinn fv. ráöherra er augljóst merki um aö menn séu búnir í pólitík og þess vegna kjósa menn eins og Svavar Gestsson, Ólafur fíagnar Grlmsson og fleiri aö hafa bara alls ekki neitt. Hins vegar er öllu fróölegra aö fletta upp Matthiasi Bjarnasyni, sem enn er skráöur ráöherra fullum fetum. Ætli séu til skýrari skilaboö um aö viðkom- andi sé alls ekki hættur i pólitík og líti í raun svo á að hann sé ennþá ráöherra ef ekki væri fyrir eitthvert ómerkilegt formsat- riöi? En nóg um fortíðina. Meiri ástæða er til að velta vöngum yfir upprennandi fv. ráöherrum, en í tíö hinnar ársgömlu ríkisstjórnar hefur oddvitum hennar orðiö tíö- rætt um aö stólaskipti ráöherra komi til greina á kjörtímabilinu. Og nú hefur Jón Baldvin Hanni- balsson kynt rækilega undir þessari umræðu. Kannski þeir Jón Sigurösson skiptist á stól- um, en ætli þaö myndi auka líkur á álversframkvæmdum ef Jón Baldvin tæki aö stýra viöræöum um slíkt afalkunnri lagni og Ijúf- mennsku? Og þaö er hvíslast á um aö Eiöur sé í raun Leiöur Guönason og geti vel hugsaö séraö hætta. Þá má ekki gleyma því aö Sighvatur Björgvinsson sóttist engan veginn eftir heil- brigöisráöherrastólnum og hefur ekki beinlinis uppskoriö almennar vinsældir í þvi sæti. Og þá kemur i Ijós áhættan, sem felst í því aö gera hálfan þingflokkinn aö ráö- herrum — þaö eru voöa fáir eftir til skiptanna. Eöa sjá menn Öss- ur Skarphéöinsson, Gunnlaug Stefánsson eöa Sigbjörn Gunnarsson fyrir sér í ráöherra- stóli? Þaö vantar hins vegar ekki kandídatana hjá Sjálfstæöis- flokknum. Það þarf kraftaverk til ef Ólafi G. Einarssyni veröur ekki skipt út, en Halldór Blöndal gæti tekiö viö menntamálaráöu- neytinu. I nafni sátta í flokknum fær Þorsteinn Pálsson væntan- lega aö halda sinum stól, þrátt fyrir beinlínutenginguna viö LÍU. Og þaö eru litlar líkur á aö hróflaö veröi viö Friöriki Sophussynl i fjármálaráöuneytinu. En hverjir í þingflokknum eru líklegastlr til aö forframast? Sigríöur Anna Þórö- ardóttir er líklegust kvennanna og af karlpeningnum eru þaö i raun aðeins þeir Geir H. Haarde, Björn Bjarnason og Vilhjálmur Egilsson, sem til greina koma, sem segir sitthvaö um afganginn af þingflokknum. En þrátt fyrir ná- kvæma leit i sfmaskránni var enginn þingmannanna merktur ur. ráöherra — upprennandi ráö- herra. Kannski úr þvi veröi bætt í nýju símaskránni, sem veröur byrjaö aö dreifa í næstu viku. Meo hnífinn á lofti I fjármálaráðuneytinu liggja ónotaðar hug- myndir um ráðdeild í ríkisrekstri. Þær voru lagðar inn í hugmyndabanka sem Jón Bald- vin Hannibalsson stofnaði til og eru að nú- virði hálfur þriðji milljarður króna. Árið 1988 átti sem endranær að spara í rfldskerfinu. Skömmu áður en Ólafur Ragnar Gríms- son tók við starfi fjármálaráð- herra um haustið haíði Jón Bald- vin Hannibalsson haft uppi alls kyns tilburði í sparnaðarátt. Meðal annars notaði hann tæki- færið í opinberri umræðu og auglýsti eftir tillögum almenn- ings um hvar mætti helst spara. Honum bámst hátt í þrjátíu bréf með tillögum, misraunsæjum og misfyndnum, en þær lentu í glat- kistunni. I bókstaflegum skiln- ingi. Þrátt fyrir allvfðtæka leit í skjalavörslum fjármálaráðuneyt- isins finnast bréfin nefnilega ekki, aðeins listi yfir fjölda sætisráðuneytinu var það til dæmis Þjóðhagsstofnun. Spara þar rúmlega fjörutíu milljónir í beinhörðum peningum. Eða embætti húsameistara ríkisins. A þeim ámm hefði verið spam- aður að því, en í núgildandi fjár- lögum er gert ráð fyrir að húsa- meistari skili tíu milljóna rekstr- arafgangi. Reyndar út á sértekj- ur fyrir selda þjónustu, sem koma á endanum frá ríkisstofh- unum. Og úr því var verið að taka til hendi í forsætisráðuneyt- inu mátti líka hætta rekstri Byggðastofnunar. Hann kostar okkur 180 milljónir í ár. Samtals eitthvað á þriðja hundrað millj- ónir. Það em ríflega sextíu pró- Ef sótt hefði verið í hugmyndabanka þeirra... ... hefði Þórður Friöjónsson orðiö aö finna sér aðra vinnu... þeirra. En Jón kallaði líka saman nefnd til að taka saman hug- myndir un ráðdeild í ríkisfjár- málum. I henni sátu meðal ann- arra Þröstur Ólafsson, Vilhjálm- ur Egilsson og Stefán Friðfinns- son. Nefndin starfaði ekki lengi, einungis í nokkrar vikur síð- sumars, en tókst að spinna upp úr sér skemmtilegar hugmyndir um úrbætur. Skömmu seinna andaðist ríkisstjórnin, Ólafur Ragnar tók við og ekkert varð úr hugmyndunum. Sem er nátt- úrlega synd því þeim félögum tókst að finna sparnað upp á hálfan þriðja milljarð króna án þess að snerta svo neinu næmi erfiðan niðurskurð í velferðar- kerfinu. Það er rétt að hafa í huga að tillögur nefndarinnar vom mis- alvarlegar. Sumt var fyrirvara- laus heilaspuni, annað rökstudd hugboð um eitthvað sem mætti missa sig, enn annað byggt á prinsippafstöðu um það í hverju ríkið ætti yfirleitt að vera að vasast. Fæst hefur orðið að vemleika. BURT MEÐ BYGGÐASTOFN- UN OG ÞJÓÐ- HAGSSTOFNUN Nefndina skorti ekki hug- myndir um hvaða ríkisstoíhanir mætti leggja niður. Undir for- sent af útgjöldum forsætisráðu- neytisins. OG STYRKI TIL FYRIRTÆKJA Munum að þetta var árið 1988. Þegar verið hafði góðæri lengur en nokkur mundi. Þess vegna var kannski í iagi að fella niður greiðslur til Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Úr honum höfðu ekki farið nema smáaurar árum saman. Þetta var 300 milljóna spamaður á ríkisfram- lagi þá. Það er 1.300 milljónir í ár. Önnur stór tala birtist í öðm- vísi öryggisneti. Það er ríkis- ábyrgðasjóður, uppáskriftir rík- isins á lán fyrir fyrirtæki sem gætu farið á hausinn og valdið þannig atvinnuleysi. Hin hliðin á sama peningnum. í góðærinu var ekki fráleit hugmynd að leggja hann niður. Það er of seint núna þegar þarf að borga lánin. Hann fær 550 milljónir í fjárlögum þessa árs. Samtals em þetta tæpir tveir milljarðar. Það var lflca í tísku á þessum ámm að vilja leggja niður vel- ferðarkerfi fyrirtækjanna. Láta þau borga sjálf fyrir þjónustu sem ríkið veitti þeim dýrum dómum. Þess vegna vom uppi tillögur um að leggja niður Fiskifélagið og Búnaðarfélagið, Ríkismat sjávarafurða og Skrif- stofu rannsóknastofnana at- vinnuveganna (sem er kerfismál fyrir Keldnaholt). Þessi útgjöld em enn á sínum stað, á þessu ári 260 milljónir. Og við borgum í ár rúmlega sjö milljónir fyrir holdarækt í Hrísey, sem nefndin vildi losa skattgreiðendur við. Hún vildi líka skrúfa fyrir styrki til blaða- útgáfu, sem ætlað er að halda lífinu í Tímanum og Alþýðu- blaðinu. Þeir kosta 55 milljónir í ár og það þótt Þjóðviljinn sé far- inn. Samtals á fjórða hundrað milljónir í spamað hér, ef tekið hefði verið mark á Þresti, Vil- hjálmi og Stefáni. HEIMILI OG KIRKJA Svona hélt nefndin áfram ferðinni í gegnum fjárlögin og hjó á báða bóga. Tók af lífi rað og nefndir. Til dæmis Æsku- lýðsráð (2 milljónir þar) og Ferðamálaráð (85 milljónir). Líka Rannsóknarráð ríkisins, sem fær á þessu ári rúmlega tuttugu milljónir og notar þar af fjórtán í yfirstjóm, en fjórar í rannsóknir og þróunarstarfsemi. Aðeins eitt af ráðunum, sem nefndin vildi leggja undir öxina, er farið veg allrar veraldar. Það var Iðnfræðsluráð sem var seinna lagt niður og starfsemin færð inn í menntamálaráðuneyt- ið. Lfldega þrjú til fjögur stöðu- gildi í spamað þar. Nefndin minnti lflca á að hús- stjómarskóla mætti leggja niður, svo og Rannsóknastofnun upp- eldismála, samtals upp á 22 milljónir. Og hugmyndir vom um að kristindómurinn sæi um sig sjálfur. Helst átti að slíta sambandi ríkis og kirkju, en að minnsta kosti að hætta framlög- um í kristnisjóð, sem eru 18 milljónir í ár. ALLT SKOTIÐ NIÐ- UR Allt þetta og meira til fékk Jón Baldvin inn á borð til sín. Nefndin hélt að hann myndi vinsa úr það sem raunsætt var og sæmilega nothæft með stutt- um fyrirvara. Þess í stað tók Jón hugmyndirnar eins og þær lögðu sig og kynnti þær á rflcis- stjómarfundi. Viðbrögðin þar voru fyrirsjáanleg. Ráðherrar vom varla komnir niður fyrstu blaðsíðuna þegar upphófst stór- skotahríð sem varð til þess að drepa þessar hugmyndir í heild sinni. Sem líka er synd, því það hefði verið fróðlegt að sjá ein- hverp reyna að framkvæma þær. Til dæmis að fella starfsemi Rafmagnseftirlits ríkisins undir Bifreiðaskoðun Islands. (Þetta var reyndar á meðan Bifreiða- skoðunin hafði enn sæmilega óflekkað mannorð, en það út af fyrir sig útskýrir ekki hugmynd- ina.) Eða fá séra Heimi Steins- son til að auka sértekjur af þjóð- garðinum á Þingvöllum. Eða reyna að draga úr umsvifum umboðsmanns Alþingis. Eða sameina Orðabók Háskólans, ís- lenska málstöð og Örnefna- stofhun. Og Stýrimannaskólann og Vélskólann. Svo nokkur dæmi séu nefnd. En hugmyndirnar eru svo sem enn til. Um spamað upp á hálfan þriðja milljarð. Fyrir þá upphæð má reka svo sem fimm umhverfisráðuneyti eða sjávar- útvegsráðuneyti. Eða fjórtán viðskiptaráðuneyti, ef niður- greiðslur eru frátaldar. Og tvö utanríkisráðuneyti. Það hefur verið ráðist á lægri garða. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.