Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 Á L I T Þ R Á I N N BERTELSSON Þjóðaratkvæða- greiðsla um EES- samninginn Stjómarandstaðan vill að fram fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um EES-samninginn. Utan- ríkisráðherra segir það ekki nauðsynlegt ef hann reynist ekki brjóta í bága við stjómar- skrána. ætlar að bjóða sig fram í formannssæt- ið í Rithöfundasam- bandi íslands. Hann hyggst koma með fersk sjónarmið ut- an úr félaginu og tel- ur formann þurfa að vinna að bættum kjörum og skikkan- legum jöfnuði í fé- lagi, hvaða nafni sem það nefnist. JÓNAS KRISTJÁNSSON, ritstjóri DV: „Ég er almennt þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að beita við fleiri tækifæri en gert er, sérstaklega í viðamikl- um málum og málum þar sem skoðanir ganga þvert í gegnum stjómmálaflokka. Ég tel að þetta sé mál sem fellur undir það. Þama er um að ræða stórt mál sem varðar sum- part fullveldi þjóðarinnar og mér finnst ekki óeðlilegt að um það sé höfð þjóðaratkvæðagreiðsla." Spurning um frum- GUNNAR HELGI KRISTINS- SON, lektor í stjórnmálafræði: „Ég held að það ætti ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn. Fulltrúalýðræðið gengur út á að velja fulltrúa á þing sem setja sig inn í mál og kjósendur treysta til að taka afstöðu í málum. Það sparar kjós- endum þá vinnu að setja sig inn í hvert einasta mál. Þau geta oft verið mjög flókin. Þeir fulltrúar sem treysta sér ekki til þess að taka slíka af- stöðu eiga ekkert erindi á þing. I algemm undantekningartilfellum getur verið ástæða til að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er engin hefð fyrir slíku hér á landi. Meira að segja stjómarskrárbreyt- ingar þarf ekki að leggja undir þjóðaratkvæði." VALGERÐUR BJARNADÓTT- IR, starfsmaður Félags íslenskra iðnrekenda í Brussel: „Það á ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Ég treysti stjómmálamönnum landsins full- komlega til að taka þessa ákvörðun fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar. Þeir em kosnir til þess og það er á þeirra ábyrgð.“ BJARNIGUÐNASON, prófessor og fyrrum alþingismaður: „Ég sé ekki ástæðu til annars en að[ láta þjóðina skera úr þegar um svo umdeilt mál er að ræða. Ef unnt er að sýna fram á að vemlega stór hluti þjóðarinnar, eða jaínvel stór minnihluti hennar, óskar eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu, þá er ffá lýðræðislegu sjónarmiði sjálfsagt að verða við því og svo gangast viðkomandi aðilar undir niðurstöðuna. Hins vegar vil ég benda á að stjómmálamenn sem ráða em og hafa ævin- lega verið tregir að beina málum til þjóðarinnar. Þeir sem ráða vilja ekki láta vald sitt.“ sýningu eða endur- sýningu Hvers vegna býður þú þig fram til formanns? „Það vom fjölmargir aðilar, sem ég tek mark á, sem leituðu til mín og báðu mig að gefa kost á mér. Þetta kom mér á óvart, því ég hef verið í Rithöfundasam- bandinu ffá stofnun en ekki skipt mér vemlega af félagsmálum á þeim bæ. Það er kannski kominn tími til, svo vinnan lendi ekki alltaf á þeim sömu.“ Veistu hvers vegna leitað var til þín í Ijósi þess að þú hafðir ekki haft þig í frammi áður? „Kannski einmitt vegna þess að ég hafði ekki skipt mér af málum og ef til vill litið svo á að það gæti verið til bóta og ömgg- lega ekki til tjóns að fá endumýj- un inn í stjómina sem kæmi utan úr félaginu ffá óbreyttum félags- mönnum en ekki að frumkvæði stjómarinnar." Hyggstu beita þér fyrir áherslubreytingum innan sam- bandsins efþú nœrð kjöri? „Rithöfundasambandið er nú sem betur fer allvel gróið félag í formi, uppbyggingu og starf- semi að miklu leyti, en ef ég fer PRESSAN/Jim Smart jBflBHHBSHBBV' ~ þama inn held ég að ég komi inn til stjómarinnar með einhver fersk sjónarmið utan úr félaginu. Ég þekki ágætlega til varðandi kjör höfunda í ýmsum greinum, en í Rithöfundasambandinu em alls kyns höfundar. Ég hef tengsl við ansi breiðan hóp af fólki, sem nú að undanfomu hefúr ver- ið að tjá mér sjónarmið sín og vonast til að geta komið jreim til skila inn í stjómina, ekki síst vegna þess að í þessari stjóm sit- ur hið ágætasta fólk og bíður ef- laust spennt efitir að fá fféttir og hugmyndir frá hinum óbreytta félagsmanni." Nú hefur stjórn sambands- ins verið gagnrýnd að undan- förnu vegna úthlutunar úr Rit- höfundasjóði og meintra hags- munatengsla milli hans og Rit- höfundasambandsins. Á þessi gagnrýni rétt á sér? „Úthlutunamefhd er bundin af nýlegum lögum í landinu sem kveða á um að f það minnsta fjórðahluta þess fjár, sem úthlut- að er úr launasjóði rithöfúnda, skuli úthluta til árs eða lengri tíma. Mér sjálfum þykir þessi lög heldur óheppileg, því skoðun mfn er sú að þegar ekki em til nógir peningar handa rithöfund- um þurfi að vinna að jafnari skiptingu þess fjár sem er til um- ráða, þó þannig að það verði ekki að svo litlum upphæðum að það skipti engu máli. Ég vil reyna að stuðla að því að fleiri geti fengið einhveija aðstoð við ritstörf sín, en er þó klofinn í af- stöðu minni því auðvitað finnst mér einnig rétt að fólk geti feng- ið laun til nokkutra ára. Við núverandi aðstæður, þeg- ar ekki er einu sinni til smáræði handa öllum, finnst mér við þó vera komin fram úr draumum okkar. Ég vil til dæmis meina að höfundár sem hafa einhverjar tekjur af ritstörfum sínum þurfl ekki bráðnauðsynlega á tólf mánaða launum að halda og gæti nægt að hafa þau 6-9 mánuði á ári. Mig langar til að kanna hug félagsmanna í sambandinu til þess ama. Sé það rfkjandi vilji í félaginu að kerfið sé eins og það er mun ég að sjálfsögðu sætta mig við það, en vilji menn jafna þessu út er ég meira en fús til að beijast fyrir því.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þið Sigurður eruð mót- herjar en á sínum tíma klaufst þú þig út úrfélagi kvikmynda- leikstjóra og hann varð eftir. Eru deilur úr kvikmyndaheim- BÆTIFLÁKAR HVER A LANDIFEGURST ER... „(Víkveiji) er engu að síður sannfærður um að það sé nánast útilokað að kvenleg fegurð stúlknanna sem þama áttu hlut að máli hafi getað breyst með þeim hætti sem þessi úrslit benda til, á ekki lengri tíma en þeim örfáu vikum sem liðu á milli keppnanna." Víkverji, 6. maí, undrast það að Ungfrú ísland skyldi teljast fegurri en Ung- frú Reykjavík, en báðar kepptu þær um síðasttaldan titil. Sigtryggur Sigtryggsson, formaður dómncfndar: „Dómnefnd er bundin trúnaði um það sem fram fer og getur því ekki svarað þessu.“ KOLRUGLUÐ ORKU- STOFNUN „Orkustofnun með allar sínar kolrugluðu spár er í fullum gangi og engum dettur gagns- leysi hennar í hug.“ Oddur Ólafsson, aðstoðarritstjóri Tímans Jakob Björnsson orkumálastjóri: „Þetta er ekki svara- vert.“ VEIT EKKERT UM EES? „Einar K. Guðfinnsson (D) vildi þó ekki svara, sagðist ekki vilja gata á EES-spuming- um í blöðunum." Helgarblaðið 30. apríl um EES-próf sem lagt var fyrir þingmenn. Einar K. Guðfinnsson þingmaður: „Það er alveg rétt að blaða- maður frá Helgarblaðinu bað mig að taka þátt í eins konar skyndiprófi um EES. Það var alltaf regla hjá mér í gamla daga þegar ég gekkst undir próf að fara það ekki fyrirvaralaust svo ég hafnaði þessu ágæta boði.“ FÉLAGIHANNES HÓLM- STEINN „Augljóslega telur Hannes sig í stakk búinn til að hafa vit fyrir markaðinum í þessu efni og þar með fólkinu. Var einhver að tala um að forsjárhyggja kommúnismans væri liðin undir lok?“ Vilborg Davíösdóttir, fyrrverandi blaöamaöur DV Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, formaður stjórnar Þýðingarsjóðs: ,Úg aðhyllist þá skipan mála, að einstaklingar fái sjálfir að ráðstafa sjálfsaflafé sínu. En það merkir vitaskuld ekki, að ég hafni öllum opinberum trúnað- arstörfum eða neiti að lúta al- mennum leikreglum þjóðfélags- ins, jafnvel þótt ég sé ósam- þykkur einhveijum þeirra. Ég er til dæmis á móti niðurgreiðslum á aðgöngumiðum í Þjóðleikhús- ið. Krefst blaðamaður DV þá þess, að ég sæki ekki leiksýn- ingar, nema ég fái að greiða sannvirði miðanna, sem er miklu hærra en uppsett verð þeirra? Auðvitað væri það fá- sinna. Það kann ennffemur að vera jafnskynsamlegt að fá frjálshyggjumann til að skammta þýðingarstyrki og að fá bindindismann til að reka vín- veitingahús: hvorugur er lMeg- ur til að falla fyrir freistingum!" inum að kristallast í heimi rit- höfunda? „Við hættum í því félagi nokkrir og stofnuðum miklu stærra félag því okkur fannst það rekið á þeim prinsippum að það væri lokuð klíka. Ég get eigin- lega ekki svarað þessari spum- mgu því ég hef ekki heyrt skoð- anir Sigurðar á þessu máli. Ég hef alveg sömu skoðanir á starf- semi félaga, hvort sem það er kvikmyndafélag eða rithöfunda- félag; þau eiga að reyna að stuðla að bættum kjörum og skikkanlegum jöfnuði meðal fé- lagsmanna. Ég veit ekki um ágreining milli okkar Sigurðar og veit ekki fyrir hveiju hann ætlar að beijast þama. Ég tel að félagsmenn eigi að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji einhveija breytingu inni í stjóminni en ekki til einhvers óljóss skoðana- ágreinings milli okkar Sigurðar. Hann hefur staðið sína plikt — var formaður áður en Einar Kárason tók við — og þetta er bara spuming um hvort menn vilja frumsýningu eða endursýn- ingu.“ Telma L Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.