Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAJ 1992 19 Þ, að er ekki á hvers manns færi að ætla að kynna sér nýundirritaðan samn- ing um evrópskt efnahagssvæði. Ekki aðeins unfangsins vegna. heldur kostn- aðar líka. Þegar leitað er eftir eintaki hjá utanríkisráðuneytinu vísa embættis- menn á prentsmiðjuna sem hefur tekið að sér að ljósrita og setja saman þennan ríflega þúsund síðna doðrant. Þar kem- ur svo í ljós að vænn verðmiði er á upplýsingunum, nánar tiltekið fimm þúsund kall, að viðbættum virðisauka- skatti vitanlega... M .L ▼ Aeðal þeirra sem eru að velta fyrir sér að kaupa uppskriftir og fram- leiðslutæki ÁTVR er Gosan hf., sem fram- leiðir Pepsí, bjór og aðra drykki undir stjórn Björgólfs Guðmundssonar. Að baki liggja vænt- anlega viðskipta- ástæður, en við höf- um hlerað aðra og persónulegri skýr- ingu. Björgólfi þótti nefnilega Hvanna- rótarbrennivín mesti eðaldrykkur á sín- um yngri árum, sérstaklega ef það var blandað glæra sykurdrykknum Póló, sem mun vera væntanlegur á markað aftur. Björgólfur má sem sagt ekki til þess hugsa að unga kynslóðin missi af þessari reynslu... Þ á er frágengið hver tekur við for- mennsku í VSÍ af Einari Oddi Krist- jánssyni. Það verður Gunnar Birgisson, verktaki og bæjar- fulltrúi sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Það voru fleiri að hugsa sig um, en eft- ir að Gunnar gaf kost á sér opinberlega var því sjálfhætt. Það er ekki til siðs innan Vinnuveitenda- sambandsins að takast á um for- mennsku. Þar hafa aldrei farið fram formannskosningar, enda mun nokkum veginn vonlaust að viðhafa kosningu á aðalfundi vegna flókinna reglna um BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar mismunandi atkvæðisrétt aðildarfyrir- tækja... í> JL tng Körfuknattleikssambands Is- lands varð átakaminna en menn áttu von á. Fulltrúi Suðumesjamanna, Helgi Hólm, dró framboð sitt til baka 15 mínút- um fyrir stjómarkjör og var því Kolbeinn Pálsson endurkjörinn einróma. Fyrir þingið hafði verið smalað töluvert og var ljóst þegar til kosninga var gengið að framboð Helga hafði ekki hlotið hljómgmnn hjá öðrum en Suður- nesjamönnum... s em kunnugt er skiptir miklu máli fyrir félagsliðin í handknattleik að komast áfram í úrslitakeppnina. Bæði lið Selfoss og FH hafa nælt sér í um- talsverðar tekjur vegna úrslitaleikjanna en á sama tíma heyrast sögur um bága stöðu liða sem ekki komust áfram. Munu til dæmis handknattleiksdeildir Reykjavíkurrisanna, Vals og Víkings, skulda talsverðar upphæðir. Hefur heyrst að hvor deild skuldi um 8 millj- ónir króna... s VJ vo getur farið að ýmsir þeirra er- lendu körfuknattleiksmanna sem léku hér á landi síðasta vetur komist á samn- ing erlendis. Nokkrir þeirra, þar á með- al þeir Ronday Robinson hjá UMFN, John Rhodes hjá Haukum og Maxím Kropafsjev hjá Skallagrími, hafa verið í keppnisferð í Ástrah'u og óvíst að þeir leiki hér næsta vetur... 1Z A JKvennalandsliðið í fótbolta fer til keppni á Evrópumóti í næstu viku. Bú- ið er að velja liðið sem fer og sex farar- stjóra, en þeir eru; Rafn Hjaltalín, Páll Júlíusson, Elísabet Tómasdóttir, Svandís Hauksdóttir, Sigurður Hannesson og Steinn Helgason... Þ, að er fullyrt í Víkurfréttum að hinn kunni þjónn, veitingamaður, út- varpsmaður og dómari með meiru, Ragnar Öm Pétursson, hyggist beijast fyrir öruggu sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins fyrir næstu bæjarstjóm- arkosningar í Keflavík. Ef rétt er ætti Ragnar Om, eða RÖP eins og hann er oft nefndur, að hafa tímann fyrir sér til undirbúnings þar sem enn lifa tvö ár af kjörtímabilinu... WoridwKÍe Sponsor 1992 Ofymptc Games mac SUMARGJÖFIN SEM ÞÚ GEFUR SJÁLFUM ÞÉR OG FJÖLSKYLDUNNI í ÁR ER PANASONIC MYNDBANDSUPPTÖKUVÉLIN FRÁ JAPIS. HÚN Á EFTIR AD VARÐVEITA ÓGLEYMANLEGAR STUNDIR SUMARSINS. GRÍPTU HANA MEÐ ÞÉR í FERÐALÖGIN OG SÓLINA. HÚN ER EINFÖLD í NOTKUN, ÞÚ ÝTIR BARA Á EINN TAKKA. OG VERÐIÐ ER FRÁ KR. 59.900.-, ÞETTA ER SÓLSKINSVERÐ FRÁ JAPIS. GLEDILEGT SUMAR. JAPIS BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI Panasonic

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.