Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 25
•TT' I- FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 25 E R L E N T I Hvað gerðist í Los Angeles? * Oeirðirnar í Los Angeles komu mönnum ekki algerlega á óvart, en engan óraði fyrir umfangi þeirra, hversu lengi þær stóðu og hversu mikið manntjón hlaust af þeim. Miðvikudagsins 29. apríl verður sennilega minnst sem dagsins þegar Kalifomíubúar töpuðu endanlega glórunni. Menn höfðu reyndar verið að bíða eftir jarðskjálfta — sumir segja „þeim stóra“—en hann lét á sér standa. Það var annars kon- ar skjálfti, sem yfir reið, eftir að dómsniðurstaða fékkst í mála- ferlum gegn lögregluþjónunum ijórum, sem sakaðir voru um að hafa gengið í skrokk á blökku- manninum Rodney King. Menn höfðu reyndar átt von á að eftir dómsuppkvaðninguna gæti ýmislegt gerst, en það gerðu bara allir ráð fyrir að lögreglu- þjónamir yrðu sakfelldir. Kvið- dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að af ellefu ákæmm gegn mönnunum fjór- um væm þeir sýknir af tíu. Og alltgekk af göflunum. Aður en yfir lauk höfðu 49 manns verið drepnir, meira en 2.300 vom særðir, þar af 200 lífshættulega, um 11.400 höfðu verið handteknir, 5.273 bygging- ar höfðu verið brenndar og eignatjón var áætlað um einn milljarður Bandaríkjadala. Það samsvarar um hálfum fjárlögum íslenska ríkisins á þessu ári. Mið- borg Los Angeles, stærstu borgar auðugasta fylkisins í auðugasta ríki heims, breyttist í Beirút á einrú nóttu. Fyrst kom til alvarlegra vand- ræða í blökkumannahverfinu South Central, sem íslenskir kvikmyndahúsagestir þekkja sem hverfi vélbyssugengisins í Boyz N’ The Hood. A örskots- stundu breiddust óeirðimar og íkveikjufaraldurinn út um víða borg. Innflytjendur af kóreskum uppmna urðu sérstaklega fyrir barðinu á reiði svertingja, en þeim sámar mjög hvemig inn- flytjendur hafa komið undir sig fótunum og farið fram úr þeim í lífskjömm á nokkmm ámm. Langflestar verslanir í hverfum blökkumanna em í eigu fólks af kóreskum meiði. Oeirðaseggimir vom flestir á aldrinum 10-25 ára, en þeir vom engan veginn allir svartir. Þá virtust afar margir notfæra sér óeirðimar til almennra rána og gripdeilda, ffemur en til að Iáta í ljós einhverja sérstaka óánægju með dóminn. Fólk af báðurn kynjum á öllum aldri óð inn í verslanir og stal öllu steini léttara og væri það spurt hvers vegna það væri að bera sjónvarpstæki úr búðarglugga út í bfl var við- kvæðið að verið væri að hefna fýrir dóminn. Sár reiði svertingja vegna dómsins er auðskilin. Réttar- höldin vom flutt ffá Los Ange- les-borg og yfir til Ventura- sýslu, en þar býr nær einvörð- ungu hvítt efnafólk, sem almennt er ffemur íhaldssamt. Eftir tölu- veiða leit að fólki í kviðdóminn vom sjö karlar og fimm konur skipuð í hann. Enginn þeirra var svertingi. Sækjandinn reiddi sig mest á myndbandstöku af atburðinum, sem oftlega hefur verið sýnd í sjónvarpi. A henni sjást lög- regluþjónamir reiða hvað eftir annað til höggs, sparka í King og skjóta á hann með 50.000 volta rafmagnsbyssu. Verjendur fóm aftur á móti yfir myndbandið ramma fýrir ramma og reyndu að útskýra að barsmíðamar væru ekki jafhalvarlegar og þær sýnd- ust, en einn lögregluþjónanna bar vimi gegn hinum þremur og kallaði barsmíðamar „tryllings- lega fómarathöfn kylfuhögga, sparka og blóðs“, sem hann hefði reynt að stöðva. Gert var ráð fýrir að þessi lög- regluþjónn yrði sýknaður og svo fór, en tveir aðrir vom líka sýkn- aðir og kviðdómurinn gat ekki ákveðið sig um síðustu ákæmna: hvort Laurence Powell hefði beitt of mikilli hörku, en hann sást beija King fjömtíu og þrisv- ar og sendi skömmu síðar tölvu- skilaboð um að hann hefði ekki barið neinn svona hrottalega á langan tíma. I nafnlausum viðtölum, sem tekin hafa verið við einstaka kviðdómendur, hafa þeir skýrt niðurstöðu sína á tvo vegu. .fyrst þegar ég sá myndbandið í sjónvarpinu fýlltist ég viðbjóði. En eftir að hafa verið við réttar- höldin, hlýtt á vitnisburð, séð sönnunargögn og myndbandið lflca, þá fór ekki hjá því að maður sæi hvað gerðist. Hefði Rodney King stigið út úr bflnum eins og honum var skipað og farið að til- mælum lögregluþjónsins hefði ekkert komið fyrir hann. Hinir mennimir tveir, sem vom í bfln- um með honum, fóm þegjandi og hljóðalaust út úr bflnum, það var leitað á þeim og þeir hand- jámaðir. Það var allt og sumt. En Rodney King kaus að haga sér á annan hátt...“ Ur myndbandinu af barsmíö- unum á Rodney King. Á hinn bóginn nefna þeir að barsmíðamar hafi ekki verið jafnalvarlegar og sýndist á myndbandinu. „Eg vildi óska þess að Iæknaskýrslumar væm gerðar opinberar. Þá gæti fólk séð að hann var aðeins með eitt lítið beinbrot á fæti, hvemig and- litsáverkamir urðu, það myndi sjá myndir af honum tveimur dögum seinna, þegar aðeins var örlítil bólga eftir í andlitinu. Mörg þessara högga geta ómögulega hafa snert hann. Við þurftum að fara yfir öll sönnun- argögnin og hann var einfaldlega ekki eins slasaður og maður hefði búist við eftir að hafa horft á myndbandsbútinn...“ Oeirðimar em nú gengnar yf- ir, en það þurfti líka herlið til. Eftirmálin verða vafalaust lang- dregin og erfið. Mörgum spum- ingum er enn ósvarað um hvað óeirðaseggjunum gekk til með og miklar efasemdir em einnig uppi um beinar útsendingar sjón- varpsstöðva ffá óeirðunum, en menn hafa leitt að því getum að þær hafi beinlínis hvatt til ffekari óeirða. Óeirðir í öðmm borgum og jafnvel norður í Montreal í Kanada benda einnig til þessa. Kynþáttahatur er enn til í Bandaríkjunum, en það hefur minnkað hröðum skrefum. Á sama tíma hefur staða svörtu lág- stéttarinnar versnað. Hún er fjöl- mennari og minni líkur em nú en áður á þvf að menn sleppi úr get- tóinu. Menn em ekki á eitt sáttir um hverju er um að kenna, en eins og fram kemur í forystu- grein The Sunday Times, sem birt er hér á síðunni, verður að ijúfa vítahring svertingja. Svartir karlmenn hafa lægstar lífslíkur allra Bandaríkjamanna. Atvinnuleysi er tvöfalt algengara meðal þeirra en hvítra karla. Meira að segja svertingjar með háskólapróf em þrisvar sinnum líklegri til þess að verða atvinnu- lausir en hvítir skólabræður þeirra. Einn af hverjum fjómm negmm á aldrinum 20-29 ára er í fangelsi. Svertingjar fá að jafnaði lengri fangavist en hvítir fyrir sömu glæpi. Sjálfsmorð er þriðja aigengasta dánarorsök ungra svertingja, en morð hin algeng- asta. Tæpur þriðjungur negra- fjölskyldna í Bandaríkjunum lifir fýrir neðan fátæktarmörk. Meðan svona er komið mál- um verða óeirðimar í Los Ange- les ömgglega ekki hinar síðustu og lögregluyfirvöld þar og í fleiri borgum em þegar farin að búa sig undir „heitt sumaf“._____ Andrés Magnússon. Hermaður meö alvæpni f miöborg Los Angeles. Tjóniö nemur hálfum fjárlögum íslands. S L Ú Ð U R Ég kem aflur Tortímandinn trausti, Amold Schwarz- enegger, mælti ofangreind orð fýrst í fýrri tortímandamyndinni skömmu áður en hann ók bfl í gegnum vegg á lögreglustöð og drap allt kvikt innandyra. Á dögunum var hann í heimsókn í gmnnskóla í Ohio, þar sem hann brýndi fýrir bömunum nauð- syn hollrar hreyfingar, íþróttaiðkunar og holls mataræðis, en Amie er sérstakur heil- brigðiserindreki Bush Bandaríkjaforseta. Besti vinur barnanna Einn krakkanna spurði hann hvort það hjálpaði að horfa minna á sjónvarp og tröllið svaraði: „Það er í góðu lagi að horfa minna en 10 stundir á viku á sjónvarp. En ef þið horfið í 11 stundir... þá kem ég aftur.“ Tenóratríó Konunglega óperan í Covent Garden í Lundúnum verður vafalaust vel sótt á vetri komanda, því þrír bestu tenórar heims munu allir syngja við óperuna. Luciano Pavarotti syngur í Tosca, sem verður fýrsta uppfærslan í haust og hefst leikárið 12. september. I október syngur Placido Domingo í Ótelló ásamt Kiri Te Kanawa og í janúar syngur Jose Canreras aðalhlutverkið í Stiffelio eftir Verdi. Ferðalöngum til Lund- úna er ráðlagt að festa sér miða í tíma en allar ferðaskrifstofur annast slfkt. Pavarotti byrjar Traustar heimildir Það hefur lengi leikið gmnur á að páfinn hafi sérstakt samband við yfirmanninn í upphæðum, en nú hefur hann staðfest það sjálfur. Þýski kardínálinn Joseph Meisner skýrði frá þessu í viðtali fýrir skömmu. „Páfinn sagði við mig „Berlínarmúrinii og gaddavírinn munu ekki standa miklu leng- ur“ og þetta sagði hann árið 1987,“ er haft eftir Meisner. Kardínálinn kvaðst hafa orð- ið undrandi á þeirri vissu, sem bjó í orðum páfa, og spurði þess vegna hvort hann hefði fengið einhveijar vísbendingar ftá vestrænum leyni- þjónustum. Páfinn svaraði með því að benda með vísifingri til himins og sagði „Mín leyniþjónusta er þama uppi“. Níu mánuðum síðar var Múrinn rofinn. Eg hef mín sambönd Cosby kveður Síðasti þátturinn um Huxtable- fjölskylduna í Brooklyn var tek- inn upp nú um mánaðamótin, en Bill Cosby, driffjöður þáttanna, er loks búinn að fá nóg. Þættimir hafa nú gengið í átta ár og alið af sér tvær þáttaraðir aðrar. Cosby, sem er- 54 ára, ætlar þó ekki að setjast í helgan stein. Hann er nú að leggja drög að þáttum þar sem Malcolm-Jamal Wamer (Theo) fer með aðalhlutverkið. Að auki skipuleggur hann endurgerð þáttarins You Bet Your Life, sem ofur- húmoristinn Groucho Marx stýrði á sjötta áratugnum. Að öðru leyti ætlar hann að taka lffinu með ró, enda hefur hann efhi á því. Árslaun- in hafa verið rúmar 50 milljónir dala. THE SUNDAY TIMES Kynþáttahatur er ekki ástœðan Óeirðimar, sem breyttu Los Angeles í Beirút, vom óumflýjanlegar. í þjóð- félagi þar sem úl er stór, afskipt, vopnuð og ofbeldisgjöm undirstétt er ekki hægt að búast við því að allt fari fram með ftiði og spekt. Hefði óréttlæúð gagnvart Rodney King ekki verið neistinn, sem kveikti bálið, hefði annar kom- ist í tundrið. Það, hversu ríkulega kviðdómurinn leyfði Iögregluþjónunum að njóta alls vafa þrátt fýrir ofsann við barsmíðina á King, segir sitt um ótta hvítra við glæpi svartra. Morðin, skothríðin, ranin og gripdeildimar, sem eftir lýlgdu, segja enn meira um niðurlægingu svörtu undirstéttarinnar. Kynþáttahatur þrífst enn í Bandaríkjunum (og eykst í Evrópu), en sú stað- reynd ein og sér útskýrir ekki hvers vegna svertingjar færast ekki upp á við í stiga þjóðfélagsins. Fjöldi annarra minnihlutahópa — Japanir, Indveijar, Kín- veijar, Pakistanar, Kóreubúar og fólk firá rómönsku Ameríku — hefur komist úl bjargálna í Bandaríkjunum. Innflytjendumir em yfirleitt fátækari en negrar við komuna úl landsins, en áður en langt um líður stökkva þeir fram úr þeim. Jafnvel svöitum innflytjendum — frá Vestur-Indíum og Eþíópíu — gengur yfirleitt betur en innfæddum kynbræðmm þeirra. Einn þáttur virðist öðmm mikilvægari í þessum efhum: fjölskyldubönd. Því sterkari, sem þau em, þeim mun betur gengur fólki. Tveir þriðju svartra bama í Bandaríkjunum fæðast utan hjónabands og í meirihluta negraljölskyldna er móðirin einstæð. Og ástandið versnar. Svarti fræðimaðurinn Thomas Sowell hefúr rakið hvemig fjölskyldubönd negra hafa verið slitin af þrælahaldi, aftur á þriðja áratugnum með flutningum frá Suðumkjunum norður á bóginn og enn aftur með velferðarkerfinu. Velferðarkerfið gerði einstæðar mæður háðar ölmusum ríkisins, hvatti þær til að eignast böm, sem þær gátu ekki annast, og gerði feðrunum kleift að komast hjá því að axla ábyrgð sína. Og þetta fólk varð bömum sínum fyrirmyndir. Hlutverk stjómmálamanna hlýtur að vera að rjúfa jtennan vítahring. Flestir negraleiðtogar tönnlast á hinn bóginn á 30 ára gömlum rökum um að kynþátta- hatur sé ástæðan fyrir aðstæðum svertingja og krefjast forréttinda í námi og ráðningum og víðtækara velferðarkerfis. En hvítir Bandaríkjamenn telja sig ekki lengur bera ábyrgð á neyð svartra. Þeir hafa séð aðra minnihlutahópa vinna sig upp í lífinu og draga þá ályktun að svertingjar verði sjálfir að leysa vanda sinn. Sem gerist ekki meðan negraleið- togamir syngja sama gamla sönginn. Hér þarf nýjar lausnir. Vandinn er gífurlegur, en fyrst og fremst þarf að reyna að ýta undir það að fjölskyldan dafni á ný. Gerist það ekki verður allt annað unnið fyrir gýg.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.