Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T Ragnar Aðalsteinsson stjórnarformaður Skandia- Matlock eða Milken? Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður á því ekki að venj- ast að þurfa að svara sársvekktum almenningi sem sakar hann um að hafa sett sparifé sitt í hættu. Hingað til hefur Ragnar verið einn af heilögustu lögmönnum lands- ins. Hann hefur tekið upp hansk- ann fyrir þá úthrópuðu; meðal annars flóttamanninn Gervasoni og meira að segja krakkana sem eyðilögðu þjóðhátíðina á Þingvöll- um árið 1974 með því að spássera á börmum Almannagjár með rauð flögg. Ragnar er fyrir löngu orðinn óformlegur formaður í óformlegu gáfumannafélagi lög- manna. í fyrra gerðu lögmenn hann síðan formann í Lögmannafélag- inu sjálfu. Þeir voru orðnir þreytt- ir á skúrkunum sem óðu uppi í fé- laginu, stálu af skjólstæðingum sínum, komu óorði á stéttina og hreinsuðu upp ábyrgðasjóðinn. Þeir vildu að Ragnar hreinsaði til í Bucktown. Þegar til kom voru þeir hins vegar ekki tilbúnir að standa með Ragnari. Hann vildi að lögmenn héldu áffam að leggja í sjóð til að tryggja sig fyrir þjófnaði sínum og kollega sinna. Lögmennirnir kærðu sig ekki um það. Þeir vilja annaðhvort fá að stela frá um- bjóðendum sínum án þess að kollegar þeirra þurfi að blæða fyrir það eða sem minnst vita af þjófh- aði annarra. En þrátt fyrir að Ragnar hafi orðið undir í félaginu hélt hann fullri reisn. Hann kom meira að segja fram í sjónvarpinu til að segja þjóðinni hvað hann væri að hugsa um EES, svo umræðan um það mál færi ekki út í tóma vit- leysu. Síðan gerist það fyrir þremur vikum að Ragnar lendir í vondum málum. Síðla vetrar hafði hann sem stjórnarformaður Skandia- íslands keypt Fjárfestingarfélagið. Og allt virtist ganga í haginn þar til endurskoðandi fyrirtækisins tók saman yfirlit um stöðu verðbréfa- sjóðanna eftir fyrstu sex mánuði „Hann var ekki lengur sá Matlock sem varði alla sem minna máttu sín heldur minnti hann meira á Michael Milken, skúrkinn afWall Street, sem lék sér að sparifé samborgaranna. “ ársins. Þegar Ragnar renndi yfir niðurstöður endurskoðandans sá hann að hann hafði keypt eitthvað allt annað en hann langaði í. Eins og svo oft vill verða þegar menn eignast eitthvað sem þeir hafa lengi þráð var þetta Fjárfestingar- félag alls ekkert spennandi þegar til kastanna kom. Ragnar vildi því skila því en Guðmundur H. Garð- arsson og félagar vildu ekki sjá það aftur, enda fegnir að hafa losnað við það. Þá lokaði Ragnar sjoppunm. Þarna var hann kominn í þá stöðu að sparifjáreigendum, sem áttu um 3.000 milljónir inni í lok- uðu sjoppunni, fannst hann ekki lengur einn af góðu gæjunum. Hann var ekki lengur sá Matlock sem varði alla sem minna máttu sín heldur minnti hann meira á Michael Milken, skúrkinn af Wall Street, sem lék sér að sparifé sam- borgaranna.____________________ 4S Há laun náungans Þegar flestir íslendingar verða komnir í minjagripagerð verður ísland láglaunaland. Um það er engum blöðum að fletta. Þangað til verða hins vegar einhver fyrir- tæki til að borga sæmilega eins og kemur fram í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Auðvitað borga útgerðarfyrirtækin best — enginn nennir að velta frekar vöngum yfir því, þau teljast varla með. Inn á milli skríður einstaka fiskverkun og verkffæðistofa. En það er margt annað sem kemur ffam í þessari upptalningu. Þarna kemur meðal annars fram að það er mun betra að vinna hjá Lottóinu en Happdrætti Háskóla íslands. Lottóið greiðir nefnilega rúmlega milljón króna hærri meðallaun eða 2.471.000 krónur á meðan HHf greiðir ekki nema 1.362.000 krónur. Kirkju- garðar Reykjavíkur greiða einni milljón minna en Vamarliðið eða 1.035.000 krónur í meðallaun á meðan Varnarliðið greiðir 2.099.000 krónur. Kirkjugarðamir eru reyndar með aðeins hærri meðallaun en Dagvist bama, sem greiðir 1.019.000 krónur í meðal- laun. Þá er augljóst mál að það er betra að vinna í Stofhlánadeild landbúnaðar- ins en við Orðabók Háskól- ans. Stofnlánadeildin greiðir 2.572.000 krónur í meðallaun en Orðabókin 1.111.000 krónur Kannski Orðabókin sé með bón uskerfi þar sem greitt er fyrir hvert nýtt orð. í hótel- og veit ingahúsabrans- a n u m greiðir Hótel ísafjörður langbestu meðallaunin eða 1.855.000 krónur á meðan til dæmis Holtið greiðir aðeins 1.211.000 krónur. Af hreppunum vegur athygli að Hvammstangahreppur greiðir hæstu meðallaunin eða 1.575.000 krónur en lægstir eru þeir í Grindavík og á Selfossi. Nú, Landsbankinn borgar bet- ur en Búnaðarbankinn, sem aftur á móti borgar betur en íslands- banki. Hagkaup. borgar betur en Mikligarður en enginn veit hvað Bónus borgar. Samskip borguðu miklu betur en Eimskip, en með- allaun hjá Samskipum voru 2.279.000 krónur. Esso borgar best af olíufé- lögunum en f Olís verst. Þá má geta þess að álið gefur af sér hærri meðallaun en járnið þó að hvor tveggja málmurinn gefi af sér á g æ t meðallaun eða um tvær milljónir króna. VÍS borgar hærri meðallaun en Tryggingamiðstöðin, sem greiðir aftur á móti hærri laun en Sjóvá- Almennar. Ríkisspítalarnir borga 300.000 krónum betri meðallaun en Borgarspítalinn, sem borgar svipuð meðallaun og Sláturfélag Suðurlands. Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, borgar betur en Markús Örn, sem borgar hins vegar betur en Sigurður Geirdal. Best af öllum borgar þó Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Efnahagstiilögur Alþvðubandalags Kristín Ein- arsdóttir þingkona ekki örlað á viðleitni hennar í þá átt. “ Halldór Ás- grímsson al- þingismaður „Það er margt athyglisvert og jákvætt sem er sett fram í þessu plaggi. Margt afþví er ábendingar en ekki heilsteyptar tillögur, en þetta er ágætis umræðugrund- völlur. Það er ýmislegt þama sem maður kannast við, meðal annars tillögur sem við kvennalistakonur höfum sett fram og eru í stefnu- skrá okkar. Við höfum að vísu ekki sett þær fram í svona fínu hefti eins og alþýðubandalags- menn gera og höfum því kannski ekki fengið eins mikla athygli. Mestu máli skiptir í þessu sam- bandi vilji ríkisstjórnarinnar til samráðs og samstarfs við stjóm- arandstöðu og því miður hefur „ f fljótu bragði finnst mér sem Alþýðubandalagið vilji ganga of langt í skattheimtu. Þótt ég sé því sammála að það þurfi að taka upp skatta á fjármagnstekjur þá vantar svigrúm til að lækka gjöld atvinnuvega til að gefa þeim svig- rúm. Ég hef líka sagt að það þuifi að fá meira áhættuíjármagn inn í atvinnulífið. Til þess þarf bæði að laða að erlenda fjárfestingu og auka fjárfestingu lífeyrissjóða í at- vinnulífinu. Það er margt hjá Al- þýðubandalaginu sem ég get tek- ið undir og annað sem ég get ekki tekið undir og það er alveg ljóst að ég hef aldrei aðhyllst sósíalíska stefnu. En ég fagna því að það em breyttar áherslur hjá Alþýðu- bandalaginu frá því sem áður var og ég lýsi yfir ánægju minni með það.“ Björn Bjarna- son alþingis- maður „Þegar ég fylgist með tillögu- smíð Alþýðubandalagsins, undir forystu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, beinist athygli mín frekar að umbúnaðinum en efninu. Ástæð- an er sú að stjórnmálastarf Ólafs Ragnars byggist fremur á því að sviðsetningin sé góð en menn séu mikið að velta fyrir sér efni leik- ritsins. Um mitt sumar setti Ólaf- ur Ragnar fram tillögur um EES og um samskipti fslands við Evr- ópubandalagið. Þá vildi hann við- ræður við aðra flokka um þær. Tillögunum hefur verið stungið undir stól, enda voru þær frá upphafi marklausar. f tilefni af stefnuræðu forsætisráðherra, sama dag og hún er flutt, setur Al- þýðubandalagið upp nýtt andlit, nú sáttasvip í efnahagsmálum, og biður um viðræður við aðra flokka. Tillögumar eru óffumleg- ar og boða ekkert nýtt; tíma- og sviðsetningin skilaði hins vegar árangri í fjölmiðlum. Kannski slær Ólafur Ragnar sér upp í skoðanakönnunum? Þá er til- gangi þessa nýja þáttar leikritsins náð. Eg hef ekki trú á að Ólafi Ragnari takist að hressa upp á ímynd Alþýðubandalagsins með því að hengja flokkinn utan í stjórnarflokkana." Karl Steinar Guðnason al- þingismaður „Mér virðist þessar tillögur á margan hátt óraunhæfar en mér finnst sjálfsagt að ræða þær og reikna út hvað í þeim felst. Ef það er í raun vilji hjá Alþýðubanda- laginu til að taka á þessum vanda þá er þar um að ræða mikið frá- hvarf ffá þeim málflutningi sem þeir hafa haff uppi á Alþingi, þar sem helst hefur mátt skilja að minnkandi þjóðartekjur, minni fiskgengd og erfiðleikar í sölu af- urða séu vondum stjórnmála- mönnum að kenna! En batnandi mönnum er best að lifa og við viljum vissulega lifa með batn- andi fólki.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.