Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 15. OKTÓBER 1992 Þjoðir Samkvæmt skoðana- könnun sem Skáís gerði fyrir PRESS- UNA virðast íslend- ingar yfirleitt bera meiri virðingu fyrir smáþjóðum en stór- þjöðum. Norðmenn eru sú þjöð sem við metum langmest, en Bandaríkjamönnum virðumst við í senn dást að og hafa skömm á. Pað ríkir talsverð andúð á Svíum og eimir eftir af Danahatri, en okkur virðist flestum nokk sama um stóru þjóðirnar í Vestur- Evrópu. í skoðanakönnuninni var spurt tveggja einfaldra spurninga: Hvaða erlendri þjóð berðu mesta virðingu fyrir? Hvaða erlendri þjóð berðu minnsta virðingu fyrir? 1. NORÐMENN Þrátt fyrir að íslendingum sé gjarnt að gera gys að Norðmönn- um íyrir hvað þeir séu óstjórnlega púkalegir, hvað þeir séu miklir sportidjótar og hvað tungumálið þeirra hljómi stundum asnalega, þrátt fyrir að höfðingjadjarfir sjálf- stæðismenn hafi hrökldast burt frá Noregi og skilið eftir þýlyndar höfðingjasleikjur—já, þrátt fyrir allt þetta kemur í ljós að nánasta frændþjóðin á veglegan sess í hjarta íslendinga. Samkvæmt könnuninni virðum við Norð- menn langmest allra þjóða, þar sem þeir hafa hælana kemst engin önnur þjóð með tærnar í þjóðar- sálinni okkar. Alls nefndu 85 að- spurðra Norðmenn. Hvers vegna? Það þarf varla að leita langt yfir skammt að skýring- um. Norðmenn hafa varla gert neitt á hlut okkar Islendinga síðan á þjóðveldisöld. Yfirleitt hafa þeir komið drengilega fram við okkur á vettvangi þjóðanna, í landhelgis- deilum og samskiptum við stór- veldi. Þeir eru með efnahagskerfi sem er næstum því jafnbrjálað og það íslenska, en þeir hafa aldrei orðið uppvísir að því að líta niður á okkur eða reynt að kenna okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Þetta er semsagt að vissu leyti spurning um gagnkvæma virð- ingu. 2. BANDARÍKJAMENN Fyrir stóran hóp íslendinga hafa Bandaríkin alltaf verið gósenland. Það er kannski ekki fráleitt að halda því fram að þjóðin skiptist að vissu leyti í tvo meginhópa: þá sem vilja ferðast í vesturátt til Bandaríkjanna og þá sem vilja ferðast í austurátt til Evrópu. Margt bendir til þess að fækkað hafi í fyrrnefhda hópnum hin síð- ari ár — Bandaríkin hafa jú að vissu leyti látið á sjá upp á síðkast- ið — en skoðanakönnunin bendir þó til þess að hann sé enn nokkuð fjölmennur. Vinir Bandaríkjanna eru þó allmiklu þunnskipaðri hópur en vinir Noregs eða 42 af hundraði færri, en 49 aðspurðra nefndu Bandaríkin. En þeir eru staðfastir í trúnni og vita að í Bandaríkjunum er besti (og ódýrasti) matur í heimi. Þar er heldur ekki naumt skammtað eins og í Evrópu. Þar er hægt að fá ódýrar Levis-buxur og þar er vagga lýðræðisins. I. SVÍAR Engin önnur Norðurlandaþjóð hefur viðlíka sess í huga Islend- ingsins og Norðmenn. Samt má ljóst vera af könnuninni að við berum hlýhug og virðingu fýrir Norðurlandaþjóðum. Hlutfalls- lega njóta Svíar til dæmis 40 pró- senta virðingar miðað við Norð- menn og verður að teljast ágætis árangur. 34 aðspurðir nefhdu Svía. Enþeir eru líka næstum óteljandi Islendingarnir sem um lengri eða skemmri tíma hafa dvalið í Svíþjóð við nám eða störf. Þeir hafa kynnst því hvað lífið var þægilegt meðan velferðarkerfið var í blóma og gera gjarnan óhag- stæðan samanburð milli Islands og Svíþjóðar. Þar hefur ekki verið vandamál að koma bömum á dagheimili eða finna elliheimilis- pláss fyrir aldraða. Þar hefur hið opinbera ekki ráðist gegn þegnun- um, heldur verið vakið og sofið yf- ir velferð þegnanna. Svíar eru líka mjög góðir í íþrótt- um og búa til sterka bíla sem margir bera virðingu fyrir. 4. DANIR Gamla herraþjóðin, Danmörk, nýtur ögn minni virðingar meðal Islendinga en Svíar — varla þó að munurinn sé marktækur. Virðing þeirra hlýtur þó að teljast allnokk- ur, enda hafa nýlegar sagnfræði- rannsóknir leitt í ljós að Danir komu betur fram við okkur en títt var um nýlenduveldi. Þeir eru líka ófáir Islendingarnir sem líta á Kaupmannahöfn sem einhvern nafla alheimsins og telja allt sem þar er og þaðan kemur best í Færeyjar em svo gott sem á hausnum, en samt eru þeir ekki svo fáir íslendingarnir sem hugsa með hlýhug og nokkurri virðingu til þessarar eyþjóðar, sem er smærri og fámennari en við. Þeir 24 einstaklingar sem nefndu Fær- eyjar í könnuninni láta ekki á sig fá þótt lengi hafi verið landlægt á Islandi að gera grín að því hvað Færeyingar séu óskaplega hjákát- legir í samanburði við heimsborg- arana sem hér búa. hönnun hefur notið vinsælda á ís- landi, Norræna húsið er teiknað af Tinflskum arkítekt, en finnsk sjón- varpsleikrit þykja ekki til þess fall- in að auka hróður þjóðarinnar. 6. AUSTURRÍKISMENN Varla eru það þættirnir sem Sjón- varpið sýnir um Straussfjölskyld- una sem valda því að fslendingar bera drjúga virðingu fyrir Austur- ríkismönnum, en heilir 27 ein- staklingar sögðust í könnuninni bera mesta virðingu fýrir þeim. Það þýðir að Austurríkismenn njóta 32 prósenta virðingar á við Norðmenn. Kannski á Strauss- fjölskyldan þar einhvern þátt, Vínarvalsarnir og öll músíkin sem hefúr komið frá þessu fjöllótta Mið-Evrópuríki? Eða kannski skrifast þetta einfaldlega á þá fjöl- mörgu íslendinga sem hafa farið á skíði í Austurríki og snúið heim fullir virðingar fýrir gestgjöfun- um? Vinsældir Austurríkismanna koma alltént nokkuð á óvart. 7. ÞJÓÐVERJAR heimi: Tívolí, búllur, bjór, spægi- pylsa og húmor. Og Danir urðu náttúrlega Evrópumeistarar í fót- bolta stuttu eftir að þeir felldu Ma- astricht-sáttmálann. 5. FINNAR Við virðumst ekki bera neitt miklu minni virðingu fýrir Finn- um en til dæmis Svíum og Dön- um, en 30 einstaklingar sögðust bera mesta virðingu fyrir Finnum í könnuninni. Samt er næsta víst að íslendingar vita lítið um Finna, enda tala þeir tungumál sem öðru fólki er fyrirmunað að skilja. Þeir eiga að sönnu í erfiðleikum nú, eftir hrun heimsveldis kommún- ismans í austri, en lengi spjöruðu þeir sig vel í sambýlinu við þenn- an háskalega nágranna. Finnsk 27 þeirra sem voru spurðir álits í skoðanakönnuninni sögðust bera mesta virðingu fýrir Þjóðverjum. Þeir njóta semsagt jafnmikillar virðingar og Austurríkismenn. Þjóðverjar virðast njóta mestrar hylli íslendinga af stóru þjóðun- um í Vestur-Evrópu, meiri en ítal- ir, Frakkar, Englendingar og Spánverjar. Því verður heldur ekki neitað að Þjóðverjar (a.m.k. þeir sem bjuggu í vesturhlutanum) risu með glæsibrag upp úr ösku- stó síðari heimsstyjjaldarinnar. Þar hefur lýðræði verið með blóma, þeir hafa byggt upp efna- hagsstórveldi sem nýtur virðingar, ekki síður en sterku og hrað- skreiðu bílarnir sem þeir smíða. 8. FÆREVINGAR 9. SKOTAR Við tengjumst Skotum ekki bara vegna þess að þeir eru nær okkur landffæðilega en flestar aðrar grannþjóðir, heldur hafa þær þús- undir Islendinga sem þekkja öðr- um betur verslanirnar í Glasgow fest mikla ást á þessari vinaþjóð. Ekki bara vegna þess hversu verð- lagið er lágt í Skodandi, heldur líka vegna þess að Skotar eru ann- álaðir fýrir gestrisni og góðlegt viðmót. Það álíta að minnsta kosti þeir 20 sem nefndu Skota í könn- uninni. 10. ÍRAR Samkvæmt könnuninni virðum við Ira álíka mikils og Skota. Kannski er ástæðan sú að enn hafa ekki jafnmargir farið og gert innkaup í Dublin. En náttúrlega höfum við ærna ástæðu til að hugsa fallega til Ira. Með stolti höfum við mörg hver álitið okkur vera upprunnin á eyjunni grænu, að þaðan höfum við sótt þá bók- menningu og það vit sem skorti meðal norrænna manna. Englending- ar og Frakkar ekki hátt skrifaöir Þegar taldar eru upp þær tíu þjóðir sem fslendingar virðast bera mesta virðingu fýrir sitja engar smáþjóðir eftir. íslenska kvenþjóðin hefúr löngum ver- ið höll undir ítali og þá nefna 19 einstaklingar. 17 geta hinna þrautseigu ísraelsmanna, en 16 Englendinga. Það getur varla talist mikið miðað við öll samskiptin sem íslendingar hafa við þá þjóð. 15 nefndu Kínverja í könnuninni, en 14 annað tjölmennt stórveldi, Rússa. Aðrar stórþjóðir í Evr- ópu virðast heldur ekki skipta okkur miklu máli til eða frá, því aðeins 10 nefndu Frakka og 8 Spánverja. 8 kváðust bera mesta virðingu fýrir Jap- önum, en 5 sögðust virða Lit- háa mest. Loks var svo einn sem sagðist bera mesta virð- ingu fýrir Pólveijum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.