Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 I rassíunni um síðustu helgi varð útundan glæsilegasti spilaklúbbur landsins, Gullmol- inn í Skipholti. Fríklúbburinn við Súðarvog á sér aldarfjórðungslanga sögu, en Klakinn var aðeins þriggja vikna gamall. Um fjörutíu manna kjarni stundar klúbbana reglulega, en hundruð koma af og til í heimsókn. Enn sem fyrr er Ásaklúbburinn í friði fyrir ná- grönnum sínum í lögreglunni. Seint á föstudagskvöldið hringdu tveir ungir og snyrtilegir menn bjöllunni í Ármúla 15 og óskuðu inngöngu. Aðspurðir sögðust þeir hafa verið á tali við mann á Hótel íslandi og hann boðið þeim á staðinn. Húsráð- endur á efstu hæðinni vissu að einn eigendanna va; einmitt að skemmta sér á Hótel íslandi og hleyptu drengjunum því inn. Það var ekki vaninn að veita hverjum sem er inngöngu og ætlunin var að kanna betur hverjir þarna væru á ferð. Húsráðendur róuðust þegar ungu mennirnir gáfu sig á tal við stúlku sem þarna var og virtust þekkja hana. Eftir stundarkorn brá annar sér út fyrir, en kom fljótlega inn aftur. Þá hafði hann líklega tekið útidyrnar úr lás því skömmu síðar ruddist inn hópur lögreglumanna. Þeir handjárnuðu eigendur og starfsmenn og leiddu þá út í lögreglubíla. „Klakinn" var nýjasti spilasal- urinn í Reykjavík, Hann er í eigu þriggja manna, Magnúsar Ólafs- sonar, Halldórs Más Sverrissonar og Brynjars Valdimarssonar. Magnús og Halldór eru þekktir bridsspilarar og Brynjar marg- faldur íslandsmeistari í snóker. Þegar lögreglan smyglaði sér inn á staðinn á föstudagskvöldið hafði Klakinn verið starfræktur í nákvæmlega þrjár vikur. Þar voru þrjú borð, tvö undir „black jack“ (stundum kallað „21“ rneðal leik- manna) ogeitt rúllettuborð. Hann var hannaður að erlendri fyrir- mynd og einkum sótt til prívat- herbergja í spilavítum í Amster- dam sem eigendurnir þekktu vel til. Þeir eru allir áhugamenn um spilamennsku og ætluðu að nota staðinn sér og öðrum til afþrey- ingar og skemmtunar. Þeir voru frá upphafi ákveðnir í að reka staðinn réttum megin við lagabókstafinn. Það var tvennt sem þeir þurftu að varast: ólögleg áfengissala og að einhver hefði at- vinnu eða framfæri sitt af fjár- hættuspilinu. Áfengi var aldrei selt í Klakanum, að sögn fjölmargra viðmælenda PRESSUNNAR, heldur veitt ókeypis. Nokkrir starfsmenn sáu um að annast spil- ið fyrir hússins hönd, gefa spilin og snúa rúllettunni, og einn sá um veitingarnar. Þau voru klædd í stíl við það sem þekktist best erlendis, „Ekkert sérstakt sem mælir á móti þessu“ segir Ari Edwald, að- stoðarmaður dóms- málaráðherra. í dómsmálaráðuneytinu hef- ur verið rætt að heimila leyfis- veitingar fyrir spilavíti eða „spilastofur“ í tengslum við nýtt frumvarp um happdrætti sem væntanlegt er í vetur. „Við teljum að nýjar laga- heimildir þurfi að koma til áður en leyfi er veitt fyrir svona rekstri. Við teljum okkur ekki geta veitt slíka heimild án þess,“ sagði Ari Edwald aðstoðarmað- ur ráðherra. „í tengslum við nýja lagasetningu um happdrætti í smókingbuxum, vesti og með rauða þverslaufu. Kostnaðurinn, sem af þessu hlaust, var greiddur af „þjórfé“, sem voru frjáls fram- lög gestanna. Sumir létu ekkert af hendi rakna, jafnvel þótt vel gengi við spilaborðið. Aðrir voru örlátir úr hófi ffarn. „Bankinn“ eða „húsið“ var í bullandi mínus og aðstandendur í fullri vinnu þess utan, svo ekki óttuðust þeir að vera sakaðir um að hagnast á uppátækinu. Þeir eyddu auk þess mestum tímanum við spil sjálfir og voru því í reynd að spila við sjálfa sig. Gestirnir voru vinir og kunningjar eigend- anna, flestir smáatvinnurekendur sem höfðu nokkurt fé handa á milli og gátu tekið áhættu með það. Venjulegir launþegar komu ekki á staðinn — létu sér kannski nægja spilakassa í næstu sjoppu til að freista gæfunnar. Bæði starfsmenn og gestir vissu á hvaða forsendum staðurinn var rekinn og vissu að tímaspursmál var hvenær lögreglan kæmi í heimsókn. Það hafði hins vegar verið óvenjumargt fólk þetta föstudagskvöld og það síðasta og því var erfiðara um vik en ella að fylgjast grannt með öllum manna- ferðum. Eigendurnir höfðu reyndar hálfvegis vonast eftir lög- verður að taka afstöðu til þess hvort opnað verður fyrir svona rekstur á einhverju formi. Það hefur verið rætt hér í ráðuneyt- inu, en það er Alþingis að taka afstöðu til þess. Ég held persónulega að það sé ekkert sérstakt sem mælir á móti því að þessi starfsemi væri heim- iluð, ef fmnst ásættanlegt form á reksturinn, tjl dæmis í tengslum við hótelrekstur.“ PRESSAN'JIM SMART reglunni — vildu gjarna að hún sæi með eigin augum í rólegheit- um hvemig staðurinn væri rekinn og reiknuðu með að fá að vera í ffiði aðþvíbúnu. Lögreglan kom, en með meiri látum en búist var við. Ómar Smdri Ármannsson, talsmaður lögreglunnar, sagði við PRESS- UNA að fólkið hefði verið rólegt og yfirvegað, en það var þó hand- járnað og leitt út í bfl ffamhjá ljós- myndara Morgunblaðsins. Mogg- inn var svo tillitssamur að setja svart band yfir augu þess á bak- síðunni daginn eftir. FIMM MANNSI' SÚÐAR- VOGINUM Á svipuðum tíma var hringt bjöllunni í Súðarvogi 7, þar sem Fríklúbburinn er til húsa á þriðju hæð. Sverrir Kristjánsson, einn umsjónarmannanna, virti menn- ina fyrir sér í myndavél sem tengd var dyrasímanum, en kannaðist ekki við þá. Þeir sögðust hafa ver- ið að spila uppi í Árrnúla, en hefði leiðst þar og langaði að kíkja þama inn. Það var rólegt í Súðarvoginum, fimm manns að spila og spjalla og sjálfsagt að leyfa drengjunum að skoða sig um. Eigendur Frí- Glæsilegasti spilasalur landsins laetur lítið yfir sér utan frá séð. Innan dyra er aðstaðan hins vegar ölUalfWaqleqasta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.