Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.0KTÓBER 1992 Hagur lífeyrissjóða fer batnandi en byggist á hárri ávöxtun Eignir lífeyrissjóða 400 milljarð um aldamót Nokkrir af 88 lífeyrissjóðum landsins hafa að þeir eiga fyrir skuldbindingum sínum, en öðrum er um stórt gat að ræða sem þarf a< annaðhvort með hækkun iðgjalda Miðað við óbreyttar aðstæður má búast við að eftir tólf eða þrett- án ár muni lífeyrissjóðir landsins greiða jafnmikið í lífeyri á ári og þeir fá inn með iðgjöldum. Undir þeim kringumstæðum verða sjóð- irnir þá að ávaxta sig með afborg- unum lána og háum vöxtum. Á þeim tíma munu þeir aftur á móti hafa safnað upp gífúrlegum eign- um; varlega áætlað má búast við því að lífeyrissjóðirnir eigi um 300 milljarða í árslok 1998, sem sam- svarar landsframleiðslunni í ár, og að þeir eigi um 400 milljarða í árs- lok 2001. Nú má áætla heildar- eignirnar nálægt 175 milljörðum króna. NÆSTSTÆRSTISJÓÐURINN MEÐ 70 MILLJARÐA GAT Staða flestra lífeyrissjóða hefur batnað verulega á síðustu árum, eftir verulegt eignatap í verð- bólgubálinu og óverðtrygging- unni 1970 til 1979. Margir þeirra eru að ná því marki að eiga í raun fyrir skuldbindingum sínum. Það hefur gerst með hárri ávöxtun, bæði vegna verðbréfa og útlána til sjóðsfélaga. Meðalávöxtun allra lífeyrissjóða, sem hlutfall af eign- um að rekstrarkostnaði frádregn- um, var á síðasta ári 6,5 prósent, en almennt er talið að ávöxtunar- hlutfallið fari lækkandi á næstu árum. Þótt staðan fari batnandi er „endingartími" sjóðanna háður ávöxtuninni. Fyrir liggur að nokkrir sjóðir hafa skuldbundið sig langt umffam núverandi eign- ir. Þannig átti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, annar stærsti lífeyrissjóður landsins, eignir upp á 16,5 milljarða að nú- virði um síðustu áramót, en þá hljóðuðu skuldbindingar sjóðsins upp á yfir fimm sinnum hærri tölu eða 84,6 milljarða. Lífeyris- sjóður sjómanna, sá þriðji stærsti, átti 12,8 milljarða en var búinn að skuldbinda sig upp á 20,4 millj- arða. Þá má nefna Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, sem átti 2,1 milljarð upp í 8,5 milljarða skuld- bindingar. Og staða Lífeyrissjóðs bænda var mjög óhagstæð vegna þess hversu sjóðsfélagar voru al- mennt gamlir þegar sjóðurinn var stofnaður. Staða Lífeyrissjóða ráð- herra og þingmanna var síðan ær- ið sérstök. Þessir sjóðir áttu engar eignir en skuldbundnar greiðslur stóðu í 2,6 milljörðum króna. Þessir tveir sjóðir væru vitanlega Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSl, Magnús L. Sveinsson, formaður VR, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VS(, og Magnús Gunnarsson, formaður VSl. Þessir menn hafa nú þegar mikil völd í gegnum eignaveldi lífeyrissjóðanna og þau völd eiga eftir að aukast. Um aldamót má búast við að eignir lífeyrissjóðanna verði komnar upp í 400 miiljarða og eignirnar verði þá helmingurinn af öllum pen- ingalegum sparnaði landsmanna (hlutfallið er nú um 37 prósent). gjaldþrota ef þeir hefðu ekki ör- uggan bakhjarl; skattgreiðendur. Hið sama má reyndar segja um Lífeyrissjóð bænda. SJÓÐUR BYGGINGAR- MANNA: 3,5% ÁVÖXTUN ÞÝÐIR 3 MILLJARÐA GAT Sem dæmi um hve ávöxtunin skiptir miklu máli má taka Lífeyr- issjóð byggingarmanna, eins og hún var í árslok 1990. Þá voru eignir sjóðsins 2,9 milljarðar að núvirði. Miðað við 3,5 prósenta ávöxtun hljóðaði skuldbinding sjóðsins upp á 5,9 milljarða og því um 3 milljarða gat að ræða. Þá þyrfti sjóðurinn annaðhvort að fá 17,5 prósenta iðgjald eða skerða lífeyrisréttindin um 26 prósent. Ef ávöxtunin verður hins vegar 5,5 prósent að meðaltali duga eign- imar fyrir skuldbindingum sjóðs- ins. En staða flestra lífeyrissjóða hefur farið batnandi á síðustu ár- um og má segja að nokkrir þeirra eigi eignir til að dekka skuldbind- ingar sínar. Þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður verslunar- manna, sá stærsti, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Sem dæmi um batnandi stöðu annarra sjóða má nefna að eignir Lífeyrissjóðs Sóknar voru taldar duga fyrir 73 prósentum skuldbindinga í árslok 1989, en nú er hlutfallið komið upp í um 85 prósent. Hjá Lífeyris- sjóði verkstjóra hefur hlutfaliið á sama tíma farið úr 60 prósentum í 78 prósent. Og það bil brúast væntanlega fljótt því ávöxtun sjóðsins var 8,2 prósent á síðasta ári. HÁTT í FIMMFÖLDUN EIGNAFRÁ UPPTÖKU VERÐTRYGGINGAR Eignir lífeyrissjóðanna hafa aukist ævintýralega á síðustu ár- um, að raungildi um 15 prósent á ári að meðaltali ffá 1981. Heildar- eignirnar voru að núvirði 34,5 milljarðar í árslok 1980, en um síðustu áramót voru eignirnar orðnar 157 milljarðar. Sem hlut- fall af öllum peningalegum spam- aði landsmanna hafa eignir sjóð- anna vaxið úr 22 prósentum árið 1980 í 37 prósent á síðasta ári. Um næstu áramót má búast við að eignirnar verði komnar upp í 170 til 175 milljarða og hafa þær þá fimmfaldast að raungildi á tólf ár- um. Fyrir aldamót verða eignimar að óbreyttu komnar í 300 millj- arða og er þá miðað við „aðeins“ 10 prósenta aukningu á ári. Á sama tíma hefur ráðstöfúnar- fé sjóðanna aukist úr 11,6 millj- örðum 1980 í 30,4 milljarða króna 1991. Reiknað er með að ráðstöf- unarféð verði um 37 milljarðar á næsta ári. Þetta er það fé sem sjóðirnir hafa til að lána út eða kaupa fyrir. Það skiptist annars vegar í iðgjöld og hins vegar í eigið framlag sjóðanna; afborganir og vexti að frádregnum rekstrar- kostnaði. Fyrir um áratug vom ið- gjöldin að jafnaði 55 til 65 pró- sentum hærri tekjupóstur en eigið framlagið, en þetta hefur breyst allverulega. Á síðasta ári var eigið framlag um 40 prósentum hærra en heildariðgjöldin. LÁN TIL SJÓÐSFÉLAGA AÐ- EINS 11% AF RÁÐSTÖFUN SJÓÐANNA Og notkunin á ráðstöfúnarfénu hefur breyst talsvert á tímabilinu. Árin 1980 til 1985 fóru 40 til 60 prósent ráðstöfunarpeninganna í að lána sjóðsfélögum. Slíkar lán- veitingar hafa dregist saman niður í 11 prósent, á sama tíma og lán- veitingar til ríkis, sveitarfélaga en þó einkum til fjárfestingarlána- sjóða hafa aukist til muna. Tísku- fyrirbrigðið í heimi lífeyrissjóð- anna undanfarin ár er þó hluta- bréfakaup, sem hófúst fyrir alvöru um 1987 að frumkvæði Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. í árslok 1987 taldist hlutabréfaeignin alls um 240 milljónir að núvirði, en um síðustu áramót áttu lífeyris- sjóðirnir 2,7 milljarða í hlutabréf- um. Á síðasta ári einu saman jókst virði hlutabréfanna um nær millj- arð króna. Svo undarlega sem það kann að hljóma eru lífeyrissjóðir landsins, 88 að tölu, með eignir upp á ná- lægt 170 milljörðum króna, alger- lega skattfrjálsar og lausar við eft- irlit. Þeir borga með öðrum orð- um hvorki tekju- né eignaskatt og ekkert fyrirfinnst í gildandi lögum um að opinberir aðilar geti hlutast til um málefiii sjóða ef talið er að einhverjir þeirra séu í hættu, það er að réttindi sjóðsfélaga séu ekki tryggð. I fyrravor voru að vísu samþykkt lög um að sjóðirnir skili Bankaeftirlitinu ársreikningum, en samþykktinni fylgdi takmark- að eftirlitsákvæði. ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐ- LAG MÁ EKKIFARA UNDIR 5 PRÓSENT Það kann að hljóma eins og argasta þversögn þegar sagt er að flestir lífeyrissjóðanna stefni að óbreyttu í gjaldþrot vegna þess að eignir muni ekki duga fyrir skuld- bindingum, á sama tíma og sagt er frá gríðarlegri eignamyndun sjóðanna. Staðreyndin er hins vegar sú að ávöxtun þeirra af eignum þessum þarf að vera 5 til 7 prósent umfram launa- og verð- lagsbreytingar á ári til að kerfið gangi upp. Þeir sjóðir sem eiga litlar eignir, búa við hlutfallslega háan rekstrarkostnað og hafa tek- ið á sig miklar skuldbindingar eiga litla möguleika á slíkri ávöxt- un. Dæmi um sjóði sem hafa búið við mikinn rekstrarkostnað eru Lífeyrissjóður Iðju á Akureyri, Líf- eyrissjóður trésmiða á Akureyri, Lífeyrissjóður ffamreiðslumanna, Lífeyrissjóður Félags garðyrkju- manna og Lífeyrissjóður verka- manna á Hvammstanga. Hjá þessum sjóðum var rekstrar- kostnaðurinn að meðaltali 16,4 prósent af iðgjöldum árið 1989 og hafði hlutfallið farið vaxandi. Hjá SAL-sjóðunum var meðalhlutfall- ið til samanburðar 5,7 prósent og hafði farið lækkandi. Dæmi um sjóði sem bjuggu við hlutfallslega lága ávöxtun á síðasta ári eru Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar (1,9 pró- sent), Eftirlaunasjóður Lands- banka og Seðlabanka (3,4 pró- sent), Lífeyrissjóður hjúkrunar- kvenna (4,2 prósent) og Lífeyris- sjóður trésmiða á Akureyri (4,3 prósent). Síðasttaldi sjóðurinn bjó því bæði við lága ávöxtun og mik- inn rekstrarkostnað, en tekur nú þátt í sameiningaráformum sjö eða átta lífeyrissjóða á Norður- landi. Auk hagstæðrar ávöxtunar eru það einmitt sameining og hag- ræðing sem skipta sköpum fyrir sjóðina í' framtíðinni._______ Friðrik Þór Guðmundsson Eignabólga lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðir landsins hafa frá 1980, eða frá því verð- trygging fór að virka, aukið heildareignir sínar úr 34,5 milljörðum að núvirði í 157 milljarða eða um 355 prósent að raungildi. Á sama tfma hefur ráðstöfunarfé sjóðanna aukist úr 11,6 milljörðum í yfir 30 milljarða (162 prósent), en lífeyrisgreiðslur úr 3,4 milljörðum í 6,7 milljarða. Allar tölur í meðfylgjandi töflu eru í milljónum króna að nú- virði. Ár: Heiidar- Ráðst. Lífeyris- Iðgjöld Rekstr. eignir fé greiðslur brúttó kostn. 1991 157.000 30.400 6.665 15.300 698 1990 141.200 25.500 6.470 14.700 681 1989 125.200 24.600 6.520 15.100 806 1988 106.200 22.600 6.975 15.400 640 1987 91.200 19.100 6.565 14.300 576 1986 78.300 15.800 5.280 12.100 487 1985 67.300 13.100 4.520 10.100 432 1984 61.000 11.400 4.210 9.200 373 1983 51.100 11.600 4.090 9.600 362 1982 47.400 12.700 4.460 10.700 404 1981 41.000 12.800 3.980 10.500 358 1980 34.500 11.600 3.360 9.100 340

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.