Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 38
Ástæða fjárlagahallans fundin FJÁRLAGAHALL- INN HEITIR FINN- UR TRYGGVASON og hefur fengið niðurgreiðslur vegna sauðfjárræktar, barnabætur og barnabótaauka með fimmtán börnum, listamannalaun og starfs- laun listamanna, styrki vegna loðdýra- og fiskræktar, úr úreldingar- sjóði fiskiskipa ásamt óteljandi öðrum styrkjum og greiðslum úr rfkis- sjóði. „Ég vil hitta þennan mann,“segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Reykjavík/Miami, 15. október. Fjárlagahalli íslenska ríkis- ins er ekki þjóðfélagsvanda- mál. Hann er persónulegt vandamál Finns Tryggvason- ar, kaupsýslu- og listamanns með meiru. Samanlögð fram- lög úr ríkissjóði til Finns og fyrirtækja á hans vegum nema á næsta ári um 6,3 milljörðum króna eða nákvæmlega sömu upphæð og búist er við að hall- inn á fjárlögum verði. „Við komumst að þessu fyrir tilviljun,“ segir Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. „Afleysingastúlka hjá ríkisféhirði misskildi yfirmann sinn og raðaði ávísunum í staf- rófsröð f staðinn fyrir talnaröð. Þá kom í ljós stór bunki af ávísunum frá ýmsum stofhunum og sjóðum ríkisins sem allar voru stílaðar á Finn.“ Sighvatur Björgvinsson FÓR í LÝTA ABGERÐ Á KOSTNAÐ wm Lét sprauta silikoni i upp- handleggi og brjóst- kassa, strekkja andlitið og rétta nefið. Samkvæmt yfírliti sem fjár- málaráðuneytið hefur tekið sam- an hefur Finnur fengið nánast all- ar greiðslur sem hægt er að fá úr rfkissjóði. Hann fær niðurgreiðsl- ur vegna 320 gripa sauðfjárbús sem enn hefur ekki fúndist. Hann hefur fengið barnabætur og barnabótaauka með fimmtán börnum sem hafa ekki fundist heldur. Hann hefur fengið styrk úr úreldingarsjóði fiskiskipa, úr stofnlánadeild landbúnaðarins, landgræðslusjóði og svona mætti lengi telja. Þá hefur Finnur fengið listamannalaun, styrk úr launa- sjóði rithöfunda og úr kvik- myndasjóði til að gera mynd um Jón Arason. Einnig hefur Finnur fengið vaxtabætur, styrk til mark- aðsátaks, nokkra rannsóknar- styrki og margt fleira. Á þessu ári námu samanlagðir styrkir til Finns um 5,6 milljörð- um króna en gert er ráð fyrir að hann fái um 6,3 milljarða á næsta ári, sem er sama upphæð og áætl- að er að hallinn verði. „Ég vil hitta þennan mann,“ segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. „Á undanförnum vikum hef ég fyllst vonleysi í starfi mínu sem fjármálaráðherra. Ég hef haft á tilfmningunni að ég væri að glíma við vofur. f hvert sinn sem ég skar niður á einum stað rauk kostnaðurinn upp annars staðar. Ég vil því hitta þennan Finn og horfast í augu við vandann." „Jú, ég hef það ágætt, þakka þér fyrir,“ sagði Finnur Tryggvason í samtali við GP í Flórída, þar sem hann býr hált árið. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn og reynt að forðast að taka þátt í barlóminum heima. Ég vona innilega að fólk þar sjái að sér og takist hnarreist á við ffamtíðina." Ég púa á ábyrgðarleysið sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. Ef fleiri reyktu álíka mikið og ég mundi fjárlagahallinn brenna upp, - segir Bára Finnsdóttir, sem segist reykja tvo pakka á dag fyrir Friðrik Sop- husson. Skólastjóri í austur- borginni rekinn SKRÁÐIALLA NENI- ENDIIR í FJÓRUM BEKKJUM SEM BÖRN SÍN Fékk 540 þúsund á mánuði í barnabæturog barnabóta- auka. Athugulum póst- manni, sem bar út bréfum- ferðarskólans, fannstein- kennilegt að 230 börn byggju í sömu íbúðinni og gerði at- hugasemdir þar um. Hafið þið reynt að lifa af laun- um opinberra starfsmanna? hrópaði Vilhjálmur Olgeirsson skólastjóri þegar hann var leiddur út í lögreglubíl seint í gærkvöldi. Það er hlutverk ríkisins að jafna aðstöðu fólks, - segir Ól- afur Ragnar Grímsson. Sjálfur er ég meira en tilbúinn að axla þær skattbyrðar sem fegurð mín kann að leggja á mig. Efnahagstillögur Al- þýðubandalagsins SÉRSTAKUR SKATTUR Á ÓTFLUTNING Á FEGURÐ Eðlilegt að skattkerfið verði notað til að jafna fegurðar- mismun eins og annan að- stöðumun fólks, - segirÓI- afur Ragnar Grímsson. FinnurTryggvason býr hálft áriðá Flórída en hinn helminginn í sumarhúsi sínu við Þingvallavatn. „Ég hef það ágætt og vona að all- ir hafi það gott heima," sagði hann í samtali við blaðamann GP í Flórída. Fimmtug kona í Grafarvogi KÆRIR EIGINMAAini SINAI FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRA KYN FERDISLEGA MISNOTKUN Segir eiginmanninn hafa talið sér trú um að hann væri vel efnum búinn. Konan komst síðarað þvíað hann hafði engu safnað nema skuldum. Stefán Georgsson hefur stundað ýmis viðskipti undanfarna áratugi og meðal annars sett mörg fyrirtæki á hausinn. Eiginkona hans hefur nú kært hann fyrir kynferðislega misnotkun. Hún segist aldrei hefði gifst honum nema vegna þess að hún taldi hann vel efnum búinn og þar af leiðandi aldrei hleypt honum upp í rúm til sín. Hann fékk mig til lags við sig með blekkingum, - segir konan. Ég get ekki einu sinni skilið við hann, því þá fæ ég helminginn af skuldunum. INIiislhnuiii P292 ^ BBB SAMBYGGT FAX OG ■ iiasa / LJÓSRITUNARVÉL ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM NOTAR VENJULEGAN PAPPÍR OPTÍMA ÁRMÚLA 8 - SÍMI67 90 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.