Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PUSSAN 15. OKTÓBER 1992 Margir óttast viðvarandi atvinnulevsi á íslandi Atvinnuleysi er orðið staðreynd sem íslenskt þjóðfélag þarf að tak- ast á við. Það er ekki lengur ein- göngu verkafólk sem þarf að glíma við atvinnuleysi heldur fólk úr öllum starfsstéttum þjóðfélags- ins. „Það hefur mjög aukist að fólk úr efri lögum þjóðfélagsins leiti á náðir okkar, til að mynda embætt- ismenn. Verst settir eru sjálfstæðir atvinnurekendur sem hafa engan bótarétt neins staðar og þurfa því að leita á náðir Félagsmálastofn- unar,“ sagði Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi hjá Félagsmálastofnun Kópavogsbæj- ar. Þriðjungur atvinnulausra á öllu landinu hefur verið án atvinnu í 26 vikur eða lengur, sem flokkast undir langtímaatvinnuleysi, og er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ársíjórð- ungskönnun hjá félagsmálaráðu- neytinu í ágústlok þegar atvinnu- leysi var komið upp í 2,5%. Það þýðir að um það bil 3.500 manns eru án atvinnu. Síðustu tölur benda til enn meiri aukningar, en í lok september var hlutfall at- vinnulausra orðið nærri þremur prósentum. f samskonar ársijórð- ungskönnun sem gerð var í vor hafði fimmtungur atvinnulausra búið við langtímaatvinnuleysi. ÚRELT BÓTAKERFI „I sjónhendingu er ekki hægt að eygja neitt sem breytir þessu ástandi. Atvinnuleysistímabilið sem íslenska þjóðin gengur í gegnum nú er miklu víðtækara en nokkru sinni áður,“ sagði Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri Vinnumálastofnunar félagsmála- ráðuneytisins. Flestir kollega hans sem vinna innan félagsgeirans eru uggandi vegna þessa ástands og sjá ekki fram á að það batni næstu mánuðina eða jafnvei árin. At- vinnuleysisbótakerfið svarar ekki kröfum tímans þar sem í lögum segir að fólk eigi ekki að njóta bóta nema í 52 vikur í senn. Þá komi sextán vikna hlé, þar sem fólk verður að halda áfram að skrá sig vikulega til að fá bætur að því loknu. „f mínum augum er þetta sextán vikna hlé bara gömul eðla úr fortíðinni. Það er enginn vafi á að endurskoða þarf þessar at- vinnuleysisbætur. Það er hvorki hægt að lifa af þeim né deyja, — hvað þá þegar gert er þetta sextán vikna hlé frá atvinnuleysisbótum, allra síst þegar fólk hefur börn á framfæri," sagði Gunnar Klængur. Á þessu sextán vikna tímabili er eina leiðin til að hafa ofan í sig og á að segja sig til sveitar; með öðr- um orðum leita á náðir félags- málastofnunar hvers sveitarfélags fyrir sig. Það er í höndum sveitar- félaga að tryggja íbúunum fram- færslu; að koma í veg fyrir að ein- staklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf. I mörgum tilfellum, þar sem atvinnuleysis- bæturnar duga ekki til, leitar fólk jafnframt á náðir viðkomandi fé- lagsmálastofnunar. Fullar bætur frá atvinnuleysis- tryggingasjóði eru nú 46.388 krónur fyrir hvern einstakling á mánuði og 85,63 krónur eru greiddar á dag, fímm daga vik- unnar, með hverju barni undir 18 ára aldri. Fullar atvinnuleysisbæt- ur miðast við að fólk hafi skilað 1.700 vinnustundum undanfarna tólf mánuði en lægstu bætur mið- ast við 425 klukkustunda vinnu á þessu sama tímabili, sem er um það bil þriggja mánaða vinna. Samskonar reglur gilda hjá SÍB, Sambandi íslenskra bankamanna, sem ekki greiðir í atvinnuleysis- tryggingasjóð. Hver banki þarf þess í stað að borga hverjum þeim atvinnuleysisbætur sem hann seg- ir upp. Eftir að bönkum og jafn- framt bankastarfsmönnum fór fækkandi hefur þetta verið þeim nokkuð þung byrði. ALLAR BJARGIR BAN- NAÐAR Verst settir, fyrir utan sjálf- stæða atvinnurekendur, eru námsmenn, sérstaklega þeir sem ekki hafa lokið námi og þeir sem hafa lokið námi en ekkert unnið undanfarna tólf mánuði. Námsár er metið til 520 klukkustunda en aðeins ef fólk hefur lokið námi og unnið 425 klukkustundir á und- anförnum tólf mánuðum. Öðrum eru allar bjargir bannaðar, nema þá að leita á náðir sveitarfélagsins. Námsmenn, sem hafa lokið námi erlendis, standa verst að vígi, því fæstir ná þeir að skila af sér 425 klukkustundum í hléunum á milli námsára. Einn þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa ástands er Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vífilfells: „Ég óttast að hér á landi sé að skapast viðvarandi at- vinnuleysi, sérstaklega hjá ungu fólki sem er að fara út á vinnu- markaðinn. Ég er hræddur um að sú tilfinning sem skapast hjá ungu fólki þegar því er hafnað hvað of- an í annað sé mjög hættuleg, ég tala nú ekki um þegar ungt fólk þarf að segja sig á bæinn. Það er ekki gæfuleg byrjun á starfsferli. Mér finnst nú að fólk sé farið að viðurkenna vandann með því einu að ræða hann, en að mínum dómi er það ekki nóg. Það verður einnig að hjálpa þessu fólki sent fær ekki atvinnu svo fslendingar lendi ekki í því sama og Bretar gerðu á sínum tíma. Þeir sitja nú uppi með heila kynslóð fólks sem í kjölfar mikils atvinnuleysis hefur aldrei unnið neitt. Þessu ástandi fylgja gríðarleg vandamál. Það verður að hjálpa því sálrænt yfir versta hjallann. Auðvitað væri best ef hægt væri að skapa því störf,“ sagði Páll. „MAÐUR HEFUR SITT STOLT“ „Það er hægar sagt en gert að segja sig á bæinn. Maður hefur sitt stolt,“ sagði nýútskrifaður mark- aðsfræðingur frá Bandaríkjunum og móðir ungs barns, en hún skildi við barnsföður sinn í vor, á sama tíma og hún lauk námi. Nú býr hún í foreldrahúsum og er at- vinnulaus eftir að hafa verið í íhlaupavinnu í sumar. Hún er ein af þeim sem ekki hafa náð að fylla upp í lágmarksvinnutímakvótann, 425 klukkustundir, til að fá skól- ann metinn. sem vinnu: „Ég eygi enga von um vinnu á næstunni, allra síst í mínu fagi. Ég hef sem- sagt sagt mig á foreldra mína, sem sjá fýrir mér um þessar mundir. Ef ekkert gerist í mínum málum á næstunni býst ég við að þurfa að leita til Félagsmálastofnunar. Að minnsta kosti get ég ekki lifað endalaust við þessar aðstæður, hvað þá foreldrar mínir, sem þeg- ar hafa aðstoðað mig fjárhagslega í tengslum við nám mitt.“ FULLAR BÆTUR DUGA EKKI „Það er þegar komin ákveðin vísbending um það inn á borð til okkar að fleiri þurfi á aðstoð Fé- lagsmálastofnunar að halda, þótt ég geti ekki staðfest það fullkom- lega ennþá,“ sagði Gísli Pétursson, fjármálastjóri hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Sömu fréttir komu frá Kópa- vogsbæ, en flest ný mál sem berast þar inn nú eru frá atvinnuleysingj- um, sem ýmist hafa engar at- vinnuleysisbætur eða jafnvel fullar bætur, sem duga ekki til rekstrar heimilis. Þó að hverju sveitarfélagi sé í sjálfsvald sett hvemig það aðstoð- ar skjólstæðinga sína gilda nánast sömu reglur hjá flestum sveitarfé- lögunum. Reglurnar byggjast ein- faldlega á því að fólk komist af. Gert er ráð fyrir að einstaklingur, sem hefur fýrir engum nema sjálf- um sér að sjá og borgar 9.800 krónur í leigu í bæjar- eða borgar- íbúð, hafi rúmar 43 þúsund krón- ur á mánuði frá Félagsmálastofn- un; hafi hann engar aðrar tekjur. Afgangurinn á að duga til heimil- ishalds. Sé leigan sem hann borgar hærri hækkar aðstoðin, en sé þessi einstaklingur með miklar skuldir á bakinu reynir Félagsmálastofn- un að hafa milligöngu um að semja um skuldirnar við banka eða Húsnæðisstofnun eða aðrar lánastofnanir. Gangi það ekki eru veitt lán til að bjarga málum fyrir horn, sérstaklega hjá fólki sem hefur þurft á langtímaaðstoð að halda. Meginreglan er sú að veita hvorki lán né aðstoð frá félags- málastofnunum til eignamyndun- ar. Félagsmálastofnun Kópavogs byggir á sömu meginreglu og Reykjavíkurborg, en borgar minna en Reykjavíkurstofnunin fyrstu þrjá mánuðina en síðan meira eftir það. Þetta eru svokall- aðir skammtíma- og langtíma- grunnar. Þeir sem hafa börn á framfæri fara beint inn á lang- tímagrunn. Þar reiknast einstæðu foreldri með tvö börn yngri en 12 ára 68.214 á mánuði. Þessi upp- hæð hækkar svo og lækkar eftir öðrum tekjum eða húsaleigu- kostnaði. MINNST Á ÍSLANDI Það er skemmst ffá því að segja að allt öðruvísi er búið að atvinnu- lausum í Skandinavíu þar sem at- vinnuleysisbætur eru ákveðið hlutfall af tekjum fólks og miðast við vinnutekjur mánuðina á und- an. I Danmörku geta menn verið allt að tveimur og hálfu ári á at- vinnuleysisbótum samfleytt, í Sví- þjóð í 300 daga (sé fólk komið yfir 55 ára aldur verða dagarnir 450) og í Noregi getur fólk fengið at- vinnuleysisbætur samfleytt í tvö almanaksár. Þá eru Finnar nú að vakna upp við vondan draum, því atvinnuleysið þar er að verða eins og hér; viðvarandi og heil fimm- tán prósent.____________________ (judrún Krístjdnsdóttir A U PPLEIÐ... Kári Þorgrímsson sauð- fjárbóndi í Garði. Það var ngu kominn tími til að baráttan gegn landbúnaðarfógetunum eignaðist sinn Hróa hött. A NIÐURLEIÐ... Friðrik Sophusson. Svona þangað til hugmyndin hans um tveggja þrepa virðis- aukaskatt verður barin niður aftur. Mál og menning. Eftir að Bessí Jóhannsdóttir afhenti kommunum þar útgáfurétt Menningarsjóðs tala Egill Jónsson. Eða rekur menn minni til þess að bóndinn á Seljavöllum hafi áður fengið að beinni útsendingu frá Alþingi? María El- lingsen. Sem er hætt að leika í Santa Barbara og á leiðinni yfir í bíómyndirn- Brennivínið og SÁÁ. 7,3 prósenta samdrátt- ur í brennivínssölu á árinu og 30 prósenta niðurskurður hjá SÁÁ. Davfo Oddsson og ríkisstjórnin hans sem lúffaði fyrir sveitarfé- lögum og ætlar að endurgreiða þeim virðisauka- skatt. Fyrir hverj- um lúffar stjórn- in næst? Lára Halla Maack. Hún má varla opna munninn án þess að landlækn- ir fari að skamma hana. i mi Handknattleikssamband Is- lands. Eða varla er von á miklum árangri meðan „strákarnir okk- ar" eru í verkfaili?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.