Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 15.0KTÓBER 1992 E R L E N T ]\/[aður vikunnar John Major Með bros á vör og með því að eiga hérumbil engan óvin varð John Major leiðtogi breska Ihaldsflokksins. Flokksmönn- um fannst góður kostur að velja þennan góðlega og hóf- sama mann eftir stórsjói Thatcher-tímans. Því er heldur ekki að neita að Major virðist fjarskalega viðkunnanlegur; það var ekki síst þess vegna sem honum tókst að ná endur- kjöri í apríl. Tímaritið The Ec- onomist segir að hingað til hafi hann verið „Mr. Nice“ (Herra Alúðlegur), en nú sé tími til að verða „Mr. Nasty“ (Herra And- styggilegur). Nú í kjölfarið á flokksþingi Ihaldsflokksins þarf Major nefnilega að glíma við öfl sem krefjast þess að hann beygi af þeirri braut sem hann hefur reynt að fylgja. Sterlingspundið hefúr hríðfall- ið að undanfömu, um heil tíu prósent síðan Bretar hættu að fylgja evrópsku myntskráning- unni. Það er lagt hart að Major að stuðla að frekari vaxtalækk- un sem myndi líklega leiða til þess að pundið félli enn. Major þarf að spyma við fótum ef verðbólga á ekki að fara úr böndum. Um helgina verður svo haldinn í Birmingham fundur sem getur ráðið miklu um pólitíska ffamtíð Majors; það er hann sjálfúr sem gegnir forystu í Evrópubandalaginu og verður því í forsæti á þess- um mikilvæga leiðtogafúndi. Akafir þjóðemissinnar vom mjög háværir á flokksþingi fhaldsflokksins, en líka þeir sem bera fram hófsama gagn- rýni á Maastricht. Ef Major á að eiga einhverja von til að fá samninginn samþykktan í þinginu þarf hann að ná ein- hvetju fram á fúndinum. Hann þarf að sýna klæmar og reyna að ná samkomulagi sem stuðl- ar að valddreifingu, takmarkar umsvif skriffinna í Bmssel og sefar einangrunarsinnaða landa hans. Róstur í Malavíu benda til þess að valdatími ein ræðisherrans Banda sé senn á enda Einræðisherrann, Dr. Hastings Kamuzu Banda, hefur drottnað yfir Malavíu í tæp þrjátíu ár og brotið hvers kyns mótlæti á bak aftur með harðri hendi. Róstur í landinu undanfarið benda til þess að valdatími harðstjórans sé senn á enda og bíða Malavíubúar þess nú í ofvæni að þessi 94 ára ofstæk- isfúlli öldungur hverfi ffá völdum. Ekki er þó víst að með því breytist ástandið í landinu til batnaðar, því margir óttast að ekki taki betra við. Malavía, sjálfstætt ríki í suð- austanverðri Afríku og fyrrum ný- lenda Breta, hét áður Nyasaland en öðlaðist sjálfstæði undir for- ystu forsætisráðherrans Banda ár- ið 1964. Banda, sem þá var á sjö- tugsaldri, starfaði sem læknir í Lundúnum, en hann hafði að baki menntun bæði frá Bandaríkjun- um og Bretlandi: Hann aflaði sér vinsælda meðal efnaminni sjúk- linga sinna með því að greiða húsaleigu þeirra sem hótað hafði verið útburði. Hms vegar fór lítið fyrir góðmennsku læknisins eftir að hann komst til valda í Malavíu. Fljótlega kom í ljós að þarna var á ferðinni valdagráðugur ofstækis- maður sem sveifst einskis til að fá sínu framgengt. I kjölfarið á stjórnmálaágreiningi innan ríkis- stjórnarinnar lét Banda koma flestum ráðherrunum á bak við lás og slá, bannaði andstöðu við stjórnarhætti sína og lýsti því yfir opinberlega að hann yrði forseti landsins fyrir lífstíð. AFRÍKUBÚAR ÓHÆFIR KENNARAR Síðustu þrjátíu árin hefur Banda verið algjörlega einráður í Malavíu og völd hans eru ótrúleg. Neitun hans við því að fýlgja öðr- um þjóðum í andstöðunni gegn Suður-Afríku, hrifning hans af vestrænum kapítalisma og holl- usta hans við konungsvaldið hafa ekki orðið til þess að afla honum vinsælda í Afríku. Banda hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að vanvirða eigin þjóð, en hann dregur enga dul á að honum finnst landsmenn sínir sér ósam- boðnir. Það kemur svo sem ekki á óvart að í hópi kennara í sérhá- skóla hans, „Kamazu Academy", er ekki að finna einn einasta blökkumann. Einræðisherrann hefur enda látið hafa það eftir sér opinberlega að Afríkubúar séu ekki hæfir til að annast kennslu el- ítunemenda sinna við akadem- íuna. Banda hefúr misst alla trú á eig- Banda er ekki mikill kvenfrelsismaður en kom þó fram við Thatcher eins og jafningja. in þjóð og gert sér far um að að- lagast háttum Evrópubúa. Hvað klæðaburðinn varðar minnir hann meira á Breta en Afríkubúa, enda iðulega í teinóttum jakkaföt- um og með flókahatt á höfði. Svo mikil er afneitun þessa ofstækis- fulla öldungs á eigin þjóðháttum að hann er ekki einu sinni lengur fær um að tala sitt eigið móður- mál, Chichewa. KONUM MEINAÐ AÐ GANGA ÍBUXUM Siðgæðisviðhorf Banda er eins og aftur úr grárri fomeskju og er þá sama hvort kynið á í hlut. Frá því hann settist að völdum hefúr konum í Malavíu verið meinað að ganga í síðbuxum sem og pilsum sem ekki ná niður fýrir hné. Karl- menn aftur á móti verða að vera vel snyrtir um höfúðið og er þeim bannað að láta sér vaxa sítt hár. Þegar Banda hvarf til valda í Mal- avíu skildi hann eftir konu og barn á Bretlandi og hefur haft sömu ástmeyna í Afríku í þrjátíu ár. Sú nýtur þó ekki meiri virðing- ar hjá einræðisherranum en svo að hann kallar hana iðulega „hina opinberu húsfreyju“. Viðhorf hans til kvenna er fullt hroka og hann lítur á sjálfan sig sem algjör- lega ómótstæðilegan, þótt 94 ára sé. Reyndar er ráðlegast að hafa þann aldur ekki eftir í Malavíu því það gæti endað með skelfingu, en samkvæmt „opinberum“ yfirlýs- ingum er Banda sagður aðerns 88 ára að aldri. Þeir hafa ekki átt sjö dagana sæla í Malavíu sem hafa vogað sér að mótmæla pólitískri einræðis- stefhu Bandas í gegnum árin. Mannréttindasamtök innan Mal- avíu og utan hafa lýst aðbúnaðin- um í fangelsum landsins sem hel- víti og líkt gerræðislegum stjóm- arháttum í landinu við einræði Nicolae Ceausescu í Rúmeníu. Fyrirmæli Banda eru skýr, ef unnar og tókst, þótt órúlegt sé, að fá ritstjóra blaðsins til að draga ummælin til baka og biðja sig op- inberlega afsökunar. Og það ekki emu sinni, heldur tvisvar. Róstumar í Malavíu og fjölda- mótmæli íbúa landsins gegn ein- ræðisherranum Banda fýrir skömmu gefa tilefni til að ætla að valdatími Banda sé brátt á enda. Margir óttast þó að samskonar ógnarstjóm taki við og horfa með hryllingi til Johns Tembo, serm er hægri hönd einræðisherrans og sá eini úr upprunalegri ríkisstjórn Banda sem hefúr lifað stjómartíð hans af. Tembo er ofstækisfúllur eins og Banda og lætur umsvifa- laust koma mönnum fýrir kattar- nef sem verður á að andmæla honum. Það er því ekki að ástæðulausu sem Malavíubúar óttast að ekki taki betra við þegar öldungurinn lætur loks af völd- um. Þau eru annars kaldhæðnisleg orðin sem Banda lét falla um leið- toga Afríkuríkja fýrir 26 árum og engu líkara en með ummælum sínum hafi hann verið að lýsa sjálfúm sér og ástandinu í Malavíu eins og það er nú: „Harmleikur- inn í Affíku er sá að þar sitja allt of margir fáffóðir menn við völd.“ menn fara af réttri leið og sýna einræðisherranum andstöðu: Slíkum uppreisnarseggjum er refsað með því að láta þá „rotna“ í fangelsi, eins og einvaldurinn hef- ur sjálfúr kosið að kalla það. Manchipisa Munthali er einn þeirra sem hnepptir hafa verið í varðhald fýrir skoðanir sínar og mátti hann dúsa í fangelsi í 27 ár, jafnlengi og Nelson Mandela. Þeg- ar honum var sleppt úr haldi fýrr á þessu ári afhenti lögreglan hon- um tilbúið þakkarbréf til Banda fyrir að láta hann lausan, sem honum var ætlað að undirrita. Munthali þverneitaði og sagðist frekar fara aftur í fangaklefann srnn en smjaðra fýrir öldungnum. ÓTTAST AÐ SAMA TAKIVIÐ Eins og frægt er orðið gerði Banda aðför að prentfrelsi í Bret- landi á síðasta ári er honum tókst að þvinga dagblaðið Observer til að biðjast afsökunar á skrifum blaðsins um sig - enda þótt þau væru dagsönn. Blaðakona hafði sótt Malavíubúa heim og ritað grein þar sem hún lýsti ógnar- stjóminni og ömurlegu ástandinu í landinu, og sagði þar að sjálf- sögðu ekkert nema sannleikann. Einræðisherranum var ekki skemmt vegna skrifa blaðakon- öldungur Ofstækisfl [njUjjj Kapprœðurnar skipta máli Kappræðustjórar munu áreiðanlega segja ffambjóðendunum að nú sé mikilvægast að sigra í kosningunum, það bíði svo betri tíma að hefjast handa við að stjórna. Þetta hentar ráðgjöfúm náttúrlega ágætlega, þeir fá sínar ávísanir og eru svo á bak og burt. En sem stjómunaraðferð er þetta ekki til effirbreytni. Frambjóðendurnir hafa verið alltof uppteknir af því að gera sem flestum til hæfis. Fyrr á þessu ári náði Clinton að flæma Paul Tsongas úr kapphlaupinu um útnefningu með því að úthúða djarf- mannlegum tillögum þingmannsins fyrrverandi um smávægilegar skattahækkanir. Nú í haust, stuttu efffr að hafa heitið minni ríkisumsvif- um, þeyttist forsetinn um landið þvert og endilangt og deildi út ríkisfé í fýlkjum þar sem baráttan stendur tæpt. I kappræðunum munu þeir Bush og Clinton óefað falla í þá freistingu að segja kjósendum frá öllum þeim andstyggilegu hlutum sem þeir munu ekki gera næstu fjögur árin. Listinn er kunnuglegur og vissulega vinsæll. En kjósendur þurfa að að fá að vita hið þveröfuga, hvað fram- bjóðandinn cetlar að gera í forsetaembætti: Hvernig ætlar hann að örva efnahagslífið og skapa ný störf um leið og hann glímir við hallann á ríkis- sjóði? Hvernig ætlar hann að veita þeim heilbrigðisþjónustu sem njóta engra trygginga, en á sama tíma halda kostnaðinum í skefjum án þess að valda glundroða? Hvað ætlar hann að gera til að verja fjölskyldur og börn, einkum og sérílagi í borgum þar sem ofbeldi magnast stöðugt? Næsti leiðtogi okkar þarf að gera meira en að fá flest atkvæði upp úr kjörkössum. Hann þarf líka að hafa umboð til að stjórna. Kappræðurnar eru síðasta og besta tækifærið til að styrkja forsetaembættið. s

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.