Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Spákaupmennska endurskoðenda Hvergi í heiminum eru verðbréfa- og hlutabréfaviðskipti án nokkurrar áhættu. Gengi slíkra bréfa sveiflast eftir trú manna á efnahagslífið. Það á einnig til að rísa eða falla vegna spákaupmennsku. Og slíkar sveiflur geta jafnvel magnast vegna taugaveiklunar sem grípur um sig á mark- aðinum. Það er hins vegar séríslenskt fyrirbrigði að þeir sem hafa umsýslu með verðbréfasjóðum sjái sjálfir um að skapa áhættuna í þessum viðskiptum. Sjálfsagt þekkist það hvergi í heiminum að endurskoðendur slíkra sjóða og helstu stjórnendur taki að sér hlutverk markaðarins og fram- kvæmi sveiflurnar á gengi bréfanna án aðstoðar utanað- komandi afla. Því miður virðist þetta vera raunin hjá Fjárfestingarfélag- inu Skandia. Frameftir síðasta ári skráðu stjórnendur fé- lagsins samviskusamlega hækkun á gengi bréfanna ffá degi til dags. Allt þar til endurskoðun leiddi í ljós að þessar hækkanir áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Um mitt sumar var gengi bréfanna látið falla um tæp 5 prósent. Að því loknu tóku stjórnendurnir aftur til við að skrá gengis- hækkanir, allt þar til sagan endurtekur sig nú í haust og þeir átta sig á að engin innstæða er fyrir þessum hækkunum. Svo virðist sem í hvert sinni sem þessir menn líta yfir eignir sjóðanna sem þeim er trúað fyrir komi það þeim í opna skjöldu hversu margt af þeim eru ónýtir pappírar og glötuð útlán. Þess á milli hafa þeir á tilfmningunni að allt gangi þeim og sjóðunum í haginn. Og þeir skrá gengi bréfanna samviskusamlega eftir þessari tilfinningu þar til þeir neyð- ast til að dúnka því þegar endurskoðandinn áttar sig á ósköpunum. En þessi leikur með sparifé viðskiptavinanna virðist ekki nógu spennandi fyrir stjórnendurna. í haust gripu þeir til þess ráðs að loka sjóðunum skyndilega. Þessi lokun mun án efa skerða verðgildi bréfanna enn frekar. Ef stjórnendurnir ætla að mæta auknum innlausnum á bréfunum verða þeir að koma einhverjum eignum sjóðanna í verð. Til þess verða þeir að selja fyrst auðseljanlegustu og þar af leiðandi bestu eignirnar. Það er því hætt við að það sem eftir verður í sjóð- unum verði verðminna en sjóðirnir voru fyrir lokun. Eins og kunngt er urðu eigendaskipti á Fjárfestingarfélag- inu í vor. í tengslum við endurskoðunina á sjóðunum nú í haust og lokun þeirra í kjölfar hennar hafa fyrrverandi og núverandi eigendur sakað hver annan um hvernig komið er. Það hnútukast er í raun hlægilegt. Báðir aðilar eiga fyrst og fremst að hafa hagsmuni þess fólks, sem hefur treyst þeim fýrir sparifé sínu, að leiðarljósi. Viðskiptavinir sjóð- anna eiga í raun ekki að verða varir við eigendaskiptin. Nú- verandi og fyrrverandi eigendum er skylt að jafria misklíð sína með þeim hætti að það skaði ekki þetta fólk. Hvorugur aðili hefur gætt þess. Ef menn sætta sig ekki við þá varkárni og nákvæmni sem er nauðsynleg við umsýslu verðbréfasjóða eiga þeir ekki að taka hana að sér. Ef menn vilja meiri hasar en þetta starf býður upp á eiga þeir að leita fyrir sér á öðrum starfsvett- vangi. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. V I K A N ROSALEGA GOTT ALÞÝÐUBANDALAG Mikið svakalega eru forystu- menn Alþýðubandalagsins klárir. Þeir þurftu ekki að sitja saman nema fáeina klukkutíma þegar þeir voru búnir að skapa 1.200 til 1.800 störf. Og ekki nóg með það. Þeir voru búnir að skipta nýju störfunum bróðurlega á milli ein- stakra atvinnugreina. Sjávarút- vegurinn fékk 100, skipaiðnaður- inn 150 og þar fram eftir götun- um. Ef allir Islendingar væru jafn- klárir og þessir níu þingmenn Al- þýðubandalagsins þyrfti þjóðin ekki að örvænta. Og alþýðu- bandalagsmenn eru þegar farnir að búa sig undir að taka við ein- hveijum afþessum 1.800 störfum. Að minnsta kosti lá rifrildið á fundi kjördæmaráðs flokksins nánast niðri á sunnudaginn og hefur flokkurinn þar með sparað nokkur mannárin. Þau má nota til að sinna einhverjum af nýju störf- unum. GLEÐIGLEYPAR Lögreglan á Reykjavíkursvæð- inu virðist hafa skorið upp herör gegn hvers- konar skemmtun sam- borgara sinna. Fyrir tveimur vikum lokaði löggan í Kópavogi næturklúbbnum Gúlíver og um síð- ustu helgi lokaði löggan í Reykjavík tveimur s p i 1 a - klúbbum. Þó er -e'rfitt að sjá að' á þessum stöðum hafi ver- ið framin einhver ódæði sem kölluðu á afskipti hins opin- bera. Þótt starfsemi klúbbanna kunni að brjóta í bága við lög er það lögbrot án fórnarlamba. Ef fólk vill ekki fara í næturklúbb neyðir enginn það til þess og ef fólk vill ekki spila á spil og jafnvel leggja eitthvað undir er enginn til þess að pína það til þess. Ef ein- hver armur hins opinbera ætti að hafa afskipti af þessum stöðum væri það skatturinn sem ætti að mæta á staðinn með löggiltar sjóðsvélar svo eigendum stað- anna væri gert kleift að gjalda keisaranum það sem hans HLÝÐNIR FRAMBJÓÐENDUR Ríkissjónvarpið sýndi ffá kapp- ræðum forsetaframbjóðendanna bandarísku á sunnudagskvöldið. Fyrir utan fýndni Ross Perot var fátt merkilegt sem þeir sögðu; nema helst að Bush ætlar að láta Baker taka til í innanlandsmálun- um á næsta kjörtímabili þar sem honum gekk svo vel í utanríkis- málunum á því síðasta. Það er spurning hvers vegna þessi Baker er ekki frekar í kjöri en Bush. En hvað um það. Það sem íslenskum sjónvarpsáhorfendum hefur sjálf- sagt þótt sérkennilegast við þessar kappræður var hversu hlýðnir frambjóðendurnir voru. Enginn þeirra talaði framyfir skammtað- an tíma. Enginn þeirra virtist þurfa hálfa mínútu til viðbótar til að ljúka máli sínu og enginn þeirra kvartaði undan því að tvær mínútur væru of skammur tími til að fjalla um einstök mál. Þetta er annað en íslenskir sjónvarps- áhorfendur mega þola af sínum stjórnmálamönnum. Þeir geta sjálfsagt ekki ímyndað sér Olaf Ragnar eða Jón Baldvin þagna um leið og tími þeirra er úti. Þessir og aðrir stjórnmálamenn eru vanir að hækka bara róminn ef einhver reynir að temja orðaflauminn sem rennur þeim úr munni. HVERS VEGNA Er ekki hœtta á að íslenskt efnahagslífbíði álíka skipbrot og það fœreyska? SIGURÐUR B. STEFÁNSSON, FRAMKVÆMDASTJÖRIVERÐBRÉFAMARKAÐAR fSLANDSBANKA HF. Styrkur íslenska þjóðarbúsins er sá stöðugleiki sem við höfum notið síðustu misseri. Það væri óhyggilegt að mínum dómi að svara þessari spurningu afdráttarlaust á þá leið að engin hætta sé á því að skuldir Islend- inga verði þjóðinni ofviða. En lík- urnar á því að við missum sjálf- ræði í efnahagsmálum á sama hátt og Færeyingar eru sem betur fer hverfandi. Styrkur íslenska þjóðarbúsins er sá stöðugleiki sem við höfum notið síðustu misseri. Verðbólga er nú minni en víðast hvar í ná- lægum löndum, tekjur eru góðar og landsframleiðsla okkar er mikil í samanburði við flest ríki heims þótt hún hafi ekki aukist að marki síðan árið 1987. Kjölfestan í efna- hagsmálum núverandi stjórn- valda er fast gengi. Með stöðugu verðlagi hafa orðið margþættar umbætur í íslenskum atvinnu- rekstri, ekki síst í sjávarútvegi, til að styrkja stöðu fyrirtækja. Hægt og bítandi eru stöðugleikinn, samkeppni og aukin framleiðni að styrkja íslensk fýrirtæki en ekki veikja þau eins og oft er látið í veðri vaka. En þegar verðbólga er dauð og hætt að rugla menn í ríminu endalaust kemur þó veikleiki þjóðarinnar einnig í ljós á ýmsum sviðum. Hættumerki eru langvar- andi fjárlagahalli (sem þó er hætt- ur að aukast), vaxandi atvinnu- leysi með aukinni framleiðni fyr- irtækja og hækkandi skuldir heimilanna. Margt bendir til þess að almenningur í landinu geri sér ekki glögga grein fyrir þeim breyt- ingum sem eru að verða á bú- skaparháttum okkar við að verð- bólga er horfin og festa hefur færst yfir stjómarfar. Einhverjum kann að vera hætta búin af þeim sök- um. Þjóðartekjur íslendinga eru í reynd ekki samanlagt söluverð- mæti allra okkar afurða heldur samanlagt söluverðmæti að frá- dregnum aðföngum og ýmsum öðrum kostnaði. fslenska þjóðar- búið á því í vændum umtalsverða tekjuaukningu (t.d. 5 til 8 prósent) með því einu að framleiða það sama eða svipað og við geram nú en með minni tilkostnaði. Mat mitt á aðstæðum nú er því á þá leið að íslensku efnahagslífi sé ekki sú hætta búin að bíða skip- brot á sama hátt og það færeyska. Framundan kunna þó að vera fá- ein mögur ár. Þau notum við til að hreinsa til, auka framleiðni og borga niður skuldir verðbólgu- umrótsáranna. Við lærum af ör- lögum færeysks efnahagslífs — og af ráðleggingum sérsveita Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sem þang- að eru væntanlegar á næstu dög- um. FJÖLMIÐLAR Vísindi og list blaðamennskunnar Blaðamennska er að hálfu leyti nokkurskonar vísindi og að hálfu leyti einhverskonar list. Blaða- maðurinn þarf því að notast við vasaútgáfu af vísindalegum vinnubrögðum við öflun gagna og einhvern snefil af listfengi við framsetningu niðurstaðna.þeirr- arvinnu. Þessi tvö þekktu grundvallar- atriði blaðamennskunnar eru brotin í nýjasta hefti Heims- myndar; það fyrra í grein Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur um álit kvenna og karla á konum og það síðara í grein dr. Ivars Jónssonar. Eins og vísindamaðurinn þarf blaðamaðurinn að leggja upp með kenningu. Ef hann hefði ekki kenninguna mundi hann renna blint í sjóinn án þess að vita að hverju hann leitaði. Hann mundi drukkna. Þetta veit Þóra Kristín og hefur því búið sér til þá kenningu að karlar líti fyrst og fremst á konur sem kynverur (sem í sjálfu sér er ef til vill ekki svo sjokkerandi). Með þessa kenningu í farteskinu spyr Þóra síðan sextíu manns; helminginn konur og hinn helminginn karla, hvaða konur standi upp úr í þjóðfélaginu. Allt er þetta gott og blessað. Gallinn er hins vegar sá að Þóru Kristínu þykir svo vænt um kenningu sína að hún birtist á síðum Heimsmyndar sem niður- staða könnunarinnar. Þar er birt mynd af tfu ungum konum sem allar hafa á undangengnum árum lent á lista yfir kynþokkafyllstu konur landsins. Þrátt fyrir að spurt hafi verið hvaða konur stæðu upp úr í þjóðfélaginu er þar engin Vigdís og engin Guð- rún Erlends. Þar er ekki einu sinni Vigdís Gríms, sem körlun- um þykir þó voðalega sæt. Ég er tilbúinn að hengja mig upp á að þó svo að Þóra Kristín hefði í byrjun valið sér mestu kynlífsmeiníaka þjóðlífsins og spurt þá ofangreindrar spuming- ar hefði hún ekki getað fengið þessa niðurstöðu. Við á PRESS- UNNI höfum staðið fyrir það mörgum sambærilegum skoð- anakönnunum; bæði í gegnum Skáls og eins með beinum sam- tölum blaðamanna, að ég veit al- veg hvað ég er að tala um. Þó svo Þóra Kristín hefði beint hagla- byssu að karlpeningnum í könn- uninni hefði hún ekíd getað kom- ið Vígdísi Finnbogadóttur af list- anum yfir þær konur sem karlar telja að standi upp úr í þjóðfélag- inu. Fyrst Þóru Kristínu þykir svona vænt um kenningu sína hefði henni verið nær að reyna að sanna hana með öðrum hætti þegar þessi leið reyndist ófær í stað þess að laga niðurstöðurnar að kenningunni. Þetta var um vísindalegu hlið- ina á blaðamennskunni. Um brot dr. fvars Jónssonar gegn listrænu hliðinni þarf ekki að fjölyrða. Nægir að birta stutt brot úr grein hans; „Nýsköpunarvænlegri fyrir- tækjatengsl má finna með því að kanna tengsl sjávarútvegsfyrir- tækja og fyrirtækja í eftirtöldum atvinnugreinum: rafmagnsvöru- og tækjagerð og viðgerð (370), smíði og viðgerð vísinda- og mælitækja (391), tölvuþjónustu, forritun og hugbúnaðarstarfsemi (atvinnugrein númer 848), málmsmíði, málmvörugerð og vélsmiðjur (350), skipasmíði og viðgerðir (381), kaðla-, línu-, færa-, tauma- og netagerð (233) og loks sápugerð, lyfjagerð, kem- ísk ffamleiðsla (319).“ Þar hafið þið það og verði ykk- ur að góðu. G unnar Smári Egilsson Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.