Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.0KTÓBER 1992 19 E R L E N T Engin takmörk voru fyrir því upp á hverju Mengele tók við tilraunir sínar á börnum. Tvíburarnir í Auschwitz Fórnaflömb hins illræmda fangabúðalæknis nasista Josefs_Mengele varpa ljósi á viðbjóðslegar tilraunir hans á börnum Hann var ýmist kallaður „Engill dauðans“ eða „Slátr- arinn frá Auschwitz“. í síðari heimsstyrjöldinni gerði hann viðurstyggilegar læknisfræði- tilraunir á föngum í útrým- ingarbúðum nasista og var jafnframt sakaður um að eiga aðild að morðum á 400.000 manns, einkum gyðingum. Hinn illræmdi fangabúða- læknir nasista, Josef Mengele, hafði takmarkalausan áhuga á ungum tvíburum og gerði óhugnanlegar tilraunir á þeim á stríðsárunum. Þús- undir barna létu lífið af hans völdum og þau sem lifðu til- raunir læknisins af biðu óbætanlegt líkamlegt og and- legt tjón og mörg hver hlutu örkuml. Allar skýrslur um til- raunir Mengeles eru glataðar en fórnarlömbin sem lifðu ömurlega fangavistina af hafa engu gleymt. Nýverið komu þau fram í þýska sjónvarpinu og höfðu átakanlega sögu að segja. sem búsett eru víðs vegar um heiminn, meðal annars í Ung- verjalandi, fsrael, Póllandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Öll voru þau að koma fram opin- berlega í fýrsta sinn og höfðu lengi safhað kjarki áður en þau treystu sér til að segja sögu sína. Það reyndist fólkinu þó ekki sársauka- laust að rifja upp ömurlega fortíð- ina, sem legið hefur á því eins og mara í tæp fimmtíu ár, og brustu margir í grát. Hinn vitfirrti og samviskulausi Mengele vann sleitulaust við læknisfræðilegar tilraunir á föng- um í Auschwitz. Mestar „mætur“ hafði hann þó á bömum og kall- aði reyndar sjálfan sig „Föður tví- buranna“. Samkvæmt frásögn fómarlambanna var Mengele óút- reiknanlegur enda gat hann brugðið sér í þijú ólík hlutverk. Suma daga mætti hann í hvítum slopp sem þýddi að bömin höfðu ekki ástæðu til að óttast, því þá fékkst hann við almennar lækn- ingar. Verra var ef hann klæddist bláum slopp því þá vann hann að Fangi númer 35117, eitt fórnarlamba Mengeles, sem ekki lifði tilraunir hans af. fjarlægði líffæri. Oft var tíu til fimmtán tvíuburasystkinum stillt upp allsnöktum í upplýstum sal, þar sem þau þurftu að standa hreyfmgarlaus í sex til átta klukkustundir, á meðan Mengele og aðstoðarfólk hans rannsökuðu þau hátt og lágt. Saumaði systumar saman Pólsk kona sem fram kom í þættinum sagði frá skelfilegu uppátæki Mengeles og hryllti hana við að rifja atburðinn upp. Mengele fýsti að fræðast nánar um síamstvíbura og þar sem hann hafði enga við höndina bjó hann Fólk á leiðinni í útrýmingarbúðir nasista. Þegar ljóst varð að Þjóðverjar voru sigraðir og hersveitir Rússa lagðar af stað í átt að fangabúðum nasista í Auschwitz í Póllandi lagði Mengele á flótta og hafði á brott með sér öll sín gögn um læknisfræðitilraunir á tvíburum. Enginn veit hvað síðan varð af gögnunum og útséð er um að Mengele sjálfur geti varpað ljósi á málið, þar sem nú þykir fullsann- að að hann sé látinn. Margir voru vantrúaðir á að jarðnesku leifarn- ar sem fundust í Brasilíu árið 1978 væm af lækninum eftirlýsta, sem farið hafði huldu höfði allt frá stríðslokum. Nákvæmar erfða- fræðilegar rannsóknir sem gerðar voru á líkamsleifunum og skýrt var frá fýrr á þessu ári hafa þó tek- ið af allan vafa um að hinn látni sé „Engill dauðans". „Faðir tvíburanna" í þýska sjónvarpsþættinum var rætt við fórnarlömb Mengeles rannsóknum sem gátu haft af- drifaríkar afleiðingar. Verst var þó ef hann klæddist gráum einkenn- isbúningi því það þýddi að hann væri í „vísindahugleiðingum“ og í því hugarástandinu gerði hann viðbjóðslegar .tilraunir sínar á tví- bumm. Mengele sveifst einskis við kvalafullar tilraunir sínar og var meðferð hans á börnunum svo hrottaleg að þúsundir tvíbura lifðu hörmungarnar ekki af. Mengele vann mikið við blóð- flutninga frá einum tvíbura til annars og dældi úr börnunum blóði uns þau féllu í yfirlið. Lék honum mikil forvitni á að vita hve mikið blóð væri hægt að taka úr bami áður en það léti lífið og hik- aði ekki við að ganga allaleið til að fá úr því skorið. Erfðafræðilegum rannsóknum Mengeles voru eng- in takmörk sett; hann sprautaði bakteríum inn í blóðrás fórnar- lambanna, opnaði höfuðkúpur og þá til. Þannig saumaði hann sjö ára tvíburasystur saman á baki og höndum og fylgdist svo með því hvernig þeim vegnaði, tveimur sálum í einum líkama. Stúlkumar vom viðþolslausar af sársauka en ofan á bættist að sýking komst í sárin og greri í þeim. Sársauka- vein telpnanna heyrðust dögum saman um allar fangabúðirnar. Foreldrarnir, sem voru sígaunar, gátu ekki afborið að hlusta á þær kveljast og gripu frávita af skelf- ingu til þess örþrifaráðs að kæfa dætur sínar til að binda enda á þjáningar þeira. Annað fórnarlamb Mengeles, frá Ungveijalandi, missti röddina í kjölfar tilrauna hans. Mengele heillaðist af þeirri staðreynd að hann og tvíburabróðir hans höfðu gjörólíkar raddir; hann var gjör- samlega laglaus en bróðirinn söng aftur á móti í kór. Mengele var óþreytandi við tilraunir sínar og sprautaði viku effir viku eitmðum vökva inn í barkakýli þess bróður- ins sem laglaus var. Afleiðingin varð sú að drengurinn missti röddina fyrir fullt og allt. Tvíburasystur frá Þýskalandi höfðu sömuleiðis ljóta sögu að segja af Mengele, en þær urðu fórnarlömb þrotlausra tilrauna hans á augum. Mengele var sífellt að fást við augu stúlknanna; skar í þau og hellti í þau alls kyns vökva. Fyrir algjöra mildi héldu systumar sjóninni en augun em þó svo illa farin að þær þola ekki dagsbirtu og þurfa alltaf að ganga með skyggð gleraugu. önnur systranna ef auk þess 100 prósent öryrki í kjölfar tilraunanna og því algjör- lega ósjálfbjarga. Aðrar systur frá Bandaríkjun- um, sem fram komu í þættinum, hafa ekki gengið heilar til skógar eftir að Mengele notaði þær sem tilraunadýr. Önnur er geðklofi og illa á sig komin líkamlega og hin að 2/3 hlutum fötluð auk þess sem hún er haldin flogaveiki. Tvíbur- arnir sem rætt var við höfðu allir beðið alvarlegan skaða af völdum tilrauna Mengeles, bæði á líkama og sál, og átt erfiða og jafnvel öm- urlega ævi. Áttu öll að fara í gasklefann f raun ér það fyrir algjöra mildi að einhverjir tvíburanna lifðu fangavistina í Auschwitz af, því til stóð að taka þá alla af h'fi, og var nöfn þeirra er ffarn kömu í þætt- inum að finna á „dauðalista“ nas- ista. Þegar stríðið var tapað og Mengele vissi að hann yrði að flýja á brott skipaði hann svo fyrir að allir tví- burarnir skyldu teknir af lífi. Börnin höfðu verið rekin inn í gasklefann þar sem þau biðu allsnakin dauða síns þegar í ljós kom að gasbirgðirnar vom upp- urnar, enda höfðu nasist- amir verið ósparir á gasið í stríðinu. Vildi þetta börn- unum til lífs, en hefðu gas- kútarnir ekki verið tómir væri enginn til frásagnar um viðbjóðslegar tvíbura- rannsóknir nasistalæknis- ins í Auschwitz. Fórnarlömb Mengeles bundust samtökunum sem nefnast CANDLES (Childr- en of Auschwitz Nazi De- adly Lab Experiments Survivors) og stofhuð vom til höfuðs Meng- ele. Samtökin hafa meðal annars haft það að markmiði að fá end- anlega úr því skorið hvort líkams- leifar þær sem fundust í Brasilíu 1978 væru í raun og veru Josefs Mengele, en margir höfðu dregið í efa að svo væri. Reyndist gmnur- inn á rökum reistur skyldi leitinni að hinum eftirlýsta stríðsglæpa- manni haldið áfr am í þeirri von að hann fyndist. Þá yrði loks hægt að láta hann taka út refsingu sína fyr- ir viðbjóðslegar læknisffæðilegar tilraunir og mörg hundruð þús- und morð. Þótt tjónið verði vissulega aldrei bætt og sárin aldrei að fullu grædd geta fórnarlömb Josefs Mengele nú ef til vill fundið ein- hvem frið í sálinni, því enginn vafi er lengur talinn leika á því að „Slátrarinn frá Auschwitz" sé all- ur.___________________ Bergijöt FriOriksdóttir Diplómat afgreiðir í stór- markaði Hann er ekki aldeilis af baki dottinn, bandaríski diplómat- inn Felix Bloch, sem vikið var úr starfi fyrir tveimur árum vegna gruns um stórfelldar njósnir í þágu sovésku leyni- þjónustunnar. Bloch, sem er 57 ára að aldri og gegndi áður stöðu sendiherra Bandaríkj- anna í Austurríki, hefur ráðið Felix Bloch: Ánægður af- greiðslumaður í Chapel Hill sig til starfa sem afgreiðslu- maður í stórmarkaði í heima- borg sinni, Chapel Hill í Norð- ur-Karólínu. Hljótt var haft um hin meintu föðurlandssvik Blochs, enda uppákoman neyðarleg og því aldrei dæmt í málinu. Var diplómatinn svik- uli fjarlægður svo lítið bar á og refsað fyrir athæfið með því að hann var sviptur ellilífeyrisrétt- indum sínum. Ljóst var að ekki gat maðurinn lifað á loftinu einu og því ekki annað að gera fyrir hann en leita sér að nýrri vinnu. Hana fann Bloch úti í búð og þótt ótrúlegt megi virð- ast er hann að eigin sögn hæst- ánægður með nýja starfann. Dóttir Stalíns í skugga fortíðar Lana Peters, 66 ára fráskilin þriggja barna móðir á Englandi, á sér enga venjulega fortíð. Konan, sem heitir fullu nafni Svetl- ana, er dóttir sovéska einræðisherrans Josefs Stalin og sú eina þriggja barna hans sem enn er á lífi. Svetlana, sem var í æsku uppáhald föður síns, lifir nú öllu fábreyttara lifi en áður og býr í fjölbýli fyrir einstætt fólk í niðurníddu hverfi í Lundúnabcrg. Svetlana hefur ekki átt auðvelda ævi en auk þess að eiga þrjú misheppnuð hjónabönd að baki hvílir skuggi fortíðar stöðugt á henni. Haft hefur verið eftir Svetlönu, sem reyndar forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn, að hún sé hætt að blekkja sig með draumnum um að sér takist einn daginn að þvo afsér stimpilinn „dóttir Stalíns". Það sé ekki hægt að gráta örlög sín, en þó geti hún ekki neitað þvi að hún hafi oft óskað þess að móðir sín hefði frekar náð sér i smið. Víst er að móðirin hefði þannig að minnsta kosti átt hamingjuríkari ævi, en hún fyrir- fór sér þegar Svetlana varsexára að aldri, örvilnuð vegna mis- heppnaðs hjónabands og harðræðis eig- inmannsins. Svetlana hefur lýstþvíyfir, að húnsé ham- ingjusömust þarsem hún sé sem allra minnst minnt á fortið sína. Hún bíðurþessnú að einhversýni áhuga á að gefaútævi- sögu hennar, en þannig hyggsthún reyna að sann- færa heiminn um aðhúnsé blásaklaus af gjörðum föður síns, Stalíns.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.