Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.0KTÓBER 1992 9 Hinir ákærðu í málningarfötu-hassmálinu: Stefán Einarsson viðskiptafræð- ingur. Rúm tvö ár eru síðan ákæra var gefin út gegn honum og Hallgrimi Mássyni. Stefán á fasteign við Boðagranda, ekur um á nýlegum Mercedes Benz og rekur fyrirtæki við Klapparstíg. Félagi hans Hallgrímur rekur tvo veitingastaði, en er ekki skráður fyrir bifreið og fyrir skömmu var ibúð hans í verkamanna- bústaðakerfinu slegin á uppboði að kröfu fjölmargra aðila. AFULLUI BISSNES8 MEMN KBFBS Ákæra gegn Hallgrími Mássyni og Stefáni Einarssyni var gefin út fyrir rúmlega tveimur árum en hefur aldrei verið birt þeim. Þeir geta því óáreittir stundað veitingarekstur og snyrtivöruframleiðslu. Á sama tíma og embætti saka- dómarans í ávana- og fíkniefna- málum hefur ekkert aðhafst í „málningarfötumálinu“ svokall- aða, sem snýst um innflutning og sölu Hallgríms Mássonar veit- ingamanns og Stefáns Einarsson- ar viðskiptafræðings á 60 til 70 kflóum af hassi, hafa hinir ákærðu stundað atvinnurekstur óáreittir. Tvö ár og þrír mánuðir eru Iiðnir frá því að ákæra á hendur þeim var gefin út, án þess að ákæra hafi verið birt þeim Hallgrími, sem nú rekur veitingastaði á tveimur stöðum í borginni, og Stefáni, sem nú framleiðir andlitskrem úr há- karlalýsi í húsnæði við Klappar- stíg. HEFUR RYKFALLIÐ HJÁ FÍKNIEFNADÓMSTÓLNUM ÍRÚMTVÖÁR Fréttir Stöðvar tvö nú af „máln- ingarfötumáli“ þeirra Hallgríms og Stefáns og seinaganginum í því eru ekki nýjar fréttir. PRESSAN fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum, þar sem fram kom að ákæra hefði ekki verið birt mönnunum þótt eitt og hálft ár, nú tvö, hefðu liðið frá því að ákæra var gefrn út. Ekkert hafði því verið gert í málinu og bar dómari við sakadóm í ávana- og fiíkniefnamálum því við að ástæð- an væri að meira væri að gera hjá embættinu en það gæti afkastað. Hallgrímur var handtekinn árið 1988 þar sem hann var að koma fýrir málningarfötum í bílskúr við Giljaland í Fossvogshverfi. f máln- ingarfötunum fundust rúmlega 10 kíló af hassi og síðar kom í ljós að heildarmagnið var yfir 60 kíló. Hallgrímur játaði brot sitt og síðar beindist grunur að Stefáni. Rann- sókn málsins gekk vel og það var fljótlega talið upplýst og sent ríkis- saksóknara, sem gaf út ákæru í júlí 1990 eftir eins árs afgreiðslu- tíma. Síðan, nú í tvö ár, hefur ekk- ert verið aðhafst og málið sofið Arnargrill í Breið- holti. Á daginn rekur Hallgrimur Másson þar Arnargrill en býður síðan upp á næturþjónustu í Næturgrillinu. Grillið í Hafnarstræti 9, sem Hallgrímur rekur. Þar er Hall- grímur skráður með aðsetur samkvæmt símaskránni. Hann er hins vegar þinglýstur eigandi íbúðar í verkamannabú- staðakerfinu í Há- bergi 3, en íbúðin var seld á nauðungar- uppboði fyrir rúmum tveimur vikum. 1 þessu rislitla hús- næði rekur Stefán Einarsson efnafram- leiðslu og framleiðir andlitskremið Lovísu úr hákarlalýsi. Hann hefurað öðru leyti rekið eigin bókhalds- þjónustu. 1 verslunarmiðstöðinni í Neðra-Breiðholti er þetta húsnæði sem Póstur og simi átti. Hall- grímur Másson keypti húsnæðið, en seldi það síðar Vilhjálmi Svan Jóhannssyni veit- ingamanni, sem hugðist opna þar krá. Ekkert varð úr því vegna mótmæla íbúanna í grennd. svefninum langa, þótt um sé að ræða stærsta fíkniefnamál hér á landi, miðað við magn. MEÐ TVO VEITINGASTAÐI OG KEYPTIUNDIR ÞANN ÞRIÐJA Hallgrímur Másson er 49 ára að aldri, fyrrum málari. Hann setti upp Arnargrill við Arnarbakka 2 fyrir nokkrum árum í leiguhús- næði og síðar keypti hann Nætur- grillið af manni sem hafði verið staðinn að sprúttsölu til unglinga. Hallgrímur rekur Arnargrill og Næturgrillið samhliða, en á mis- munandi tímum sólarhringsins. Þá rekur Hallgrímur veitingastað- inn Grillið í Hafriarstræti 9. Hann rekur þessa staði í eigin nafni, sem er fremur fátítt í veitingabransan- um. Fyrir nokkrum árum ætlaði Hallgrímur að auka við sig í Breið- holtinu er hann keypti húsnæði Pósts og síma í sömu verslunar- miðstöð og hugðist stofna þar veitingastað. Af því varð ekki og samkvæmt heimildum blaðsins seldi hann þá nafntoguðum veit- ingamanni húsnæðið, Vilhjálmi Svan Jóhannssyni. Vilhjálmur ætlaði að opna hverfiskrá þar, en vegna mótmæla verslunareigenda og íbúanna í kring varð ekkert af því. Eftir því sem næst verður komist fór húsnæðið aftur í eigu Póstsog síma. UPPBOÐ Á ÍBÚÐ HALL- GRÍMS AÐ KRÖFU10 AÐILA Hallgrímur þykir rólegur og hann berst ekki mikið á. Hann er ekkjumaður og er engin bifreið skráð á hann persónulega. Hins vegar er sendibiffeið skráð á veit- ingareksturinn í Breiðholti. Hall- grímur var skráður eigandi íbúðar í Hábergi 3, sem er verkamanna- bústaður, en þar var auglýst fram- hald uppboðs 27. september sl. og gerðarbeiðendur margir: Blikk og stál hf., Gjaldheimtan í Reykjavík, Reykvísk trygging hf. (Skandia), Sjóðir Félags starfsfólks veitinga- húsa, Tandur sf., efnaverksmiðja, Verðbréfamarkaður Fjárfestingar- félagsins, Bjarni Árnason, Geir Borg, aðalræðismaður Tælands á íslandi, Sigurður Gunnarsson og Háskóli íslands. Uppboðið fór fram, en' hvort Hallgrímur missir eignina kemur endanlega í ljós þremur mánuð- um effir sölu, þ.e. í lok ársins. FRAMLEIÐIR ANDLITS- KREM ÚR HÁKARLAI.ÝSI Stefán Einarsson er 43 ára og útskrifaðist sem viðskiptafræðing- ur frá Háskólanum 1980. Hann hefur starfað á eigin vegum með bókhaldsþjónustu og einnig rekur hann litla efnaverksmiðju á Klapparstíg 40b, þar sem hann mun framleiða andlitskremið „Lovísu“ úr hákarlalýsi. Þá er hann orðaður við sjálfstæða lána- starfsemi. Þegar ljósmyndari PRESS- UNNAR mætti þangað til myndatöku brást Stefán hinn versti við og brunaði á brott á ný- legum Mercedes Benz. I bifreiða- skrá er hann hins vegar skráður fyrir 16 ára gömlum AMC-jeppa. Hann á íbúð við Boðagranda og fasteignina við Klapparstíg keypti hann fýrir um tveimur árum. FLEIRIMÁL DAGAR UPPI HJÁ FÍKNIEFNADÓM- STÓLNUM Frásögn PRESSUNNAR af „málningarfötumálinu“ í mars síðastliðnum einskorðaðist ekki við það mál, hvað seinagang varð- ar. Fleiri mál lágu í dvala hjá dóm- stólnum. Nokkru eftir að rannsókn lauk á „málningarfötumálinu“ eða í maí 1989 var Bryndís Valbjörns- dóttir handtekin í Leifsstöð og fundust í fórum hennar fjögur kíló af hassi. Bryndís kom talsvert við sögu „málningarfötumálsins", en hún er m.a. ákærð fyrir að hafa selt sjö til átta kíló af hassi fýrir þá Hallgrím og Stefán. Eftir því sem næst verður komist er ekki enn búið að birta Bryndísi ákæruna, þó skal það ekki fullyrt. f „stóra kókaínmálinu*1 svokall- aða, sem kom upp árið 1989 og snerist um smygl á kílói af kóka- íni, voru gefnar út ákærur í tveim- ur hlutum. Alvarlegri hluti máls- ins var látinn í hendur Guðjóni Marteinssyni, sakadómara við Sakadóm Reykjavíkur. Hann dæmdi í þessum hluta í júní 1990. Dómnum var áfrýjað og málið gekk einnig nokkuð greiðlega í gegnum Hæstarétt. Sá hluti sem sat eftir hjá emb- ætti sakadómarans í ávana- og fíkniefnamálum lá hins vegar óhreyfður að mestu, þótt sá hluti teldist minni að umfangi og létt- vægari. TÁLBEITUMÁLIÐ í SALTI ÞRÁTT FYRIR ÍTREKUN RÍKISSAKSÓKNARA Og eins og frarn kom í umfjöll- un PRESSUNNAR um kókaín- málið, sem kom upp í ágúst síð- astliðnum, á tálbeitan sem notuð var í því máli, Jóhann Jónas Ing- ólfsson, óafgreitt mál hjá fíkni- efnadómstólnum. Hann var tek- inn með þrjú kíló af hassi í febrúar 1990 og var ákæra gefin út í febrú- ar í fýrra. Þrátt fýrir ítrekun ríkis- saksóknara hefur málið ekki verið tekið fýrir. Getgátur voru uppi um að Jó- hann hefði tekið að sér tálbeitu- starfið fyrir lögregluna gegn lof- orði um ívilnun í þessu máli, en fíkniefnalögreglan kvaðst í skýrslu til Rannsóknarlögreglunnar engu hafa lofað honum. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um það eða ann- að sem málinu tengdist þegar PRESSAN leitaði eftir því. Friðrik Þór Guðmundsson ásamt Karli Th. Birgissyni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.