Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PKESSAN 15. OKTÓBER 1992 35 VINSSOLUMET AORJÓTINU 6 R iTTU INN HRUK Gleðiballettirw Concerto grosso verður frumfluttur á Islandi 25. október. Ballettinn er í léttum dúr, eftir Charles við tónlist eftir stórtónskáldið Haydn. Athygli vekur að aðeins einn ís- lenskur karldansari tekur þátt í uppfærslunni og verður í miðl- ungsstóru hlutverki. Viðar Maggason heitir hannog er 23 ára, því yngsti meðlimur Islenska dansflokksins og jafnframt eini ís- lenski karlmaðurinn I öllum flokknum. Hann stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins og lauk síðan BA-prófi frá kenn- aradeild Dansháskólans í Stokkhólmi. „Það varhún móðirmín sem stakk upp á því að ég iegði ballett- innfyrirmigog hjá mér var Viðar Maggason er í iðlungsstóru hlutverki í ballettinum Concerto grosso sem frumsýndur verður 25. október. UT Brynja Nordquist var mjög eftirsótt fyrirsæta á sínum yngri árum. Hún þótti hafa eitthvað við sig sem aðrarstúlkur höfðu ekki. Myndin til hægri var tekin fyrir framan Kastalann; tískuvöruverslun sem var mjög vin- sæl um miðjan áttunda áratuginn þegar slegist var um útvíðar denímbuxur eins og hún er /'. Denímbuxur fengu skömmu síðar hið virðulega íslenska nafn gallabuxur og hafa síðan verið mjög margbreytilegar ísniði. Eins og sjá má hefur Brynja ekki mikið breyst; hún er enn sama tískudrottningin, þó að óhætt sé að segja að hún hafi orðið bjartariyfirlitum með árunum. Konum er ein- mitt ráðlagt að lýsa hár þegar aldurinn færistyfir, það er að segja efnáttúran sjálftekurekki barayfirhöndina, til að andlitsviprur ýmiss konar verði ekki eins áberandi. En tískan hefur tekið stakka- skiptum, sem betur fer, enda er tíska áttunda áratugarins einhver sú flatasta og Ijótasta sem um getur. þetta aðallega forvitni. Ég hafði verið í fimleikum áður, en 18ára tók ég endanlega ákvörðun um að leggja ballett fyrir mig." Hann segir vini sína hafa verið sérlega jákvæða gagnvart ballettnáminu. „Ég var eiginlega alveg hissa hve vel þeir tóku þessari ákvörðun minni." Er þetta fyrsta sýningin sem þú tekur þátt í? „Já, það má segja að þetta sé fyrsta alvöruhlutverkið, en ég var þó notaður af danshöfundarnema úr skólanum mínum til að sýna í Danshuset í Stokkhólmi og heftekið þátt í skóla- sýningum." Munnviprur og sýnilegar andlitsgrettur aðrar gefa til kynna að þú hafir eitthvað að segja. Hafir skoðun. Meiningu. Sért töfftýpa. Slíkar grettur má túlkaáýmsa vegu; tákn einbeitingar, ólundar eða umhyggju, auk þess sem það er gáfulegt að hvössum augum undan hnykluðum augabrúnum. Sér- <ar í sálarfræðum segja að grettur hefti blóðstreymi til luta andlitsins og auki þar með á neikvæða hugs- un einstaklingsins. Einnig hefur verið bent á að óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa sé víðtæk hrukkumyndun sem komi í Ijós fyrren síðar. Töffararnir, bæði menn og konur, leitaýmissa leiða til að losna við hrukkurnar, ófögnuðinn þann. Þekktareru húðstrekkingar afýmsu tagi, uppfylling með sílikoni eða öðrum efnum og stundum eru hrukkur hreinlega fjarlægðar með skurðaðgerð. Ákaflega óþægilegar leiðir allar saman. Núer nýjung á þessu sviði væntanlega að ryðja sér til rúms því taugasérfræðingar hafa uppgötvað efni sem þeirhafa verið að gera tilraunir með ísambandi við andlitskæki. Hafa þeir komist að því að með þvi að sprauta efninu Botox í vöðva andlitsins slaknar ekki bara á þeim heldur hverfa hrukkur einnig að miklu leyti. Galdrar?! Virkni meðferðarinnar kemur í Ijós eftir nokkra daga og dugir í fjóra til sexmán- uði. Enn ermeðferðin á tilraunastigien allt eins líklegt er að efnið fari á almennan markað innan tveggja ára. Grettur inn t — hrukkur út. í Jötunuxarnir eru demónskir popparar sem ungur íslenskur kvikmyndagerðar- maður og erlendur umboðsmaður hafa fengið augastað á. Jötunuxarnir eru rokkgrúppa samsett á hefðbundinn hátt af þeim Rúnari Frið- rikssyni söngvara, Hlöðveri Ellertssyni bassaleikara, Guðmundi Gunnlaugssyni trommara og Jóni Óskari gítarleikara. Þeir virðast hafa eitthvað við sig sem höíðar til púkans í fólki því aldrei í sögu rokkbúllunnar Grjótsins hefur selst eins mikið af áfengi á einu kvöldi og þegar þeir spiluðu. Þeir hafa oftar en einu sinni sett met í áfengissölu. Þeir munu enn og aftur spila á Grjót- inu og nú í kvöld, fimmtudagskvöld, til að safna fyrir nýjum gítar fyrir einn með- lim hljómsveitarinnar, Jón Óskar, sem varð fyrir þeirri ógæfu að bijóta gítarinn sinn. Nýi gítarinn kostar 115 þúsund krónur og inn á staðinn mun kosta 300- kall. „Við höfum hingað til spilað lög Red Hot Chili Peppers, Guns’n’Roses, Metall- ica, Bowie og fleiri en ætlum nú að flytja ffumsamið efhi sem ekki er hægt að líkja við efni þessara hljómsveita,“ sagði söngvari Jijómsveitarinnar í samtali við PRESSUNA. Þess má geta að kunnur útlendur um- boðsmaður hefur fengið augastað á Jöt- unuxum og hefur í hyggju að koma þeim á ffamfæri erlendis. Málið er enn á frum- stigi og vilja þeir því ekki gefa meira upp að svo komnu máli. Þá hefur heyrst að ungur kvikmyndagerðarmaður, sem ætlar að fara að gera stuttmynd, hafi hug á að hafa Jötunuxana í stórum hlutverk- um í myndinni. Tökur hefjast í október- lok. Tíu prósent þjóðarinnar halda uppi börum og mat- sölustöðum bæjarins Svo virðist sem aðeins rétt rúmlega 10% þjóðarinnar haldi uppi bæði börum og matsölu- stöðum bæjarins, ef marka má nýlega könnun sem Skáfs gerði fyrir PRESSUNA. Þó er ekki vit- að hvort sömu 10% sækja bæði barina og matsölustaðina. Ríf- lega 80% þjóðarinnar segjast einungis hafa farið fimm sinn- um og sjaldnar út að borða und- anfama tólf mánuði og 7,5% að- spurðra hafa ekki svo mikið sem einu sinni stungið inn nefi sínu á matsölustað á undanfömu ári. f ljósi þess að í Reykjavík einni em yfir eitthundrað veitingahús með vínveitingaleyfi, sem þýðir jafnframt að þau verða — að minnsta kosti samkvæmt lögum — að bjóða einnig upp á eitt- hvað matarkyns, verður það að teljast ansi þung byrði fyrir þessi 10% þjóðarinnar að halda uppi öllum þessum veitingahúsum. Utlendingarnir hjálpa þó aðeins til þegar þeir slæðast hingað til lands yfir sumartímann. Þá era ótaldir allir þeir matsölustaðir sem hafa ekki vínveitingaleyfi. Trúir því nokkur á þessa miklu leikhúsþjóð að yfir íjórð- ungur þjóðarinnar hafi ekki far- ið í leikhús undanfarið ár? Sama hlutfall heíur ekki svo mikið sem farið á einn bar á sama tímabili, rúmlega helmingur þjóðarinnar segist fara sjaldnar en tvisvar í bíó á ári og rúmlega þriðjungur hefur ekki farið neitt í bíó. f könnuninni kom einnig fram, að þrátt fyrir að ekki megi hér á landi rísa fimm húsa pláss í eyðidölum, án þess að þar rísi einnig vígaleg kirkjubygging, segjast um 65% þjóðarinnar fara þrisvar eða sjaldnar til kirkju ár- lega. Þrátt fyrir að miklu fé sé veitt til íþróttamála segjast aðeins 15% þjóðarinnar fara á íþrótta- kappleiki og 25% segjast aldrei fara og innan við 1% fer oftar en fimm sinnum á ári í leikhús. B I O B O R G I N Hinir vægðarlausu Unforgiven ★★★★ Clint Eastwood er vernd- ari hins vestræna heims — að minnsta kosti þess villta. Þegar engum dettur lengur í hug að bjóða upp á vestra kemur hann með þetta meistarastykki. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stórmynd, ákafíega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Á hálum ís The Cutting Edge ★★ Ástir og afrek íshokkímanns oq skautalistdanskonu. Dálítið sérhæft og ekki vantar klisjurnar. B I O H O L L I N Lygakvendið Housesitter ★★ Myndin er spunnin út frá bráð- snjallri hugmynd, en það er líka allt og sumt. Goldie Hawn og Steve . Martin leika eins og þau séu grín- sjálfsalar. Hvorugt þeirra virðist hafa neina tilfinningu, en bæði þurfa þau að fara að hafa áhyggjur afferlinum. Kaliforníumaðurinn California Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu. Rush ★★ Fíknó eru líka bóhemar og fikta við eiturlyfjaneyslu. Dálítið skemmtilega hrá og stundum trú- verðug mynd. En aðalpersónurnar ná ekki að lifna við. Hvítir geta ekki troðið White Men Cati’t Jutnp ★★★ Glúrin mynd og oft stórsniðug um hvítan mann og svertingja sem iðka körfubolta á götum Los Angeles. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af dramatískum tilburðum. Burknagil — síðasti regnskógur- inn ★★ Mynd fyrir umhverfis- væna aðdáendur teiknimynda á öllum aldri. HASKOLABIO Háskalcikir Patriot Games ★ ★ Stundum æsileg, en oftar stirð- busaleg. Fátt kemur á óvart; smá- smugulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. Sódóma Reykjavflc ★★★ (mynd- aðir undirheimar Reykjavíkur eru uppfullir af skemmtilegum kjánum og aulahúmor. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur I (slenskri biómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Gott kvöld, herra Wallenberg ★★* Átakanleg og mikil saga, en dálítið þunglamaleg. Veröld Waynes Wayne’s World ★★ (flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og of sjaldan fyndinn. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. mÆÍMfMMÆÆMÆad Lygakvendið Housesitter ★★ Góð hugmynd, en Hawn og Martin eru eins og grínsjálfsalar. Töffarinn Cool as lce Finnst ein- hverjum gaman að Vanilla lce? Ef svo er getur hann farið í bíó. Við hin sitjum heima. Kristófer Kólumbus Christopher Columbus: The Discovery ★ Ágæt fyrir þá sem vita ekki að búið er að finna Ameríku. Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stó.rmynd, ákafíega gamaldags en oft stór- skemmtileg. REGNBOGINN Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa- legir og hlægilegir smákrimmar í höfuðborginni. Hvítir sandar. White Sands ★ Mickey Rourke er orðinn vöru- merki á vondum myndum. Nokkrir listrænir tilburðir ná ekki að draga fjöður yfir kjánalegt plott og holar persónur. Prinsessan og durtarnir ★★★ Myndin er tal- og hljóðsett af mik- illi kostgæfni og ekkert til sparað. Að öðru leyti frekar meinlítið ævin- tvri. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá báðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. STJORNUBIO Sódóma Reykjavík ★★★ Fyndin íslensk bíómynd. Ruby ★ Mynd fyrir þá sem enn eru ekki búnir að fá sig fullsadda af samsæriskenningum um Kenne- dy-morðið. Danny Aiello fær hins vegar stjörnu fyrir góðan leik. Ofursveitin Universal Soldier ★★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærusturnar með. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bfómyndin. S O G U B I O Fyrir strákana For the Boys ★ ★ Bette Midler fer fjarskalega vel með x músíkina sem er frá tímanum áður en rokkið tröllreið öllu. En ailt verð- ' \ur frekar útþynnt þegar tónlistinni sleppir. Þokkaleg konumynd. Alien3 ★★★★ Meistaralegur loka- l'þáttur þessarar trílógíu, gerir Bat- man-veröldina að hálfgerðu Legó- landi. Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★ Yfirleitt hugljúf, en nornin er býsna hræðileg og hefur valdið mörgum börnum andvökunóttum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.