Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 Menn spyrja sig eðlilega hvort aukning hafi orðið á misindisverkum íþjóðfé- laginu og hvort ógœfumönnum hafifjölgaðfráþvísem áður var. Svarið er neitandi. Þráttfyrir að eðli afbrota hafi breyst að nokkru og harkafœrst í leik- inn hefurþeim ekkifjölgað hlutfallslega, gagnstœttþvísem margirálíta, og jafnvel orðið fœkkun í tölu kærumála vegna ofbeldis. Ofbeldis- og óhæfuverk dynja yfir landsmenn að því er virðist með reglulegu millibili. Yfirbragð Reykjavíkur verður stöðugt meira í anda stórborgar eftir því sem fleiri alvarlegir og grófir glæpir eru framdir og fólk er felmtri slegið. Nýjustu dæmin eru viðskipti lög- reglunnar við sölumenn fíkniefiia og atburður sem átti sér stað um síðustu helgi þegar ungur maður nam telpu á brott af heimili sínu um miðja nótt. önnur alvarleg brot sem menn rekur minni til eru vopnað rán við Landsbanka fs- lands, rán og mannsmorð á bens- ínstöðinni við Stóragerði, hrotta- leg nauðgun hettukiædds manns við Smiðjuveg, manndráp við unglingaskemmtistaðinn Villta trylita Villa auk fjölda ofbeldis- mála sem framin hafa verið innan veggja heimilisins svo og auðgun- arbrot, sem virðast vera daglegt brauð. Spilavíti, sem tekin hafa verið til skoðunar nú að undan- förnu, eru talin endanleg sönnun þess að ómenning sé orðin viðvar- andiíborginni. Menn spyrja sig eðlilega hvort aukning hafi orðið á misindis- verkum í þjóðfélaginu og hvort ógæfumönnum hafi (jölgað frá því Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins: „Um- ræðan um afbrotaunglinga var afar áberandi fyrir tíu til fimm- tán árum, rénaði síðan en kom upp aftur fyrir um fimm árum. Ekki er að fullu Ijóst að hve miklu leyti umræðan og athygl- in ýta undir sveiflurnar og er þarna líklega um einhverja keðjuverkun að ræða." sem áður var. Svarið er neitandi. Þrátt fyrir að eðli afbrota hafi breyst að nokkru og harka færst í leikinn hefur þeim ekki fjölgað hlutfallslega, gagnstætt því sem margir álíta, og jafnvel orðið fækkun í tölu kærumála vegna of- beldis. Málin endurspegla þó ekki endilega eiginlega tíðni þeirra og fjöldamörg afbrot eru framin án þess að þau komi nokkurn tíma inn á borð yfirvaldsins og þaðan af síður að þau komi ffam í opin- berum skýrslugerðum eða talna- dæmum. SVEIFLUR í MISINDIS- MÁLUM UNGLINGA Þegar ijölgun glæpamála ber á góma verður mörgum hugsað tii unglinga og talað er um hversu illa sé komið fyrir þeim. Um vand- ræðaunglinga var fyrst farið að tala á stríðsárunum og þá voru það ástandsstúlkurnar svokölluðu sem féllu undir þá skilgreiningu. Áherslubreyting hefur orðið á umræðunni um þessa yngri þjóð- félagsþegna og nú er einkum talað um vímuefnaneyslu unglinga og afbrot henni tengd. Það er þó ekki sjálfgefið að þarna séu orsaka- Erlendur Baldursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun: „Það hefur orðið álíka breyting á eðli afbrota og á þjóðfélaginu sjálfu. Menningu fylgir ómenn- ing. Ég get hins vegar ekki séð að breytingar hafi orðið í of- beldis- og líkamsárásarmálum og ef notað er það sem hand- bært er virðast engin váleg tíð- indi hafa orðið." tengsl og margt annað sem getur leitt ungling af réttri braut; upplag hans, tilfinningaleg vanlíðan, erf- iðar félagsaðstæður og sumir hafa sjálfir orðið fyrir ofbeldi eða ann- arri misbeitingu í æsku. „Það eru sveiflur í því hvaða vandamál eru mest áberandi meðal unglinga," segir Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimil- is ríkisins. „Umræðan um af- brotaunglinga var afar áberandi fyrir tíu til fimmtán árum, rénaði síðan en kom upp aftur fyrir um fimm árum. Ekki er að fullu ljóst að hve miklu leyti umræðan og at- hyglin ýta undir sveiflurnar, en þarna er líklega um einhverja keðjuverkun að ræða. Umfjöllun um ofbeldi eykur verulega líkur á kærum og þess vegna er erfitt að meta hvort ofbeldi hefur raun- verulega aukist, sem ég tel ekki vera, og veldur því að sveiflurnar verða tilviljunarkenndar. Ung- lingar stunda mest hnupl, auðg- unarbrot, skemmdarverk og standa að baki minniháttar lík- amsárásum. Mín tilfinning segir hins vegar að virkasti afbrotahóp- urinn sé á aldrinum milli tvítugs ogþrítugs." Alltaf er þó til staðar hin klass- Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir: Telur að um fjörutíu geðveilir einstaklingar gangi um í reiðileysi. „Okkur vantar úrræði fyrir þetta fólk fremur en að því hafi fjölgað frá því sem áður var." íska spuming hvort einstaklingur- inn sé fórnarlamb aðstæðna eða hvort hann sé sjálfstæður gerandi. „Gallinn við þessa umræðu er að fólk aðhyllist annað hvort sjónar- miðið. Það geta verið bæði per- sónuiegir ágallar og aðstæður sem spila saman að því að þróun verð- ur neikvæð í lífinu. Það má segja að við séum öll upp að vissu marki fórnarlömb aðstæðna, en það er ekki þar með sagt að við eigum að klappa á öxlina á næsta manni og segja: „Ósköp áttir þú erfiða æsku.“ Við verðum að hjálpa þessum aðilum án þess þó að firra þá ábyrgð á eigin gerð- um.“ Hérlendis eru unglingar undir fimmtán ára aldri taldir ósakhæfir og fara ber með mál þeirra sem bamaverndarmál. Má því ekki dæma þá til fangelsisvist- ar. ÁLIKA BREYTING Á EÐLI AFBROTAOGÁ ÞJÓÐFÉLAGINU SJÁLFU Meginbreytingin gagnvart hin- um almenna borgara felst ef til vill í því að eðli afbrota hefur breyst án þess þó að hlutfallslegur ijöldi þeirra hafi aukist. Áður iyrr héldu landsfrægir slagsmálahundar til á Guðmundur Guðjónsson yfir- lögregluþjónn: „Niðurstöður at- hugana gefa ekki endilega til- efni til bjartsýni í framtíðinni og margt fleira þarf að koma til en löggæsluleg úrræði, þrátt fyrir að árangur hafi náðst í barátt- unni gegn ofbeldisverkum." sveitaböllum og þeir eyddu tölu- verðum tíma í að bíða eftir því að menn fengjust til að beijast við þá. Þetta vom talin heiðarieg slagsmál og ekkert sem bannaði mönnum að ráðast á fólk. Annað viðhorf ríkir núna og ofbeldi er stundað án sýnilegrar ástæðu. „Það hefur orðið álílca breyting á eðli afbrota og á þjóðfélaginu sjálfu. Krítarkortum fylgir til að mynda krítarkortafölsun. Menn- ingu fylgir ómenning,“ segir Er- lendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofhun. „Ég get hins vegar ekki séð að breytingar hafi orðið í ofbeldis- og líkams- árásarmáium og ef notað er það sem handbært er virðast engin vá- leg tíðindi hafa orðið. Eftir því sem Reykjavík verður líkari stór- borg verður hún ópersónulegri og fólk fer að týnast. Nágrannarnir hætta að líta hver til með öðrum, sem hefur í för með sér fleiri inn- brot, og þeir sem brjóta af sér gera það gegn einhverjum sem þeir þekkja ekki. Þetta er þó tiltölulega ömgg stórborg og ennþá er meiri hætta á að verða fyrir bíl á Hverf- isgötunni en að verða fyrir óðum manni.“ Mikið er um dulin brot eða óskráð, sem ekki eru kærð, allt ffá búðahnupli til grófra kynferðis- brota eða líkamsmeiðinga. Brot þau sem koma til lögreglu hafa ekki aukist sem nokkm nemur og hefur tala þeirra jafnan verið sveiflukennd og enda þótt fleiri brot séu kærð til lögreglu er ekki þar með sagt að fleiri brot séu framin. Umræðuþáttur í sjón- varpi eða grein í blaði getur þýtt að fólk finnur sig knúið til kæru- mála. Sá mælikvarði sem við höf- um sýnir því aðeins sveiflur, enga þróun. HÁTT HLUTFAI.L GEÐSJÚKRA í ALVAR- LEGUM OFBELDISVERKUM Þrátt fyrir að fjöldi kærumála vegna ofbeldisverka, til að mynda í miðbænum, hafi hlutfallslega minnkað það sem af er árinu hef- ur harka í átökum manna í milli verið meiri en áður þekktist og árásir alvarlegri. Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir sveiflur vera til staðar og hefur gert nokkrar at- huganir á tíðni líkamsmeiðinga á árunum 1989 til 1991. Einkum em það þrjú atriði sem vega þungt í ábendingum Guð- mundar. Ifyrsta lagi bendir hann á tengsl fíkniefna- og áfengis- neyslu og segir aukna neyslu þess leiða af sér fleiri alvarleg ofbeldis- verk en megi greina í þróun þessa málaflokks síðustu ár. f öðm lagi bendir hann á áhrif ofbeldis- mynda sem geti orðið kveikjan að .árásum eða öðram óhæfuverkum. f þriðja lagi bendir hann á að hlut- ur þeirra, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, í alvarlegri of- beldisverkum sé stór. Nefhir hann að á síðasta ári hafi komið upp fjögur alvarleg líkamsmeiðinga- mál; stúlka hafi verið myrt á vist- heimili fyrir fatlaða, kona hafi myrt eiginmann sinn á heimili þeirra, maður hafi látist í húsa- garði við Bankastræti eftir árás tveggja ungmenna og ungur mað- ur hafi sært föður sinn alvarlega af hnífsstungum. Athygli vekur að í þremur þessara tilvika vom árás- araðilar dæmdir ósakhæfir. „Þessar tölur segja lítið annað en að okkur vantar úrræði fyrir þetta fólk en ekki að því hafi fjölg- að frá því sem hefur verið,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir. Hann telur að nú gangi um í reiðileysi um fjörutíu geðveilir einstaklingar, sem engin úrræði hafa fundist fyrir enn, og segir geðdeildir ekki virðast anna því að taka á móti þeim. Vænleg- ustu leiðina til að leysa vandann telur hann að komið verði á fót einhvers konar meðferðarheimili með strangri gæslu, en ósakhæfa er óheimilt að dæma til fangelsis- vistar. Mái þessara einstaklinga hafa oftar en ekki lent á milli í kerfinu þar sem geðlæknar hafa litið svo á að slík mál væru dóms- kerfisins að leysa, en landlæknis- embættið hefur litið svo á að þeir ósakhæfu væru sjúkir og eðlilegt að flokka þá undir málaflokk geð- heilbrigðis. Verulega hefur orðið ágengt því sá hópur sjúklinga hefur fengið viðeigandi stofnun að Sogni. Guðmundur Guðjónsson yfir- lögregluþjónn telur niðurstöður sínar ekki endilega gefa tilefni til bjartsýni í framtíðinni og margt fleira þurfi að koma til en lög- gæsluleg úrræði, þrátt fýrir að ár- angur hafi náðst í baráttunni gegn ofbeldisverkum.________________ Telma L Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.