Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 í Þ R Ó T T I R Hnignun enska fótboltans Eftir hrakfarir enska & * landsliðsins í knatt- spyrnu á Evrópumeist- aramótinu í Svíþjóð í sumar hafa enskir sparksérfræðingar mikið pælt í því hvað sé að í enskum fót- bolta. Niðurstaða þeirra er sú að enskur fótbolti sé hreinlega leiðin- legur og lélegur. Leikmenn hafi ekki sömu tækni og leikmenn annarra þjóða og ekki sama auga fyrir spili. Þjálfun fótboltamanna sé mjög ábótavant; lítil áhersla sé lögð á tækni og spil en þeim mun meiri á langhlaup og armbeygjur. Englendingar spili kraftabolta sem byggist upp á því að sparka boltanum langt fram á völl og hlaupa eins og andskotinn á eftir honum og vona það besta. Enska landsliðið hugsaði íyrst og fremst um það í Svíþjóð að koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að spila fótbolta en ekki að spila fót- bolta sjálft. Þeir sem bera hag enskrar knattspyrnu fyrir brjósti segja að þessu verði að breyta. Fótbolti eigi undir högg að sækja á Englandi og ensk landslið og félagslið nái ekki árangri á alþjóðavettvangi með þeim bolta sem þau spila núna. „Kick and run“-bolti gangi ekki, leikni og samspil sé það eina sem vænlegt sé til árangurs. Það var árið 1988 að Wimbled- on sigraði Liverpool, eitt/núll, í úrslitum bikarkeppninnar. Li- verpool spilaði skemmtilega knattspyrnu enda með marga hæftleikaríka leikmenn í sínum Gervihnattasport IjMBÚlúMM'M’jr.mtíl'Mil 11.30 Hornabolti Screensport. Þetta er [þrótt sem við þekkjum helst úr b(ó- myndum en líkist einna helst kýló sem stundað var (og er kannski enn) I skóla- portum I gamla daga. 16.30 Manchester United Sky Sports. Uppáhaldsfótbolta- félag margra (slendínga. Skyggnst bak við tjöldin, en liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari I tuttugu ár. 20.30 Brasiliskur fótbolti Scre- emport. Brassarnir eru liprir með knöttinn. 11.30 Þríþraut Eurosport. Frá Hawaii. Keppendur synda 3,8 kllómetra, hlaupa 42 kílómetra og hjóla litla 180 kílómetra. Þægilegt að vera bara áhorfandi I sóf- anum heima. 13.00 Golf Screcnsport. Bein út- sending frá öðrum degi golfmóts I Skotlandi. Lið frá mörgum löndum reyna með sér. 13.00 Dans Eurosport. Heims- meistarakeppnín I dansi I Kolding ( Danmörku. Eru (slendingar með? 12.00 Körfubolti Screettsport. Fréttir, upplýsingar og brot úr leikjum viða að. 13.00 fþróttir i laugardegi Sky Sports Fimm tima Iprótta- páttur og áherslan verður mest á fótbolta að þessu sinni. 19.00 FjölbragBaglima Sky Sports. Þeir llta út eins og teiknimyndafígúrur og peir slást lika eins og teikni- myndafigúrur. En það er gaman að peim. EM'M t' ■ >' K'M ’MJA'M il 13.00 Golf Screettsport. Fjórði og síðasti dagur mótsins í Skotlandi. 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein útsending frá úrvalsdeild- inni ensku, Manchester United leikur gegn Li- verpool. 14.00 Strandblak I Parfs F.uro- sport. Einhverjir velta pvl sjálfsagt fyrir sér hvar ströndin í Parls er. Þvi er til að svara að Frakkar bjuggu tii eitt stykki og þar er keppt. 19.00 Evrópuþátturinn Euro- sport. Úrslit og svipmyndir frá mörgum íþróttagrein- um í flestum löndum Evr- ópu. Graham Taylor landsliðsþjálfari hefur verið gagnrýndur mjög og er talinn munu hætta bráðlega. Howard Wilkin- son hefur verið nefndur sem arftaki hans. I handknattleiksbók HSl fyrir þetta timabil má finna marga skemmtilega og fróð- lega mola. Þar er með- al annars sagt frá því að fæst mörk í lands- leik sem Islendingar hafa leikið til þessa voru gerð ileik íslend- inga og Finna í Reykja- vík 23. maí árið 7 950. Leikurinn endaði með jafntefli; hvort lið gerðiþrjú mörkl Þá er líka athyglisvert að frá árinu 1972 eða i tutt- ugu ár hafa einungis þrjú lið hampað ís- landsmeistaratitlin- um; Valur, Víkingur og FH. Gascoigne komst ekki til Svíþjóðar vegna meiðsla. röðum. Leikmenn Wimbledon voru grófir, höfðu litla tækni og dagskipun þeirra var: Ekki leyfa Liverpool að spila knattspymu og vonum það besta! Það bar árang- ur og Wimbledon- leikmennimir hömpuðu bikarnum. Allt í einu varð það ljóst að lið þurfti ekki að vera gott til að vinna titla í enskri knattspymu. Hún hefur ekki bor- ið sitt barr síðan. Englendingar hafa bent á að að ástæðan fyrir slöku gengi í Svíþjóð sé sú að þeirra leiknustu og bestu leikmenn voru ekki með; Paul Gascoigne og John Barnes, þeir voru meiddir. En Chris Waddle, sem er afar teknískur og hefur plumað sig vel í meginlandsbolt- anum, var ekki valinn í landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Graham Tayl- or sagði að hann passaði ekki inn í Chris Waddle var klár í slaginn í Svíþjóð en Taylor vildi hann ekki í landsliðið. Sagði að leik- stfll hans passaði ekki fyrir enska liðið. leikstíl enska liðsins! Af hverju ekki? Sennilegast af því að Taylor ætlaði sér langt í keppninni með sömu aðferð og Wimbledon vann bikarinn á. Fyrir þetta hefiir Tayl- or verið óspart gagnrýndur og sennilega verður hann ekki lands- liðsþjálfari miklu lengur. Þjálfarar og fótboltaspekúlantar skiptast nú í tvær fylkingar; ann- ars vegar segja menn að vænlegast sé að dæla boltanum ffam og láta framherjana hlaupa og vona að varnarmenn andstæðinganna geri mistök; spila dæmigerðan enskan bolta. Hins vegar eru þeir sem segja að grunnþjálfun og hugsun- arhætti þurfi að breyta. Englend- ingar verði að læra að spila knatt- spymu eins og hún er leikin víðast hvar annars staðar; leika boltan- um á milli sín, láta boltann vinna og skapa með því færi. Charles Hughes, ffammámaður í enskum fótbolta sem gefið hefur út bók um hvernig eigi að spila til að vinna, er í fyrrnefnda hópnum. Hann hefur reiknað út að áttatíu prósent marka á Englandi komi eftir fjórar sendingar á milli sam- herja eða færri. Hvað segir það? Ekkert, segja andstæðingar hans og benda á að níutíu prósent enskra Uða spila bolta sem gengur út á það að dæla boltanum inn í vítateig andstæðinganna og óhjá- kvæmilega hljóti einhver mörk að koma útúrþví. „Við þurftum að hlaupa í þessa átt og hina áttina þindarlaust, og svo var okkur sagt að gera eins og eittþúsund armbeygjur! Áherslan var öll á líkamlegu hliðina," segir John Fashanu. Hann segist hafa verið orðinn 25 ára þegar hann uppgötvaði að tæknilega var hann aftarlega á merinni og þá hafi ver- ið of seint að gera eitthvað í því sem almennilega mætti að gagni koma. Frá árinu 1984 hafa verið starfræktar þjálfunarbúðir fyrir unglinga víðsvegar um England, sem stór hópur drengja hefur sótt. Á hveiju ári hafa síðan sextán þeir efnilegustu verið valdir og farið í sérstakan fótboltaskóla þar sem þeir hafa numið í tvö ár. Þetta var talið snjallt í upphafi og Englend- ingar töldu sig vera að ffamleiða ffábæra fótboltamenn. En það var öðru nær. Afþeim 137 drengjum sem þarna hafa lært hafa aðeins sjö komist í undir 21 árs landslið- ið! John Ebbrell hjá Everton og Mark Robbins hjá Manchester United eru þekktastir þessara pilta og eru reyndar ekki nema 22 ára enn. Þetta starf virðist því hafa brugðist. Enskir þjálfarar sitja undir ámæli fyrir að fylgjast ekki nægi- lega vel með því sem er að gerast í fótboltaheiminum. Þeir eru til að mynda ákaflega latir við að sækja stórviðburði eins og heimsmeist- ara- og Evrópukeppni. Þeir eru ánægðir með að félagsliðin skuli spila kraftabolta — sem er hvorki áferðarfallegur né skemmtilegur — meðan það skilar árangri á Englandi. í stað þess að leita leiða til að bæta spilið og fótboltann um leið beygja þeir sig undir þessa staðreynd. Meira að segja George Graham, framkvæmdastjóri Ar- senal, sem oft hefur spilað knatt- spymu eins og hún gerist best, tók um daginn nokkra leikmenn út úr liði sínu — meðal annars Anders Limpar, sem sennilega er einn besti leikmaður á Englandi. Hann gaf þá skýringu að hann yrði því miður að taka þá út og setja inn leikmenn sem væru harðari og meiri sparkarar því menn hefðu einungis áhuga á hversu mörg stig liðið halaði inn en ekki hversu skemmtileg knattspyrnan væri. En hver er framtíð enskrar knattspymu? Munu ensk landslið halda áfram að verða sér til skammar á alþjóðavettvangi? Eitt er víst: Meðan kraftafótboltinn ■ skilar árangri á Englandi verður erfitt að fá enska þjálfara til að breyta hugsunarhætti sínum. Og meðan hugsunarhátturinn breyt- ist ekki munu landsliðin og félags- liðin ekki vinna marga Evrópu- eða heimsmeistaratitla. ætlar til Bandaríkjanna „Þú getur enn leikið í úr- & slitum heimsmeistara- keppninnar. Þú hefur hæfileikana. Það er þitt að koma þér í nógu gott líkamlegt form en ef þú vilt keppa þá geturðu það.“ Þetta segist snillingurinn Pele hafa sagt við Diegó Maradona síðast er þeir hittust. Pele hvatti Marad- ona til að skella sér á fiillu í barátt- una á ný og knattspyrnugoðið Maradona ætlar að taka hann á orðinu. Maradona leikur nú með Se- villa á Spáni. Hann hefur einhvern tímann verið í betra líkamlegu formi en töffamir búa enn í fótum hans og Argentínumenn geta ekki hugsað sér betri fréttir en þær að Maradona gefi kost á sér í argent- ínska landsliðið að nýju. VIGGÓ SIGURÐSSON Hálfatvinnumennska staðreynd m ,J Nú liggur ljóst fýrir v4yV hvaða lið mæta FH og ^ Val í annarri umferð Evrópukeppninnar í handknatt- leik. I fyrstu umferð afgreiddi FH Kyndil frá Færeyjum léttilega, Valsmenn voru ekki í vandræð- um með norska liðið Stafangur en Víkingar féllu fyrir fimasterku liði Runar frá Noregi. Það má því segja, að úrslit fyrstu umferðar- innar hafi verið „eftir bókinni". Runar hefur styrkt lið sitt frá í fyrra og voru þeir þó sterkir fyrir. Víkingar hafa hins vegar misst mannskap og því var við ofurefli að etja. Norðmenn hafa endur- skipulagt alla þjálfun undanfarin ár og lagt mikla peninga í bolt- ann. Norskur karlahandbolti, sem hefur lengi verið í öldudal, virðist vera að sigla ffam úr þeim Peningamálin skipta miklu máli í upp- byggingu handboltans. Það er morgun- Ijóst, að sum tslensku félaganna fara sér alltofgeyst hvað varðar greiðslur til leik- manna. íslenska. Mótherjar FH í annarri um- ferð, Ystad, eru mjög sterkir og verðugir andstæðingar. Fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði, sem er slæmt, því möguleikar FH-inga eru mildir. Að fenginni reynslu, FH-ingar: Ef þið vinnið þá úti.og sláið þá út úr keppninni, alls ekki mæta í veislu hjá þeim eftir leikinn. Þar nota nefnilega Wadmark (hann býr í Ystad) og félagar tækifærið til að láta þriðja leikinn fara fram. („Ystad-málið" er geymt en ekki gleymt hjá Vík- ingum!) FH-Iiðið er mjög gott um þess- ar mundir, mjög góð blanda af reyndum og efnilegum leik- mönnum. Það sem ég held að geri útslagið er spurningin um það hvort Kristján Arason verð- ur orðinn góður af meiðslum sín- um eða ekki. Valsmenn eiga að komast áfram. Þeir eru með mjög skemmtilegt lið, horna- og línu- mann í heimsklassa auk þess sem Guðmundur Hrafnkelsson markvörður bregst ekki þegar á reynir. Veikleiki Vals er, að þeir hafa reynslulida leikmenn í lykil- stöðum. Leikmenn eins og Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson eru mikil efni og leikimir því góð prófr aun fyrir þá. Það má segja að lið FH og Vals eigi að geta staðist öðrum félags- liðum snúning fyrir utan spænsku og þýsku liðin. í Þýska- landi og á Spáni eru peningar ekki vandamái í boltanum og for- ráðamenn stóru liðanna setja stefnuna ekki síður á Evrópu- meistaratítil en landstitil. Ég veit, að til dæmis leikmenn FC Barcel- ona á Spáni fá geysilega háar greiðslur fyrir hverja umferð sem þeir komast áfram í Evrópu- keppninni - að ekki sé nú talað um fyrir Evrópumeistaratitilinn sjálfan. Peningamálin skipta miklu máh í uppbyggingu handboltans. Það er morgunljóst, að sum ís- lensku félaganna fara sér alltof geyst hvað varðar greiðslur til leikmanna. Það er spurning hvort ekki þurfi að skoða þessi mál frá grunni, en það er ljóst að hálfat- vinnumennska er nú þegar stað- reynd í íslenskum íþróttum. Hötundur er handknattleiksþjáltari.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.