Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PKCSSAN 15. OKTÓBER 1992 15 Verðbréfasjóðir Fjárfestingarfélagsins Skandia RÆTTUMADUEKKA GENGIÐ OG OPNA SJOÐINA ADSTOD SV Forráðamenn Fjárfestingarfélagsins Skandia á íslandi bíða nú eftir ákvörð- un fr á yfirmönnum sænska móður- félagsins um framtíð fyrirtækisins. Er talið líklegast að Svíarnir komi til aðstoðar við opnun verðbréfasjóða Skandia. Sjóðimir hafa sem kunnugt er verið lokaðir í á aðra viku og hafa eigendur á meðan ekki getað fengið hlutdeildarskírteini sín innleyst. Aðstoð Svíanna mundi þá felast í því að veita verðbréfa- sjóðunum (járhagslegan stuðning fyrst eítir að þeir væru opnaðir. Slíkur stuðningur er nauðsynleg- ur á meðan jafnvægi er að komast aftur á rekstur sjóðanna, því gera má ráð fyrir að innlausnir ykjust verulega fyrst effir að opnað væri. Einnig knýr á um þennan stuðn- ing að Fjárfestingarfélagið Skand- ia nýtur ekki lengur þeirrar fyrir- greiðslu sem fýrirtækið hafði í Is- landsbanka. Þá blasir við að ef og þegar sjóðirnir verða opnaðir verður gengi þeirra lækkað. Að sjálfsögðu liggja ekki fyrir upplýsingar um hve mikið. Samkvæmt þeim ágreiningi sem komið hefur upp um verðmæti eigna í sjóðunum má leiða að því líkur að gengis- lækkunin í stærsta sjóðnum, Verðbréfasjóðnum hf., yrði upp á fimm til sjö prósent. Margir telja þó að lækkunin yrði meiri til að koma sjóðunum strax niður á fastan grunn og til að þeir sem ætla að leysa fé sitt út sjái að þeir geti allt eins geymt það inni leng- Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er hugsanlegt að sjóð- irnir verði opnaðir fyrir helgi en engin ákvörðun hafði verið tekin um það þegar þetta er ritað. f höf- uðstöðvum Skandia í Stokkhólmi fengust þær upplýsingar að unnið væri að frekari upplýsingaöflun þar um gang mála. Tveir fiilltrúar Samtaka fjárfesta á íslandi, þeir Sigurjón Ásbjörnsson og Karl Jóhann Ottósson, áttu fund með Leif Victorin, forstjóra Skandia Norden og helsta tengilið Skandia við Island. Tæplega er ástæða til að leggja of mikla merkingu í þann fund. Það þykir sjálfsögð kurteisi að taka á móti gestum langt að í Svíþjóð, en þær viðræð- ur hafa tæpast mikið að segja. ÁGREININGUR UM KAUP- VERÐIÐ LÁTINN BÍÐA Nú þegar ákvörðun um opnun sjóðanna er komin til eigenda Skandia í Svíþjóð liggur fyrir að ágreiningurinn um kaupverðið hefur verið settur til hliðar. Fram- hald hans bíður væntanlega gerð- ardóms. Það er þó ljóst að ágreiningur- inn hefur ekkert minnkað og er augljós reiði á milli aðila vegna þess hvernig að riftuninni var staðið. Forráðamenn Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hafa fengið annan endurskoðanda, Inga R. Jó- hannsson, til að fara yfir fyrra uppgjör Tryggva Jónssonar. Var það gert í samráði við Bankaeftir- lit Seðlabankans og munu niður- stöður Inga hafa verið þær sömu ogTryggva- Eins og kom fram í blaðinu í síðustu viku er um gömul við- skipti að ræða — síðan fyrir 1990. Voru tilgreind fjögur dæmi en ljóst er að mikill ágreiningur ríkir um þau. Forráðamenn Fjárfest- ingarfélags fslands segja að búið hafi verið að gera grein fýrir þeim og afskrifa að fullu. Staðfestir upp- gjör endurskoðanda það. Allir aðilar sem rætt var við eru sammála um að ekkert annað en gengislækkun á verðbréfasjóðun- um hafi komið til greina eftir að sex mánaða uppgjör endurskoð- anda lá fyrir. Benda menn á að það væri þá bara til samræmis við efnahagsástandið í þjóðfélaginu, sem hefur vitanlega haft mikil SÖLUVIÐRÆÐUR VIÐ LANDSBRÉF Eitt af því sem vekur athygli í öllu þessu máli er tilraunir for- ráðamanna Fjárfestingarfélagsins Skandia til að selja verðbréfasjóð- ina áður en þeir gripu til riftunar. Mun það hafa verið gert með þeim hætti að um miðjan septem- ber sneri Ragnar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Fjárfestingarfé- lagsins Skandia, sér til fulltrúa Landsbréfa og orðaði hugsanlega sölu sjóðanna. Einn eða tveir fundir urðu um málið, en salan mun hafa strandað á viljaleysi Landsbankans, eiganda Lands- bréfa, sem ekki hafði hug á að hella sér með svo afgerandi hætti út í rekstur verðbréfasjóða. Tvær ástæður hafa verið nefnd- ar fýrir þessari sölu. Annars vegar að þeim Skandiamönnum hafi ekki tekist að ná því sambandi við starfsfólk sjóðanna sem þeir töldu æskilegt og hitt að í raun hafi þeir fyrst og fremst haft augastað á Frjálsa lífeyrissjóðnum. Starfsemi hans hafi fallið að þeirri mynd Gísli Örn Lárusson forstjóri Skandia: Bíður eftir ákvörðun Svíana um framtíð verð- bréfasjóðanna. sem Skandiamenn sáu íýrir sér í tengslum við tryggingaumsvif sín. Það er þó ljóst að engan veginn öl! kurl eru komin til grafar í rift- unarmálinu. Bankaeftirlitið mun hafa gert Skandiamönnum grein fyrir að opnun sjóðanna væri á þeirra ábyrgð, óháð því hvernig kaupin hafa gengið fyrir sig. Sigurður MárJónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.