Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 34
34 Popp FIMMTUDAGUR Móeiður Júníus- dóttir ásamt djasstríói skemmtir á bjórhátíðinni Októberfest á Berlín í n af bjór kostar einungis sexhundruð krónur. Þeir sem hafa ekki sterka handleggi ættu að halda sig við hálfan lítra í einu. • Viðar og Þórir sem eru Jóns- og Úlfarssynir leika aftur á Borgarvirkinu eftir andlitslyftinqu. Ekki eigin and- litslyftingu, þrátt fyrir að það væri nú kannski ekki svo galin hugmynd, heldur andlitslyftingu Borgarvirkisins, sem hefur nú stærra dansgólf og ný rúðugler. • Guðmundur Rúnar er hreint ágætur trúbador og andsk.. flottur á hjólinu. Hann verður sem fyrr á Fóg- etanum. • Fánar eru gleði- og skemmtisveit með ágætan húmor, — að minnsta kosti að eigin dómi. Þeir skemmta á Feita dvergnum við Höfðabakka- brúna. • George Grossman og Rut Reg- inalds eru nýr dúett. Þau blúsa af mikilli tilfinningu á Blúsbarnum. • Megas og Risaeðlan. Megas syngur um þrifalegar, þröngar og þrettán á útgáfutónleikum sínum á Púlsinum. Megas er ágætur, sérstak- lega þegar hann er svolítið dónaleg- ur, óg Risaeðlan getur verið ansi skemmtileg — þegar hún er ekki mjög dónaleg. Bein útsending verð- ur á Bylgjunni sem Holtakjúklingar styðja, en hvers vegna er óljóst. • Diarmuíd O'Leary and the Bards eru írsk þjóðlagagrúppa sem hefur átt topplög á írska þjóðlagavin- sældalistanum. Þeir eru veraldarvanir strákarnir, enda í þriðja sinn sem þeir spila á íslandi. • Jötunuxar halda gítarstyrktartón- leika á Grjótinu fyrir gítarleikara hljómsveitarinnar sem varð fyrir því óhappi að brjóta gítarinn sinn fyrir skömmu. Þeir ásamt • KFUM and the andskotans og • Bleeding Volcano ætla að skemmta í hljómsveitarveislu á Grjót- inu ásamt landsþekktum skemmti- kröftum sem ekki er hægt að nefna á prenti því þeir taka offjár fyrir slíkar nafnbirtingar. Allar þessar hljóm- sveitir eru í þyngri kantinum og spila ekkert vælupQþp. • Svartur pipar er orðinn hafnfirsk útflutningsvara í Reykjavík með þau Margréti Eir og Gylfa Má í broddi fylk- ingar. Þau gala á Gauknum í kvöld. • Nýdönsk er nýkomin úr fimm vikna dvöl á Englandi þar sem þeir piltarnir voru í einangrun að semja og syngja lög fyrir væntanlega hljómplötu. Að auki hefur kyntáknið Björn Jörundur Friðbjörnsson sýnt á sér nýja og forvitnilega hlið með túlkun sinni á aulanum í Sódómu Reykjavík. Hann, Daníel, Jón Ólafs og allir hinir mæta því ferskir til að skemmta glamorliðinu í Ingólfscafé í kvöld. Líklegt þykir að þeir leiki lög af væntanlegri hljómplötu og auk þess munu þeir flytja gamalkunnugt og geðþekkt efni, kannski Alelda, eða jafnvel Steypireið. • Fánar flagga sínu besta á Feita dvergnum. • Af lífi og sál er stærsta rokk- grúppa landsins og syngur meðal annars um blóð, svita og tár af lífi og sál — lög Chicago, James Brown og fleiri. Þeir verða á Púlsinum í kvöld. • Gömlu brýnin leika jafnvel gam- alt rokk á Dansbarnum. • Redhouse er blúsband samsett af tveimur útlendingum, þeim Sammy George og James Olsen, sem er barþjónn í aukavinnu, og Pétri Kolbeinssyni á Blúsbarnum. • Rokkvalsinn er tveir gítarar og ein rafmagnsnikka. Það er bannað að dansa gömlu dansana á Fógetanum. • Viðar og Þórir leika nú á öðrum stað í Borgarvirkinu eftir stóraðgerð sem framkvæmd var á staðnum á dögunum. Það er sveitatónlist sem þar dynur. Hún heyrist væntanlega ekki lengur út á götu, því tvöfalt rúðugler hefur verið sett í Borgarvirk- ið. • Tveir Logar eru enn timbraðir eftir stórfýllerí síðustu helga á Rauða Ijóninu. • Fánar verða feitir og fínir á Feita dvergnum. • Svartur pipar með hafnfirskt han^stélspopp á Púlsinum. • Todmobile og Die Fidlen Múnchener skemmta á lokakvöldi Októberhátíðar á Hressó. Mikið verð- ur um að vera á Hressó í kvöld; mikið jóðlað, mikið drukkið og mikið etið. Opið verður út í garð og saltkringlur á hverju borði. Og síðasti séns er að láta ofan í sig ódýran bjór, því senni- lega er ár í að menn fái aftur svo ódýran bjór — nema auðvitað þeir sem eru í klíkunni. • Gömlu brýnin leika alls ekki vals heldur gömul Bítla- og Kinks-lög. Þeir eru semsagt ekki mjög gömul brýni. • Redhouse eða þeir Pétur Kol- beins, Sammy George og James 01- sen á Blúsbarnum. • Rokkvalsinn samanstendur af gítar, nikku og gítar og er mjög raf- magnaður. • Viðar og Þórir eru væntanlega farnir að venjast breytingunum á Borgarvirkinu og fastagestirnir einn- ig- • Tveir Logar tendra hjörtu Seltirn- inga á Eiðistorginu, nánar tiltekið á stórbarnum Rauða Ijóninu. Þeir eru svolítið írskir í eðli sínu, enda frá Vest- mannaeyjum. SUNNUDAGUR • Diarmuid O'Leary and the Bards eru írsk þjóðlagahljómsveit sem spilar í fjórða sinn á íslandi og nú á Púlsinum. Þeir eiga lagið Lan- igan's Ball sem er af einni mest seldu breiðskífu sem gefin hefur verið út á írlandi. • Rut Reginalds og George Grossman mynda nýjan blúsdúett á Blúsbarnum. • Guðmundur Rúnar trúbador fúnar enn á Fógetanum. Hann þyrfti á fúavörn að halda. • Sálln hans Jóns mfns tekur rispu á Gauknum í kvöld og reyndar einnig á mánudagskvöld. • Viðar og Þórir enn í Borgarvirk- inu en eru að fara í nokkurra daga frí. Sveitaböll • Þotan í Keflavík býður upp á nágranna sína; Svartan pipar úr Hafnar- firðinum. LAUGARDAGUR • Sjallinn á Akureyri ætlar að bjóða Nýdanska velkomna, sérstaklega ef þeir spila nýtt popp af plötunni sinni. • Hótel Selfoss: Hin írska þjóð- lagagrúppa Diarmuid O'Leary and the Bards og Ingimar Eydal skemmta í kompaníi. • Höfði í Vestmannaevjum verður með stórsveitina Af lífi og sál í kvöld — grúppa sem tekur meðal annars góð James Brown-lög. • Þotan í Keflavík er með Sauðár- krókspopparann Geirmund Val- týsson á sínum snærum í kvöld. Barir Drykkjumaður PRESS- UNNAR á það til að detta inn á Café Ro- mance, yfirleitt vegna þess að hann er of þreyttur eða þyrstur til að ganga upp Bakar- abrekkuna á vit staða sem hon- um finnst bæði skemmtilegri og þægilegri. Því hin raunverulega gullöld Café Romance er liðin og það fyrir löngu, mælt á líf- tíma íslenskra veitingahúsa. Hún var í fyrra þegar staðurinn var ekki orðinn næstum þvf eins vinsæll og hann er nú og drykkjumaður gat setið þar og drukkið kaffi og koníak í friði og spekt. Öðruvísi en nú þegar menn þurfa oft að olnboga sig gegnum mannþröng til að kom- ast á barinn þar sem þeir eru látnir greiða drykkina allmiklu dýrara verði en gengur og ger- ist á veitingahúsunum í mið- bænum. Úrvalið á barnum er heldur ekki ýkja merkilegt og ef menn gæta sín ekki er hætt við að kaffið í bollanum sé hland- volgt. Romance hefur semsagt breyst úr því að vera þægileg koníaksstofa yfir í að vera há- vaðasamur og þröngur bar. Það eru léleg býti fyrir flesta, nema kannski starfsmenn útvarps- stöðva sem virðast líta á staðinn sem nokkurs konar klúbb... FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 Skemmtitrióíð Fánar — sérfræð- ingar í aö gleðja fitlu hjðrtun í saln um. INO BLU$ vetrinum lifnaryfir næturstemmningu borgarinnar og ígleðipakkan- um er sífellt fjölbreyttara tónlistarlíf. Til dæmis hefur skotið upp kollinum skemmtitríó eitt sem nefnir sig Fána. Berasteinn Biöraúlfsson, sem sér bæði um að tromma og syngja, segir að þeir séu svo skemmtilegir að fólk geti ekki annað en brosað þegar það hlustar á hljómsveitina og horfir. „Við spilum gamla sving-rokk-slagara en flesta íeigin útsetningu og eru „orginalarnir" þvi töluvert breyttir frá þvi sem fólk á að venjast. Við getum kallað tónlistina „jollý-sving-blús","segirhann. Viðbrögð áheyrenda hafa, að hans sögn, verið með miklum ágætum en svolítið erfitt hafi verið að koma sér i gang. „Við stefnum að þvíað gefa út plötu bráðlega sem kemur óefað til með að breyta við- horfi Jóa í stofu." Með Bergsteini i tríóinu eru Þórður Höanason. sem spilar á kontrabassa, og Maanús Einarsson. sem spilar á gítar og syngur. Sá síðarnefndi er Rásar 2-hlustendum að góðu kunnur en Þórður er tónlistar- maður að atvinnu og hefur lengst afhaldið sig við klassík- ina. Þó hefur hann djassað töluvert og var meðal annars i Cling gló-tríóinu. Að öðrum meðlimum hljómsveitarinnar ólöstuðum má svo geta þess, í framhjáhlaupi og trommaran- um til hróss, að hann er óhemjufyndinn og ákaflega lifandi músíkant. Fánar eru að koma sér i gang næstu vikurn- ar og hyggjast spila bæði á Gauknum og Hressó seintí þessum mánuði og fram í þann næsta. Brynja Vífils til Austurríkis Brynja Vífilsdóttir er módel PRESSUNNAR þessa vikuna en hún er nemandi í Kvenna- skólanum í Reykjavík, auk þess að starfa sem fyrlrsæta hjá lcelandic Models. Hún er orðln töluvert þekkt andlit hér heima vegna vinnu sinn- ar en erlendis hefur hún ekki enn reynt fyrir sér, enda að- eins nítján ára. „Ég fer til Austurríkis nú í nóvember til að taka þátt í keppninni um „Queen of the World"," segir Brynja, sem fer utan ásamt annarri stúlku sem keppti um tilnefningu sem forsíðu- stúlka Vikunnar. „Ég sé til hvernig mér gengur og mað- ur veit aldrei hvað verður. Hér hef ég unnið við það sem til hefur fallið, sýningar og annað." Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sinfónían nær fólkinu Eitt sinn var Sinfóníuhljómsveit íslands í hugum alls almennings eitt- hvað upphafið og fjarlægt, eitthvað fyrir annað fólk — annað fólk í þröngum hópi. Þetta viðhorf hefur breyst mjög hin síðari ár og eru það ekki síst aðstandendur hljómsveitar- innar sjálfrar sem hafa unnið að því að gera tónlistina aðgengilegri íyrir stærri hóp manna og kvenna. Hljómsveitin hefur verið í harðri samkeppni við fjölmiðla og önnur svið afþreyingar en hefur unnið markyisst að því að gera tónleika- ferðir að réglulegum viðburði í hug- um fólks og tilveru. „Ég býst við að Sinfónían sé orðin meiri almenn- ingseign en áður,“ segir Helga Hauksdóttir, tónlistarmaður og starfsmaður hljómsveitarinnar. „Við höfum reynt að höfða til fólks með því að skipta verkefhum niður í raðir og viðtökur hafa verið einstaklega góðar. Á tónleika koma því stöðugt nýir hópar fólks. Með því að skipta tóníistinni í raðir verð- ur hún aðgengilegri og að öðrum ólöstuðum verður að segjast að sú græna hefyr reynst einna eftirsóttust.“ 1 kvöld spilar einleik með Sinfóníunni Ungverjinn Gyorgy Pauk. Hann er með þekktari fiðlurum sinnar kynslóðar en hingað hefur hann komið nokkrum sinnum áður. „Hann er mjög eftirsóttur fiðluleikari og hefur spil- að um heim allan,“ segir Helga. „Hann er einkar geðugur og skemmtilegur spilari og tilheyrir þessum fágaða evrópska kúltúr og leggur því ekki stund á forseraða spilamennsku þar sem bensínið er stöðugt í botni.“ Hljómsveitar- stjórinn Tamas Vetö er landi Pauks en þetta er í fýrsta sinn sem hann kemur hingað til lands. Gyor-gy Pauk, sem spilar með Sinfóníunni í kvöld, er með þekktarifiðlur- um sinnar kyn- slóðar og hefur komiðfram um heim allan. Símalög segja margt Það er misleiðinlegt að bíða í síma fyrirtækja og stofnana landins, Erfitt er að geta sér til um hvaða kenndir ráða því hvaða tölvupopp, dægurlög eða sinfóníur berast manni til eyrna á meðan beðið er eftir að ná sambandi við upptekna menn. Það er til dæmis afar róandi að hringja á Alþingi íslendinga, því þar hljómar lagið Fram iheiðanna ró.fann égbólstað ogbjó... þótt maðurímyndiséraðinnandyraríki ekki mikill ffiður eða ró, en þar hafa ýmsir þingmenn hins vegar fundið sér endanlegan bólstað. Á annarri stofnun, Ríkisútvarpinu, hljómar hins vegar vægast sagt ömurlegt þunglyndisstef; gamla biðstefið sém var á undan öllum fréttatímum gufunnar hér á árum áður og reyndar ailtaf þegar millibilsástand skapaðist milli dagskrárliða. Ef einhver er fljótur að tengja hljómar það svona: Du, du, du, du, DU, du, du, du, du, du, du, du. tölvupoppið. Og um jólin koma svo hreinir hvítir tónar frá Bing Crosby og öðrum álíka. Á þeirri virðulegu stofnun Rauða Ijóninu, þar sem bjórhátíðin var haldin um síðustu helgi, og út- gerðarfyrirtækinu Eldey í Keflavík hljómar enskt þjóðlag frá 16. öld; Greensleeves, sem margir íslendingar ættu að kannast við, en þetta var kynningarlag enskukennsluþátta frá því snemma á ferli Sjónvarpsins. Það er skemmst frá því að segja að hjá Vífilfelli, sem framleiðir Coca-Cola, heyrist lagið I’d like to teach the world to sing, in perfect hannony... Á Bæjarleiðum hljómaði til skamms tíma feikna- leiðinlegt tölvupopp sem var tekið af vegna kvartana Hjá leigubiffeiðastöðinni Hreyfli heyrast sinfóníur í léttum dúr eftir viðskiptavinanna, en það gerist hjá æ fleiri fyrirtækjum, enda fer tölvu- að símastúlkan hefur sagt: „Hreyfill borð níu, augnablikÞað skal tístið verulega í taugarnar á mörgum sem taka þögnina langt ffamyfir. viðurkennt að ýmsar þeirra eru hreint ágætar, mun skemmtilegri er

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.