Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin I Gyorgy Pauk er Ung- Iverji, búsettur í Lundúnum, log þykir einhver snjallasti Ifiðluleikari sem nú er uppi. Frægðarferill hans er glæsilegur, hann hefur leikið með flestum frægustu hljómsveitum og hljómsveitarstjórum heims, en nú spilar hann með Sinfón- íuhljómsveit íslands. Stjórnandinn er Ungverjinn Tamas Vetö, en á efnis- skránni eru Fiðlukonsert nr. 2 eftir Bar- tók, Marosszekar-dansar eftir Kodály og Sinfónía nr. 3 eftir Robert Schu- mann. Tónlistarviðburður. Háskólabíó kl 20. • Jón Þorsteinsson tenórsöngvari hefur dvalið langdvölum í Hollandi, en kemur annað slagið heim og syng- ur sinni björtu röddu. Á þessum tón- leikum syngur Jón lög eftir norræn tónskáld, en undirleikari hans er Gerrit Schuit píanóleikari. íslenska óperan kl. 14.30. Leikhús FIMMTUDAGUR Svanavatnið. Flytjend- l™| ^^jur eru dansarar úr frægustu L/^ballettflokkum heims, Bols- ^:!*™hoi og Kirov frá Rússlandi. Það er ekki oft að ballett af þessu tagi sést á íslandi. Kannski er uppselt. Þjóð- leikhúsið kl. 14 & 20. • Dunganon „Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í upp- byggingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðrum skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið," skrifaði Lárus Ýmir Öskarsson í leik- dómi. Borgarleikhús kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn „Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina með hæfi- legu ívafi af umhugsunarefni, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu," sagði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Bandamannasaga Leikgerð Sveins Einarssonar, byggð á sam- nefndri fornsögu. í hlutverkum eru leikbrúður en líka leikararnir Borgar Garðarsson, Ragnheiður Elfa Arnar- dóttir, Jakob Einarsson og Felix Bergs- son. Norrœna húsið kl. 16.30. • Lucia di Lammermoor Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. /s- lenska óperan kl. 20. • Fröken Julie Sýning Alþýðuleik- hússins á strindbergskum djöfulmóði. En kemst hann til skila? Tjarnarbœr kl. 21. • Stræti. „Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Leikararnir smyrja vel á, en ævinlega með sannleika persón- unnar og atburðarins sem fastan grunn. Útkoman: grátleg og spreng- hlægileg blanda," segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Snnðaverkstœði, kl. 20. • Dunganon. Borgarleikhúsið, kl. 20. • Svanavatnið Þjóðleikhúsið kl. 16 & 20. • Bandamannasaga Norrœna hús- iðkl. 13. LAUGARDAGUR • Dunganon. Borgarleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stœði, kl. 20. • Svanavatnið. Þjóðleikhúsið kl. 16 &20. mála í Norræna húsinu á sunnu- daginn, en klukkan 14 þann dag verður sýnd þekktasta mynd A- bergs, „Sállskapsresan" (sem reyndar náði talsverðum vin- sældum í íslensku bíóhúsi), en klukkan 16 rís hann svo sjálfur upp og segir frá kvikmyndum sínum. í anddyri er svo sýning á veggspjöldum sem hann hefur gert. Allt er þetta svo í tilefni þess að ný mynd eftir Aberg verður frumsýnd í Bíóhöllinni. Hún heitir „Den ofrivillige golf- aren" sem útlagt er Seinheppni golfarinn. Myndlist I# Finnsk aldamótalist Iprýðir veggi Listasafns ís- *lands frá og með laugar- Idegi. Sýningin kemur frá pListasafninu í Ábo og eru verkin frá árunum-1880-1910, sem var mikil gullöld í finnskri myndlist. Opið kl. 12-18. • Sigurlaug Jóhannesdóttir & Kristján Kristjánsson opna sýn- ingu í Nýlistasafninu á laugardaginn. Kristján sýnir uppi, Sigurlaug niðri. Op- iðkl. 14-18. • Erla B. Axelsdóttir heldur sjö- undu einkasýningu sína í Listasafni Al- þýðu við Grensásveg og verður hún opnuð á laugardag. Þarna sýnir Erla fjörutíu málverk sem hún hefur málað síðastliðin ár. Opiðkl. 14-19. • Þorvaldur Þorsteinsson er hugsandi listamaður sem miklar vonir eru bundnar við. Þeir sem aldrei fara upp í Breiðholt geta varla komist hjá því að brenna upp í Gerðuberg. Opið kl. 13-16, lokað á sunnudögum. • Suður-amerísk og mexíkósk grafík kemur frá listasafni Banco di Mexico. Þetta er farandsýning sem haldin er á vegum Listasafns Reykja- víkur í Geysishúsinu. Opið kl. 9-17 virka daga, 13-16 um helgar. • Jóhann Eyfells. Verk eftir Jóhann má ekki bara sjá á stóru yfirlitssýning- unni í Listasafninu, heldur líka í Galleríi 11 við Skólavörðustíginn. Sú sýning ber yfirskriftina „Mismunur leystur í sundur" og eru það verk sem eru unn- in með afritunartækni í samspili jarðar, efnis og aðdráttarafls. Opið kl. 14-18. • Karin Tiberg & Thorleif Alpen- berg eru listamenn frá Svíþjóð og setja upp sýninguna „Lursong-Bronze Age Echoes" í Slunkaríki vestur á ísa- firði. Þetta er ísetningsverk, hugleiðing þeirra um tímaskeið bronsaldar í Skandinavíu. Opiðkl. 16-18. • Edda Jónsdóttir heldur þrett- ándu einkasýningu sína í listsalnum Nýhöfn í Hafnarstræti. Þarna eru stórar þrykkmyndir sem hún hefur gert und- anfarin tvö ár. Opið kl. 14-18. • Sæmundur Valdimarsson er kominn á áttræðisaldurinn og hefur fengist við að gera myndir úr steinum og rekaviði í næstum 25 ár. Hann hef- ur haldið níu einkasýningar og sýnir nú skúlptúra úr rekaviði í Galleríi Sæv- ars Karls. Opið á verslunartíma. • Listamenn frá Álandseyjum hafa hreiðrað um sig í Norræna hús- inu, ellefu talsins, málarar, grafíklista- menn og Ijósmyndarar. Þetta er liður í Álandseyjakynningu sem norræna batteríið hefur staðið fyrir. Opið kl. 14-19. • Björn Birnir er yfirkennari í mál- aradeild Myndlista- og handíðaskól- ans. Margir hljóta að vera þess fýsandi að sjá hvað hann fæst við sjálfur, en það eru meðal annars akrýlmyndir sem hann sýnir í FÍM-salnum við Garðastræti. Opiðkl. 14-18. • Magnús Kjartansson fer nokkuð sínar eigin leiðir í myndlistinni, einna mestur fagurkera af hérlendum fram- úrstefnumönnum. Hann sýnir myndir sem hann vann á pappír á árunum 1982—'89 í Listmunahúsinu í Hafnar- húsi. Síðasta helgi. Opiðkl. 14-18. SUNNUDAGUR • Heima hjá ömmu. Frumsýning á leikriti eftir Neil Simon, Bandaríkja- mann sem hefur skrifað fjölmarga vin- sæla gamanleiki. Borgarleikhúsið kl. 20. • Jóhann Eyfells hefur búið í Bandaríkjunum í marga áratugi og kemur lítt til íslands. Á sýningu í Lista- safni íslands er úrval af verkum eftir Jóhann, meðal annars skúlptúrar og pappírsverk .Opiðkl. 12-18. • Emil í Kattholti Leikrit sem er lík- legt til að geta höfðað til allra barna á öllum tímum. Bessi Bjarnason kann betur en aðrir að leika fyrir börn. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. • Hulda Hákon er búin að hengja upp á Mokkakaffi verk sem hún hefur gert með akríllitum á tré. Þetta eru portrett af dýrum í miðbænum! Opið kl. 9.30-23.30 • Hafið „Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi." Þjóðleikhúsið kl. 20. • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. Ókeypis • Kannski er Lasse Aberg ekki Laddi Sví- þjóðar, hann er að minnsta kosti öllu há- vaxnari en Laddi. En hann er feikn vinsæll og fjölhæf- ur grínisti. Það fer varla á milli • Bernd Löbach er myndlistarmað- ur og prófessor frá Þýskalandi og hef- ur sýnt víða um heim. Löbach er um- hverfislistamaður og notar listina til að sýna vandamál í umhverfinu, með efnum sem eru úrhrat neyslusamfé- lagsins. • Fígúra — fígúra er yfirskrift sýn- ingar í vestursal Kjarvalsstaða. Þar eiga verk nokkrir helstu myndlistarmenn af yngri kynslóð. í austursal er sýning á teikningum eftir Alfreð Flóka. Opið kl. 10-18. • Sesselja Björnsdóttir heldur málverkasýningu á pizzustaðnum Eld- smiðjunni á horni Freyjugötu og Bragagötu. Opiðkl. 11.30-23.30. „Það er ekkert í Sód- ómu Reykjavík sem bendir til annars en að Óskar geti staðið undir vœntingunum, þótt að vissu leyti sanni hann kannski ekki annað með myndinni en að hann getur verið sni EGILL HELGASON Sniðugt... SÓDÓMA REYKJAVlK REGNBOGANUM/HÁSKÓLA- BlÓI/STJÖRNUBÍÓI ★★★ Glæpasagan á ekkert líf í fásinni eins og er á ís- landi. Hennar umhverfí er iðandi milljónaborgin þar sem einstaklingurinn getur týnst í mannhafinu, þar sem mannlífið getur blómstrað í öllum sínum myndum, bæði litfögrum og skelfilegum. í Reykjavík getur kona ekki einu sinni stundað vændi án þess að komast í blöðin. Það hefur aldrei verið búin til brúkleg íslensk glæpasaga og verður sennilega seint. Ef íslenskt skáldmenni reynir að nota glæp sem þungamiðjuna í sögu eða bíómynd mætir hann útbreiddri vantrú og tortryggni. Svona getur ekki gerst hjá okkur, hugsar ís- lenski áhorfandinn og hefur sennilega rétt fyrir sér. Skáld- mennið verður að gjöra svo vel að snúa sér að öðru. Og þess vegna er Sódóman hans Oskars Jónassonar engin Sódóma. Heiti myndarinnar er öf- ugmæli. Þar er enginn vondur í raun og veru og varla neitt synd- ugur að marki. Bófarnir eru mestu meinleysisgrey, treggáfaðir, álappalegir, kómískir og saídausir sprellikallar. Allt er þetta hálfgert skrípó; varla skopstæling á einu eða neinu, heldur eru þessir und- irheimar uppfullir af frekar góð- látlegum aulahúmor sem vissu- lega getur verið ansi hlægilegur, oftastnær. Útkoman er lítil, fyndin mynd sem varla er ætlað að vera neitt meira en það og þarf heldur ekki að vera neitt meira en það. Per- sónurnar eru allar fígúrur, sem yfirleitt hafa ekki nema svosem eina hlið; þær hendast á milli at- burða og uppákoma, sem eru oft hlægilega afkáralegar og nógu sniðugar til að minna ekki um of á áramótaskaup eða lífs-myndir Þráins Bertelssonar. f sumum atriðum er þó ekki al- veg örgrannt um að Þráinn og al- þýðukómedíurnar hans gangi aff- ur. Aðalhugmyndin sem öll sögu- fléttan byggir á (ferð söguhetj- unnar um undirheima í leit að fjarstýringu móður sinnar) er fjarskalega glúrin; hún er eins og bindiefni sem heldur myndinni saman og kemur í veg fyrir að hún verði losaraleg, eins og er off hætt við þegar tekur að líða á gaman- myndir. Hins vegar er hugmyndin mátulega uppurin í lokin. Myndin hefði varla mátt vera mínútunni lengri. Frá tæknilegri hlið er varla yfir neinu að kvarta og full ástæða til að hrósa leikurum. Þeir fara flestir örugglegar og betur með hlutverk sín en í öðrum nýlegum íslensk- um bíómyndum, jafnvel þótt í hlut eigi óvant fólk. Fyrir það er líklega rétt að hrósa leikstjóran- um. Það eru gerðar mildar vænting- ar til Óskars Jónassonar. Að sumu leyti byggjast þær á smámyndum sem hann gerði með Oxsmá- hópnum sem einu sinni var, að öðru leyti á orðsporinu einu sam- an. Það er ekkert í Sódómu Reykjavík sem bendir til annars en að Óskar geti staðið undir væntingunum, þótt að vissu leyti sanni hann kannski ekki annað með myndinni en að hann getur verið sniðugur. Egill Helgason / strœtinu... STRÆTI EFTIR JIM CARTWRIGHT I SMfÐAVERKSTÆÐI ÞJÓÐLEIK- HÚSSINS LEIKSTJÓRI GUÐJÓN PEDERSEN Hvað er leikritið og hvað er sýningin? Fyrir fólk sem ekki þekkir til leik- húsvinnu er oft erfitt að skilja þarna á milli. Þau eru mýmörg dæmin sem við þekkjum af leiðin- legum og lélegum sýningum á góðum leikritum. Hitt er fágætara þótt það sé vissulega til að maður sjái góðar sýningar á lélegum leik- ritum. Til eru reyndar þeir sem segja að það síðarnefnda sé misskiln- ingur því að hvað sem leikrit sé ómerkilegt sem texti, þá sé eini raunhæfi mælikvarðinn á það sem leikrit hvað hægt er að gera góða leiksýningu með það sem grunn. Stræti er tvímælalaust leikrit sem gefur leikhúsfólkinu mikla möguleika til að sýna listir sínar, sérstaklega leikurunum. Það fjall- ar um atvinnuleysingja og undir- málsfólk í breskri iðnaðarborg. Þarna er hver persónan annarri skrautlegri og okkur er gefin inn- sýn í líf þeirra með stuttum svip- myndum. Um eiginlega fram- vindu er ekki að ræða, nema þá að klukkan gengur frá því árla kvölds þar til síðla nætur. Það er teiknuð upp mynd af ástandi fyrir áhorf- andann. Sagt er að vegna aukins at- vinnuleysis hér á landi eigi þetta leikrit erindi til okkar, en mér er það til efs. Ef það á erindi til okkar er það af því að þarna eru sann- ferðugar mannlýsingar (þótt dregnar séu sterkum dráttum) og svo er að þessu hin besta skemmt- un, sem sumum finnst nóg í sjálfú sér. Ekki er þó laust við að maður verði eilítið þreyttur á köflum og það hefði verið til bóta að kippa út nokkrum atriðum — það eina sem hefði rénað við það er hin „félagsffæðilega breidd“. Það er auðskiljanlegt af hverju Stræti er víðleikið verk. Þarna eru mjög mörg skemmtileg hlutverk, sem yndislegt er fyrir leikara að spreyta sig á. Og útkoman í þess- ari sýningu Þjóðleikhússins er eft- ir því. Þetta er leikhús sem bragð erað. Guðjón Pedersen leikstjóri fer skemmtilega leið. Hann keyrir upp groddaskapinn og menning- arleysið og smekkleysið sem fólk- ið býr við og stillir þar allt saman; leik, tónlist og leikmynd. Grétar Reynisson gerir hér sína fyrstu leikmynd um langt skeið sem ekki er byggð á hreinum formum flat- armálsffæðinnar og er það ágætis tilbreyting. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Sú tilhneiging að allir séu „eðlilegir“ á leiksviði, eins og tíðkast í kvikmyndum, er sem betur fer mjög á undanhaldi. Leik- ararnir smyrja vel á, en ævinlega með sannleika persónunnar og at- burðarins sem fastan grunn. Út- koman; grátleg og sprenghlægileg blanda. Hér gefúr að líta leiklist í hæsta gæðaflokki. Það sem Kristbjörg Kjeld gerir í þessari sýningu er magnað, svo maður nefni það al- besta. Maður sér ekki betri leik annars staðar á byggðu bóli. Hinir leikararnir eru líka hver öðrum betri: Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Róbert Arn- finnsson, Ingvar Sigurðsson... Það er langt síðan ég hef heyrt jafnlangvinnt lófatak að leiksýn- ingu lokinni. Lárus Ýmir Óskarsson Náttúru- spekingur óreiðunnar JÓHANN EYFELLS LISTASAFNI (SLANDS OG GALLERI11 Sýningarnar á verkum Jóhanns Eyfells í Lista- safhinu og Galleríi einn einn eru opinberun, ekki aðeins vegna þess að nú gefst okkur loks tækifæri til að sjá verk hans í öllu sínu veldi, heldur einnig vegna þess að þær staðfesta að hann er einn allra fremsti listamaður fs- lendinga í dag og einn mesti skúlptúristi af íslensku bergi brot- inn ffá upphafi. Á sýningunum tveimur má sjá verk sem spanna tímabiiið frá 1960 ffam á þetta ár, þær gefa því gott yfirlit yfir feril Jóhanns. Af þessu yfirliti að dæma þá sést vel að þau hafa haldið sérstæðum svip nánast ffá upphafi, eins og af úfnu nýstorknuðu hrauni. Margir ættu að kannast við gisna hrauka, sem standa fyrir ffaman Kjarvals- staði og Listasaftiið, og líkjast sér- kennilegum apalhraunmyndun- um. Jóhann hefur alla tíð haldið sig við svipaðar vinnuaðferðir, en hann hefur síður en svo staðnað, eins og nýjustu verkin á sýning- unni sanna, t.d. „Flatt sem flatt sem teningur". Því er raðað sam- an úr fjórum jafnhliða flötum, sem eru flatir en langt frá þvf að vera sléttir, reyndar eins hrjúfir og gljúpir og hægt er að vera án þess að þeir hætti að vera flatir. En við- fangsefni Jóhanns eru ekki sér- kenni íslensks landslags, jafnvel þótt verkin minni okkur á hraun- myndanir. fslensk náttúra hefur verið honum útgangspunktur til að nálgast þá náttúrukrafta sem eru alls staðar, alltaf. Hann hefur ekki áhuga á því hvernig fjallið lít- ur út heldur hvernig það varð til. Áhugi hans beinist að estetík Stórahvells frekar en Þingvalla- hrauns. Að baki þessum verkum býr ákveðin hugsun, náttúruspeki vildi ég kalla hana. Hún virðist ákaflega torræð, einkum vegna sérkennilegrar nýyrðasköpunar Jóhanns. En eftir nokkrar vanga- veltur sýnist mér að þarna séu á ferðinni hugmyndir sem megi rekja aftur til upphafs vísindalegr- ar hugsunar hjá forn-Grikkjum, sem í stuttu máli má lýsa þannig: veruleiki skynjunarinnar er ein allsherjar óreiða, og eina skipulag- ið í heiminum er að finna í hugs- un manna og notkun á táknum og tungumáli. Þannig eru ferningar og sléttir fletir ekki náttúrufyrir- bæri í strangasta skilningi, heldur aðferð okkar til að flokka og koma skipulagi á fyrirbærin, til að auð- velda okkur að ná valdi yfir að- stæðum okkar. „Varanleg" grunnform, eins og hringur, þrí- hyrningur og femingur, eru notuð í verkunum sem rammi utan um síbreytilegar og smásæjar málm- slettur, sem endurspegla hverfúl- leika efnisheimsins. Jóhann stillir upp ákveðnum andstæðum: nátt- úru og tungumáli, hendingu og nauðsyn, tíma og orku, í þeim til- gangi að gera okkur næm fyrir kraftbirtingu óreiðunnar. Hugmyndir Jóhanns koma skýrast fram í seinni málmverk- unum og pappírs- og tausamfell- unum svokölluðu. Þau eiga lítið sameiginlegt með handahófs- kenndum efnis- og formtilraun- um abstraktlistarinnar eins og hún birtist t.d. í „Art InformeT'. En málmverkin virðast kannski í augum sumra vera gamaldags vegna þess að þau eru ekki stað- bundin, eins og svo algengt er með skúlptúrlist í dag, vinna ekki með rýmið, eins og sagt er. En Jó- hann bindur sig ekki við víddir sýningarsalarins, hann sækist eftir því að gera okkur næm fyrir ör- víddum sameindanna jafnt sem óravíddum himintunglanna. Gunnar J. Árnason „Hérgefur að líta leiklist í hœsta gæðaflokki. Það sem Kristbjörg Kjeld gerir íþess- | ari sýningu er magnað, svo maður nefniþað albesta. Csér ekki betri leik > staðar á byggðu bóli.u LÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.