Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.0KTÓBER 1992 ÞETTA BLAÐ LEGGUR ALLT UNDIR ... eins og alþýðu- flokksmenn í Reykjavík eru tilbúnir að gera í næstu borgarstjórnar- kosningum. Á blaðsíðu lOmásjáaðþeireru meira að segja tilbúnir að leggja sjálfa heilaga Jóhönnu Sigurðardótt- ur undir sem borgar- stjórnarefni. ... eins og þeir sem hafa stundað spilavítin í Reykjavík, sem lesa má um á blaðsíðu 12. Lögg- an var hins vegar ekki tilbúin að leggja allt undir. Hún lokaði að- eins tveimur affjórum þekktum spilaklúbbum. ... þóekkiásamahátt og Mengele, engill dauðans, gerði í nafni læknavísindanna. Á blaðsíðu 19 má lesa um hvernig hann fékk úr því skorið hvort ein- hverjar afklikkuðustu kenningum hans um mannslíkamann stæð- ust. Hann gerði tilraunir á tvíburum sem enn þann dag í dag þurfa að líða fyrirþær. ... eins og mennirnir sem fluttu inn hass i málningardósum. Þeir lögðu æru sina og frelsi að veði fyrir von um skjótan hagnað. Og þrátt fyrir að þeir væru gripnir glóðvolgir fyrir fjórum árum hafa þeir enn ekki þurft að gjalda það sem þeim ber. Það er regla frekar en und- antekning hjá ávana- og fíkniefnadómstóln- um eins og sjá má á blaðsíðu 9. Af hverju réðst þú ekki ein- hvern af þessum mönnum sem brugga og græða á því, í stað þess að gefast upp og selja áfengisframleiðsluna, Höskuldur? ,Ætli það hefði verið svo góður kostur, ég er ekkert viss um að ágóðinn af kunnáttu þessara manna hefði lent í ríkiskassan- um.“ Umfangsmikið bruggmál upplýstist í Grafarvogi í vikunni og viðurkenndu tveir ungir menn að hafa framleitt og selt hátt í 600 lítra af landa frá því í sum- ar. öll áfengisframleiðsla Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur verið seld, þar sem hún stóð ekki undir sér. Höskuldur Jónsson er forstjóri ÁTVR. F Y R S T F R E M S T HÖRÐUR SIGURGESTSSON. Eimskip vill helst ekki byggja hótel án spilavítis. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Skemmti sér með kraftakörlum í gleðisölum ríkisins. EIMSKIP BÍÐUR ÁTEKTA EFTIRSPILAVrn Undanfarna daga hefur verið mikið fjaðrafok út af spilavítum á íslandi og víst að ýmsir eiga erfitt með að bíða þess dags að þau verði lögleyfð hérlendis. Einn þeirra aðila mun vera Eimskipafé- lagið, en sem kunnugt er hefur Hörður Sigurgestsson forstjóri mikinn áhuga á byggingu stórs hótels og hefur verið tekin frá lóð við Skúlagötuna í þessu skyni. Eimskipafélagsmenn hafa hins vegar ekkert verið að flýta sér að ráðast í bygginguna þótt teikning- ar séu nánast tilbúnar. Ein ástæð- an mun vera sú að þeir bíða þess að fjárhættuspil verði leyft hér líkt og í öðrum löndum. Munu þeir vart telja sér fært að ráðast í bygg- ingu svo stórs og glæsilegs hótels nema hægt verði að bjóða upp á fjárhættuspil. jÓN BALDVIN MEÐ AL- ÞÝÐLEGASTA MÓTl Síðustu daga hafa birst í fjöl- miðlum ótal myndir frá mikilli bjórhátíð á Eiðistorgi. Þar hefur meðal annars mátt sjá Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra, þar sem hann vaggar sér við hljómfall þýskra bjórsöngva, einna glaðværastur manna í góð- um hópi. Jón Baldvin hefur reyndar verið fram úr hófi alþýðlegur upp á síð- kastið. Ekki eru margir dagar síð- an hann tók að sér gestgjafahlut- verkið í veislu fýrir kraftajötnana ógurlegu sem kepptu um nafhbót sterkasta manns í heimi. Það at- vikaðist reyndar þannig að Jón og Bryndís Schram voru stödd í Borgartúni 6, gleðihúsi ríkisins, í afmælisveislu Jóhönnu Sigurð- ardóttur. En þegar aðrir gestir héldu heim eftir afrnælisfagnað fé- lagsmálaráðherra mættu krafta- karlarnir galvaskir og héldu utan- ríkisráðherrahjónin áfram og skemmtu sér með þeim fram á nótt. Að auki hefur mátt sjá þau hjón á Ítalíuhátíðum á Café Míl- anó þannig að óhætt er að segja að Jón Baldvin sjáist orðið við fleiri slík tækifæri en Dóra Einars. ÓLAFUR RAGNAR OG SVAVARÍ ATHYGLIS- KEPPNI Það getur varla hafa farið fram- hjá neinum hvernig þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson fara hamförum í fjöl- miðlum þessa dagana og greini- legt að þeir eru komnir í hat- ramma keppni um hvor fær meiri athygli. Svavar hefur varla verið meira áberandi í áraraðir, ekki einu sinni þegar hann var menntamálaráðherra. Telja marg- ir að það hafi kviknað svona ær- lega í honum eftir að Ólafúr Ragn- ar sá til þess að hann yrði ekki þingflokksformaður í sumarlok. í þeirri orrahríð flokksbræðr- anna sem nú stendur yfir var það Ólafur Ragnar sem átti fyrsta út- spilið þegar hann bauð ríkis- stjórninni upp á nýjar stjórnar- myndunarviðræður. Svavar svar- aði jafnóðum með því að boða blaðamenn á fund þar sem hann kynnti sáttagjörð alþýðubanda- lagsmanna í Reykjavík sem fólst í því að myndað var kjördæmisráð. Svavar hefur heldur ekki látið neitt tækifæri ónotað til að láta ljós sitt skína á þingi og er skemmst að minnast þess þegar hann krafði dómsmálaráðherra um svör vegna málningarfötu- málsins svokallaða nú í vikunni. Ýmsir velta því fyrir sér hvort þetta sé forsmekkurinn að frekari baráttu miili þeirra flokksbræðr- anna, enda sé ljóst að sátt náist ekki þeirra í milli eftir að Svavari var neitað um þingflokksfor- mennskuna. Spurningin sé hvort hann sé ekki þess fysandi að fella Ólaf Ragnar í kjöri á næsta lands- fundi og ná aftur formannssætinu í flokknum. KRISTINN ÆTLAR ALDREI í PERLUNA í síðasta tölublaði Vestfirska jféttablaðsins er mikið viðtal við Kristin H. Gunnarsson, þing- mann Alþýðubandalagsins fyrir Vestfirði. Kristinn lætur ýmislegt flakka og segist meðal annars vera sjálfstæðismaður í eðli sínu — með Iitlu essi. Fram kemur að í Jagger og McCartney hugleiða íslandsför Svo gæti farið að Islendingar eigi þess kost að horfa á Paul McCartney eða Mick Jagger á tónleikum hérlendis á næstunni. Að- standendur Skagarokks, með Sigurð Sverrisson í broddi fylkingar, eru að leita leiða til að vinna upp tapið af Skagarokkinu, sem að mestu átti rætur í lélegri aðsókn að tónleikum Black Sabbath. Sigurður stað- fesíi í samtali við PRESSUNA að þeir félagar væru að hugleiða „stórt nafn“ til tónleikahalds hér, en engin ákvörðun hefur verið tekin enn. Hann vildi ekki gefa upp hver eða hverjir það væru, en áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að það séu Jagger og McCartney. Fyrst mun hafa verið farið á fjörumar við Jagger og hann vera tilbúinn að koma, ef saman gengur um kostnað og dagsetningu. Niðurstaða fæst væntanlega nú um helgina. Von er á sólóplötu frá Jagger á næstunni og ef af tónleikum hér yrði væri það „frumsýning“ eftir útkomu plötunnar. Möguleikinn á að fá McCartney kom síðar til sögunnar og viðmælendur blaðsins væntu niðurstöðu í því máli á næstu dögum. McCartney hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að koma til fs- lands, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem gerð er alvöru- tilraun til þess. Þess má svo geta að tæknimennirnir sem fylgdu Jethro Tull og Black Sabbath hingað til lands voru yfir sig ánægðir með alla að- stöðu á Skaganum og þótti tón- leikahaldið heppnast tæknilega mjög vel. Ef af frekari tónleik- um verður er þó ljóst að þeir verða haldnir í Reykjavík — af fjárhagsástæðum. Sigurður Sverrisson og Skagarokks- menn reyna nú að fá aðalsprautur Bítlanna og Rolling Stones til tón- leikahalds hér til að borga niður hall- ann af Black Sabbath. fyrsta sinn sem Kristinn kaus þá greiddi hann Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt. Hann útskýrir það með því að hann hafi haft nokkurt álit á Matthíasi Bjarnasyni. Faðir Kristins er Gunnar Kristinsson, hitaveitustjóri í Reykjavík. Kristinn er samt harð- ur andstæðingur Perlunnar og hann er spurður að því hvort pabbi hans hafi ekki átt sinn þátt í byggingu Perlunnar. Kristinn seg- ir svo ekki vera, faðir sinn sé emb- ættismaður en ekki pólitíkus og bygging Perlunnar hafi verið pól- itísk ákvörðun. „Mér finnst þetta (Perlan) nú svona eitt ljótasta dæmið sem maður hefur séð um misnotkun valds og sóun peninga. Ég hef ekki farið þarna inn og hef ekki hugsað mér að gera það,“ segir Kristinn. Kristinn segir það sína spá að Davíð Oddsson verði ekki lang- lífur sem pólitíkus, það eigi annað betur við hann: „Leikari, Ijóð- skáld, það svona liggur betur fyrir honum.“ Um forsætisráðherra framtíðarinnar segist Kristinn vel geta séð þá Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon fyrir sér í því embætti, „...ég held að þeir séu mjög heilsteyptir báðir tveir“. KÁRI KEMURSUÐUR MEÐ KJÖTIÐ Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, er á góðri leið með að verða hálfgerð þjóð- hetja á íslandi, að minnsta kosti á meðal þeirra sem eru lítið hrifnir af landbúnaðarbákninu. En það er víst að Kári hefur ekki valið auð- veldustu leiðina. Á Húsavík var honum til dæmis gert að greiða rúmar 170 krónur í sláturkostnað fyrir hvert lamb meðan aðrir bændur greiddu um 70 krónur. Kári þiggur ekki styrki frá ríkinu og telja margir að barátta hans sé næsta vonlítil. En hann virðist ekki á þeim buxunum að gefast upp og um helgina er von á honum hingað á mölina með kjötið. Á laugardag- inn verður Kári í Kolaportinu og selur sjálfur kjötið sitt. Er sagt að þetta sé í fyrsta sinn í marga ára- tugi að íslenskur bóndi mætir sjálfur á markað og selur lamba- kjöt milliliðalaust til neytenda. ÓLAFUR RAGNAR GRlMSSON. Tekst honum að yfirgnæfa Svavar? SVAVAR GESTSSON Ætlar ekki að láta í minni pokann fyrir Ólafi. KÁRI ÞORGRÍMSSON. Selur kjötið í Kolaportinu. KRISTINN H. GUNN- ARSSON. Fæst ekki til að heimsækja pabba sinn í Perlunni. UMMÆLI VIKUNNAR „Égfœ hugmyndirþegar ég horfi á sjón- varp eðaferðast. Fékk t.d. ágcetis hug- myndþegar ég var staddur í Bláa lóninu á dögunum. Þar er hœgt aðfá nóg í eittgott olíumálverk með gufuna og bláa himin- inn, þokuna og margtfleira. “ mmm^m^mmmm^^^m lcdr randall nelson yfirsjoppukarl Hann fær þó ekki lán í Búnaöarbankanum „Nú er kjörtími Kolla frænda eins og Kolkrabbinn er nefndur um þessar mundir.“ ^ Guðni Ágústsson forni / Höskuldur er alveg fjallskýr! „Það segir sig sjálff að þegar eftir- spurnin minnkar um 7 til 8 pró- sent eins og verið hefur hjá okkur á þessu ári hljóta menn að spyrja sig hvort verðið sé ekki of hátt.“ Höskuldur Jónsson Kosturinn áið (estrarkunnáttuna „Myndin kom mér ekki á óvart enda hafði ég lesið handritið mörgum sinnum og finnst flest hafa skilað sér eins og það átti að gera.“ Bjöm Jörundur Friðbjörnsson leikari Ekkert er nýtt undir sólinni „Ég hef séð svona tillögur frá Al- þýðubandalaginu sem hafa verið dálítið sérkennilegar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra brennivínsfursti Aðalatríðíð er jú að líða vel! „Það er ekki sjálfgefið að Islendingar haldi efnahagslegu sjálfstæði sínu.“ Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Hann er minn maður hann Guðmundur L. Jóhannes- son, dómarí í Hafnarfírði. Eins og allir vita dæmdi hanii mann sem sveik 200 þúsund krónur út af krítarkorti 1 tveqqja ára fangeisi. Það er synd að Hæstiréttur skyldi*- draga úr refsingunni. Eg vil að mæiistika Guðmundar verði notuð á fíeirí en þennan greiðslukortamann. Til dæmis ætiar Friðrik öophusson að fara 6,5 milljarða framúr á ríkissjóðsheftinu. Hann á að fá 63.000 ára fanqeisi. Stjórnendur Alafoss fóru 1,5 miWjarða framúr á sínu hefti og eiqa að fá 15.000 ára fanqelsi. Fersónuieqa skrifaði ég einu sinni út 750 króna ávísun sem éq átti ekki fyrir og er tilbúinn að sitja af mér þá tvo daqa oq 17 klukkustundir sem éq á skilið fyrír það.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.