Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 LAFUR RAGNAR Grímsson er sár. Það er hálft annað ár síðan honum var sagt að enginn vildi vera í ríkis- stjórn með honum. Lengi vel leit út fyrir að Ólafúr Ragnar skildi þetta og ætlaði að vera í stjórnarandstöðu. Svo komst hann að því að það tók enginn mark á honum í því hlutverki og kjósendur vildu ekki flokk- inn hans sem var líka klofnari en nokkru sinni fyrr. Það dugði ekki einu sinni að semja við Evrópubandalagið á eigin spýtur. Enginn vildi vera memm. En Ólafúr veit að þjóð- in getur ekki verið án hæfileika hans — og hann ekki án at- hygli hennar — svo hann bauð upp á nýjar stjórnarmyndun- arviðræður. Ógþóttist meira að segja hafa meðmæli frá bandóðum milljarðamæringi í Texas. En þrátt fyrir meðmæl- in tekur enn enginn mark á Ól- afi. Það er skiljanlegt að hon- um sárni, en jafnóskiljanlegt að hann skuli ekki hafa séð þetta fyrir. HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR, hefur álíka gott raunveruleikaskyn og Ólafur Ragnar. Höskuldur hefúr verið forstjóri ÁTVR lengur en nokkur kærir sig um að muna og var að uppgötva í vikunni að brennivínið sem hann selur er alltof dýrt. Þeir eru ekki margir kaupmennirn- ir sem kæmust upp með að selja vöru alltof dýrt árum saman án þess að heyra frá kúnnunum sínum — nema ef vera skyldi þeir sem enn eru að selja Levi’s-gallabuxur á upp- sprengdu verði. En Höskuldi tókst það. Hann uppgötvaði ekki þennan sannleika fyrr en óánægðu kúnnamir — brugg- meistarar íslands — vom flestir komnir á bak við lás og slá. En það þýðir ekki að Hös- kuldur ætli að lækka verðið. Ónei. Bara láta í ljós samúð með fórnarlömbunum, en halda áffam að rýja þau inn að skinni. Það kæmust heldur ekki margir kaupmenn upp með það. MAGNÚS Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, haföi líka fréttir að færa í vikunni. Hann tók upp reiknistokkinn sinn og komst að því að íslenska ríkið er miklu umsvifameira en okk- ur hefúr verið sagt. Það gerði hann með því að reikna ekki aðeins það sem ríkið eyðir á hverju ári, heldur líka það sem foreldrar okkar frestuðu að borga og það sem við ætlum að láta börnin okkar borga. Þessa reikningsaðferð hafa náttúr- lega allar siðmenntaðar þjóðir sem þykir vænt um börnin sín notað árum saman, en við höf- um aldrei verið sökuð um sér- staka barngæsku. Magnús á þakkir skildar fyrir að segja okkur loksins frá þessu, en skammir fyrir að hafa verið fyrst að fatta þetta núna effir margra ára starf í ráðuneytinu. Hann á eiginlega næstum því skilið að fa Ólaf Ragnar aftur sem Qármálaráðherra í hegn- ingarskyni. Næstum því. Á stjórnarfúndi í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur í fyrradag voru borgarmálefni til umræðu. Þar kom fram áhugi á að fara þess á leit við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra að hún bjóði sig ffam í fyrsta sæti á ffamboðs- lista flokksins við borgarstjórnar- kosningar 1994. Hugmyndin er að fá vinstriflokkana til að sameinast um hana sem borgarstjóraefni þeirra. Eftir stofnun kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík um helgina þykir sýnt að hug- myndir um framhaldssamstarf við Nýjan vettvang séu úr sög- unni. Flestir kratar eru á því að flokkurinn eigi að bjóða ffam einn Tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru andvígir skylduáskrift að Rík- isútvarpinu, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Skáís fyrir PRESSUNA. Könnunin var gerð fyrir tveim- ur vikum. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur skylduáskrift að Ríkisútvarpinu? Af fimm hundruð manna úrtaki tóku 94 prósent af- stöðu. Af þeim kváðust 67,2 pró- sent andvíg því að eigendur við- tækja væru neyddir til að borga til Ríkisútvarpsins, burtséð frá því hvort þeir nýttu sér þjónustu þess eða ekki. 32,8 prósent vildu hins vegar að þessi háttur yrði hafður á við næstu kosningar og flestir munu einnig á því að finna þurfi nýjan frambjóðanda í fyrsta sæti listans. Hugmyndin um framboð Jó- hönnu hefur verið á sveimi í sum- ar og samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur þetta verið fært í tal við hana einslega. Hún mun hafa tekið hugmyndinni frekar illa og spilar eflaust inn í þau viðbrögð tortryggni í garð Jónanna tveggja, samráðherra hennar. En í grasrótinni í Reykja- vík virðist hugmyndinni stöðugt aukast fylgi og þess ef vænst að Þorlákur Helgason, sem nýverið varð formaður Alþýðuflokksfé- lagsins, fari þess fljótlega formlega áffam. Það fyrirkomulag, að eign á viðtæki jafngildi áskrift að RÚV, hefur sætt æ meiri gagnrýni á undanförnum misserum, sérstak- lega eftir tilkomu sjónvarps- og útvarpsstöðva í einkaeigu og gervihnattasendinga sem sífellt fleiri ná. Andstaða gegn skyldu- áskriftinni jafngildir þó ekki því að fólk vilji einkavæða Ríkisút- varpið. f könnun PRESSUNNAR fyrr á árinu kom fram að stór meirihluti var andvígur því að Ríkisútvarpið yrði ein þeirra stofnana sem ríkið seldi einkaaðil- um. á leit við hana að hún íhugi málið alvarlega. Kratar sjá margt snjallt við þessa hugmynd. Jóhanna er talin langsterkasti frambjóðandinn sem völ er á og sú sem vinstri flokkarnir gætu sameinast um sem borgarstjóraefni. Þess er vænst að hún hefði yfirburðasigur í samanburði við Markús Örn Antonsson og gæti sem borgar- stjóri sinnt þeim málefnum sem henni eru hugleiknust ekki síður en sem félagsmálaráðherra. Það þykir einnig líklegt til að draga úr spennu meðal ráðherra flokksins ef Jóhanna sneri sér að sveitar- stjórnarmálum. Ólína Þorvarðardóttir borgar- fulltrúi var ekki á stjórnarfundin- um á þriðjudag. Staða hennar inn- an flokksins þykir hafa veikst, vegna fyrirsjáanlegrar upplausnar Nýs vettvangs og í kjölfar flokks- þingsins í sumar, þar sem henni var hafnað í kjöri til flokksstjórn- ar. Hæstiréttur hafnar uppboðsbeiðni Tryggingabréf talið vafasamt Hæstiréttur hefur fellt dóm í máli sem var til umfjöllunar í PRESSUNNI fyrir skömmu. Þar sagði frá atburðarás sem leiddi til þess að húseign aldraðra hjóna hér í Reykjavík var komin í uppboðsmeðferð. Studdist uppboðsmeðferðin við víxil sem talinn var falsaður og áfylgjandi tryggingabréf. Þegar málið kom til Hæstaréttar var krafan í eigu Jakobs Adolfs Traustasonar, sem um skeið átti og rak veit- ingastaðinn 22. Það var einmitt rekstur þess veitingastaðar sem hratt þessu máli öllu af stað. Gömlu hjónin áfrýjuðu mál- inu til Hæstaréttar og kröfðust þess að uppboðsmeðferðin yrði dæmd ógiíd. f dómi Hæstaréttar segir að tryggingabréfið sé ekki í neinu samræmi við lýsingu upp- boðsheimildar í uppboðsbeiðn- um. Telur rétturinn að upp- boðsbeiðnir hafi ekki fullnægt lagaskilyrðum og því ekki verið tækar í uppboðsréttinum. Taldi því Hæstiréttur ástæðu til að Jakob Adolf Traustason er kröfueigandinn nú, en Hæsti- réttur hafnaði tryggingabréf- inu sem lá til grundvallar uppboðinu á húseign gömlu hjónanna. fella hinn kærða úrskurð úr gildi og var Jakob Adolf dæmdur til að greiða 40.000 krónur í máls- kostnað. Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA Meirihluti andvígur skylduáskrift að RÚV

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.