Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.0KTÓBER 1992 LÍFID EFTIR VINNU 37 „Sýningarnar á verkum Jóhanns Eyfells íListasafninu og Galleríi 11 eru opinherun, ekki aðeins vegna þess að nú gefst okkur loks tœkifæri til að sjá verk hans í öllu sínu veldi, heldur einnig vegna þess að þœr stað- festa að hann er einn allrafremsti lista- maður íslendinga í dag og einn mesti skúlptúristi afíslensku bergi brotinnfrá upp- hafi. “ GUNNAR J. ÁRNASON Góð afþreying Handritin heim með því að þjóðin fái sér vænan slurk. Það verður enginn þunnur afSilfurtónum. Vei! Gunnar Hjálmarsson Framúrskar- andi DEEE-LITE INFINITY WITHIN ELEKTRA ★★★ PANTERA VULGAR DISPLAY OF POWER ATCO ★★★★ Tríóið Deee-lite gerir listadans- popp sitt út frá New York. Þar lágu saman leiðir Úkraínumanns- ins Dimitri, bandarísku skvísunn- ar Kier Kirby og Japanans Towa Tei. Fyrsta plata þeirra, „World Clique", vakti verðskuldaða at- hygli og ekki síst hið frábæra danslag „Groove is in the Heart“. önnur platan, „Infinity Within“, er í alla staði mjög vel heppnuð þótt að vísu vanti jafnaugljósan smell og „Groove is in the Heart“. Platan líður áfram í stanslausu stuði; tónlistin er vitræn danstón- list, rík að grípandi andartökum sem eru orðin fátíð í færibanda- mennsku tölvuvinnslunnar. öfiigt við flesta nútímadanstónlist, þar sem mest er lagt upp úr töktum og endurteknum „riffurn", spilar Deee-lite „venjuleg“ lög sem söng- konan Kier gefur sterkt yfirbragð með frábærum söng. Samkvæminu er borgið með Deee-lite og í þynnkunni daginn eftir er Infinity Within vænlegur kostur til að lina mestu þjáning- arnar. Líkt og Deee-lite skarar ffam úr í danspoppinu skarar Pantera fram úr í þungarokkinu. Þeim hefur á undraverðan hátt tekist að troða frumlegum hlutum inn í þungarokkið — hið staðnaðasta af öllu stöðnuðu. Pantera hafði rembst um árabil og lítið orðið framgengt en á plöt- unni „Cowboys from Hell“, sem kom út í fyrra, hittu þeir loks nagl- ann á höfuðið og slógu í gegn. Á „Vulgar Display of Power“ halda þeir áfram að þróa hið ferska þungarokk sitt. Þeir eiga margt sameiginlegt með Metallica en eru þó ögn pönkaðri og minna jafnvel stundum á Nirvana. Krafturinn er rosalegur, samhugurinn algjör, það er keyrt í hvert topprokklagið af fætur öðru og aldrei hægt á. Textamir em góðir; hvergi bólar á hinni margnotuðu þungarokks- þvælu um satan eða skrímsli, heldur tjáir sköllóttur söngvarinn okkur skoðanir sínar á lífinu og ástinni með hásu hvæsi. Þungarokkið er ekki alveg dautt úr öllum æðum. Þau sýnis- horn sem flutt hafa verið til fs- lands á undanförnum árum gefa að vísu ákveðinn heila- og elli- dauða í skyn, en Pantera er frá- bært dæmi um hið andstæða; kraft og mikið líf. Gunnar Hjálmarsson JOHN GRISHAM FYRIRTÆKIÐ (SLENSKI BÓKAKLÚBBURINN IÐUNN 1992 ★★ □ Þeir sem vilja hvíld frá bókmenntaverkum þar sem sífellt er verið að kryfja tilvistarvandann af alvöru- þunga ættu að hafa ánægju af lestri þessa hörkuspennandi reyf- ara. Hann fjallar um ungan metn- aðarfullan lögfræðing sem fær draumastöðu hjá fyrirtæki en flækist um leið í svikavef mafí- unnar, kemst að því að setið er um líf hans og leggur á flótta hundeltur af mafíósum og alríkis- lögreglunni. Þetta er langur reyfari, líklega lengri en honum er hollt. Á ein- staka stað hefði mátt þétta verkið með því að kippa út óþarfa. Gris- ham hefur þá áráttu, líkt og marg- ir reyfarahöfundar, að lýsa mál- tíðum af stakri nákvæmni, segja lesandanum hvernig kjötið hafi verið steikt og hvað hafi verið sett í salatið og hvernig allt hafi nú bragðast. Þetta verður þreytandi ef ekki beinlínis klaufalegt. Það sama á við um áreynslufullar til- raunir höfundar til að gæða sam- töl húmor eða léttleika. Það er fátt jafn vandræðalegt í skáldverki og þvingaðurhúmor. Persónusköpun er í svipuðum dúr og í öðrum reyfiirum af þessu tagi. Með einstaka undantekning- um eru persónur algóðar eða al- slæmar. Aukapersónur eru meira sannfærandi en aðalpersónurnar, ung hjón í einu af þeim fullkomnu hjónaböndum sem hvergi fyrir- finnast nema í hugum unglinga og blekkingarfullum endurminn- ingum gamlingja. Þrátt fýrir nokkra annmarka er hér kominn góður reyfari sem hefur það fram yfir marga jafn raunsæa eða raunsærri reýfara að vera gæddur spennu. Það er nokkuð um liðið síðan ég hef lesið reyfara sem jafn mikil ánægja er að lesa. Ekki veit ég hvort bókin hefur verið kvikmynduð en hún býður sannarlega upp á það því hug- myndin er snjöll og útfærsla höf- undar minnir einatt á afar ná- kvæmt kvikmyndahandrit. Bókin er bók októbermánaðar hjá Islenska bókaklúbbnum en er einnig væntanleg á almennan markað innan skamms. Ég mæli með henni sem góðri afþreyingu á drungalegum haustdögum. Þýðing Nönnu Rögnvaldar- dóttur og Ólafs Grétars Kristjáns- sonar er á köflum flaustursleg og í heildina ekki meira en þokkaleg. Kolbrún Bergþórsdóttir SILFURTÓNAR: SKÝIN ERU HLÝ SKÍFAN ★★★★ Það ríkti rosaleg gleði á höfninni um árið þegar danska freigátan kom með handritin heim. Þjóðin felldi gleðitár þegar ormétnar skræð- urnar voru teknar úr kössunum. Nú er svipuð gleði ríkjandi í plötubúðum því ormétin lög Silf- urtóna hafa verið fægð og pússuð og sett á plötu — popphandritin eru komin heim! Bardús Silfurtóna síðustu tutt- ugu árin er tíundað á umslaginu og áhugafólk um íslenska popp- tónlist hlýtur að taka gleði sína því löngu gleymdar lummur sveitar- innar hljóma betur en á gömlu plötunum og umbúðirnar eru smekklegar. Silfurtónar eru skemmtileg hljómsveit. Böllin með þeim eru lífleg og fyndin, lögin þeirra dúnd- urgóð og textarnir skondnir — háífvitalegir og eggjandi í senn. Framlína Silfurtóna, þeir Magnús og Júlíus (má ekki rugia saman við Magnús og Jóhamí), eru frá- bærir lagahöfundar með fínstillt innsæi í íslenska poppsögu. Næmi þeirra fyrir grípandi lögum er mikið; lögin líkt og límast við minnið eftir örfá skipti. Lög eins og „Töfrar“ og „f dyragættinni“ geta ekki talist annað en sígild, og önnur lög eru Iítt síðri. Hvergi er veikan blett að finna. Hinn nýdanski Björn Jr. stýrir hljóðmennsku plötunnar af metn- aði og spilamennskan er tipptopp — sérstaklega trommuleikur Bjarna. Magnús og Júlíus hafa nettar raddir, silkimjúkar á köfl- um, en geta þó ffamkallað óhljóð þegar með þarf. Árni gítarleikari hefúr tálgað fmgralipurð sína og pússast niður í lipurt gítarséní og Hlynure r alltaf jafnþéttur á gamla upphandleggnum. „Skýin eru hlý“ er gamalt vín á nýjum belg. Ég mæli eindregið 16.00 Landsleikur í fótbolta. Islendingar tóku Rússa í bakaríið á miðvikudagskvöldið. Nú verður leikurinn sýndur. Loksins. 18.00 Babar 18.30 39 systkini i Úganda 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Úr riki náttúrunnar Engirella er fugl sem unir sér best á írlandi. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir 20.35 Nýbúar úr austri Þáttur um fólk sem hefur flutt til íslands frá Austurlöndum fjær. Svona þættir hafa ver- ið gerðir áður, oft og mörgum sinnum. 21.15 Skuggsjá. Ágúst Guðmundsson fer í bíó. 21.35 ★★ Eldhuginn 22.25 Tappas á Skotlandi Tappas Fogelberg er frekar óhefðbundinn sjónvarpsmaður. Það sást vel þegar hann kom hingað og gerði gys að (slendingum. 23.00 Fréttir og skákskýring Helga Olafssonar. 23.20 Þingsjá. Þátturinn er á dagskrá ef ekki verða neinir stóratburðir. 17.40 Þingsjá. E 18.00 Sómi kafteinn 18.30 Barnadeiidin 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Magni mús 19.25 ★ Sækjast sér um líkir. Lokaþáttur. 20.00 Fréttir. 20.35 Kastljós. 21.05 ★★ Sveinn skytta. Danski gunguhöfðinginn; það er frekar erfitt að tengja saman Dani og hetjuskap. 21.35 ★★ Matlock 22.25 ★★★ Kjarnorkuleyndarmálið. Ground Zero. Áströlsk, 1987. Pólitískur þriller um mann sem kemst að því að faðir hans hefur fest á filmu þegar Bretar gerðu tilraunir með kjarnorkuvopn í ástralskri eyði- mörk. Donald Pleasence er mátulega klikk í auka- hlutverki. 00.05 Á tónleikum með Simply Red. Rauðhausinn Mick Hucknall er frægur fyrir hvað hann er óstjórnlega montinn. Samt hefur honum tekist að búa til hljóm- sveit sem höfðar til margra aldurshópa og selur reið- innar býsn af plötum. LAUGARPAGUR 13.25 Kastljós. E 13.55 Enska knattspyrnan. Everton og Coventry leika á Goodison Park í Liverpool. Everton hefur stundum spilað ágætan fótbolta. 16.00 íþróttaþátturinn 18.00 Múmínálfarnir 18.25 Bangsi besta skinn 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 ★ Strandverðir 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea 21.30 Manstu gamla daga? Margraddað og mjúkt — kvartettarnir. Helgi Pé mætir í dressinu frá Hanz í Kringlunni og kynnir þekkta kvartetta. Eða hver man ekki eftir Smárakvartettnum, Leikbræðrum, Tígul- kvartettnum og MA- kvartettnum? 22.00 Borgarstjórinn og Lórelei Honorin et la Lorelei. Fronsk, 1991. Sjónvarpsmynd um þýska konu sem dagar uppi í sveitaþorpi í Suður-Frakklandi ásamt dóttur sinni. Annars fer litlum sögum af myndinni. 23.30 ★ Gráa svæðið. No Man’s Land. Amerísk, 1987. Hugmyndin er ágæt. Lögreglumaður eltir uppi bíla- þjóf, en fær sjálfur áhuga á bílastuldi og líka systur þjófsins. En útfærslan er daufleg og ekki er að vænta mikilla tilþrifa í leik frá Charlie Sheen. SUNNUPAGUR 15.00 Vefurinn hennar Karlottu. Bandarísk teiknimynd, gerð eftir barnasögu. 16.30 Landakot í 90 ár. Þáttur um sögu og starf Landa- kotsspítala. 16.50 Mið-Evrópa. Lokaþáttur. Tímabilið frá 1953 til okkar daga. Semsé uppreisnin í Ungó, vorið í Prag og hrun kommúnismans. Myndefnið í þáttunum er stór- merkilegt. 17.50 Sunnudagshugvekja 18.00 Ævintýri úr konungsgarði 18.30 Sjoppan 18.40 Birtingur. Norræn klippimyndaþáttaröð. E 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Tréhesturinn. Velskur myndaflokkur í fjórum hlut- um fyrir börn og fjallar um ungan galdramann. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir. 20.35 Hvíti víkingurinn. Þriðji þáttur. Hrafn heldur áfram að skopstæla víkingaöldina. Allt virðist þetta bráð- fyndið. Soðnirfoglar. 21.50 Dagskráin. Verður hún betri í næstu viku en þessari? 22.00 ★ Vínarblóð. Púkalega þáttaröðin frá Austurríki. Þeir hefðu átt að fá Hrafn til að hjálpa sér. 22.55 Kvöldstund með Guðbergi Fáir vildu líklega láta rifja upp orð fyrir orð samtal sem þeir áttu fyrir fimm árum. Guðbergur Bergsson verður að sætta sig við það, en þátturinn er frá 1987. E 23.45 Sögumenn. Ævintýri frá Egyptalandi. 17.00. Undur veraldar. I dagskrárkynningu segir að hér verði fjallað um „hitabeltis-paradísið Cocos-eyjar". Svo er nú það. 18.00 Spánn í skugga sólar. E SUNNUPAGUR 17.00 Skýjakljúfar. E 18.00 Dýralíf. Náttúrulífsþættir frá Nýja-Sjálandi. Hér er fjallað um mörgæsir. 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa. E 19.1919.19 20.15 Eiríkur. Eiki. 20.30 Eliott-systur. Breskur framhaldsmyndaftokkur sem fjallar um systur sem komast að því við fráfall föður þeirra að þær eru slyppar og snauðar. 21.25 Aðeins ein jörð. Þættirnir eru fimmtíu og tveir, en þessi er númer tvö. Þá eru fimmtíu eftir. 21.40 Laganna verðir 22.10 ★ Tvífarinn. The Lookalike. Amerísk, 1990. Melissa Gilbert, vinkona okkar úr Húsinu á sléttunni, er orðin fullorðin og tekst ekki að verða kvikmyndastjarna. Þess vegna leikur hún í mynd eins og þessari, sem er í mildu hryllingsdeildinni. 23.40 ★★ Mistækir mannræningjar. Ruthless People. Amerisk, 1986. Ágætlega geggjaður farsi þar sem Danny de Vito og Bette Midler leika frekar ógeðfellt fólk. Hann vill losna við hana og er því mátulega harmi sleginn þegar henni er rænt. E FÖSTUPAGUR 16.45 Nágrannar 17.30 Á skotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.15 Eruð þið myrkfælin? 18.30 Eerie Indiana. E 19.1919.19 20.15 Eiríkur. 20.30 KæriJón 21.00 ★ Stökkstræti 21 21.50 ★ Skjaldbökurnar. Teenage Mutant Ninja Turtles. Amerísk, 1990. Mynd sem ber ábyrgð á einhverju asnalegasta æði sem hefur gripið um sig meðal barna. Annars er þetta flatneskjuleg og frekar hroð- virknislega gerð mynd, teiknimyndaseríurnar voru talsvert betri. 23.20 ★ Nýliðinn. The Rookie. Amerísk, 1990. Það er ótrú- legt að hugsa til þess að sami maður skuli hafa gert þessa mynd og vestrann The Unforgiven, sem nú er sýndur í Reykjavík — nefnilega sjálfur Clint East- wood. Hann leikur gamla löggu sem þarf að skóla til unga löggu, sem er ákaflega illa leikin af Charlie She- en. Án efa ein versta mynd Clints. 01.15 ★★★ Aftur til framtíðar III. Back to the Future III. Amerísk, 1990. Lokakaflinn í einhverri bráðskemmti- legustu framhaldsmyndaröð kvikmyndasögunnar. E LAUGARPAGUR 09.00 Með afa 10.30 Lísa í Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður 11.15 Sögur úr Andabæ 11.35 Merlin 12.00 Landkönnun National Geographic 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport E 13.55 Kossar. Leikkonan Lauren Bacall segir frá nokkrum frægustu kossum kvikmyndanna. E 15.00 Þrjúbíó. Hundasaga. Teiknimynd frá Ástralíu. Um hund. 16.10 Árstíðirnar. Sumar, vetur, vor og haust. Margspilað _ tónverk Vivaldis í flutningi ítölsku kammersveitarinn- ar I Musici. E 17.00 Hótel Marlin Bay. Þar gengur allt á afturfótum. 17.50 Simply Red. Þáttur um fræga hljómsveit. E 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn. Spaugstofa þeirra á Stöð 2. 20.50 ★★ Morðgáta 21.40 ★★★ Á barmi örvæntingar. Postcards from the Edge. Amerísk, 1990. Það er nógu frægt fólk sem kemur við sögu í þessari mynd. Meðal leikara eru Meryl Streep, Shirley MacLaine, Gene Hackman og Richard Dreyfuss, en leikstjóri er Mike Nichols. Mynd- in er byggð á sögu leikkonunnar Carrie Fisher um mæðgur sem báðar eru kvikmyndaleikkonur, en eiga í vandræðum með brennivín og dóp. 23.20 ★★★ Örvænting. Frantic. Amerísk, 1988. Kannski ekki ein af stórbrotnustu myndum Romans Polanski, en að ýmsu leyti sú fjörlegasta og afslappaðasta. Harrison Ford fer á kostum í hlutverki læknis sem dregst inn í njósnir og undirferli í Parísarborg. Á móti honum leikur Emmanuelle Seigner, sem er kyn- bomba og kona Polanskis. 00.55 ★★ Hetjur í háloftunum Miracle Landing. Amer- ísk, 1990. Sjónvarpsmynd um frægt flugslys. E SUNNUPAGUR 09.00 Regnboga-Birta 09.20 össi og Ylfa 09.45 Dvergurinn Davíð 10.10 Prins Valíant 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Lögregluhundurinn Kellý 11.30 Blaðasnáparnir. 12.00 ★★★ Foreldrahlutverk Parenthood. Amerísk, 1989. Notaleg og trúverðug gamanmynd um for- eldra. Leikarar eru góðir og leikstjórn Rons Howard traust. E 13.55 ítalski fótboltinn Bein útsending. 15.50 Líf eftir þetta líf. Bresk gamanmynd um þjón sem er sendurá elliheimili. 17.00 Listamannaskálinn. Um ástralska rithöfundinn Thomas Keneally. E 18.00 60 mínútur. Bandarískurfréttaskýringaþáttur. 18.50 Aðeins ein jörð. Ómar, Sigurveig og umhverfið. E 19.19 19.19 20.00 ★ Klassapíur 20.25 ★★ Lagakrókar. L.A. Law. 21.15 ★★★ Látlaus og hávaxin. Sarah, Plain and Tall. Anerisk, 1991. Glenn Close þykir leika af mikilli snilld í þessari hugljúfu sjónvarpsmynd sem fjallar um nokkurs konar ameríska Mary Poppins. 22.50 Arsenio Hall 23.35 ★★ Vankað vitni. The Stranger. Amerísk/'argent- ínsk, 1987. Þriller um stúlku, minnisleysi og morð- ingja. Tekið í Buenos Aires.E ★ ★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.