Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 27 1. BANDARÍKJAMENN Sumum Islendingum, og þeir eru greinilega ófáir, sortnar fyrir aug- um við það eitt að heyra minnst á Bandaríkin. Þessi hópur er svo fjölmennur að skoðanakönnun Skáfs leiðir í ljós að Bandaríkja- menn eru sú þjóð sem Islendingar bera minnsta virðingu fyrir. 52 aðspurðir sögðust bera minnsta virðingu fyrir Bandaríkjamönn- um. Hér rekum við okkur á nokk- uð flókið samspil ýmissa þátta. Andúð á Bandaríkjunum hefur að sönnu verið Iandlæg víðsvegar í Evrópu, ekki síst meðai þeirra sem eru til vinstri við miðju í stjórnmálum. Bandaríska her- stöðin í Keflavík hefur náttúrlega verið mörgum Islendingum þyrn- ir í augum og er sjáifsagt enn fyrir þá sem telja að flest slæmt sé upp- runnið í Bandaríkjunum eða dafni þar líkt og hvergi annars staðar: Glæpir, klám, hernaðar- hyggja, óbeislaður kapítalismi, skeytingarleysi um náungann og lágmenning sem öllu tröilríður. 2. SERBAR Ætli sé ekki ástæðulaust að velta því lengi fyrir sér hvers vegna ís- lendingar bera litla virðingu fyrir Serbum? Atferli þeirra í Bosníu- Herzegóvínu hefur náttúrlega ver- ið fyrsta ff étt ársins hér líkt og annars staðar og afleiðingin er sú að 49 þeirra sem voru spurðir í skoðanakönnun Skáls segjast bera minnsta virðingu fyrir Serb- um af öllum þjóðum. 3. TYRKIR Tyrkir eru heldur ekki hátt skrif- aðir, kannski er það ekki vonlegt eftir alla rekistefnuna vegna Sop- hiu Hansen og dætra hennar. Eða kannski spiiar líka inn í andúð á Tyrkjum sem hefur lengi verið landlæg í Evrópu og líka hér (þrátt fyrir að Tyrkir séu saklausir af Tyrkjaráninu). Að minnsta kosti sögðust 49 sem svöruðu í könn- uninni bera minnsta virðingu fyr- ir Tyrkjum, sem eru jafnmargir og voru li'tt hrifnir af Serbum. 4. JÚGÓSLAVAR Júgóslavar eru í rauninni ekki til sem þjóð þótt Júgóslavía hafi ver- ið til sem ríki. Alltént virðast þeir sem byggja þennan óffiðlega heimshluta ekki njóta mikillar virðingar. 44 sögðust í könnun- inni bera minnsta virðingu fyrir Júgóslövum og þá eru líklega und- ir sömu sök seldir Serbar, Króatar, Svartfjallamenn og Bosníumenn. 5. SUÐUR-AFRÍKU- MENN Það er búið að slaka á aðskilnað- arstefnunni en Qölmargir Islend- ingar eru greinilega ekki búnir að taka Suður-Afríkumenn í sátt. 44 aðspurðir sögðust bera minnsta virðingu fyrir Suður-Aff íku- mönnum og það er ábyggilega ekki út af neinu öðru en hinni ein- strengingslegu kynþáttastefnu. 6. SVÍAR Serbar, Tyrkir, Suður-Affíku- menn. En Svíar? Hvað hafa þeir til saka unnið? Eitthvað til að valda því að 35 þeirra sem spurðir voru sögðust bera minnsta virðingu fyrir Svíum? Líklega er þetta hin fullkomna ranghverfa álíka margra sem sögðust bera mesta virðingu fyrir sænsku þjóðinni. Þetta er semsagt fólkið sem hefur haft horn í síðu sænska velferðar- kerfísins, sænska sósíalismans, sænsku mafíunnar og allra út- sendara þessa á Islandi. 7. ÍRAKAR Flóabardagi er ekki gleymdur og ekki framferði Saddams Hussein og hans manna. Varla þarf flókn- ari skýringu til að skilja hvers vegna 29 aðspurðir segjast bera minnsta virðingu fyrir frökum. 8. DANIR Það eimir greinilega smávegis eftir afþjóðlegum dyggðum sem eldri kynslóðir fslendinga hafa varð- veitt — þar meðtalið Danahatrið. Eða voru það ekki Danir sem seldu okkur maðkað mjöl? Og voru það ekki þeir sem píndu okkur og kúguðu á alla lund á tíma einokunarverslunarinnar? Þeir sem hafa andúð á Dönum hafa ekki fallist á nýtísku skýring- ar þess efnis að þarna hafi íslensk- ir stórbændur átt talsverðan hlut að máli - eða máski eru þetta þeir sem geta ekki fyrirgefið Dönum að hafa innleitt hér sósu- og kjöt- bollueldhúsið. Eða jafnvel Evr- ópusinnar sem fyrirlíta Dani fyrir að hafa fellt Maastricht? Alltént voru þeir 18 einstaklingarnir sem sögðust bera minnsta virðingu fyrir Dönum. Umdeildar eyþjóöir Neðar á biaði yfir þær þjóðir sem íslendingar bera minnsta virðingu fyrir rekst maður á Færeyinga, sem fengu 12 til- nefningar. Næst og jafnhá kemur önnur eyþjóð, írar- kannski eru það tilnefningar þeirra sem hafa keypt göiluð föt í verslunarferðunum til Dublin. Neðar, með 9 tilnefn- ingar, kemur viðskiptastór- veldið Japanir og síðan kommúnistarnir á Kúbu. 8 voru þeir svo sem sögðust bera minnsta virðingu fyrir Eng- lendingum. Enginn virðist hins vegar bera neinn kala til Norðmanna. 9. ÞJÓÐVERJAR Það eru ekki allir búnir að gleyma því að Þjóðverjar áttu upptök að tveimur heimsstyijöldum. Og að þeir eru voldugasta stórveldi í Evrópu sem virðist í lófa lagið að auka enn ítök sín og völd. Eða hafaþeir 16 einstaklingar sem sögðust bera minnsta virðingu fyrir Þjóðverjum einfaldiega látið þýska túrista á íslandi fara í taug- amar á sér? 10. ÍSRAELSMENN Það er búið að nefna Serba, Suð- ur-Afríkumenn og íraka. Röðin hlýtur því að koma að ísraels- mönnum, en 15tölduþáþjóðina sem þeir bæru minnsta virðingu fyrir. Arabaþjóðir sleppa hins veg- ar biliega frá þessari könnun. ...09 þjöðir sem uií fílum ekki smaa letrið Á síðasta ári var Thor Ó. Thors, stjórnarformaður íslenskra aðalverk- taka, líklega hæst launaði maður landsins og það án þess að tekið væri tillit til 60 milljóna króna eignar hans inni í eftirlaunasjóðum fyrir- tækisins. Hann hafði 1 milljón og 270 þúsund krónur á mánuði eða 15 milljónir og 240 þúsund krónur á ári. Verkakona með 50 þúsund krónur á mánuði væri 25 ár, 4 mánuði og 25 daga að vinna fyrir sömu upphæð. Hún á því sjálfsagt erfitt með að skilja hvernig það er að vera Thor Ó. Thors. Henni til hægaðarauka skulu tekin eftirfarandi dæmi: Thor hefur í laun 15 milljónir og 240 þúsund krónur á ári eða 1 milljón og 270 þúsund fyrir hvern mánuð ársins eða 293 þúsund krónur fyrir hverja viku eða 41.753 krónur fyrir hvern dag ársins eða 1.739 krónur fyrir hverja klukku- stund sem líður eða 29 krónur fyrir hverja einustu mínútu eða 48 aura fyrir hverja sekúndu sem líður. Ef Thor fer á Sódómu Reykjavík borgar hann 700 krónur inn eins og allir aðrir. Munurinn er hins vegar sá að Thor þénaði 3.478 krónur á með- an hann sat undir myndinni þessa tvo tíma. Þrátt fyrir 700-kallinn kem- ur hann út .með 2.778 króour í hreinan gróða. Frá því að Thor leggst á koddann um klukkan ellefu að kveldi og þar til hann vaknar um sjöleytið rnorg-' uninn eftir hefur hann þénað 3.912 krónur. Verkakona þarf hins vegar að halda sér vakandi og við vinnu í 44 klukkustundir og hálfri betur til að afla álíka upphæðar. Ef hún sofnar fær hún ekki neitt. Ef Thor hringir í popplínu Lands- ímans þarf hann að borga 39 krón- ur og 90 aura fyrir mínútuna á með- an hann hlustar á vinsældalistana. Þar sem hann hefur aðeins 29 krón- ur í laun fyrir hverja mínútu tapar hann 10 krónum og 90 aurum á mínútu. Þess vegna notar Thor ekki popplínu Landsímans nema í ýtr- ustu neyð. Ef Thor fer á barinn og kaupir sér tvöfaldan gin í tónik þarf hann að borga 700 krónur fyrir glasið. Svo framarlega sem hann er ekki styttri tíma en 25 mínútur úr glasinu drekkur hann frítt. Ef hann freistast ekki til að drekka hraðar getur hann drukkið 21.024 tvöfalda gin í tónik á ári án þess að fara á hausinn eða rétt tæplega 58 glös á degi hverj- um. Það eru rétt tæpar 7 flöskur af gini á dag og allar á barverði. Ef hann kaupir ginið í ríkinu getur hann drukkið tæplega 15 flöskur á dag. Einhvern veginn svona er að vera Thor Ó. Thors.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.