Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 25 STIÓRNMÁL Ríkisstjórn vantar áœtlun „Hallatölur segja ekki allt umjjárlög. En Davíð ög Friðrik völdu sér einmittþœr að sérstöku tákni um stöðuna ífjármálum ríkisins. Og nú eru hallatölurnar orðnar að tákni um að framtíðarsýnin er brost- George Bush hefur undanfarið gengið hörmulega í kosningabar- áttunni vestra, svo illa að þar eru ekki dæmi um annað eins í íjöru- tíu ár að undanskildum sérstök- um og einstæðum aðstæðum Carters í gísladeilunni haustið 1980. Auðvitað eru á þessu fjölmarg- ar skýringar. En sennilega hefur þó Ronald Reagan skýrt best gæfuleysi eftirmanns síns: Hann hefur ekkert að berjast íyrir. Bush hefur sjálfur sagt þetta tvisvar og óvart í bæði skiptin. Annarsvegar þegar hann viður- kenndi að hann ætti erfitt með að gæða pólitík sína framtíðarsýn, vantaði „the vision-thing“ sem Könum þykir óhemju kauðalega að orði komist. Hinsvegar þegar hann var spurður í upphafi kosn- ingabaráttunnar hvað George Bush ætlaði að gera á næsta kjör- tímabili, og svaraði að hann mundi einfaldlega fást við allt það sem kynni að koma uppá. Þessar vikur þegar heims- byggðin fylgist með bandarísku forsetakosningunum einsog dramatískum fótboltaleik er að- ildarflokkum íslensku ríkisstjóm- arinnar einkar hollt að hafa augun á þeim stjórnmálaforingja sem enn heldur um tauma í Hvíta hús- inu. Margt bendir nefnilega til þess að hún standi í svipuðum spomm. Vanti „the vision-thing“. Láti sér nægja að reyna að redda því sem kann að koma uppá. Slík- ur áætlunar- og metnaðarskortur er nefnilega þeirrar náttúru að hann étur ríkisstjórnir smám saman upp að innan og dregur lífsþrótt úr foringjum þeirra. Ágætast af nýlegum dæmum ís- lenskum eru síðari misseri Thor- oddsen-stjórnarinnar, að ekki sé minnst á gjörvallt æviskeið stjóm- arinnar 1988-9, sem kostaði Þor- stein Pálsson að lokum formanns- stólinn í Sjálfstæðisflokknum sællar minningar. Það er kannski við hæfi að rifja upp að þessi stjórn núna átti að vera mynduð á þrennskonar for- sendum einkum. f fyrsta lagi var EES-málið, þótt raunar væri ágæt- ur stuðningur við það í síðustu stjórn. f öðru lagi var álmálið þar sem Sjálfstæðisflokkur þótti traustari bandamaður en Alþýðu- bandalag. f þriðja lagi átti að taka til í ríkisfjármálunum. EES-málið hefur gengið eins vel og hægt var að búast við. Þrátt fyr- ir allt hefur þjóðin meira og minna sæst á málið og afgreiðslan á þinginu á ekki að valda vand- ræðum úr þessu. Það sýnir ágæt- lega afstaða stjórnarandstöðufor- ingja sem em hættir að nenna að einbeita sér 1 málinu. EES verður að öllum líkindum að veruleika um næstu áramót, — en þá tekur við nýtt skeið í erlendum við- skiptasamskiptum sem krefst allt annarskonar vinnubragða, — og nýrrar ffamtíðarsýnar. Álmálið. Humm, humm. At- vinnumálin sem álverið átti að redda eru hinsvegar orðin mál dagsins án þess að stjórnin bjóði þar fram nokkra framtíðarsýn. Hún rétt reynir að redda því sem ber að höndum. Og um næstu áramót fellur einmitt einn víxill- inn frá Viðey, samningurinn um tvíhöfða nefndina sem átti að sjá um sjávarútveginn, en þær fréttir berast að þaðan sé engra frétta von. Á sama tíma vex atvinnuleysi hröðum skrefum, — er að vísu ekki sami vandi og í nágrenninu, en hefur í okkar samfélagi ónota- leg sálræn áhrif á fólk og fyrirtæki. Og síðasta samstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, sú sem Þorsteinn stjórnaði, fór ffá einmitt útaf atvinnumálum. Ríkisfjármálin eru orðin nokk- uð sérstæður kafli í stjórnarsög- unni. Þar var aldeilis sett upp markmið, og boðuð sú framtíðar- sýn að ná hallanum niður á tveim- ur árum. Á fyrsta árinu var halla- talan síðan ákvörðuð á táknrænan hátt til að sýna fíflsku síðustu stjórnar. En reyndin er að verða sex milljarðar ffammúr fjárlögun- um, og í núverandi frumvarpi er búið að fara upp með hendur og niður með brækur gagnvart öllum gömlum markmiðum um halla- lausan ríkisbúskap. Það er von- andi ekki dónalegt að minna á að ennþá er árið 1990 langbesta fjár- lagaárið að þessu leyti, síðasta ár Ólafs Ragnars (fyrir utan sameig- inlega eyðsluárið þeirra Friðriks), þegar hallinn var helmingi minni en hjá ríkisstjórninni núna, og fjárlögin komust nær því að standast en nokkru sinni á síðari tímum. Hallatölur segja ekki allt um fjárlög. En Davíð og Friðrik völdu sér einmitt þær að sérstöku tákni um stöðuna í fjármálum ríkisins. Og nú eru hallatölumar orðnar að tákni um að framtíðarsýnin er brostin, og bæði fjármálaráðherr- ann og yfirmaður hans í forsætis- ráðuneytinu farnir að snúa sér að því einu sem kemur uppá ffá degi til dags. Á slíkum stundum er ekki hyggilegt að láta vaða á súðum einsog Davíð Oddsson leyfði sér í hugmyndasnauðri og leiðinlegri ræðu núna á mánudaginn, ræðu án framtíðarsýnar annarrar en þeirrar að taka á málunum eftir því sem þau berast í póstkassann í Lækjargötunni, án stefnu nema að sitja áffam í rfkisstjórn án áætlun- ar. Þvert á móti er það við þessar aðstæður ekki annað en skynsam- legt fyrir núverandi stjórnarflokka að leggja eyrun án skætings við þeim nýju tónum sem nú heyrast ffá sterkum mönnum í stjórnar- andstöðu, Ólafi Ragnari Gríms- syni og Halldóri Ásgrímssyni, og kanna hvaða hugmyndir þar búa á bakvið um framtíðarsýn og stefnu í stjórnmálum dagsins. Hötundur er mcjltræðingur. STJÓRNMÁL Levis 501 - eða Heklubuxur? GISSUR PÉTURSSON Ef til vill hefur Ingi- björg ekki gert sér grein 1 Jl fyrir að með málflutn- ingi sínum var hún að fella heldur slœman dóm yfir sjálfri sér og öðrum sem lagt hafa jafnréttisbaráttunni lið 1 Æ á síðustu árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er alþingismaður sem fellur mér að mörgu leyti í geð. Hún er rökföst og mælsk, á auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu og drepur oft í orði eða ræðu á málefni sem þörf er á að taka til umfjöllunar. Ofiast lætur hún það vera að taka þátt í umræðu og lýsa skoðunum sem hún heldur að falli í kramið hjá kjósendum — burtséð frá innihaldinu að öðru leyti. Hún virkar trúverðug. í ljósi þessa þótti mér skjóta skökku við sú einlita og lítt ígrundaða skoðun sem hún hélt fram í grein sem hún skrifaði í vor, að mig minnir í Moggann, um meðlagsgreiðslur. Ástæðan var könnun sem Félag einstæðra foreldra (FEF) hafði látið gera á framfærslukostnaði barna. í könnun þeirri kom ffam að með- lag væri aðeins um fjórðungur þess sem kostar að framfæra bam. Því væri veruleg þörf á hækkun meðlagsins svo það nálgaðist raunveruleikann — það er að segja þá raunveruleikamynd sem FEF dró upp. Því er þetta tekið til umræðu hér að nú í vikunni var aftur vakin athygli á þessari könn- un FEF og kröfu félagsins um úr- bætur fyrir félagsmenn sína. í grein Ingibjargar, sem situr mér í minni, var veist að meðlags- greiðendum, sem í yfirgnæfandi meirihluta eru karlmenn, á mjög hrokafulian hátt. Þeir voru sagðir sleppa heldur auðveldlega frá málinu. Borguðu hraksmánarlega upphæð til framfærslu bamanna, vörpuðu frá sér allri ábyrgð að öðru leyti og létu barnsmæður sínar um áhyggjumar og amstrið. f þeirri viðleitni sinni að tala máli allra einstæðra mæðra sem búa við óveruleg meðlög frá barns- feðrum sínum gusaðist svoleiðis 1 allar áttir að þar mátti ekki sjá þann stjórnmálamann sem ég lýsti hér í upphafi. Ef til vill hefur Ingibjörg ekki gert sér grein fyrir að með mál- flutningi sínum var hún að fella heldur slæman dóm yfir sjálffi sér og öðrum sem lagt hafa jafnréttis- baráttunni lið á síðustu árum. Dóm sem má túlka með eftirfar- andi orðum: Okkur hefur ekkert orðið ágengt, ekkert af baráttu- málum okkar hefurfengið hljóm- grunn, við erum á sama stað í jafnréttisbaráttunni og við byrj- uðum. Nú skal það vitaskuld viður- kennt að í hópi meðlagsgreiðenda er vafalaust að finna marga þá ábyrgðarlausu, tillitslausu, skiln- ingslausu og samansaumuðu karlmenn sem Ingibjörg lýsti í grein sinni sem meðlagsgreiðend- um. Hitt er annað að sem betur fer hefur jafiiréttisumræða síðustu ára kallað feður miklu meira til ábyrgðar á uppeldi barna sinna, hvort sem er í hinu hefðbundna fjölskyldumynstri (sem kerfið vegur svo harkalega að) eða þar sem bömin alast upp hjá sitthvoru foreldrinu. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að það er nánast náttúrulög- mál að forræði barna við skilnað eða sambúðarslit lendi hjá móð- urinni og kostar alla jafna ómælda erfiðleika aðstandenda máls ef faðirinn fef fram á forræðið. Því er þetta nefnt að mjög margir með- lagsgreiðendur eru í þann hóp settir af kerfi sem ýtir þeim þang- að nauðugum viljugum. Þegar þangað er komið minnka mjög þau áhrif sem viðkomandi getur haft á uppeldi og viðgang barna sinna. Séu meðlagsgreiðendur krafðir um þá upphæð sem FEF og Ingibjörg Sólrún krefjast minnka áhrif þeirra á uppeldi barnanna enn ffekar. Með öðrum orðum: Borgið þið bara og látið svo meðlagsþegann (móðurina) um afganginn! Þetta er staða sem fráleitt getur verið æskileg. Þetta er engu að síð- ur sú hlið sem blasir við meðlags- greiðandanum í þeim málflutn- ingi sem viðgengst þessa dagana: Þú ert ábyrgðarlaus og átt að vera það áfram! Sé þetta skoðað nánar er auð- vitað komið þarna að ýmsum grunnþáttum í mannlegum sam- skiptum. Þetta snertir samnings- vilja og aðlögunarhæfni aðskil- inna foreldra við að ala upp böm sín með þátttöku beggja. Það má í raun segja að það sé viðlíka ábyrgðarlaust af meðlagsþegan- um að krefjast þess að hann sjái einn um uppeldið og meðlags- greiðandanum að inna af hendi 7.551 krónu og láta þar við sitja. Forystumenn kvenréttinda verða að skilja að börnin eru í heiminn borin á ábyrgð beggja foreldra, uppeldi þeirra er á ábyrgð beggja foreldra og ekkert kerfi eða lausnir á félagslegum vandamálum má vera við lýði sem vegur að þessum grunnatriðum. Meginmálið er ekki hvort meðlagið er 5.000, 7.500 eða 10.000 krónur á mán- uði. Aðalmálið er að tryggja með- lagsgreiðandanum (föðurnum) þá stöðu að hann geti haft áhrif á uppeldi barna sinna, — taki þátt í hinu daglega vafstri. Að hann sé þátttakandi í ákvörðunum um hvort barnið skuli hefja ballett- eða tónlistarnám, hvort eigi að kaupa Levis 501- eða Heklubuxur, hjólabretti eða 21 gírs fjallahjól. Ábyrgð föðurins á uppeldi barna sinna er virkust þegar hann á hlutdeild í þessum og öðrum ákvörðunum varðandi barnið sem taka þarf nánast á hverjum degi. Það væri kvennahreyfmg- unni nær að aðstoða meðlags- greiðendur (feður) við að tryggja þessi réttindi til að umgangast böm sín heldur en beinlínis vinna gegn því, eins og tónninn var í téðri grein alþingismannsins. Ef meirihluti einstæðra mæðra er láglaunahópur verður það vanda- mál ekki leyst með því að krefja bamsfeður þeirra um hærra með- lag — með þeim afleiðingum sem ég hef hér að ofan lýst. Sú stað- reynd ætti að vera alkunn að í þessu samhengi em peningar ekki allt. Hötundur er verkelnisstjóri Startstræðslu- nefndar fiskvinnslunnar. U N D I R Ö X I N N I Standið bið Suðurnesja- menn allslausir uppi þegar Varnarliðið ákveður allt að 30 prósenta niðurskurðí framkvæmdum á Vellinum, Karl Steinar? ,Við höfum á undanförnum ár- um mjög haldið því á loft að eitthvað verði gert í atvinnu- málum Suðurnesja, en á okkur hefur ekki verið hlustað, heldur sagt; þið hafið Völlinn. Nú kem- ur þessi samdráttur varnarliðs- framkvæmda ofan á missi skipa og kvóta, lækkandi ál- verð, frestun álversfram- kvæmda og almenna stöðn- un." Þið hafið þrýst á Bandaríkja- menn um að draga ekki úr framkvæmdunum. Er það ekki nokkuð erfiður málflutningur á þíðutímum? „Menn töldu að til þessa þyrfti ekki að koma. Það hefur frést að kalda stríðinu er lokið, jafn- vel til (slands. En framkvæmd- irnar sem á að skera niður hafa verið á framkvæmdaáætlun og þær eru nauðsynlegar, þrátt fyrir þíðu. Það eru ekki tjaldbúðir sem verið er að reisa. Ég minni á að ástandið í Sovét er ótryggt og það hefur -aldrei gerst að friður hafi kom- istáíeitt skipti fyrir öll." Ekki getur Varnarliðið haldið uppi e.k. atvinnubótavinnu hér á landi, eða hvað? „Við höfum aldrei viljað lifa á hinu svokallaða hermangi. Við ákveðum þetta ekki. Það eru heimsviðburðir sem ráða þessu. Þá er vert að minna á að það eru kosningar í Bandaríkj- unum og tilhneiging til að draga saman í varnarmálum með því að leggja niður stöðv- ar eða skera niður á öðrum stöðvum um 30 til 40 prósent. Þing Bandaríkjanna neitaði að leggja meira í Mannvirkjasjóð Atlantshafsbandalagsins en nema hluta af því sem forset- inn bað um. Þetta kemur síðan niður á okkur ofan á samdrátt og stöðnun. Við höfum þrýst á um stuðning við atvinnulífið á Suðurnesjum, en með afar tak- mörkuðum árangri." Er þá nokkuð hægt að gera? „Við stjórnarliðar ræðum nú hvað hægt er að gera, en fleiri þurfa að sýna samstöðu, ekki sist sveitarfélögin á Suðurnesj- um.“ Talið er aö framkvæmdir fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli dragist saman um 20 til 30 pró- sent á næsta ári og fslenskir aðal- verktakar segi upp fjölda manns. Karl Steinar Guðnason þingmað- ur er einn þeirra sem barist hafa gegn slíkum samdrætti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.