Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 13 ið gat af þeim sem þar gengu um. Líklega var talið að fíkniefni tengdust staðnum, en það fullyrða aðstandendur að hafi aldrei verið. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af klúbbnum. Fyrir mörgum ár- um réðst hún inn og lagði hald á „einhentan sjóræningja" sem klúbbfélagar höfðu glímt við auk spilanna. Þá var líka talað um spilavítissollinn í Reykjavík, en „ræninginn" (sem kallaður er Magga) komst aftur í hendur rétt- mætra eigenda sinna. Magga hangir nú uppi á vegg fyrir ofan barinn í Súðarvoginum, en aðeins til augnayndis. Það er búið að taka úr henni innvolsið og lögreglan lét hana í friði í þetta skiptið. GULLMOLINN BER AFHINUM f Skipholtinu voru líka menn að spili í „black jack“ og rúllettu þetta föstudagskvöld. Þar er full- komnasti og glæsilegasti spilasal- ur landsins, tvö „black jack“-borð og tvö rúllettuborð. Staðurinn er allur ríkulega skreyttur og mál- verk eftir gamla meistara á borð SÆTTIR HAFA VERIÐ NEFNDAR Það var um Ijörutíu manna kjarni sem stundaði Gullmolann, Klakann og Fríklúbbinn af ein- hverjum krafti og líklega ekki fleiri en tíu sem spiluðu svo til á hvetju kvöldi. Að sögn kunnugra skiptu þeir hundruðum sem komu af og til, sumir til að forvitnast, aðrir til að prófa. Það var misjafnt eftir einstak- lingum hversu mikið var lagt und- ir, en ekki var óalgengt að hundr- uð þúsunda skiptu um hendur. Stærsti vinningur, sem Klakinn greiddi út á sínum stutta ferli, var um 340 þúsund, en einnig þekkt- ust vinningar á bilinu 200-300 þúsund. PRESSAN fékk reyndar fregnir af stærri vinningum og tapi, allt ffá sjö hundruð þúsund- um til tæpra tveggja milljóna, en það var ekki hægt að staðfesta og drógu reyndar flestir úr slíku tali. í Fríklúbbnum var lágmarks- bóð í „black jack“ 500 krónur og hámark 10 þúsund. Sömu tölur giltu í Gullmolanum og á öðru borðinu í Klakanum, en 200 hundruð og 5 þúsund á hinum. Boð á „stóra borðinu" hlupu á fimm hundruðum, en á hundrað krónum á hinu. í rúllettunni var lágmarksboð 50 krónur og há- mark eitt þúsund. Um mánaðamótin febrú- ar-mars á þessu ári fór 15-20 manna hópur íslendinga til Amst- erdam og stundaði fjárhættuspil í töluverðum mæli. Þetta er eina hópferðin sem farin hefur verið og vakti athygli fyrir þær sakir. I heildina tapaði hópurinn tölu- verðri upphæð, eitthvað á aðra milljón króna, að sögn þeirra sem tóku þátt. Málum klúbbanna tveggja hef- ur nú verið vísað til Rannsóknar- lögreglunnar. Ríkisvaldið þarf að sanna annað af tvennu til að sak- fella aðstandendur klúbbanna. Annars vegar áfengissölu og hins vegar atvinnu eða framfæri ein- hvers af fjárhættuspili. Það verður varla erfitt að sanna áfengiskær- ENN VEIT LÖGGAN EKK- ERT UM ÁSAKLÚBBINN Því var líka þannig farið með Ásaklúbbinn, sem er til húsa á Hverfisgötu 105, beint á móti lög- reglustöðinni. Þar hefur hann ver- ið í tuttugu og tvö ár (hann átti af- mæli á laugardaginn) og fengið að vera í friði fyrir nágrönnum sín- um. f Ásaklúbbnum hefur aðallega verið spilað brids, en kasjón, pók- er og skák inn á milli. Klúbburinn hefur verið lokaður öllum nema meðlimum og gestum þeirra, en áfengissala þar hefur þó verið á allra vitorði og viðurkenndi eig- andinn, Jón Sveinsson, það fús- lega í samtali við PRESSUNA. Fulltrúi lögreglustjóra, Elín Hall- varðsdóttir, sagði að staðurinn hefði ekki vínveitingaleyfi og ekki kannaðist hún við fregnir af áfengissölu. En það fer hvort eð er að verða of seint fyrir lögregluna að atast í Ásaklúbbnum. Honum verður lokað á næstunni, enda er ríkið búið að kaupa húsnæðið og Jón Sveinsson sagðist ekki hafa í hyggju að flytja starfsemina. að fá íslensk stjómvöld til að veita leyfi á svipuðum forsendum og gert er í nágrannalöndunum. Eins og kollegar hans í Klakanum vill Margeir passa sig á að vera réttum megin við strikið hvað lögin snert- ir. Það er mjög þröngur hópur sem fær að sækja Gullmolann og engum er hleypt inn sem eigand- inn veit ekki deili á. Margeir og aðrir viðmælendur PRESSUNNAR segja líka að ekk- ert áfengi sé haft um hönd í Gull- molanum. Blaðamaður sá þess Ásaklúbburinn átti 22 ára afmæli um ustu helgi. -ur allan beint á móti klúbbsins, þeir Sverrir, Valur Sig- urðsson, Valgarð Blöndal og Haraldur Gunnarsson, höfðu fvrir sið, eins og kollegar þeirra í Ármúlanum, að veita áfengi ókeypis til klúbbfélaga. Þegar lög- reglumennirnir tveir báðu Sverri um bjór var það því sjálfsagt mál, en líklega þótti honum þeir ekki líklegir til að verða þaulsetnir við spilaborðið svo hann ákvað að rukka þá fyrir bjórinn. Lögreglan var ekki langt komin með áfengið þegar símboði lét í sér heyra í vasa annars þeirra. Sá fékk að hringja og viðstöddum fannst hann segja „Þeir eru búnir að selja okkur bjór“. Skömmu síð- ar yfirgáfu mennirnir salinn, en fóru ekki lengra en að útidyrun- um þar sem þeir hleyptu kolleg- um sínum í lögreglunni inn. Við- staddir voru handteknir og lagt hald á eitt „black jack“-borð og eina rúllettu. Fríldúbburinn hefur verið til í ýmsum myndum síðan 1968. Lengi vel var þetta spilaklúbbur kunningja og var til húsa í Bol- holtinu, en fluttist fyrir nokkrum árum í Súðarvoginn. Tveir eig- enda Klakans, Halldór Már og Brynjar, voru í samfloti með öðr- um í Fríklúbbnum þar til fyrir um ári. Síðar bættist Haraldur í hóp núverandi umsjónarmanna. Félagar í Fríklúbbnum greiða árgjald og fá skírteini í hendur, þótt ekki sé endilega með nafni klúbbsins. Ekki er langt síðan not- uð voru skírteini með nafni Pílu- kastklúbbsins, en fyrri húsráð- endur í Súðarvoginum höfðu sett skilti með því heiti á dyrnar og ákveðið var að viðhalda því ein- hvem tíma. Það hafði dregið nokkuð úr að- sókninni í Fríklúbbnum eftir að Klakinn var opnaður og aðstand- endur hans höfðu áform um end- urbætur. Þannig var rúllettan ný- komin á staðinn og fleiri viðbætur munu bíða á hafnarbakkanum. Til stóð að loka staðnum á mánu- dag vegna endurbóta, en lögregl- an hefur nú sett strik í þau áform. Lögreglan hefur vitað af og fylgst með Fríklúbbnum nokkuð lengi. Þannig telja aðstandendur sig hafa vissu fýrir því að hún hafi komið sér fyrir á neðstu hæð hússins og tekið myndir út um lít- Lögreglan hafði 1 og Frlklúbburinn við Súðarvoginn. una í tilfelli Fríklúbbsins, en eftir helgina liggur ekki fyrir nema sala eins manns á tveimur bjórum. Aðstandendur Klakans þykjast fullvissir um að fyrirkomulag þeirra á rekstrinum færi þá undan sök um áfengissölu. Atvinnu og framfæri af fjár- hættuspili gæti reynst enn erfiðara að sanna. Sú er að minnsta kosti raunin með Klakann, sem aðeins hafði verið starfræktur í þrjár vik- ur og reksturinn því enn á algeru byrjunarstigi. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að sáttatilboð í málinu hafi verið viðruð, en engar ákvarðanir í þá veru hafa verið teknar. Ef sátt tekst í málinu eru líkur á að lögreglan þurfi að flytja spilaborðin aftur á sinn stað og skila bókhaldi og peningum aftur til eigenda sinna í réttum hlutföll- um. Þeir geta þá væntanlega sest aftur að spilaborðinu án þess að þurfa að sækja þá afþreyingu og spennu til útlanda.________________ Karl Th. Birgisson við Eirík Smith uppi á veggjum. Fyrir ffaman spilasalinn er setu- stofa með leðursófasetti, skenki og sjónvarpi og enn fleiri málverk á veggjum. Þetta er Gullmolinn. Eigandi Gullmolans er Margeir Margeirsson, sem einnig rekur skemmtistaðinn Keisarann og tók nýverið við umboðinu fyrir Benet- ton-vörur. Hann er mikill áhuga- maður um fjárhættuspilasali, hef- ur sótt þá mikið erlendis og reynt heldur engin merki þegar hann kom í fyrirvaralausa heimsókn á staðinn að þar væri áfengi veitt eða haft um hönd. Staðurinn er allur hinn snyrtilegasti og greini- legt að eigandinn er stoltur af að- stöðunni sem hann hefur komið upp. I dagblöðum segist lögreglan vita af fleiri spilaklúbbum en þeim sem ráðist var inn í á föstudag. Það má telja öruggt að hún viti af Gullmolanum — enda hefur eig- andinn ekkert farið í felur með áhuga sinn og fýrirætlanir — en af einhverjum ókunnum ástæðum sá hún ekki ástæðu til að hafa af- skiptiafstaðnum. Ur húsakynnum Gull- molans. Þar er allt retðubúíð til að opna spilaklúbb sem gæti þjónað sextíu til hundrað manns. Eigandi Gullmolans „Leyft alls staðar nema á íslandi og í Albaníu" „Ég hef komið þessum stað upp vegna áhuga míns á að veitt verði leyfi fyrir kasínóum eða spilasölum á íslandi," sagði Margeir Margeirsson, eigandi Gullmolans, fullkomnasta fjár- hættuspilastaðar á fslandi, í sam- tali við PRESSUNA. Fyrir hálfu öðru ári flutti hann inn fjögur spilaborð sem nú prýða Guflmol- ann. „Ég spurðist fyrir um það hjá dómsmálaráðuneytinu hvort veitt yrði leyfi fyrir þessari starf- semi. Ég vissi hvað lögin sögðu og vildi hafa vaðið fyrir neðan mig, en það hafa verið gefin út undanþáguleyfi fyrir slíka starf- semi sem ekki stenst lögin eins og þau eru. í síðasta bréfi dóms- málaráðuneytisins er fjárhættu- spil skilgreint þannig að til dæm- is Lottóið eða spilakassar Rauða krossins falla undir þá skilgrein- ingu.“ Margeir segist hafa kynnst spilasölum víða erlendis. Hann er meðlimur í nokkrum slíkum klúbbum í London, en hefur líka heimsótt Las Vegas og Atlantic City, miðstöðvar fjárhættuspila- mennsku í Bandaríkjunum. „Ég vil að þeir fslendingar sem vilja spila geti gengið inn í spila- sal á borð við þennan, í stað þess að fara utan í þeim tilgangi eins og dæmi eru um. Þessi starfsemi ætti auðvitað að vera skattskyld og undir eftirliti eins og tíðkast í nágrannalöndunum. Fjárhættu- spfl er leyft í öllum löndum Evr- ópu nema á íslandi og í Albaníu. I þessu eins og öðru erum við langt á eftir tímanum." Margeir segist hafa nefnt hug- myndir sínar við bæði fjármála- ráðherra og ferðamálaráð, enda telur hann líkur á að stór hluti út- lendinga sem hingað kemur myndi vilja sækja vel útbúna spilastaði í stað þess að labba á milli skemmtistaða í miðbænum í misjöfnu veðri. „Ég spurðist fyrir um það hjá ferðamálaráði hvort þeir myndu mæla með leyfisveitingu. Þeir sögðu sín meðmæli byggjast á því hvort starfsemin yki ferða- mannastraum eða tekjur lands- ins af ferðaþjónustu. Mér sýnist augljóst að spilasalir uppfylla síð- ara skilyrðið." En hvað um þá sem segja að þetta myndi ýta undir fjár- hœttuspilafíkn og hugsanlega tengjast glœpastarfsemi? „Ég held að Rauði krossinn hafi verið hvað liprastur við að veita fólki útrás fyrir fjárhættu- spflafíkn. Þeir sem vflja endflega sjá neikvæðu hliðina á þessu sjá hana þar. Mér þætti hins vegar miður ef löggjafinn eða lögreglan liti á það sem helsta bölvaldinn í þjóðlífinu, að kunningjar vilji setjast niður í rólegu umhverfi og velta á milli sín nokkrum hundr- aðköllum eða þúsundköllum, hvort heldur eru alvörupeningar eða plast. Víðast erlendis er þessi starf- semi undir ströngu eftirliti og ekki í tengslum við neina glæpa- starfsemi. En á meðan íslensk stjórnvöld kjósa að hafa spilasali neðanjarðar er hætt við að af þeim verði einhver glæpakeimur. Orðið spilavíti ber í sér slæma merkingu sem er ekki tengd orðnu kasínó á erlendum tungu- málum.“ Margeir segist nú bíða átekta og fylgjast með hvað verði um þá sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar um síðustu helgi, hvernig lögin verði túlkuð í þeirra máli. „Þangað til held ég áfram að leika mér með þröng- um kunningjahópi." „Löglega fjár- hættuspilið“ Veltir á þriðja milljarð króna Samkvæmt skilgrein- ingu hegningarlaga er fjárhættuspil í meginat- riðum það, þegar lagðir eru undir peningar í spili og niðurstaðan veltur á tilviljun eða heppni. Kunnáttumenn í„black jack" segja spilið ekki falla undir þessa skilgrein- ingu, enda fari niðurstað- an eftir þekkingu og kunnáttu ispilinu. Rúllett- an er hins vegar hreint fjárhættuspil í skilningi laganna. En íslendingar eyða nú þegar miklum fjármunum íjöglegt fjárhættuspil", sem eru Lottóið, happ- drætti og spilakassar í umsjá Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar. Þar eru peningar lagðir á töl- ur eins og í rúllettunni og hending ræður niðurstöð- unni. Lottóið velti á síð- asta rekstrarári rúmlega milljarði króna, stóru happdrættin samtals tæp- um tveimur milljörðum og spilakassarnir um 250 milljónum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.