Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 f Þ R Ó T T I R 31 Handknattleikur Telcið fyrir misnotkun hátalarakerfa og Birgir Mikaelsson átti að keppa í þriggjastiga- og vítaskotahittni á Bahamaeyjum. Körfubolti: Valur, Birgir og Teitur fara ekki til Bahamaeyja , Nú er hlé á keppni í úr- valsdeildinni — Japis- / deildinni — í körfu- knattleik og hefst keppni á ný 20. þessa mánaðar. Ástæðan fyrir þessu hléi er sú að Körfuknatt- leikssambandi Islands (KKÍ) barst boð í sumar frá Körfuknattleiks- sambandi Bahamaeyja um að senda þrjá íslenska Ieikmenn á mikla körfuboltahátíð sem halda átti á Bahamaeyjum íþessari viku. Valur Ingimundarson átti að keppa í troðslukeppni, Birgir Mikaelsson í þriggjastiga- og víta- skotum og Teitur Örlygsson átti að spila með einskonar heimsliði gegn Ameríkuúrvali. Eyjaskeggjar ætluðu að borga allan kostnað við ferðina, en hátíðina átti að halda í tilefni af því að nú eru liðin 500 ár frá því Kristófer Kólumbus kom til eyjanna. En svo kom babb í bátinn; Ba- hamabúar hættu við allt saman. Islendingarnir fara því ekki í sól- ina, en búið var að skipuleggja ís- landsmótið með tilliti til þessarar farar og því verður ekki breytt. Haukur Magnússon, fyrir- liði Þróttara, ætlar ekki að leika með liðinu næsta sumar. Úlafur Jóhannesson, sem þjálfaði Þrótt i annarri deild fótboltans i sum- ar, verður ekki áfram með liðið næsta keppnistímabil. Ólafur þjálfaði FH-inga með ágætum árangri áður en hann fór til Þróttar, en Þrótt- arar náðu ekki þvi tak- marki sinu að komast upp í fyrstu deild í sumar. Þeir munu engu að síður hafa haft áhuga á að Ólafur þjálfaði liðið áfram, en samningar tókust ekki. Frágengið er að Ágúst Haukssoti, sem lék með Þrótti í sumar, mun taka við liðinu. Ágúst hefur meðal annars leikið og þjálf- að i Noregi við góðan orðstír en áður en hann fór utan lék hann með Þrótti. Ágúst lék einn landsleik árið 7 980. Þá mun Ijóst að fyrirliði Þróttara und- anfarin þrjú ár, Hattkur Magttússon, leikur ekki með liðinu á komandi sumrt. fslendingar töpuðu landsleik sínum á móti Grikkjum ekki nema 1 -0, en engu að síður vill Knattspyrnu- samband Evrópu setja okkur í sérstakan forriðil ásamt til dæmis Færeyingum og San Marínó-mönnum. Nýir heimsmeistarar verða krýndir í Bandaríkjunum árið 1994 og þá verður Maradona 33 ára. Alfio Basile, landsliðsþjálfari Argentínu, vill feginn byggja lið sitt í kringum Maradona en það þarf að koma karlinum í almenni- legt form. Og til þess er enginn betur fallinn en Carlos Bilardo, þjálfari Sevilla, en hann var ein- mitt þjálfari landsliðs Argentínu- manna er þeir unnu heimsmeist- arakeppnina árið 1986. Maradona er til í slaginn. Hann vill ekki að sín verði minnst sem fallinnar stjörnu; goðsins sem dópaði og drabbaði. Fótbolti er líka það eina sem hann kann og það sem hann hefur lifað fyrir. í febrúar árið 1991 fékk sak- sóknari á Ítalíu upplýsingar sem tengdu Maradona við eiturlyfja- og vændishring. En það var bara byriunin. 1 mars sama ár var forseta Na- polí, Corrado Ferlaino, tilkynnt að Maradona hefði fallið á lyfja- prófi eftir leik við Bari. Grun- semdir um að Maradona væri ekki undir áhrifum neinna þeirra lyfja sem íþróttamenn glepjast oft- ast til að nota, heldur kókaíns, voru brátt staðfestar. Maradona var dæmdur í fimm- tán mánaða keppnisbann af Knattspyrnusambandi Ítalíu. AI- þjóðaknattspyrnusambandið kvað upp þann dóm að bannið skyldi gilda um víða veröld. Mar- adona fór heim til Argentínu með fjölskylduna og hét því að koma aldrei affur til Ttalíu. En hremm- ingum Maradona var ekki lokið. Þann 26. mars á síðastliðnu ári var Maradona handtekinn ásamt tveimur vinum sínum í íbúð í Bu- enos Aires með kókaín í fórum sínum. Maradona var stungið í steininn en var látinn laus gegn tryggingu. Hann hefur nú farið í meðferð vegna eiturlyfjanotkun- arinnar, er á skilorði og þarf að til- kynna sig reglulega til yfirvalda. Maradona ætlaði sér alltaf að ljúka ferlinum með liðinu sem hann spilaði með í æsku, Boca juniors, en liðið hafði hvorki bol- magn til að kaupa samning hans við Napólí né greiða honum þau laun sem hann fór ffam á. Parma á Ítalíu, Rea! Madrid á Spáni og franska liðið Marseille, auk Se- villa, lýstu yfir áhuga á að fá Mar- adona til liðs við sig. Sjálfur harð- neitaði hann að snúa aftur til Na- pólí. Á endanum leystust máiin og hann fór til Sevilla. Æðsti draumur hans nú er að leiða argentínska landsliðið til sig- urs í úrslitakeppninni 1994 og hann segist hafa fullan hug á að láta þann draum sinn rætast. — Knattspyrnulið íAlban- íu berjast nú fyrir lifi sinu, fátækt er gifurleg i land- inu og klúbbarnir hafa úr litlum peningum að moða. Það bætir ekki úr skák að félögunum hefur gengið afar illa að inn- heimta greiðslur fyrir leikmenn sem þau hafa selt til annarra landa — aðallega Rúmeniu og Grikklands. Á siðustu tveimur árum hefur þeim albönsku knattspyrnu- mönnum fjölgað gífur- lega sem leika utan Al- baniu. Nærri lætur að all- ir albanskir spilarar sem sæmilegir eru séu flúnir land. En albanska knatt- spyrnusambandinu og al- bönskum félagsliðum hefur gengið bölvanlega að fá greiðslur fyrirþessa leikmenn. Félögin munu eiga inni hjá erlendum liðum um tuttugu og fimm milljónir íslenskra króna samtals. Hjá mörg- um félögum Evrópu þætti þetta ekki rnikil upphæð en í Albaniu eru þetta heil auðæfi og fái félögin þessa peninga ekki greidJa er hætt við að fjölmörg félög i Albaniu lognist út af og þar með knattspyrnuiðkun íland- inu. Ekki er langt siðan ís- lenska landsliðið i fót- bolta tapaði fyrir þvi al- banska i Tirana, það þótti okkur hin mesta niðurlæging, en haldi þróunin i Albaniu áfram á sama veg þurfum við varla að leika við þá ann- an landsleik í bráð. notkun gaslúðra Framkvæmdastjórn Handknattleikssam- ' bands Islands (HSÍ) hef- ur bannað félögum að nota hátal- arakerfi íþróttahúsa til að hvetja lið sitt. Brögð voru að því að kynnar á Ieikjum misnotuðu að- stöðu sína og hvettu heimaliðið óspart gegnum hátalakerfm og gerðu jafnvel grín að andstæðing- unum og skömmuðust út í dóm- arana. Talsvert var kvartað undan þessu í fýrra og einnig í upphafi yfirstandandi keppnistímabils og taldi ffamkvæmdastjórnin rétt að taka fyrir þetta. Nú er einungis heimilt að kynna liðin í gegnum kerfin og jafnffamt tilkynna hverj- ir skora mörkin. Þulur má ekki hvetja sitt lið eða skammast, hon- um er þó heimilt að biðja áhorf- endur að styðja heimalið sitt bet- ur, en skal sjálfur þegja og láta áhorfendur eina um hvatninguna. Þá hefur framkvæmdastjórnin einnig bannað gaslúðrana sem vinsælir voru, en hávaðinn í þeim er þvílíkur að fólk veigraði sér við að fara á völlinn. Brot á þessum reglum varða missi heimaleiks. Það var heimaleikur KA- manna við Selfyssinga á Akureyri 18. september síðastliðinn sem gerði útslagið um að reglur um notkun hátalarakerfanna voru settar. Þulur í þeim leik var Sigfús Karlsson, gjaldkeri handknatt- leiksdeildar KA, en í hita leiksins missti hann út úr sér óviður- kvæmileg orð um dómarana. Sig- fús er þó engan veginn eini þulur- inn sem orðið hefiar það á, þegar spennan verður þeim urn megn, að segja eitthvað sem betur hefði verið látið ósagL Almenn ánægja er meðal for- svarsmanna félaganna með þessar reglur og töldu þeir sem PRESS- AN ræddi við að tímabært hefði verið að stíga þetta skref. Um helgina HANDBOLTI I.DEILD KVENNA Valur - Selfoss kl. 19.00. Vals- stúlkur ættu að vera sterkari aðil- inn I þessum leik. Fylkir - Grótta kl. 18.30. Hvorugt þessara félaga hefur getið sér frægðarorð i kvennahandboltan- um. Ómögulegt aö sþá nokkru um úrslitin fyrirfram. HANDBOLTI2. DEILD KARLA Afturclding - ögri kl, 20.00. Ögri er eitt sterkasta lið heyrnarskertra á Norðurlöndum og reynir örugg- lega hvað það qetur að leggja Mosfellinga að yeíli. Fylkir - Fjðlnir kl. 20. Árbæingar og Grafarholtsbúar eigast við. Grótta - KR kl. 20. Þessi lið hafa bæði leikið í fyrstu deild. Grótta féll í fyrra og hefur misst mikinn mannskap en nokkur ár eru síðan KR-ingar fóru niður og síðan hefur litið til þeirra spurst. ■1'Ili'lfiHlil HANDBOLTI2. DEILD KARLA HKN - Ármann kl. 20. Suður- nesjamennirnir stóðu sig með ágætum í fyrra og komust næst- um því upp. Ármenningum finnst eflaust tfmi til þess kominn að fara upp. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Tindastóll - KR kl. 16.00. Stelpurn- ar hafa ekki farið varhluta af körfu- boltaáhuganum sem ríkir á Sauð- árkróki. SUNNUDAGUR ÍBK - ÍR kl. 20.00. Þær eru góðar í körfubolta stulkurnar á Suðurnesj- um, ekki síður en strákarnir. Tindastóll - KR kl. 14.00. Norður- ferð KR-stúlknanna er vel nýtt, en þær leika tvo leiki við Tindastóls- dömur á tveimur dögum. Knattspyrna Island í forriðil? íslendingar gætu í framtíðinni þurft, ásamt öðrum lágt skrifuðum knattspyrnuþjóðum, að leika í forriðli um sæti í riðlum í heimsmeistara- og Evrópukeppni —Þær þjóðir Evrópu sem /r' hvað slakastar þykja á 2* knattspyrnusviðinu berj- ast nú fýrir rétti sínum til að teljast gjaldgengar í riðlakeppni fyrir heimsmeistara- og Evrópukeppni. Þær raddir verða nú æ háværari innan Knattspyrnusambands Evr- ópu sem krefjast þess að þær þjóðir sem slakastar þykja í list- inni keppi í sérstökum forriðli eða -riðlum og sigurvegararnir hljóti rétt til þátttöku í hinni eiginlegu riðlakeppni. Þetta gæti verið orðið að veruleika strax og farið verður að huga að næsta stórmóti eftir úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í Bandaríkjunum árið 1994. Þær þjóðir sem rætt er um að verði í þessum forriðlum, eru San Marínó, Færeyjar, sennilegast ein- hver þeirra lýðvelda sem stofnuð voru við fall Sovétríkjanna (til að mynda Lettland, Litháen og Eist- land), Júgóslavía, Kýpur, Malta, ísland og jafnvel fleiri. Tíu;núll-tap San Marínómanna fyrir Norðmönnum og sex:núll- tap Færeyinga gegn Walesbúum hafa orðið þess valdandi að sífellt fleiri hallast að því að við Islend- ingar ásamt fleiri þjóðum eigum ekki samleið með þeim bestu. „Markatölur sem við þekkjum helst úr íshokkí eru ekki knatt- spymunni til framdráttar og ekki góðar fyrir ímynd íþróttarinnar," segir talsmaður Knattspyrnusam- bands Evrópu, Guido Tognoni. Sífellt fjölgar þjóðunum í Knattspyrnusambandi Evrópu og þessi mikla fjölgun skapar vanda- mál. „Það er augljóst að við getum ekki haft sjö eða átta þjóðir í hverjum riðli,“ segir Tognoni. En síðan kemur þversögnin: „Við viljum að litlu þjóðunum gefist kostur á að spila við stóru þjóð- irnar og taki inn peninga á þeim leikjum og geti þannig eflt og þró- að knattspyrnu sína.“ Knatt- spyrnusamband Evrópu vill sem sagt losna við litlu þjóðirnar og telur að þær hafi lítið að gera í hendur (fætur) stórþjóðanna í fót- bolta. Jafnframt er sambandinu umhugað um að lakari þjóðirnar fái að spreyta sig gegn þeim bestu, bæði sökum þess að það gefur peninga í kassann (peningar eru nauðsynlegir til uppbyggingar íþróttinni) og eins vegna þess að lið sem stöðugt spilar við ámóta gott (eða lélegt) lið tekur seint framförum. Þarna er þversögn. „Við munum endurskoða þessi mál eftir að riðlakeppninni fyrir heimsmeistarakeppnina lýkur,“ segir Tognoni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.