Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 15.10.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 33 ... nema pú leiðlr hugann að gamla góða Bazooka- tyggigúmmílnu. ... nema fáþér AfterEight. Sal- óme Þorkelsdótturfmnst mjólkin best með mintusúkkulaði. án þess að (nka í spil — og leggja duglega undir. JBL* ...efþú ekki vatnshelt úr. Ann- ars þvegið það um og þúferð i bað. ■ ■ ■ ef þú ætlar sífellt að drekka sama drykkinn. Það er löngu kominn tími til að prufa eitthvað nýtt. „Hvað hefur komiðfyrir lögguna? Fyrst lokar hún Gúl- íver ogsíðan spilavitunum íSúðavogi ogÁrmúla. Á þremur vikum hefur löggan rústað rútínunni í lífi mínu. Hvert áégnú aðfara þegar börunum er lokaði Og hvað gerirlöggan ntesti Ryðsthún heim til mín ogtœmirvín- skápinn? Þarf maður að sœkja um leyfi núorðið til aðfá sér iglas eftir balliEöa þarfmaðurkannski að bjóða Böðvari Bragasyni í partíið til aðfá að vera ífriði.“ Grátbroslegt melódrama Rósa Guðbjarts- dóttirfréttamaður og sambýlismaður hennar, Jónas Sig- urgeirsson sagn- frœðingur, eru að leggja lokahönd á fyrstu bækur sínar — sem gefnar verða út hvor hjá sínu forlaginu. Guðný Halldórsdóttir leikstjóri „Góðan dag. Þetta er hjá Dóra og Dunu og Hrafni Gunn- laugssyni sem er hér í felum út af Hvíta víkingnum. Við hjón- in erum ekki heima en Hrafri Gunnlaugsson þorir ekki í símann. Takk fyrir.“ í smábænum Yonkers, norðan við New York, býr öldruð kona — þýskur gyðingur — sem hefur alla sína tíð rekið sælgætisverslun. Sonur hennar, Eddi, er nýorðinn ekkjumaður en hann skuldar stór- fé vegna lækninga sem konan hans þuríti að leita sér í lifanda lífi. Okurlánarar eru með hann í vas- anum og hann neyðist til að taka að sér vinnu sem kostar löng ferðalög og miklar ijarvistir. Þess vegna þarf hann að koma sonum sínum tveimur í fóstur hjá móður sinni en þar er fyrir yngsta dóttir hennar, Bella, sem er misþroska. Börn hennar önnur eru Louie, sem er á launaskrá mafi'unnar, og Gerda, en öll eru þau skíthrædd við þá gömlu sem stjómar heimil- inu með harðri hendi. Árið er 1942. Með sögupersónum fylgjast VIÐ MÆLUM MEÐ áhorfendur í Borgarleikhúsinu en þar á að frumsýna leikverkið „Heima hjá ömmu“ eftir Neil Simon næstkomandi sunnudag. „Þetta er melódrama, grátbrosleg fyndni, og eru í verkinu bæði bráðskemmtileg augnablik og há- alvarleg,“ segir Elva Ósk Olafs- dóttir, sem er í hlutverki Bellu. „Bella, sem er óskaplega elskuleg, verður ákaflega spennt þegar strákarnir koma inn á heimilið og heil: ía.gt gerist í lífi hennar sem verður tíl þess að hún þroskast og breytist. Fjölskyldan öll hefúr hlotið mjög sérstakt uppeldi og leikritið fjallar um hvernig það hefur áhrif á hin mannlegu sam- skipti." Neil Simon hefur hlotið viður- kenningu fyrir að vera einn snjall- asti gamanleikjahöfundur Banda- ríkjanna og hefúr fengið bæði Pu- ...að afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða verði gefinn fijáls svo löggan geti spilað sitt bridge í friði á nóttunni í stað þess að hendast um allar trissur að loka nætur- og spilaklúbbum. .. .að Bónus eða Hagkaup selji bensín að minnsta kosti þarf einhver sem hefur kynnst samkeppni að gera það. . ..skammdeginu. Það er miklu fleira skemmtilegt hægt að gera í myrkrinu en enda- lausri dagsbirtunni á sumrin örlítil geggjun. Ekki svo mikil að maður brjótist inn í hús að nætur- lagi og steli börnum heldur rétt mátuleg léttgeggjun. Hún er kannski ekki í tísku en hún léttir manni lífið. örlítil þráhyggja getur þannig gefið fánýtustu hlutum gildi. Til dæmis skegginu á Svavari Gests- syni. Bæði sá sem þolir ekki hversu rytjulegt það er og eins sá sem finnst óguðlega fyndið hvernig það mynd- ar öfugan boga við pokana undir augunum á honum fá meira út úr því að horfa á Svavar en þeir sem stendur hjartanlega á sama um bæði skeggið og Svavar. Að sama skapi gefúr létt þunglyndi nýja sýn á lífið sem er tilbreyting frá endalausu jafnaðargeðinu. Mátuleg reiðiköst hreinsa út alla óhreina vessa lík- amans og hófleg afbrýðisemi skerp- irástina. Tattó. Það er að segja þau sem nást ekki af í þvotti. Til hvers í ósköpunum að láta að teikna á sig mynd sem maður þarf að bera til æviloka fyrst hægt er að kaupa allt eins góðar myndir sem má skipta reglulega um? Það er álíka fáránlegt og að láta stækka á sér brjóstin án þess að geta minnkað þau aftur þeg- ar tískan breytist. Eða að kaupa sér ilmvatn þegar maður er sextán ára og halda fast í það til sextugs. Eða að ganga enn með strípurn- ar sem maður lét setja í hárið árið eftir að Rod Ste- wart gerði það. Pæliðíþví. „Heima hjá ömmu“ eftir Neil Simon verður frumflutt á stóra sviðinu íBorgarleikhúsinu á sunnudagskvöld. * litzer- og Tony-verðlaunin fyrir ritverk sín. Textar hans þykja snjallir en auk þess er hann kunn- ur fyrir innsæi í mannlegan breyskleika, vonir fólks og þrár. Hallmar Sigurðsson leikstýrir en með hlutverk fara, auk Elvu, Margrét Ólafsdóttir, Sigurður Karlsson, Harald G. Haraldsson, Hanna Maja Karlsdóttir, Gunnar Helgason og fvar Öm Sverrisson. Grímu- galler í Framtakssemi landsmanna lætur ekki að sér hæða þrátt fyrír lélegt tiðarfarog vondaspá. Viðskiptin hafa ekki faríð varhluta afþessu ár- ferði og þætti mörgum ansi bjart að stofna til verslunarrekstrar eins og komið er. Það aftrarþó ekki tveimur konum frá að láta drauma sína ræt- astþótt stöðugt skjóti upp kollinum nýjar versianir, mismunandi áhuga- verðar og mismunandi langlífar. Þeirsem að undanförnu hafa gengið niður Laugaveginn (og haft athyglisgáf- una i lagi) hafa tekið eftirþví að nýj- ung hefur fundið sér leið inn í versl- unarflóru borgarinnar; Gallerí Grima. „Við erum bæði með nýja hluti og gamla, indónesíska, afr- íska, suður-ameríska og íslenska," segirMarta Kristjánsdóttir, annar eigenda verslunarinnar. „ Við seljum stóla, yfirbreið- ur, teppi og ýmsa muni, stóra og smáa. Þetta er búið að vera draumur okkar ímörg ár og það er ekki hugsað um þjóðfélags- ástandið þegar hann á að rætast." Marta segir viðbrögð fólks mjög góð og margir hafi komið til að for- vitnast og gera viðskipti á þeim tveimur vikum sem verslunin hefur verið opin. Þeir taka eftir Gallerí Grímu sem rölta niður Laugaveg- inn og eru með athyglisgáf- una í lagi. Margt sérstæðra muna fæst í versluninni. PAR ÞREYTI FRUMRAU Á RITVELLI Það er ekki á hverjum degi sem sambýlisfólk sest niður og skrifar bók — hvort hjá sínu forlaginu. Það em þau Rósa Guðbjartsdóttir, fréttamaður á Bylgjunni, og Jónas Sigurgeirsson sagnfræðingur sem um þessar mundir eru að leggja lokahönd á ritverk sín og um leið þreyta frumraun sína á ritvellin- um. Rósa hefur í allt sumar unnið að viðtalsbók við Thelmu Ingvars- dóttur, sem Iðunn hyggst gefa út, og Jónas hefúr, ásamt Pálma Jón- assyni, unnið 250 síðna verk sem fjallar um „Auðmenn fslands" og er ætlað að koma út hjá Almenna bókafélaginu. Thelma komst í hóp hæst laun- uðu fýrirsæta heims á sjöunda áratugnum og gekk vel í fegurðar- samkeppnum. Starfsferill hennar var í hámælum hafður í fjölmiðl- um og víðar en tilveran varð ró- legri þegar hún giffist stórglæsi- legum og vellauðugum Austurrfk- ismanni. Allir draumar hennar virtust hafa ræst þar til fyrir fimm árum er hún komst að því að eig- inmaðurinn hafði lifað tvöföldu lífi og hafði að geyma annan mann en hún hafði haldið. Þetta varð henni mikið áfall og í bók- inni lýsir hún reynslu sinni og upplifrm. Thelma Iét þó ekki deig- an síga eftir þetta og tók til við að hanna húsgögn og vinna að list- málun. „Vinnan hefur verið meiri en við gerðum okkur grein fýrir í upphafi,11 segir Rósa. „Við Jónas höfum því lítið hist en jafnframt reynt að nýta þær stundir sem hafa gefist. Stærsti gallinn á þessu fyrirkomulagi hjá okkur er sá að við hefðum viljað aðstoða hvort annað meira, en vegna tímaskorts hefur það ekki verið hægt til þessa. Ekki hefúr verið um beina samkeppni að ræða á milli okkar en það er stór stund að koma frá sér sinni fýrstu bók og því mikil- vægt að okkur gangi það báðum vel.“ Jónas er að skrifa bók um auð- menn íslands, þá menn og konur sem eiga eignir sem nema yfir 200 milljónum króna. Bókinni er ætl- að að vera jákvæð og öfúndarlaus lýsing á athafnaferli fjölmargra einstaklinga sem hafa náð góðum árangri í störfum sínum og efnast um leið. f Auðmönnum fslands er að finna fjölda viðtala auk þess sem efiii er fengið úr áður útgefn- um bókum, tímaritum og blaða- greinum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.