Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 21

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 21 Vilt þú styrkja eitt eða eiri íslensk börn til vikudvalar í sumarbúðir 2004? Ef svarið er játandi þá leggur þú inn á reikning 101-26-66090 í Lands- bankanum eða á reikning 0546-26-6609 í Íslandsbanka. Eitt barn 27.000 kr. í Vindáshlíð, tvö börn 54.000 kr. í Vatnaskóg. Bókhald verkefnisins verður gert opinbert í lokin. Með sumarkveðju, Fjölskylduhjáp Íslands í þágu þeirra sem minna mega sín. Íslendingar lítum okkur nær S kr ým ir h ö n n u n 2 0 0 4 Í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum er komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlamarkaður hér á landi hafi ýmis þau einkenni sem talin eru óeðlileg út frá þeim alþjóðlegu viðmiðunum sem byggt er á í skýrslunni og lagt til að brugðist verði við með lagasetningu.  Hvaða einkenni eru þetta?  Hvers vegna eru þau óeðlileg?  Hvaða alþjóðlegu viðmið er hér um að ræða?  Hvernig er hægt að bregðast við? Þessum og fleiri spurningum um niðurstöðu nefndarinnar mun formaður hennar, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, leitast við að svara í framsögu um málið, en að erindi hans loknu fara fram almennar umræður undir stjórn varaformanns félagsins, Benedikts Bogasonar héraðsdómara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, en tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Lögfræðingafélags Íslands í síma 568 0887 fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 28. apríl. Einnig má tilkynna þátttöku í bréfsíma 568 7057 og á tölvupóstfangið logfr@logfr.is. Verð kr. 2.500, greiðist við innganginn. Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar um: Eignarhald á fjölmiðlum í Sunnusal Hótels Sögu fimmtudaginn 29. apríl kl. 12:00 HJÚKRUNARHEIMILI fyrir aldr- aða hefur verið tekið í notkun á Skjaldarvík í Hörgárbyggð, skammt norðan Akureyrar. Þar er rými fyrir 15 manns. Húsnæðið er hið vistleg- asta eftir gagngerar endurbætur sem gerðar voru í vetur. Heimilismenn eru þessa dagana að koma sér fyrir í Skjaldarvík, en húsnæðið er orðið hið vistlegasta eft- ir gagngerar endurbætur sem unnið var að í vetur. Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs og félagsmálaráðs, sagði við opnun hjúkrunarheimilisins að mál- efni öldrunarþjónustunnar hefðu verið í brennidepli síðustu ár, enda mikill skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri. Hann sagði bæjarstjórn hafa lagt sig fram um að bæta úr brýnni þörf fyrir rými og fyrir um tveimur árum hefði hún lýst sig reiðubúna að leggja fram á móti rík- inu helmingi meira fé en lög gera ráð fyrir til að bæta úr. Nokkru fyrir kosningar á liðnu ári var undirritað samkomulag milli heilbrigðisráðu- neytis og Akureyrarbæjar um við- byggingu við Dvalarheimilið Hlíð með 60 hjúkrunarrýmum. „Við væntum þess að málið myndi ganga hratt fyrir sig, en því miður hafa orð- ið á því tafir,“ sagði Jakob. Hann sagði að nú væri stefnt að því að opna viðbygginguna í mars árið 2006. Til að liðka fyrir mun Akureyrar- bær annast daggjaldagreiðslur rík- isins fram á mitt næsta ár. Fram kom í máli Jakobs að 1. apríl síðast- liðinn hefðu 44 einstaklingar verið á biðlista eftir hjúkrunarrými. Sagði Jakob stöðuna nú vera með þeim hætti að ríflega 30 einstaklingar væru nú í heimahúsum, í mismikilli þörf fyrir að komast inn á hjúkrunar- deild. „En opnun heimilisins hér í Skjaldarvík bætir þó stöðuna veru- lega frá því sem var,“ sagði hann. Jakob sagði að unnið yrði að því að endurskoða framtíðarskipan öldrun- armála á Akureyri, en ljóst væri að mikil fjölgun yrði á næstu árum í elsta aldurshópnum. Akureyrarbær er með samning um leigu á Kjarna- lundi við Kjarnaskóg til haustsins 2008, en þar er einnig rekið dvalar- heimili fyrir aldraða. Gert er ráð fyr- ir að húsnæðið í Skjaldarvík verði í notkun í tvö ár, eða þar til bygging hefur risið við Hlíð. Kostnaður við endurbætur á Skjaldarvík nemur um 30–35 millj- ónum króna og þá var keyptur bún- aður, húsgögn og fleira fyrir um 12 til 15 milljónir króna. Hann mun að sögn Jakobs nýtast áfram. Morgunblaðið/Kristján Aldraðir í Skjaldarvík á ný. Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs Akureyrarbæjar, og Helga A. Erlings- dóttir, sveitarstjóri í Hörgárbyggð, skoða breytingarnar sem framkvæmdar hafa verið á húsnæðinu í Skjaldarvík. Hjúkrunarheimili í notkun í Skjaldarvík SEX umsækjendur þreyttu inn- göngupróf í Slökkvilið Akureyrar í vikunni en innan tveggja vikna verð- ur ráðið í tvær stöður slökkviliðs- manna. Í þessum hópi er Sylvía Húnfjörð og er hún fyrsta konan sem uppfyllir kröfur til að þreyta inngönguprófið. Verði hún svo ráðin verður hún fyrsta konan sem ráðin er í Slökkvilið Akureyrar. Að sögn Ingimars Eydals aðstoðarslökkvi- liðsstjóra er inngönguprófið nokkuð fjölbreytt, bóklegt og verklegt, auk þess sem umsækjendur gangast undir þrek- og styrktarpróf. Um- sækjendur þurfa m.a. að hafa meira- próf og iðnmenntun, stúdentspróf eða sambærilega menntun enda fylgir frekari skólaganga ráðningu í slökkviliðið. Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri sagði að það tæki fjögur ár að mennta slökkviliðs- og sjúkraflutningamann. Ráðið er í stöður slökkviliðsmanna til reynslu í sex mánuði og eftir þann tíma er metið hvort viðkomandi fái fastráðn- ingu. Fyrsta konan í slökkviliðið? Morgunblaðið/Kristján Þrír umsækjendur um starf slökkviliðsmanns hjá Slökkviliði Akureyrar í þrek- og styrktarprófi hjá Átaki, Sylvía Húnfjörð, Sig- urbjörn Gunnarsson og Gauti Grét- arsson, í fullum herklæðum á hlaupabrettum. BÚSÆLD ehf., félag kjötframleið- enda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austurlandi, hefur gert samning um kaup á 147 m.kr. hlut í Norð- lenska eða 36,75% hlutafjár. Heild- arhlutafé Norðlenska verður 400 milljónir króna og gerir áætlun ráð fyrir hallalausum rekstri á þessu ári. Búsæld mun tilnefna tvo af fimm stjórnarmönnum í Norðlenska á að- alfundi félagsins 29. apríl nk. Búsæld ehf. var stofnuð í desem- ber 2003 og er markmið félagsins að eignast ráðandi hlut í Norðlenska matborðinu. Að Búsæld standa kjöt- framleiðendur í Eyjafirði, Þingeyj- arsýslum og á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að þeir leggi til hliðar hluta af andvirði innleggs síns hjá Norð- lenska og eignist þannig hver um sig hlut í Búsæld ehf. Norðlenska matborðið rekur slát- urhús og kjötvinnslu fyrir sauðfé á Húsavík og sláturhús og kjötvinnslu fyrir stórgripi á Akureyri. Á báðum stöðum er aðstaða í hæsta gæða- flokki hvað varðar nýtingu, afköst, hreinlæti og rekjanleika. Einnig rek- ur félagið kjötvinnslu í Reykjavík. Meðal þekktra vörumerkja félagsins eru Goði, Gourmet, Naggar, Húsa- víkurhangikjöt og Bautabúrið. Á árinu 2003 varð tap af rekstri Norð- lenska að fjárhæð 193 milljónir króna. Rekstur Norðlenska gekk illa á fyrri hluta síðasta árs en mun bet- ur á seinni hlutanum og varð þá hagnaður fyrir afskriftir að fjárhæð 94 milljónir króna. Rekstraráætlun Norðlenska árið 2004 gerir ráð fyrir áframhaldandi erfiðleikum á kjöt- markaði en að félagið verði engu að síður rekið án halla. Innanhússupp- gjör fyrstu þriggja mánaða er í sam- ræmi við þá áætlun. Kaupfélag Eyfirðinga keypti öll hlutabréf í Norðlenska matborðinu haustið 2003 fyrir 250 milljónir króna. Markmiðið var að vinna að endurfjármögnun félagsins og tryggja að starfsemi þess á Akureyri og Húsavík yrði áfram mikil, vegna atvinnusjónarmiða og vegna hags- muna bænda af að eiga kost á við- skiptum við öflugt fyrirtæki í slátrun og kjötvinnslu í sínum landshluta. Akureyrarbær, Húsavíkurbær og Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg- ingar hafa á undanförnum mánuðum keypt hlutabréf í Norðlenska fyrir samtals 83 milljónir króna. KEA hef- ur nú selt hluta af sínum bréfum en á eftir 170 m.kr. hlut eða 42,5%. Jón Benediktsson á Auðnum í Laxárdal, formaður stjórnar Bú- sældar, segir í frétt að hann fagni því að samningar hafi tekist um kaup Búsældar á stórum hlut í Norð- lenska. Reksturinn hafi farið batn- andi og fjárhagur þess styrktur. Hann segir mikilvægt fyrir bænd- ur að þróttmikið og framsækið fyr- irtæki starfi í landshlutanum. Á næstu dögum verða haldnir fundir í Eyjafirði, S-Þingeyjarsýslu og á Héraði þar sem þessi viðskipti verða kynnt bændum og einnig hvernig þeir hyggist fjármagna þau. Félag bænda kaupir 37% í Norðlenska þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Allir þátttakendur fá viðurkenning- arpening, pizzu og Frissa fríska og Sportver gefur glæsileg útdráttar- verðlaun. Í skólakeppninni hlýtur sá skóli sem er með hæst hlutfall kepp- enda bæði farandbikar og eign- arbikar að launum. 1. maí-hlaup | Ungmennafélag Ak- ureyrar, Greifinn, Sportver, Verka- lýðsfélögin á Akureyri og Frissi fríski, efna til götuhlaups 1. maí. Rásmark er við Glerártorg og enda- mark við Greifann. Ræst verður kl. 13.00 en keppendur þurfa að vera mættir hálftíma fyrr. Hlaupaleiðir eru þrjár, 2 km, 4 km og 10 km. Skráning fer fram í Sportveri og er þátttökugjald 500 krónur fyrir grunnskólanemendur en 1.000 krón- ur fyrir aðra. Einnig verður hægt að skrá sig á Glerártorgi að morgni 1. maí frá kl. 10.00-11.30. Í 2 km hlaup- inu verður keppt í fjórum aldurs- flokkum stúlkna og drengja en í 4 km og 10 km hlaupinu verður keppt í flokkum karla og kvenna 39 ára og yngri og 40 ára eldri. Verðlaunaaf- hending fer fram strax og hlaupi lýkur en veitt verða verðlaun fyrir Bikarmeistari| Björn Ívar Karls- son sigraði á Bikarmeistaramóti Skákfélags Akureyrar, en því er ný- lega lokið. Eftir að hver stórlaxinn af öðrum hafði fallið úr leik var það Björn Ívar sem stóð uppi sem sig- urvegari. Þar sem hann er ekki í fé- laginu var það hins vegar Sigurður Eiríksson, sem hafnaði í öðru sæti, sem hreppti bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Þriðji varð svo hinn ungi og efnilegi Ágúst Bragi Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.