Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Salute!
Ítalía
Kynning og tilbo›
á ítölskum vínum
Kynning á ítölskum vínum í vínbú›unum.
Tilbo› ver›a á völdum tegundum.
fjölflokkalýðræði
og markaðshag-
kerfi, sinn hátt á
því hvernig aðild-
arskilyrði Evrópu-
sambandsins og
NATO voru upp-
fyllt.
Það er engum
blöðum um það að
fletta að þjóðernis-
hyggja er afl sem
mikið hefur komið
við sögu í þessu
ferli. Fyrst þjóð-
ernishyggja and-
kommúnista, sem
beindist gegn hinu erlenda oki sov-
ézk-rússneskra yfirráða og innlend-
um handbendum Moskvuvaldsins. Og
varð til að sundra gömlu sam-
bandsríkjunum Tékkóslóvakíu og
Júgóslavíu. Síðan, þegar síðasti sov-
ézki setuliðshermaðurinn var löngu
farinn, fór þetta afl að beinast meira
að vestrænum fjárfestum, sem þjóð-
ernissinnar vöruðu við að væru í
krafti fjármagnsins að kaupa upp öll
verðmæti í heimalöndum þeirra og
gera íbúa þeirra að leiguliðum í eigin
landi.
Tékknesk og slóvakísk
þjóðernishyggja
Það er þessi afstaða sem nú er t.d. í
Tékklandi búin að færa herbúðir
kommúnista, sem fengu yfir 18% at-
kvæða í síðustu þingkosningum árið
2002, nær hægrimönnum sem gert
hafa út á þjóðernishyggju eins og
Vaclav Klaus, sem tók í fyrra við
ÞÓTT varla sé
lengur við hæfi að
tala um löndin sem
losnuðu úr helzis-
viðjum Austur-
blokkarinnar fyrir
hálfum öðrum ára-
tug sem „nýfrjáls
ríki“ er það samt
óumdeilanlega
svo, að stjórnmál í
þessum löndum
eru enn mjög
mörkuð af hinu
langa alræðis-
skeiði kommún-
ista.
Átta lönd í Mið- og Austur-Evrópu,
sem nú um mánaðamótin fá inngöngu
í Evrópusambandið, voru í tæplega
hálfa öld beygð undir vald ráðamanna
í Moskvu. Reyndar voru sex þessara
átta landa ekki til í þeirri mynd sem
þau eru í dag. Í byrjun tíunda áratug-
arins brutust Eystrasaltslöndin þrjú
út úr nauðungarvist sinni í Sovétríkj-
unum, Tékkóslóvakía sundraðist í að-
skilin ríki Tékka og Slóvaka, og Sló-
venar eignuðust eigið sjálfstæða ríki í
fyrsta sinn er þeir klufu sig frá Júgó-
slavíu á sama tíma.
Hér verður sjónum beint einkum
að stjórnmálaþróuninni í Mið-Evr-
ópulöndunum Tékklandi, Slóvakíu og
Ungverjalandi. Eins og gefur að
skilja hefur ýmislegt gengið á í stjórn-
málunum í þessum löndum á þessum
rúma áratug. Hver þjóð hefur haft
sinn háttinn á uppgjörinu við komm-
únistatímann, sinn hátt á
umbyltingarferlinu í átt að frjálsu
tékkneska forsetaembættinu
af menningarvitanum Vaclav
Havel, sem jafnan hafði jafn-
mikla óbeit á þjóðernisremb-
ingi og hann hafði á mannrétt-
indabrjótum kommúnista.
Það var Klaus, sem í hlut-
verki forsætisráðherra Tékkó-
slóvakíu stóð að því, í banda-
lagi við slóvakíska þjóðernis-
sinnann Vladimir Meciar, að
kljúfa Tékkóslóvakíu í tvö
fullvalda ríki árið 1992.
„Hér er fólki illa við Þjóðverja og
Rússa; ekki einu sinni ungu Amerík-
anana líkaði manni við, sem streymdu
til Prag eftir umskiptin 1989 í þeirri
trú að úr gullnu borginni við Moldá
væri hægt að gera aðra París Fitzger-
alds og Hemingways,“ skrifar frétta-
ritari svissneska blaðsins Neue
Zürcher Zeitung frá Prag.
Þrátt fyrir að efnahagsumbæturn-
ar síðustu tólf árin hafi skilað miklum
árangri er óánægja kraumandi. Klaus
forseti harmar þann fullveldismissi
sem Tékkar þurfi að sætta sig við
með ESB-aðildinni, kjósendur óttast
verðhækkanir, fyrirtækin samkeppni
og bændur lækkun niðurgreiðslna
eftir að Tékkland verður orðið hluti af
innri markaði Evrópu.
Þessi óánægja virðist þó ekki kalla
á að upp spretti róttækir popúlista-
flokkar sem gera út á hana, eins og
gerzt hefur t.d. í Póllandi. Til þess
standa þeir flokkar sem fyrir eru á
tékkneska þinginu, auk forsetans
sjálfs, sig of vel í að hlusta á gremju-
efni „Jans á götunni“.
Mjög svipaðan barlóm má heyra í
öllum hinum inngönguríkjunum í
Mið- og Austur-Evrópu.
Í Slóvakíu, þar sem áðurnefndur
Vladimir Meciar var við völd frá 1992
til 1998, er staðan þó nokkuð frá-
brugðin. Eftir að Meciar hafði tekizt
að fá „sitt eigið“ ríki til að ráðskast
með – án truflunar frá „besserwisser-
unum“ í Prag – framfylgdi hann
stefnu sem einangraði Slóvakíu. Það
var ekki fyrr en hann missti meiri-
hlutann í þingkosningum árið 1998 að
ný stjórn undir forystu Mikulas Dzur-
inda gerði það sem gera þurfti til að
koma landinu „út úr skammarkrókn-
um“ sem Meciar hafði komið því í og
hlaupa grannríkin uppi í ESB-aðild-
arsamningunum. Meciar er þó eftir
sem áður vinsælasti stjórnmálamaður
Slóvakíu.
Hart tekizt á í Ungverjalandi
Í Ungverjalandi, sem lengst fram-
an af var „fyrirmyndarnemandinn“ í
undirbúningnum að því að uppfylla
ESB-aðildarskilyrðin, hafa stjórn-
málin þróazt í hörð átök milli tveggja
svo til jafnstórra póla.
En þrátt fyrir þessa heift milli her-
búðanna tveggja í ungverskum
stjórnmálum hefur komizt á stöðug-
leiki í stjórn og lýðræðiskerfi lands-
ins. Öðrum megin víglínunnar standa
sósíalistar, arftakar hins gamla valda-
flokks kommúnista, og ungdemó-
kratahreyfingin Fidesz, sem upp-
runalega var stofnuð af náms-
mönnum í Búdapest en þróaðist í að
verða sameiningarafl borgaralegra
afla í ungverskum stjórnmálum. Eina
stærstu orsök þess fjandskap-
ar sem ríkir milli herbúðanna
tveggja má eflaust rekja til
þess, að ungverskir kommún-
istar – sem komu á „gúllas-
kommúnismanum“ á sínum
tíma og hafa komið sér vel fyrir
í nýja kerfinu – líta svo á að
þeir eigi sjálfir tilkall til tals-
verðs hlutar heiðursins af því
að Ungverjaland hristi af sér
ok Moskvuvaldsins. And-
kommúnistunum í Fidesz býð-
ur hins vegar við því að mótherjinn
geri nokkurt tilkall til þessa heiðurs.
Fidesz stjórnaði landinu, undir for-
ustu Viktors Orbans, 1998–2002. Í
kosningunum 2002 missti Fidesz aft-
ur meirihlutann í hendur vinstri-
mönnum, en þann ósigur var ekki sízt
að rekja til pólitísks stíls Orbans, sem
þótti oft óþarflega óbilgjarn.
Á alþjóðlegum vettvangi vakti
Orban ekki sízt athygli er hann
reyndi að virkja þjóðernisstrenginn í
landsmönnum sínum með því að gefa
út sérstök skilríki fyrir Ungverja sem
búa utan ungverksu landamæranna.
Þessi ráðstöfun olli miklum titringi í
nágrannalöndunum Rúmeníu og Sló-
vakíu, þar sem fjölmennir minnihluta-
hópar Ungverja búa.
Ekki annars flokks
Þótt breiðu spjótin tíðkist nú í ung-
versku stjórnmálabaráttunni, sem út
af fyrir sig spillir fyrir framþróun
borgararlegs samfélags í landinu, er
ekki útlit fyrir annað en að leikreglur
lýðræðisins séu orðnar fyllilega fastar
í sessi og Ungverjar – sem og aðrar
nýjar aðildarþjóðir ESB – staðráðnir
í að láta sér ekki lynda að vera með-
höndlaðir sem „annars flokks borg-
arar“ eftir að „heim“ í bandalag vest-
rænna þjóða er komið – en þannig líta
a.m.k. Ungverjar á inngöngu sína í
Evrópusambandið.
Eitt er víst að stækkað Evrópu-
samband, með 25 aðildarþjóðum,
verður mun sundurleitara í pólitísku,
menningarlegu og efnahagslegu tilliti
en sá „vestur-evrópski velmegunar-
klúbbur“ sem segja má að ESB hinna
15 hafi verið. Þessum breytta veru-
leika þurfa eldri aðildarþjóðirnar líka
að laga sig að.
Breytt stjórn-
málalandslag í
stækkuðu ESB
Evrópusambandið verður mið-evrópskara á
laugardaginn, þegar það stækkar til aust-
urs. Auðunn Arnórsson lýsir hér þjóðern-
ishyggju og öðrum einkennum stjórnmála-
menningar ESB-nýliðaþjóðanna.
Ljósmynd/Auðunn
Þótt þinghúsið í Búdapest sé byggt á 19. öld eru aðeins fá ár síðan raunverulega lýðræðislegt þing hóf þar störf.
Þrír mið-evrópskir þjóðernissinnar (f.v.):
Vaclav Klaus, Vladimir Meciar og Viktor Orban.
’Hér er fólki illa viðÞjóðverja og Rússa;
ekki einu sinni ungu
Ameríkanana líkaði
manni við.‘
auar@mbl.is