Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 21 www.frjalsi. is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi fagfólks með víðtæka reynslu, ríka þjónustulund og sérfræðiþekkingu á öllum sviðum lánastarfsemi; viðskiptafræðingum, löggiltum fasteignasölum og lögmönnum. Þessu fólki geturðu treyst Þekking og reynsla – á sviði fasteignalána Hólmgeir Hólmgeirsson rekstrarfræðingur er lánafulltrúi og ráðgjafi á viðskiptasviði Kristinn Bjarnason, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari, er framkvæmdastjóri Frjálsa Eiríkur Óli Árnason, löggiltur fasteignasali, er ráðgjafi á viðskiptasviði 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí H im in n o g h a f- 90 40 12 4 ÁHUGAHÓPUR um uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri hyggst efna til viðmikillar evrópskrar arki- tektasamkeppni um heildarskipulag miðbæjarsvæðisins, allt frá Glerár- torgi og suður fyrir Samkomuhús. Áætlaður kostnaður við samkeppn- ina er um 30 milljónir króna og er fjármögnun lokið, með framlögum frá bankastofnunum, trygginga- félögum og öðrum stærri fyrirtækj- um í miðbænum, að sögn Ragnars Sverrissonar, formanns Kaup- mannafélags Akureyrar og kaup- manns í JMJ. Ragnar hefur farið fyrir hópnum, ásamt Loga Má Ein- arssyni arkitekt en hann sagði að fulltrúar þeirra aðila sem lagt hafi fram fjármagn til verkefnisins, muni einnig koma að framkvæmd- inni. „Ég hugsa mér það að innan árs verði haldin í Íþróttahöllinni sýning á 30–50 tillögum frá arki- tektum hér heima og erlendis um skipulag miðbæjarins. Þangað geti bæjarbúar komið og látið álit sitt í ljós á nýjum og glæsilegum tillög- um um skipulag miðbæjarins með nýrri vídd. Með því að fá einnig arkitekta víða af landinu og erlendis að verkinu verður ekki bara horft á tilfinningar, heldur verði skynsemi einnig láta ráða. Ástæðan fyrir því að við Logi fórum af stað með þetta verkefni er sú að fram til þessa hafa menn verið að tuða hver í sínu horni um að staðan í miðbænum væri ekki nógu góð en hins vegar hefur ekk- ert verið gert í málinu. Við viljum með þessu framtaki snúa vörn í sókn, ásamt öðrum sem að málinu koma,“ sagði Ragnar. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði að sér litist mjög vel á hugmyndir áhugahóps- ins og lýsir yfir stuðningi við þá vinnu sem hagsmunaaðilar í mið- bænum hafa greinilega þegar hafið. „Ég hef hitt forsvarsmenn þeirra og lýst yfir fullum samstarfsvilja bæj- arins við þetta verkefni. Grundvall- aratriði í mínum huga er að þessi fyrirtæki og stofnanir sem þarna er um að ræða hafi forgöngu um það að þessi verk séu unnin og bæj- arfélagið á að sjálfsögðu að spila með þeim í því verki,“ sagði bæj- arstjóri. Ragnar sagði að upphaf málsins mætti rekja til aðalfundar Spari- sjóðs Norðlendinga í lok mars en þar var samþykkt að leggja fjár- magn í verkefnið en aðrir komu svo í kjölfarið, ný síðast Kaupfélag Ey- firðinga. Ragnar lagði fram tillögu á aðalfundi KEA í vikunni, þess efnis að félagið legði fram 6 milljónir króna til verkefnisins, eða tvær milljónir króna á ári næstu þrjú ár- in og var hún samþykkt. Ragnar sagðist vera stoltur yfir því hversu vel tillögu sinni var tekið á aðal- fundi KEA og hann er einnig mjög ánægður með þau viðbrögð sem hann hefur fengið hjá fulltrúum annarra fyrirtækja, sem og bæjar- yfirvöldum. „Það eru allir sammála um að það hafi þurft að vekja menn af værum blundi. Helsti ókostur okkar Akureyringa í gegnum tíðina er sjálfumgleði. Við erum svo glaðir og ánægðir með okkur að við höfum gleymt að gagnrýna okkur. Við er- um bestir í mörgu en það er margt sem má betur fara og það er kom- inn tími til að snúa hlutunum við og fara að gera eitthvað áþreifanlegt,“ sagði Ragnar. Áhugahópur um uppbyggingu miðbæjarins efnir til samkeppni Bæjarstjórinn lýsir yfir fullum sam- starfsvilja bæjarins við verkefnið NEMENDUR í tveimur efstu bekkjunum í Oddeyrarskóla breyttu út af venju í leikfimitím- unum í vikunni, héldu út undir bert loft í góða veðrinu og léku sér í fótbolta á Krossanesvellinum svokallaða. Krakkarnir voru mættir í bolt- ann strax um morguninn og tók- ust hressilega á, jafnt stúlkur sem piltar. Veðrið hefur leikið við Ak- ureyringa síðustu daga, þótt að- eins hafi rignt í gær og útlitið fyrir næstu daga er alveg þokka- legt. Morgunblaðið/Kristján Tilbreyting: Nemendur Oddeyrarskóla í fótbolta á Krossanesvellinum. Í fótbolta í góða veðrinu Gengið á Súlur | Ferðafélag Ak- ureyrar efnir á morgun, laug- ardaginn 1. maí, til árlegrar gönguferðar á Súlur, bæjarfjall Akureyringa. Er þetta ferð við allra hæfi og og hvetur félagið Akureyringa og gesti þeirra til að taka þátt. Þátt- tökugjald er ekkert og eru allir velkomnir. Brottför er frá bíla- stæðinu sunnan sorphauganna á Glerárdal kl. 9. Fararstjórar á veg- um FFA verða á staðnum til að leiðbeina fólki. Lýkur námi | Burtfararprófstón- leikar Maríu Podhajska verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Akureyri að Hvannavöllum 14 í dag, föstudaginn 30. apríl kl. 18. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir J.S. Bach, H. Wieniawski og L.van Beethoven. Kennari Maríu síðustu árin hefur verið Anna Podhajska. Meðleikari á tónleikunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari en einnig kemur Sigurður Helgi Oddsson fram á tónleikunum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Tvö mót | Skákfélag Akureyrar heldur tvö mót um helgina. Á föstu- dagskvöldið kl. 20 heldur félagið 10 mínútna mót, en það hefur verið flutt frá fimmtudagskvöldi. Á sunnudag kl. 14 er svo 15 mínútna mót á döfinni. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni. Fyrirlestur um Evrópumál | Þor- valdur Gylfason prófessor flytur fyrirlestur sem nefnist: Hver verð- ur staða samningsins um EES? á morgun, 1. maí, kl. 10 í Lár- usarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Þennan dag ganga 10 nýjar þjóðir í ESB og mun það hafa ýmsar breytingar í för með sér í álfunni.         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.