Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Seltjarnarnes | Hugmyndir um deili- skipulag á því sem kalla má síðasta byggingasvæðið á Seltjarnarnesi voru kynntar íbúum á opnum fundi sem fram fór í Seltjarnarneskirkju í gærkvöld. Á fundinum voru kynntar hug- myndir að skipulagi á tveimur reit- um, svokallaðri Suðurströnd og Hrólfskálamel. Grímur Jónasson, verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, segir að hér hafi ekki verið um eiginlega kynningu á deiliskipulagi að ræða heldur hafi bærinn viljað kynna íbú- unum hugmyndirnar áður en þær færu svo langt. „Tilgangurinn með fundinum er að kynna þessar hugmyndir til að skapa umræðu, sem verður þá innlegg í deiliskipulagið sem verður unnið í framhaldi af fundinum,“ segir Grím- ur. Hann segir að ef hugmyndirnar hljóti góðan hljómgrunn sé hægt að vinna deiliskipulagið á fremur stutt- um tíma. Á Suðurströndinni verður íbúða- byggð, fjölbýlishús sem verða 3–6 hæðir. Á Hrólfskálamel verður ann- ars vegar knattspyrnuvöllur og hins vegar blönduð byggð sem ætlað er að tengja við miðbæinn. Reiknað er með um 180 íbúðum í heildina á svæðun- um tveimur, eða á bilinu 450 til 500 íbúum. Arkitektahópurinn sem unnið hef- ur að skipulaginu; Schmidt, Hammer & Lassen, Hornsteinar arkitektar og VSÓ ráðgjöf, er sá sami og hannaði 101 Skuggahverfi, og skiptir reynsla erlendu arkitektanna úr verkefnum um allan heim miklu máli, að mati Gríms, enda komi þeir með ferska vinda í samstarfið. „Það sem vakir fyrst og fremst fyr- ir okkur er að hámarka þau gæði sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Horn- steinum arkitektum. „Þessi gæði eru fyrst og fremst útsýni og staðsetning á syðrihluta svæðisins, nálægðin við sundlaug, íþróttamiðstöð og ýmsa þjónustu, og þetta er alveg einstök staðsetning hvað það snertir.“ Vilji verðandi íbúa kannaður Skipulag svæðisins var unnið á nokkuð annan hátt en þekkst hefur víða, og var fyrsta skrefið að láta vinna könnun á því hverjir hefðu áhuga á að búa á svæðinu, og hvers konar hugmyndir þeir aðilar hefðu um húsnæði og aðstæður. Í ljós kom að það var mikill áhugi á svæðinu, og flestir sem höfðu áhuga voru að sækjast eftir tvennu, annars vegar útsýninu og hins vegar því að búa á Seltjarnarnesi. Grímur segir það því hafa legið beint við að hanna hugmyndir að svæðinu á þeim nótum að hægt verði að njóta útsýnisins úr öllum íbúðum. Á Suðursvæðinu er reynt að haga málum þannig að allar íbúðirnar njóti sömu gæða, segir Ögmundur, og fái allir íbúar að upplifa þessa sérstöðu sem einkennir þetta svæði. „Því náum við fram með því að stalla þær bæði í plani og í hæðum og um leið er- um við að tryggja það að þessar byggingar valdi sem minnstri röskun á þeim aðstæðum sem þarna eru fyr- ir.“ Reynt var að taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er þannig að útsýni skerðist eins lítið og hægt er þar sem það er möguleiki. Þess vegna eru hús- in á Suðurströnd lægri á vestari hluta svæðisins þannig að íbúar nærliggj- andi húsa sjái yfir þau, segir Grímur. Einnig var tekið fullt tillit til opins svæðis vestan við Suðurstrandar- svæðið og það látið halda sér, og göngutengslum innan svæðisins án þess að fara þurfi yfir götu. Reiknað er með tveimur bílastæð- um á hverja íbúð, einu í bílastæða- kjallara og öðru úti. Grímur segir það hreinlega orðið kröfu fyrir hús af þessu tagi, og ósk um þetta hafi kom- ið skýrt fram í könnuninni. Ekki er búið að hanna húsin sem hugmyndin er að reisa á svæðinu, en Grímur segir að fyrstu hugmyndir að íbúðagerðum og útliti séu komnar af stað. „Skipulagið er sniðið að ákveð- inni hugmyndafræði sem er tengd út- sýni, birtunni sem er þarna og léttu yfirbragði. Svo er hugmyndin að þetta hverfi verði nokkurs konar kennileiti svo menn kannist við hverf- ið, en það er í sjálfu sér ekki farið að hanna það þótt menn hafi heildarhug- myndir um málið.“ Blönduð byggð Íþróttavöllurinn sem verður lagður á Hrólfskálamel verður æfingavöllur með gervigrasi. Reynt verður að tengja hann við íþróttamiðstöðina sem er við hliðina á honum, og um leið skapa tengsl við skólalóðina við Mýr- arhúsaskóla. Á svæðinu verður einnig blönduð byggð, en ekki er búið að ákveða hversu hátt hlutfall verður af íbúðarhúsnæði annars vegar eða skrifstofu- og þjónustuhúsnæði hins vegar, segir Grímur. Vel er hugsanlegt að tengja svæðið á Hrólfskálamel við miðbæinn og í raun segir Grímur að með þessu sé verið að klára miðbæinn. Því sé vel hugsanlegt að tengja svæðin á ein- hvern hátt, þótt ekki sé farið að út- færa það nánar. Þannig mætti gera göng eða hægja á umferð um götuna til að gera gangandi vegfarendum auðveldara að fara yfir. Undir þetta tekur Ögmundur, og segir hann að þarna sé komið kjörið tækifæri til að móta miðbæjarkjarna. Hann bendir á að þó að íþróttastarf- semin á svæðinu sé óneitanlega sér- stök, gefi það Seltjarnarnesi ákveðna sérstöðu sem sé spennandi að hugsa sem hluta af miðbænum. Kynna skipulag síðasta bygg- ingarsvæðisins               Vilja hámarka þau gæði sem fyrir eru á svæðunum tveimur Seltjarnarnes | Nemendur Mýr- arhúsaskóla, foreldrar- og for- ráðamenn þeirra, kennarar og aðrir velunnarar þökkuðu fyrr- verandi skólastjóra skólans, Reg- ínu Höskuldsdóttur, gott starf í þágu skólans á liðnum árum í kveðjuveislu í gær. Nemendur skemmtu veislugest- um með söng, hljóðfæraleik og dansi, og foreldrafélag skólans bauð upp á veitingar í kveðju- veislu Regínu sem fór fram í Mýrarhúsaskóla. Starfið forréttindi „Ég er afskaplega þakklát for- eldrunum og börnunum að vilja gera þetta,“ segir Regína. Hún óskaði skólastarfinu alls velfarn- aðar. „Það hafa verið forréttindi að vera þarna í níu ár með ynd- islegu samstarfsfólki og nem- endum,“ segir Regína, sem var mjög hrærð yfir þessari hug- ulsemi þeirra sem stóðu að veisl- unni. Regína segir ekki ljóst hvað hún taki sér fyrir hendur núna, það verði tíminn að leiða í ljós. Morgunblaðið/Jim Smart Kvöddu skólastjórann með veislu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.