Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal, kl. 13.30 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Félagsstarfið, Furugerði 1, og nem- endur Hvassaleitisskóla halda samsýningu á handverki í Furugerði 1 laugardaginn 1. maí kl. 13.30 til 17. Kórar beggja staðanna syngja um kl. 14.30. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa kl. 9–16.30, göngu- hópur kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 14.30 kemur Grettir Björns- son tónlistarmaður með nikkuna og leikur vor- lög. Lokað í Garðabergi frá kl. 13–19. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Kl. 11.30 leikfimi, kl. 13 útskurður og brids. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10 létt ganga, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 bókband, kl. 14 leggur Gerðubergskór í söngferðalag að Vífils- stöðum. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl.14.30 dans- að í kaffitímanum. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfis- götu 105. Munið göng- una mánu- og fimmtud. Ferðaklúbbur eldri borgara. Hringferð á Reykjanes þriðjudag- inn 4. maí: Garðskagi, Stafnes, Reykjanesviti, Grindavík, Krýsuvík. Upplýsingar í síma 892 3011. Félag áhugamanna um tréskurð. Vorsýning verður í safnaðarheimili Háteigskirkju v/ Há- teigsveg laugardaginn 1. maí og sunnudaginn 2. maí kl. 13–17. Heið- ursgestur sýning- arinnar er Matthías Andrésson. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi. Vor- tónleikarnir verða í Digraneskirkju sunnu- daginn 2. maí kl. 17. Skaftfellingafélagið í Reykjavík árlegt kaffi- boði aldraðra Skaftfell- inga verður í Skaftfell- ingabúð sunnudaginn 2. maí, klukkan 14. Örlyg- ur Hálfdánarson bóka- útgefandi les úr bókinni „Úr torfbæjum inn í tækniöld“, Söngfélagið tekur lagið og í lokin verður dansað undir harmonikkuleik. Talsímaverðir. Hádeg- isverðarfundur á Loftleiðum laug- ardaginn 1. maí. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 4. maí kl. 20 í Setrinu. Í dag er föstudagur 30. apríl, 121. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þol- inmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú sest til hægri handar hásæti Guðs. (Hebr. 12, 2.)     Ef hið umdeilda fjöl-miðlafrumvarp verður að lögum nú á næstunni hefur það gerst tvisvar sinnum á þessu þingi að stjórnmálamenn hafa sett lög sem er sérstaklega beint gegn ákveðnum að- ilum eða gjörningi. Fyrra dæmið er að sjálfsögðu hið meingallaða sparisjóða- frumvarp sem varð að lög- um í febrúar,“ segir Þórð- ur Heiðar Þórarinsson á Deiglunni.     Það virðist eitthvað geraþað að verkum að stjórnmálamenn telja sig vita betur hvernig hlutum skuli hagað en þorri þjóð- arinnar. Kannski er það vegna þess að þjóðin kýs þetta fólk til að taka slíkar ákvarðanir fyrir sig. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu hægt að misbeita þessu valdi með því að setja lög eða ólög beinlínis til að hygla aðilum sér þókn- anlegum. Það er einnig hægt misbeita þessu valdi með því að setja lög sem grafa undan ákveðnum aðilum. Lögin um spari- sjóðina sem voru sam- þykkt í febrúar og fjöl- miðlalögin sem eru til umræðu þessa stundina eru skýrt dæmi um mis- beitingu slíks valds. Það dylst engum, sem er ekki í skollaleik með bláan borða með mynd af for- ingjanum fyrir augunum, að fjölmiðlafrumvarpið beinist gegn Baugs- samsteypunni og Jóni Ás- geiri. Sömuleiðis fór aldr- ei á milli mála að sparisjóðafrumvarpið varð að lögum gagngert til að koma í veg fyrir ákveðinn gjörning – kaup KB banka á SPRON. Inn- grip stjórnmálamanna í eðlilegan og frjálsan gang þjóðfélagsins með þessum hætti eru óþolandi og ólíðandi.     Spurningin er því súhvort stjórnmálamenn þurfi ekki að semja leik- reglur um sjálfa sig líkar þeim sem þeir telja að allir aðrir þurfi að hlíta. Er ekki eðlilegt og sann- gjarnt, með hliðsjón af umræddum sparisjóðalög- um og fjölmiðlafrumvarp- inu að lög, sem samþykkt eru á hinu háa Alþingi, þurfi að vera almenns eðl- is? Þarf ekki að reyna að koma í veg fyrir að stjórn- málamenn beiti valdi sínu gegn mönnum eða gjörn- ingum sem þeir hafa mein- bugi á? Telji menn brotið á sér í þessu samhengi og lög séu augljóslega sett gegn sér eða samningum sem þeir standa að; ættu þeir ekki að hafa rétt á að fara fyrir Hæstarétt, sem gæti þá ógilt lögin eða t.a.m. frestað gildistöku þeirra, líkt og þekkist í hinum vestræna heimi?     Það er erfitt að hefjaleik þegar það má bú- ast við því að stjórn- málamenn grípi inn í og breyti reglunum í miðjum leik. Er nema vona að maður spyrji hvort það þurfi ekki að herða aðhald með þeim þegar þeir haga sér svona?“ spyr Þórður Heiðar. STAKSTEINAR Lög um stjórnmálamenn? Víkverji skrifar... Söngvakeppni evrópskra sjón-varpsstöðva er jafnöruggt merki um að sumarið sé á næsta leiti og að lóan og krían séu mættar hingað norður í Atlantshafið. Víkverji hefur alltaf haft lúmskt gaman af þessari keppni og öllu því sem henni fylgir. Hann hefur ekki heyrt framlag Ís- lendinga til keppninnar að þessu sinni en er viss um að Jónsi á eftir að verða landi og þjóð til sóma. x x x Á þessu kvöldi eru haldin „Euro-vison-partí“ um allt land og um alla álfuna, því það eru ekki bara Ís- lendingar sem flykkjast að sjón- varpsskjánum þetta kvöld. Víkverji hefur fylgst með keppninni í hinum ólíklegustu löndum, Belgíu, Frakk- landi, Makedóníu og Kúbu. Eðli málsins samkvæmt var lítið um keppnina fjallað á Kúbu, en Víkverji hefur komist að því að smáþjóðir, eða fólk sem er víðs fjarri heimkynn- unum sínum, eru fyrst og fremst þeir sem fylgjast með þessari keppni. Þannig var mikill áhugi fyrir keppninni í Makedóníu. Makedónar komast, eins og Íslendingar, sjaldan í sjónvarp erlendis og hafa því mik- inn áhuga á því hvernig þeirra fólki reiðir af. Í Frakklandi hafði enginn áhuga nema útlendingar sem ekki voru heima hjá sér og sömu sögu má segja af Belgíu. Þar komst Víkverji reyndar í ótrúlega skemmtilegt „Eurovision- partí“, skipulagt einmitt af partíljóni sem var langt að heiman. Í þessu partíi voru saman komnir ein- staklingar víðs vegar að úr heim- inum, sem gerði keppnina óneit- anlega meira spennandi. Annað sem gerði partíið eft- irminnilegt var að húsráðandi hafði þá reglu að gestir hans skyldu drekka þjóðardrykk hvers lands á meðan lagið hljómaði. Þannig var bergt á rauðvíni þegar Frakkar spreyttu sig, bjór meðan Belgar kyrjuðu sitt lag og Ouzo meðan Grikkir sýndu hvað í þeim bjó. Stundum voru gestirnir ekki vissir hvað væri við hæfi og þá drukku þeir bara það sem þá langaði í. Reyndar myndu fæstir mæla með drykkju af þessu tagi, þar sem hún er ávísun á mikinn hausverk og timburmenn og ekki víst að fólk haldi rænu út kvöldið. En þetta var óneitanlega mikið stuð. x x x Víkverji rakst á ótrúlega spaugi-legan þátt í Ríkissjónvarpinu fyrr í þessari viku. Þar voru saman komnir spekúlantar Norður- landanna, sem ræddu möguleika hvers lags. Það var eitthvað svo yndislegt og súrrealískt við það að heyra þessar þjóðir ræða Eurovis- ion-lög af fullri alvöru á norsku, sænsku og dönsku þótt viðstaddir virtust hafa nokkurn húmor fyrir keppninni. Morgunblaðið/Golli Það gæti verið við hæfi að kneyfa íslenskt brennivín á meðan framlag Íslands er flutt í Istanbul. Ráðherraræði? FJÖLMIÐLAR birtu ný- lega þá frétt að ríkis- stjórnin hefði samþykkt lagafrumvarp. Það fylgdi fréttinni að ráðherra hefði skipað nefnd til að athuga viðkomandi málefni, nefndin hefði skilað ráð- herra skýrslu um verkefni sitt og ríkisstjórnin samið frumvarp á grundvelli skýrslunnar og síðan samþykkt sitt eigið frum- varp! Þingmenn svöruðu aðspurðir að þeir hefðu hvorki séð skýrsluna né frumvarpið. Síðar kom frétt þess efnis að rík- isstjórnin hefði lagt málið fyrir stuðningsflokka sína. Þegar þetta er skrif- að hefur frumvarpið enn ekki verið lagt fyrir al- þingi. Er það svo að ríkis- stjórnin álíti Alþingi að- eins máttlausa kjafta- stofnun sem gerir það eitt sem henni er sagt? Ég hélt að við byggjum við þingræði. Ef svo væri hefði Alþingi skipað nefnd til að kanna málið. Nefnd- in skilað þinginu skýrslu og alþingi látið semja lagafrumvarp sem það hefði síðan afgreitt sem lög frá Alþingi og sent ríkisstjórninni sem fram- kvæmdastjórn þingsins. Allt vekur þetta þá spurn- ingu hvort við búum við ráðherraræði en ekki þingræði? Jón frá Pálmholti. Þyrnar og rósir ER einhver sem getur út- vegað mér bókina Þyrna og rósir eftir Ágúst Jóns- son, útg. 1930. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi samband við Einar Má í síma 869 1230. Frábær þjónusta ÉG fékk mjög góða þjón- ustu hjá Margréti sem vinnur hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Hún upplýsti mig um ýmislegt sem ég ekki vissi áður. Vil ég þakka henni mikla kurteisi og frábæra þjón- ustu. Ívar. Tapað/fundið Hringurinn og stúlkan SL. ÞRIÐJUDAG hringdi ung stúlka á Lögreglu- stöðina í Kópavogi og var hún að spyrjast fyrir um hring sem hún týndi. Hringurinn hafði ekki fundist en síðdegis sama dag var komið með hring á lögreglustöðina sem lík- lega er hringurinn sem stúlkan var að leita að. Er því stúlkan beðin að hafa aftur samband við lög- regluna í Kópavogi. Dýrahald Snúra er týnd SNÚRA er 5 mánaða kettlingur, læða, hvít með röndótt skott og brönd- óttan blett á höfði milli eyrna. Hún týndist frá Dal- brekku í Kópavogi 26. apríl sl. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 554 2090 eða 698 5472. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 hefur hönd á, 8 skaða, 9 tuskan, 10 kvíði, 11 girnd, 13 ýlfrar, 15 hrist- ist, 18 sjá eftir, 21 blóm, 22 fljótið, 23 tóbaki, 24 farangur. LÓÐRÉTT 2 rándýrs, 3 streymi, 4 mauks, 5 líkamshlutar, 6 sæti, 7 röskur, 12 ginn- ing, 14 sefa, 15 vera við- eigandi, 16 örlög, 17 höfðu upp á, 18 erfiði, 19 kæns, 20 fædd LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sópum, 4 eikur, 7 ljúft, 8 rytju, 9 trú, 11 maur, 13 hrat, 14 ískur, 15 hrak, 17 álag, 20 frú, 22 refur, 23 nagar, 24 kerið, 25 afræð. Lóðrétt: 1 selum, 2 prúðu, 3 mett, 4 edrú, 5 kutar, 6 raust, 10 rekur, 12 rík, 13 hrá, 15 horsk, 16 arfar, 18 lýg- ur, 19 gerið, 20 frið, 21 únsa. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.