Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝIR ÁFANGASTAÐIR
Icelandair áformar að bjóða upp á
beint flug milli Íslands og nýrra
áfangastaða í Bandaríkjunum og
Kanada. Í athugun er að bjóða upp á
flug til Denver, Seattle og Vancouv-
er. Á ráðstefnu um flugstöðv-
arekstur og horfur í ferðaþjónustu í
gær kom jafnframt fram að Iceland
Express áformar að tvöfalda far-
þegafjölda á árinu, í 270 þúsund.
Mannfall í Írak
Tíu bandarískir hermenn féllu í
Írak í gær, þar af átta þegar
sprengja sprakk suður af Bagdad.
Barist var í borginni Fallujah en
bandarískir hermenn hafa setið um
borgina frá 5. apríl sl. Samkomulag
hafði áður verið sagt vera í burð-
arliðnum sem hafa myndi í för með
sér að bandarískir hermenn hyrfu
frá Fallujah og að í staðinn tækju
vopnaðar sveitir Íraka við hlutverki
öryggissveita í borginni.
Bush fyrir þingnefnd
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagðist í gærkvöldi hafa svar-
að öllum spurningum sem fyrir hann
voru lagðar fyrr um daginn á lok-
uðum fundi þingnefndar sem rann-
sakar orsakir þess að al-Qaeda-
samtök Osama bin Ladens gátu gert
árás á Bandaríkin 11. september
2001. Bush kom fyrir nefndina
ásamt Dick Cheney varaforseta en
þeir hafa m.a. verið gagnrýndir fyrir
að krefjast þess að fundurinn með
nefndinni yrði lokaður.
Rjúpan rannsökuð nánar
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS,
hefur sótt um styrk í veiðikortasjóð
svo unnt verði að fá erlenda sérfræð-
inga til að yfirfara rjúpnarannsóknir
Náttúrufræðistofnunar og rann-
sóknaáætlanir. Vonast félagið eftir
svari umhverfisráðuneytisins fyrir 1.
maí nk. Telur félagið ennfremur að
veiðikortasjóður sé að hruni kominn
vegna rjúpnaveiðibannsins.
Þrefaldur hagnaður
Hagnaður Landsbankans fimm-
faldaðist og hagnaður KB banka
nær tvöfaldaðist frá fyrsta fjórðungi
í fyrra til sama tímabils í ár. Nam
hagnaður Landsbanka 4,1 milljarði
króna og hagnaður KB banka 2,65
milljörðum. Sé hagnaður bankanna
lagður saman ríflega þrefaldaðist
hann milli ára. Í báðum tilvikum er
hagnaðurinn í ágætu samræmi við
spár.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 35/40
Viðskipti 12/14 Staksteinar 46
Erlent 16/18 Bréf 44
Höfuðborgin 20 Skák 57
Akureyri 21 Dagbók 46/47
Suðurnes 22 Brids 41
Landið 23 Leikhús 52
Listir 26/28 Fólk 52/57
Umræðan 28/34 Bíó 54/57
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 58
Viðhorf 34 Veður 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Á SUNNUDAGINN
Þjóðhöfðingi með einum eða
öðrum hætti
Edith Piaf á fjalirnar
Dagur í lífi Jónsa
Norræn hönnun í Washington
Flottir skór fyrir karlmenn
Nautnin í fyrirrúmi
Freyðivín frá Frakklandi
Stjörnuspá fyrir maí
FRÁ 1. maí 2004 hækkar áskrift-
arverð blaðsins úr 2.100 krónum í
2.400 krónur á mánuði.
Helgaráskrift, sem er föstu-
dagar, laugardagar og sunnudag-
ar hækkar úr 1.215 krónum í
1.390 krónur.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í tveggja ára fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot með því að hafa
haft samræði við tvær stúlkur gegn
vilja þeirra, en ákærði var talinn
hafa notfært sér það að stúlkurnar
gátu ekki spornað við kynferðis-
brotunum sökum ölvunar og
svefndrunga. Auk fangelsisrefsing-
ar var ákærði einnig dæmdur til að
greiða hvorri stúlkunni um sig hálfa
milljón króna í bætur.
Ákærði viðurkenndi að hafa haft
samræði við báðar stúlkurnar en
neitaði sök og kvað stúlkurnar hafa
tekið þátt í því sem fram fór af fús-
um og frjálsum vilja. Héraðsdómur
taldi hins vegar sannað, að stúlk-
urnar hefðu báðar verið þannig á
sig komnar að þær hefðu ekki sök-
um ölvunar og svefndrunga getað
spornað við samræðinu.
Fram kom að stúlkurnar þekktu
báðar ákærða og báru fullt traust til
hans. Báru þær að ekkert kynferð-
islegt hefði vakað fyrir þeim er þær
fóru á heimili hans og ekkert slíkt
hefði þar átt sér stað með þeirra
samþykki. Í héraðsdómi segir, að
vitnisburður stúlknanna beggja sé
stöðugur, trúverðugur og í góðu
innbyrðis samræmi og sé því lagður
til grundvallar um, að það sem fram
fór hafi ekki gerst með samþykki
þeirra. Styðjist þessi niðurstaða
dómsins við það sem fram kom við
læknisskoðun beggja stúlknanna og
að hluta með sálfræðivottorðum
beggja.
Með dómi Hæstaréttar var dóm-
ur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 7.
október 2003 staðfestur.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Hrafn Bragason, Ingi-
björg Benediktsdóttir og Pétur Kr.
Hafstein. Verjandi ákærða var Jó-
hannes Rúnar Jóhannsson hrl. og
sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir,
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Tveggja ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Samfylkingarinnar hefur sam-
þykkt að óska eftir viðræðum
við stjórnir þeirra stjórnmála-
flokka sem eiga fulltrúa á Al-
þingi um tillögur sem leggja
mætti til grundvallar við setn-
ingu laga er taki til fjárreiðna
stjórnmálaflokka. Tillögurnar
hafi það að markmiði að
tryggja gagnsæi er varðar fjár-
öflun og fjárrreiður stjórn-
málaflokka.
Viðræður miði einnig að því
að flokkarnir komi sér saman
um reglur er varða kostnað við
kosningabaráttu.
Í frétt frá Samfylkingunni
segir að stjórnmálaflokkar séu
mikilvægar stofnanir í lýðræð-
isskipun landsins, ekki síður en
fjölmiðlar. Því sé mikilvægt að
trúnaður sé ríkur gagnvart al-
menningi um fjárreiður flokk-
anna, gagnsæi ríki um fjáröflun
og leikreglur séu skýrar um
fjármögnun og kostnað við
kosningabaráttu.
Vilja viðræð-
ur um fjár-
mál stjórn-
málaflokka
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá
nóvember í fyrra þar sem Flugstöð
Leifs Eiríkssonar og samkeppnisráð
voru sýknuð af kröfum Íslensks
markaðar hf. um að ógilda úrskurð
áfrýjunarnefndar samkeppnismála
frá sl. vori vegna forvals á rekstr-
araðilum í flugstöðinni. Taldi dóm-
urinn að sérlög um stöðina gengju
framar samkeppnislögum. Íslenskur
markaður áfrýjaði dómnum til
Hæstaréttar sem komst að þeirri
niðurstöðu að dómur Héraðsdóms
skyldi vera óraskaður.
Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar,
framkvæmdastjóra Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, staðfestir dómur
Hæstaréttar að flugstöðin hafi ekki
misnotað markaðsráðandi stöðu
sína. Kæruferli sem staðið hafi í tvö
ár sé nú loks á enda og flugstöðin
geti hafist handa að nýju við forval á
rekstraraðilum.
Forvali komið aftur
í framkvæmd
„Héraðsdómur stendur óraskaður
sem þýðir að við höfum frjálsar
hendur varðandi útdeilingu á plássi
í byggingunni og útdeilingu á vöru-
flokkum. Forvalið stendur og við
höfum ekki misnotað markaðsráð-
andi stöðu.“
Að sögn hans hefur kæruferlið
gert það að verkum að flugstöðin
hefur þurft að bíða með breytingar
á brottfararsvæði í norðurbyggingu
flugstöðvarinnar. Stefnt verði að því
að fjölga verslunaraðilum, endur-
skipuleggja þjónustusvæðið og
koma upp nýjum veitingaaðilum
o.s.frv.
„Næstu skref eru að koma forval-
inu aftur í framkvæmd og dusta
rykið af þeim umsóknum sem voru
lagðar fram í forvalinu haustið
2002.“
Hæstiréttur staðfestir sýknudóm Héraðsdóms í máli
Íslensks markaðar gegn Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Stefnt að fjölgun versl-
unar- og veitingaaðila
ÞAÐ gengur mikið á á vinnusvæðinu við Almanna-
skarðsgöng. Ingjaldur Ragnarsson, verkstjóri hjá Hér-
aðsverki, segir að búið sé að grafa um 20 þúsund rúm-
metra frá berginu en í allt verði um 35 þúsund
rúmmetrar fluttir til. Stór hluti þessa efnis mun hylja
vegskála og er því mokað upp í stóra hauga báðum
megin fyrirhugaðs gangamunna. Ingjaldur segir að nú
í lok vikunnar verði allt klárt fyrir fyrstu sprengingar.
Reyndar er það ekki fyrr en um miðjan júní sem norski
verktakinn byrjar að bora sjálf göngin en fyrst þarf að
sprengja lóðrétt stál, eða svokallað „splitt“, í bergið
báðum megin Almannaskarðs. Aðalverktaki er Héraðs-
verk hf. á Egilsstöðum sem er í eigu fjölmargra verk-
taka þar um slóðir. Því eru menn og tæki frá nokkrum
fyrirtækjum að störfum undir Almannaskarði.
Menn frá Myllunni hf. á Egilsstöðum sprengja splitt-
ið að vestan en norðanmegin er það Hryðjuverk ehf.
sem sér um að sprengja. Menn frá norska verktakafyr-
irtækinu Leonhard Nielsen og sønner koma um miðjan
júní og hafa meðferðis borvagn sem étur sig í gegnum
fjallið. Í byrjun maí verða reistar vinnubúðir fyrir um
30 manns á svæðinu og fjölgar starfsmönnum einnig
um það leyti.
Malarvinnslan hf. hefur reist steypustöð á svæðinu
og á næstunni verður sett upp malbikunarstöð sem að
sögn Ingjalds var keypt frá norskum olíuborpalli. Þá
munu Norðmennirnir reisa stóra dúkskemmu sem not-
uð verður sem verkstæði fyrir borvagninn. Í byrjun
maí verða reistar vinnubúðir fyrir 30 manns á svæðinu
og í kjölfarið fjölgar í vinnuflokknum. 35 manns munu
vinna við framkvæmdina þegar flest er.
Vinna í fullum gangi við jarðgöng við Almannaskarð
Klárt fyrir fyrstu
sprengingarnar
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Gröfur Héraðsverks eru nú búnar að grafa ríflega 20
þúsund rúmmetra af efni frá fyrirhuguðum ganga-
munna Almannaskarðsganga.
Hornafirði. Morgunblaðið.