Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞAÐ verður að teljast hreint með ólíkindum hve víðtækt skotleyfi (blessun ráðherra) sumir embættis- menn ríkisins hafa til niðurrifs á starfsemi og öryggismálum Land- helgisgæslu Íslands (LHG). Nú síðast með því að setja í algera óvissu læknisþjónustu um borð í þyrlum LHG. Starfsemi sem í yfir tvo áratugi hefur verið byggð upp af starfs- mönnum LHG og lækn- um sem í mörg ár unnu í sjálfboðavinnu af ótrú- legri fagmennsku og metnaði við að skapa læknisþjónustu um borð í björgunarþyrlum LHG. Þjónustu sem ég get fullyrt að er með því besta sem gerist í heiminum. Og hver eru svo laun erfiðisins, jú uppsögn og í framhaldinu eru lækn- arnir ekki virtir viðlits eða spurðir álits um framhald þjónustunnar. Og hverjar eru svo hugmyndir embættis- mannanna, jú að manna þyrlurnar með hjúkrunarfræðingum, sjúkra- flutningamönnum og læknum, allt eftir þörfum hverju sinni, og stíga þannig skref áratugi aftur í tímann. Hver ætlar að taka ákvörðun í bráða- útkalli hvern á að senda, með þær oft á tíðum óljósu upplýsingar sem liggja fyrir í útkalli, útkalli sem þess vegna gæti varað í allt að 5 til 6 tíma út á Reykjaneshrygg eða jafnvel lengur ef fara þarf á haf út fyrir austan land. Áhafnir þyrlnanna hafa af því langa reynslu að oft er ástand sjúk- linga miklu alvarlegra en álitið var í fyrstu og þá er of seint að snúa við til að sækja lækni sem hefur faglegan bakgrunn og reynslu til að takast á við ástandið, og einnig eru atvik þar sem þyrlu á leið í útkall hefur verið beint að öðru slysi sem talið hefur verið alvarlegra og brýnna að fara í. Læknar í áhöfn þyrlna LHG hafa í gegnum árin bjargað fjölda mannslífa með inngripum sínum í lífshættulega áverka sjúklinga um borð í þyrlunum. Þá hafa flugstjórar á þyrlunum reitt sig á læknisfræðilegt mat læknanna, sem margir hverjir eru með langt sérfræðinám að baki, til að meta þörf á sjúkra- flugi við tvísýnar að- stæður í vondum veðr- um, og hafa þeir þannig lagt sitt af mörkum við að viðhalda háum öryggisstaðli í flug- rekstrinum. Ég vil vara menn við að vega að þeirri fag- legu uppbyggingu og öryggisstaðli sem við- hafður hefur verið í þyrl- urekstri LHG með einhverjum skammtímasamningum og viðhalda þannig óvissu um framhald þeirrar mikilvægu öryggis- og sjúkraþjón- ustu sem LHG veitir. Fram að þessu hefur allt frumkvæði og framþróun í þyrl- urekstrinum komið frá starfs- mönnum LHG og læknum sem hafa af elju og metnaði barist við vindmyllur í kerfinu. Má þar nefna baráttu við að fullmanna þyrlurnar og koma á bakvöktum allan sólarhringinn. Fyrir kaupum á öfl- ugri björgunarþyrlu. Uppbygging ör- yggis- og þjálfunarmála. Kaup á næt- ursjónaukum og svo mætti lengi telja. Það væri nú hressileg tilbreyting ef dómsmálaráðherra og embætt- ismenn einhentu sér nú í að byggja Landhelgisgæsluna upp eins og for- sætisráðherra landsins hefur ítrekað bent á að þurfi að gera, í stað þess að leggja stein í götu stofnunarinnar og rífa niður það sem vel hefur verið gert. Fyrir síðustu kosningar kom frambjóðandinn Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, á fund starfsmanna LHG og sagðist hafa beðið sérstaklega um að fá að koma á þann fund vegna mikils áhuga síns á Landhelgisgæslunni og tilkynnti að ekkert væri að vanbúnaði að bjóða út smíði á nýju varðskipi strax að afloknum kosningum, en nú er biðin orðin eitt ár í viðbót við þau sex ár sem liðu frá því að nefnd var skipuð 1997 sem átti að semja forsendur og hafa eftirlit með smíði á nýju varðskipi. Ráðherrann hafði heldur ekki fyrir því að tryggja Land- helgisgæslunni nægjanlegt rekstrarfé í fjárlögum þrátt fyrir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stæði að Landhelgisgæslan gegndi einu af lykilhlutverkum í að tryggja öryggi borgaranna og að henni ætti að skapa nauðsynleg starfsskilyrði. Það hlýtur að vera svolítill tvískinnungur í því að krefja Bandaríkjamenn um að halda hér úti kostnaðarsömum öryggis- og varnarviðbúnaði þegar ekki er betur staðið að málum hjá íslenskum stjórnvöldum. Enn vegið að Landhelgisgæslunni Jakob Ólafsson fjallar um þyrluflugdeiluna ’Það væri nú hressilegtilbreyting ef dóms- málaráðherra og emb- ættismenn einhentu sér nú í að byggja Land- helgisgæsluna upp eins og forsætisráðherra landsins hefur ítrekað bent á að þurfi að gera.‘ Jakob Ólafsson Höfundur er þyrluflugstjóri og flugöryggisfulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. MIKIL reiði hefur gripið um sig í kjölfar væntanlegs lagafrum- varps sem Davíð Oddsson ætlar að leggja fram um eignaraðild að fjöl- miðlum. En þegar ég spyr hina reiðu einstaklinga um ástæðu reiði þeirra þá verður fátt um svör. Helstu svörin hafa verið í formi spurn- inga eins og: „Til hvers að setja lög um eignaraðild fjöl- miðla?“ og „Hver er ógnin sem verið er að reyna að verjast með þessu frumvarpi?“ Það mætti halda að þeir sem spyrja þess- ara spurninga lifi ekki á sömu plánetu og ég því hvernig hafa eigendur fjöl- miðlana farið með vald sitt und- anfarin ár? Bæði eigendurnir, rit- stjórarnir og starfsmenn Stöðvar 2, Fréttablaðsins og DV hafa traðkað þannig á sannleikanum og vegið að æðru manna að ógeðfellt hefur verið að fylgjast með því. Á hverjum degi verður maður vitni að því þegar þessir mjög svo aumu miðlar skrumskæla stað- reyndir og setja málin þannig fram að eini tilgangurinn með ákveðnum fréttaflutningi virðist vera að koma höggi á Sjálfstæð- isflokkinn og fyrirsvarsmenn hans þannig að þeir standi óvígir á eft- ir. Það eru ótal dæmi um þetta og þau gerast daglega en til að nefna einhver þá get ég nefnt þegar Fréttablaðið dró Eirík Tómasson fram til umsagnar um ráðningu Björns Bjarnasonar á Ólafi Berki í stöðu hæstaréttardómara þó svo að Eiríkur Tómasson hafi sjálfur verið umsækjandi um stöðuna! Annað dæmi og það augljósasta var nátt- úrulega fyrir kosn- ingar í fyrra þegar lekið var trún- aðargögnum úr Baugi til Fréttablaðsins til þess eins að koma höggi á og fella Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Þetta atvik leiddi m.a. til þess að stjórnarmenn úr Baugi sáu sér ekki annað fært en að segja af sér stjórnarsetu í félaginu. Með öðrum orðum: Nánustu samstarfs- mönnum Jóns Ásgeirs blöskraði svo starfshættir hans að þeir sögðu upp trúnaðarstörfum sínum á vegum félagsins. Síðan þá hefur misbeitingunni og óþverranum síst farið þverr- andi og hafa Jón Ásgeir og co. meðal annars stóraukið eign sína á íslenskum fjölmiðlum. Áróður gegn Sjálfstæðisflokknum hefur haldið áfram dag frá dagi auk þess sem gagni með persónuníð að leið- arljósi hefur verið bætt við. Þetta er ekki mín skoðun heldur blá- kaldur íslenskur veruleiki. Ég spyr því: Kemur þessi laga- setning Jóni Ásgeiri og félögum e-ð sérstaklega á óvart? Eru þeir ekki bara að uppskera eins og þeir hafa sáð? Starfshættir þeirra eru einfald- lega með þeim hætti að þeim er ekki treystandi til þess að eiga eða reka fjölmiðla og hvað þá nánast alla fjölmiðla landsins. Viðskiptahömlur eru sjaldnast af hinu góða en til eigenda fjölmiðla þarf að gera ríkar kröfur og á herðum fjölmiðla hvílir ábyrgð, ábyrgð til þess að upplýsa og fræða þjóðfélagsþegnanna. Ef þeir standa ekki undir þeirri ábyrgð þá hlýtur það að vera skylda ráða- manna að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir. Það hafa Davíð Oddsson og hans fríða föru- neyti gert og ég þakka guði fyrir að þeir hafi bein í nefinu til þess að þola þá pressu sem fylgir því að standa í fremstu víglínu og standa vörð um hagsmuni allra Ís- lendinga. Eru Íslendingar alltaf svona fljótir að gleyma? Heiðar Lár Halldórsson skrifar um fjölmiðlafrumvarp ’Starfshættir þeirraeru einfaldlega með þeim hætti að þeim er ekki treystandi til þess að eiga eða reka fjöl- miðla …‘ Heiðar Lár Halldórsson Höfundur er í stjórn sjálfstæðis- félagsins Miðgarðs við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þar er nú komiðbíókvöldum aðtilviljunin tókvöldin alfarið þegar verið var að skoða sig um í Bédarieux, tals- verðum fjallabæ, fimmtíu mínútur í austur frá Mont- pellier. Við vorum nýkomin yfir eina af þeim veglegu brúm sem einkenna bæinn – en hann er í miðri nátt- úruparadís, umlukinn hæðum og klettabeltum –þegar Stjörnubíóskiltið blasti við okkur, STAR, úr rauðu neonljósi. Nánar tiltekið við St. Louis götu. Aðdragandinn að bíóinu var betri en nokkurt bíó, því leiðin liggur meðfram stórum bakgarði þangað sem minnst tíu hestar gætu fengið magafylli af fögru grasi, undir tveimur stórum trjám. Á það gætu horft íbúar á mörgum hæðum í húsalengju með ómáluðum gluggahlerum við garðinn, og svo listamennirnir með verkstæði sín þeim megin sem gengið er inn í bíóið. Hér eru þrír salir, og eingöngu sýndar nýjar myndir sem eru of- arlega á listum um þessar mund- ir. Veggir uppi og niðri eru fóðr- aðir með plakötum. Allt er þetta svo bíómatarlegt að það var ekki hægt annað en skella sér á eina, þótt það hefði alls ekki verið meiningin á þessum degi í þessari ferð. Bíófélagar eru sammála um að STAR beri þess merki að þarna eigi að reka bíó hvað sem hóar og allur metnaður í það lagður. Ég sé mest eftir að hafa ekki rætt ennþá meira við konuna í miða- sölunni, spurt hana um sögu bíós- ins og hvernig gengi. Þegar ég spurði hana hvort Mariages! (Hjónabönd!) væri vinsæl sagði hún: Já, eins og allt sem hjóna- böndum viðkemur, hvort sem það er til hins betra eða verra. Ég ákvað að mennta mig að- eins betur á þessu sviði, og skoða hvað tiltölulega ungur franskur kvenleikstjóri, Valérie Guigna- bodet, er að hugsa um hjónaband, í þessari splunkunýju mynd. Mér þótti ég hins vegar þegar upp var staðið fræðast síður um hjónabönd heldur en um franska hugsun og kvenlega – enda er út- koma ferðar alltaf önnur en ætl- aður tilgangur hennar. Mariages! reyndistnokkuð sófistíkeruðog á köflum níðang-urslega fyndin sápa um framhjáhald og hjónabönd og frelsi. Það er hægt að mæla með henni sérstaklega fyrir konur því leikstjórinn hefur fiskað upp óvenju sjarmerandi og fagra karlleikara, og bera þeir á þann hátt af kvenfólkinu í myndinni – en hins vegar ekki um karakt- erstyrk. Það sniðugasta þótti mér hins vegar spilaborgin sem hrundi. Þegar upp komst um eitt framhjáhald í brúðkaupsveisl- unni (en myndin er veislan og allt kringum hana) þá hratt það af stað keðjuverkun svo ekki stóð steinn yfir steini í morgunsárið. Í lokin var þó unnið uppbygg- ingarstarf, og gekk það hratt fyr- ir sig. Bíófélagar voru því síður en svo niðurbrotnir þegar þeir leituðu sér að veitingastað í Béd- arieux og lentu á La Forge (Smiðjunni) á av. Abbé-Tarroux númer 22. Veitingasalurinn er sér- staklega fallegur, með háum steinhvelfingum, og stórum arni fyrir miðjum sal sem eldur brann í þetta bíókvöld. Þetta er gömul járnsmiðja og fá ýmsir fylgihlutir úr henni að njóta sín – allt út- hugsað og flott, og mikil stemn- ing í þessu stóra rými. Þá var sérstök heppni að við sátum ein að þessu öllu í svona stundarfjórðung, áður en kvöldið brast á um áttaleytið. Þrjár ung- ar stúlkur gengu um beina og fannst ekki arða á þeirra fram- göngu allt kvöldið. Við völdum okkur ódýr-asta matseðil, á fimm-tán evrur. Bæði borð-uðu nýjan geitaost í forrétt. Annað borðaði í aðalrétt nautagellu (kinn) með sósu úr rauðvíni frá Faugeres, sem er þarna rétt í grennd – og hitt fisk- rétt úr lotte (holdgóðum vatna- fiski sem ég kann ekki að nefna á íslensku). Í eftirrétt var svo fyrir annað bökuð pera, og fyrir hitt sjarlottukaka með kremi úr hesli- hnetum (marron). Með þessu öllu var tilbehör, og er skemmst frá því að segja að matreiðsla og útlit á matnum var í háum gæðaflokki. Nautakjötsrétturinn var mesta nýmælið fyrir mér, bragðsterkur og meyr. Ég hefði reyndar ekki áttað mig á því hvaðan af skepn- unni hann kom nema af því ég spurði og ein af gengilbeinunum góðu kleip í kinnina á sér til út- skýringar. Þar sem við bíófélagar erum ekki vínþekkjarar reynum við yf- irleitt að ráðfæra okkur lauslega við þjóninn þegar við veljum vín. Hér tókum við það sem hafði höfðað mest til okkar nafnsins vegna, Chateau Caussiniojouls, 2001, frá Faugeres. Enda kom það á daginn að nafnið skrautlega hefur sögu, sem hægt er að rekja alveg aftur til ársins 804, eins og á flöskunni stendur. Þar fyrir ut- an er þetta sérlega ljúft vín, á 17 evrur, þótt við kunnum sem sagt ekki að lýsa því með orðaforða at- vinnufólks. En við komum okkur saman um að það hefði ýmsa und- irtóna. Allt þetta kostaði 57 evrur fyrir tvo, með fordrykk og kaffi. Ég mundi segja um þessa stofnun, eins og Michelin segir um tveggja stjörnu staði: vel þess virði að taka á sig krók. En það mundi ekki endilega þýða að vaða inn án þess að eiga frátekið, og síst um helgar. B í ó k v ö l d í B é d a r i e u x Atriði úr kvikmyndinni Mariages. Stjörnubíó- kvöld kringum hjónabönd Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.