Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ fjallaði síðan um uppsagnirnar hjá varnarliðinu á síðasta ári og sagði: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef hafa aðeins 35 af þessum 100 aðilum fengið atvinnu; um það bil einn fimmti hefur farið á eftirlaun, en um það bil einn þriðji er því mið- ur enn þá atvinnulaus, en fjórtán af þessum einstaklingum hafa fengið aðra vinnu hjá varnarliðinu.“ Frekari hagræðingaraðgerðir Halldór sagði enn fremur að þeir fjórtán, sem sagt var upp til við- bótar hjá varnarliðinu fyrir um það bil viku, hefðu starfað á gistiheimili á vellinum. „Þá hefur varnarliðið til- kynnt að á næstu tveimum mán- uðum verði hugsanlega farið í frek- ari hagræðingaraðgerðir, sem geti falið í sér frekari uppsagnir,“ upp- lýsti hann. „Við í utanríkisráðuneyt- inu höfum tekið það skýrt fram við varnarliðið að það væri mjög mik- FRAM kom á Alþingi í gær að þing- menn hafa miklar áhyggjur af at- vinnumálum á Suðurnesjum en Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra upplýsti að af þeim rúmlega hundrað einstaklingum sem sagt var upp störfum hjá varnarliðinu í nóvember sl., væri þriðjungur, eða um þrjátíu, enn án atvinnu. Sagði hann aukinheldur að varnarliðið hefði tilkynnt að á næstu tveimum mánuðum yrði hugsanlega farið út í frekari hagræðingaraðgerðir sem gætu falið í sér frekari uppsagnir. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. Sagði hann að takast þyrfti á við þær breytingar sem fylgdu brottför bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. „Heimamenn og stjórnvöld eiga að taka höndum saman og það á að semja um aðlög- unaráætlun,“ sagði þingmaðurinn og benti á að Bandaríkjamenn hefðu í sambærilegum aðstæðum fallist á aðlögunargreiðslur til starfsmanna eða atvinnuuppbyggingar. Halldór Ásgrímsson sagði það að sjálfsögðu mjög sárt þegar fólk missti vinnu sína. Í umræddu tilviki tengdist það sparnaðaraðgerðum og niðurskurði í fjárlögum flotastöðvar Bandaríkjamanna hér á landi. Hann ilvægt að hafa nána samvinnu við stéttarfélög starfsmanna áður en til nokkurra aðgerða væri gripið.“ Halldór tók skýrt fram að hann deildi áhyggjum þingmanna af at- vinnumálum á Suðurnesjum. Hann benti þó á að ýmislegt væri jákvætt við atvinnumál á Suðurnesjum og vísaði m.a. til þess að umtalsverður vöxtur hefði verið í starfsemi ann- arra fyrirtækja en þeirra sem tengdust varnarliðinu. Meðal ann- ars væri verið að byggja þar orku- mannvirki vegna stóriðju. „Það er í sjálfu sér líka jákvætt að atvinnu- leysi var minna í marsmánuði núna en fyrir ári síðan. En hins vegar er atvinnuleysi meira á Suðurnesjum en landsmeðaltal hefur gefið til kynna.“ Steingrímur gerði í framsögu sinni stöðu varnarviðræðna Banda- ríkjamanna og Íslendinga einnig að umtalsefni. Sagði hann reyndar vandræðalegt að fylgjast með því máli. „Það hvorki gengur né rekur í viðræðunum og ekkert bólar á framhaldi,“ sagði hann. „Forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra eru jafnvel tvísaga; forsætisráðherra boðaði viðræður í síðasta mánuði eða þessum sem utanríkisráðherra kannast ekkert við. Og ekkert bólar á neinu. Og þá má ekki gleyma sím- talinu fræga í Nýju-Jórvík á dög- unum þegar Bush þakkaði forsætis- ráðherra fyrir stuðninginn við Íraksstríðið og vildi að hann flytti íslensku þjóðinni jákvæð skilaboð. Því símtali var síðan fylgt eftir nokkrum dögum seinna með upp- sögnum fjórtán starfsmanna hjá hernum í Keflavík.“ Spurði hann því næst utanríkisráðherra frétta af viðræðunum. Bíða enn eftir viðbrögðum Ráðherra svaraði því til að rík- isstjórnin hefði komið sínum sjón- armiðum og stefnu Íslands í örygg- is- og varnarmálum skilmerkilega á framfæri við Bandaríkjamenn. „Og því miður bíðum við enn þá eftir frekari viðbrögðum þeirra í málinu.“ Bætti hann því við að nú stæði yfir endurskoðun á heildarliðsaflaþörf Bandaríkjahers í Evrópu, eins og þingmanni væri kunnugt um. „Þessi staða hefur áður verið rædd hér á Alþingi og það er í sjálfu sér engu við það að bæta.“ Hann ítrekaði í þessu sambandi að íslensk stjórn- völd legðu þunga áherslu á að halda þeim varnarviðbúnaði sem væri til staðar hér á landi. Sagði hann jafn- framt ljóst að hægt yrði að halda varnarviðbúnað hér þótt einhver sparnaður yrði og samdráttur í rekstri. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af atvinnumálum á Suðurnesjum í utandagskrárumræðu Frekari uppsagnir hjá varnarliðinu? TÖLUVERT var rætt um hina svokölluðu 24 ára reglu, í frumvarpi til breytinga á útlend- ingalögum, á fundum allsherjarnefndar Al- þingis um frumvarpið. Frá þessu er skýrt í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar sem rætt var í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt reglunni þarf erlendur maki íslensks ríkis- borgara að vera orðinn 24 ára til að geta fengið dvalarleyfi hér á landi sem aðstandandi. Meiri- hluti allsherjarnefndar gerir þó áfram ráð fyrir því að reglan standi í frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir því að það verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Jónína Bjart- marz, þingmaður Framsóknarflokksins, gerir fyrirvara við aldurstakmörk í frumvarpinu. Hún segir að ástin spyrji hvorki um aldur né landamæri. Jónína styður þó nefndarálit meiri- hluta nefndarinnar að öðru leyti. Umdeilt ákvæði í Danmörku Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinn- ar, ítrekaði í gær að verndarsjónarmið lægju að baki 24 ára reglunni; með því væri verið að koma í veg fyrir nauðungarhjónabönd. Hann benti á að sambærilegt ákvæði væri í dönskum lögum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og framsögumaður minni- hluta allsherjarnefndar, benti á að umrætt ákvæði í dönskum lögum væri mjög umdeilt. „Við viljum þessa svokölluðu 24 ára reglu út,“ sagði hann er hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans. „Við viljum einnig fá 66 ára regl- una út og við viljum ekki veita heimild til Út- lendingastofnunar um að fara fram á lífsýna- töku.“ Geti hafnað lífsýnatöku Hann ítrekaði að 24 ára reglan ætti eftir að snerta réttindi tugi Íslendinga á hverju ári til að sameinast maka sínum á grundvelli hjú- skapar. Meirihluti allsherjarnefndar leggur til að við ákvæði 7. gr. frumvarpsins sem fjallar um heimild til leitar verði bætt ákvæði um að leit skuli ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana eða brýn hætta sé að bið eftir úrskurði dómara valdi sakarspjöll- um. Þá leggur nefndin til að orðalagi í 7. gr. sem fjallar um heimild Útlendingastofnunar til að krefjast lífsýna til að staðfesta skyldleika, verði breytt svo ljóst sé viðkomandi hafi ætíð heimild til að hafna lífsýnatöku. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum afgreitt frá Alþingi í dag Engar breytingar eru ráð- gerðar á 24 ára reglunni Jónína Bjartmarz ger- ir fyrirvara við aldurs- ákvæði frumvarpsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Önnur umræða um frumvarp um útlendinga fór fram á Alþingi í gær. VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra upplýsti á Alþingi í gær að hún myndi ekki á þessu þingi leggja fram frumvarp um breytingar á samkeppnislögum er varða samskipti samkeppnisyfirvalda og lögregl- unnar. „Frumvarpsdrögin hafa verið lögð fram í ríkisstjórn en ekki verður lagt fram frumvarp til laga á þessu þingi. Það er ljóst. Vinnunni er hins vegar engan veginn lokið.“ Ráðherra neitaði að gera frumvarps- drögin opinber. Sagði hún að umrætt mál væri ekki útrætt milli þeirra ráðherra sem þarna ættu í hlut, þ.e. viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra. Þessi ummæli ráðherra féllu vegna fyrirspurnar Bryndísar Hlöð- versdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Bryndís spurði ráðherra einnig um málið á Alþingi um miðjan mars sl., en þá kvaðst ráðherra vonast til að geta lagt umrætt frumvarp fram á Alþingi á næstu dögum. Nefnd sem skipuð var í september til að fara yfir samskipti samkeppnisyfirvalda og lög- reglunnar, í kjölfar rannsóknar á meintu samráði olíufélaganna, skilaði af sér nið- urstöðu til dómsmálaráðherra og við- skiptaráðherra í upphafi ársins. Síðan hefur málið verið til umfjöllunar í ráðuneytunum. Enn eitt leyniplaggið Bryndís, sem og aðrir þingmenn stjórn- arandstöðu, gagnrýndu það á Alþingi í gær að málið; niðurstöður nefndarinnar og frumvarpið, skyldi ekki enn verið komið inn á Alþingi. Sagði Bryndís m.a. að skýrslan hefði þar með bæst í hóp leyniplagga rík- isstjórnarinnar. „Ráðherra hefur þá ábyrgð að koma með tillögu til úrbóta í þessum efn- um og hún verður að rísa undir þeirri ábyrgð.“ Valgerður upplýsti í umræðunni að nefnd- in hefði komist að þeirri sameiginlegu nið- urstöðu að Samkeppnisstofnun rannsakaði mál fyrirtækja og lögreglan mál ein- staklinga. Því hefði hins vegar verið haldið fram að sú tilhögun stæðist ekki mannrétt- indasáttmála Evrópu. Ráðherra mótmælti þeirri túlkun. „Ekki verður með neinu móti séð að slík tilhögun brjóti gegn sáttmál- anum,“ sagði hún. Síðar sagði ráðherra: „Ég vil ítreka að þetta mál verður áfram til umfjöllunar. Það er ekkert ófremdarástand í þjóðfélaginu. Ég vil þó að það verði skýrt hvar mörkin liggja milli þessara mikilvægu stofnana í okkar samfélagi þannig að allir viti hvað er hvurs. Ég reikna með – því ég reikna nú með að þessi ríkisstjórn haldi velli – að við getum átt von á frumvarpinu á haustdögum.“ Breytingar á samkeppnislögum Ekkert frum- varp fyrr en næsta haust ingarinnar, sagði skýrslu menntamálaráðherra sýna að það ríkti fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og að ástandið væri harla gott. Vissulega væri bent á einkenni samþjöppunar en mál væru ekki þannig vaxin að þau kölluðu á lagasetn- ingu. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, sagði skýrsluna sýna klárlega að merki væru um óæskilega samþjöppun á fjölmiðla- markaði og í henni væri bent á að lagasetning væri beinlínis æskileg. Þetta væri meginnið- urstaða skýrslunnar. Pétur Blöndal sagðist alla jafna vera mót- fallinn óþarfa lagasetningum sem snertu við- skipta- og atvinnulífið enda hefðu menn sér- stök samkeppnislög. Hann sagði á hinn bóginn að sér hefði orðið ljóst eftir lestur skýrslunnar að ekki væri skjól eða hald í samkeppnislögum að því er snerti fjölmiðlamarkaðinn. Fjölmiðlar væru fjórða valdið í samfélaginu og því væri nauðsynlegt að bregðast við með lagasetningu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði að með frumvarpinu væri að því er hann best vissi í fyrsta skipti frá því lög um prentfrelsi voru sett á Íslandi verið að leggja það til að prentfrelsi verði tekið af gagnvart einhverjum aðila á Íslandi. „Ég hef ekki nein dæmi um það neins staðar frá, og hef reynt að spyrja, að menn hafi látið sér detta það í hug fyrr að það væri hægt eða það væri afstaða þeirra að það skuli setja lög sem banna ein- hverjum að gefa út blað. En hér er það sem sagt komið á blað,“ sagði Jóhann. UMRÆÐUM á Alþingi um skýrslu nefndar á menntamálaráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum, sem hófust eftir hádegi á miðvikudag- inn, lauk ekki fyrr en laust fyrir kl. 1 aðfaranótt fimmtudagsins og höfðu margir þingmenn kvatt sér hljóðs við umræðurnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, sagði undir lokin að með þeim miklu umræðum sem farið hefðu fram hefðu menn fengið enn umfangsmeiri umfjöllun um málið. „Við erum búin að fá meiri og dýpri um- ræðu um þetta mál heldur en ellegar hefði gerst. Þar af leiðandi má búast við enn vand- aðri vinnubrögðum varðandi afgreiðslu þessa mikilvæga máls af hálfu þingsins.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- Löng umræða um fjölmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.