Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 1
Í efsta sæti þeirra sætu Brad og Jennifer eru á lista People yfir fallegasta fólkið Fólk ICELANDAIR áformar að bjóða upp á beint flug milli Íslands og nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada á næstu misserum, að því er fram kom í erindi Sigurðar Helgason- ar, forstjóra Flugleiða, á ráðstefnu um rekstur flugstöðva í gær. Í athugun er að bjóða upp á beint flug til tveggja borga á vesturströnd N- Ameríku, Seattle í Bandaríkjunum og Vancou- ver í Kanada, auk Denver í Bandaríkjunum. Iceland Express stefnir að því að tvöfalda farþegafjölda á þessu ári, í 270 þúsund. Hlut- deild fyrirtækisins er 15% af komu- og brott- fararfarþegum á Keflavíkurflugvelli frá því flugfélagið tók til starfa fyrir um ári. Sigurður Helgason sagði leiðakerfi Ice- landair byggt upp með þeim hætti að mikið álag væri á Leifsstöð þegar vélar á leiðum austur og vestur um haf mættust í Keflavík á morgnana og síðdegis. Í athugun væri að þróa þriðja skiptitímann. „Þá myndu flugvélar sem eru að koma frá Evrópu upp úr hádegi færa farþega í vélar sem færu vestur um haf til áfangastaða sem eru lengra í burtu en staðirnir á austur- ströndinni sem við er- um nú að fljúga til.“ Að sögn Sigurðar myndi tíðni Evrópu- flugs aukast með þessu fyrirkomulagi og áfangastöðum hugsanlega fjölga. Stefna þarf að einkavæðingu Sigurður sagðist þeirrar skoðunar að stefna ætti að frekari einkavæðingu flugvallarstarf- semi á Keflavíkurflugvelli. Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar væri í einokunarstöðu og með algert húsbóndavald gagnvart flugfélögum og öðrum rekstraraðilum í stöðinni. Flugleiðasamstæð- an hefði þó engin áform uppi um að kaupa flug- stöðina eða byggja sína eigin að svo stöddu. „Ég varpa þeim möguleikum einungis hér upp vegna þess að við hljótum, líkt og allir aðrir í þessari starfsemi að skoða alla möguleika, kanna allar hugmyndir til að veita viðskipta- vinum okkar sem besta þjónustu á sem hag- kvæmustu verði.“ Sigurður sagði að markmið Icelandair væri að tvöfalda ferðamannafjölda á sjö ára tímabili og að farþegar yrðu 600 þúsund árið 2010. Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, sagði flugfélagið hafa flutt u.þ.b. 136 þúsund farþega þann tíma sem það starfaði árið 2003 og næmi það tæplega 12% markaðshlutdeild. „Við teljum þetta vera gíf- urlega góðan árangur á 10 mánaða tímabili og það eykur bjartsýni og gefur okkur byr undir báða vængi.“ Fram kom að í nýliðnum aprílmánuði flutti félagið um 24 þúsund farþega borið saman við 12 þúsund í sama mánuði í fyrra. Icelandair íhugar flug til vesturstrandar Ameríku Rætt um flug til Seattle, Vancouver og Denver – Iceland Express hyggst tvöfalda farþegafjölda og flytja 270.000 manns á árinu EINN af hverjum tíu Bretum fagnar því að Lúvenía sé nú um það bil að ganga í Evrópu- sambandið. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun fjarskiptafyrirtækisins One.tel. Þetta vekur athygli því síðast þegar fréttist var ekki til land sem ber þetta heiti. Í skoðanakönnuninni var fólk beðið um að bera kennsl á þau tíu ríki sem formlega fá að- ild að ESB núna um helgina. Og til að stríða viðkomandi ofurlítið var bætt við listann ímynduðu landi, Lúveníu. Alls tóku 2.500 manns þátt í könnuninni og 8% létu blekkjast, þ.e. töldu að til væri land sem héti Lúvenía. Var þetta hlutfall raunar einu prósentustigi hærra meðal Skota. Í ald- ursflokknum 50 ára og eldri voru 11% á því að þetta land væri til. Fagna ESB- aðild Lúveníu London. AFP. Fólkið í dag Gjörningaklúbburinn  Drauma- kaffivélin  Innan um pöddur í Wisconsin Jón Gnarr hugleiðir Handklæði gegn hálsríg Hvernig á að forðast óþægindi í hálsinum á morgnana? Daglegt líf STOFNAÐ 1913 117. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ekta mexikóskur matur. TALSMENN Bandaríkjahers sögðu í gær að drög að samkomulagi lægju fyrir um að bandarískir hermenn hyrfu frá borginni Fallujah, vestur af Bagdad, og að í staðinn tækju vopnaðar sveitir Íraka við hlutverki örygg- issveita í borginni. Fregnir bárust þó áfram af bardögum í borginni. Athygli vöktu þær yfirlýsingar Brennans Byrne, yf- irforingja í Bandaríkjaher, að írösku sveitirnar, sem gert væri ráð fyrir að færu inn í Fallujah, yrðu að mestu skip- aðar Írökum sem áður voru liðsmenn hers Saddams Husseins og sem hefðu „reynslu af hernaði“ í þessum hluta Íraks. Sagði Byrne að fyrir sveitunum myndi fara fyrrverandi hershöfðingi úr íraska hernum, Salah. Tíu bandarískir hermenn voru annars sagðir hafa fallið í Írak í gær, þar af átta þegar sprengja sprakk á þjóðveg- inum sunnan við Bagdad. Ekki höfðu borist fréttir af mannfalli í Fallujah. Ný Gallup-könnun leiðir í ljós að 57% Íraka vilja að bandarískar og breskar hersveitir yfirgefi landið „þegar í stað, innan fárra mánaða“. 36% sögðust vilja að þær yrðu í landinu lengur til að tryggja öryggi íbúanna. Sjö af hverjum tíu sögðust telja að líf þeirra og ættingja þeirra væri í hættu ef þau tíðindi bærust út meðal Íraka að við- komandi ættu samstarf við Bandaríkjamenn. Áfram barist í Fallujah Fallujah, Washington. AP. FJÖLSKYLDUR þriggja Ítala sem eru í haldi mannræningja í Írak fóru fyrir göngu um þrjú þúsund manna að Péturstorgi í Róm í gær eftir að mannræningjarnir hótuðu að drepa gíslana nema því aðeins að ítalska þjóðin stæði fyrir fjölmennum mótmælum gegn stríðinu í Írak. Jóhannes Páll páfi II sendi göngufólkinu kveðju og hvatti það til að gefast ekki upp. Fór hann fram á að Ítalirnir yrðu látnir lausir. Reuters Friðarganga eða keypt grið? „ÁHORFENDUR klöppuðu og stöppuðu svo mik- ið að ég hélt að þakið myndi rifna af húsinu,“ sagði Sif Aðils þegar hún gekk út af sýningu Joa- quín Cortés í Laugardalshöll í gærkvöld. Hún var dauðþreytt eftir upplifunina. „Sýningin var svo stórkostleg að það var eins og ég hefði verið að dansa allan tímann sjálf.“ Fólk stóð mörgum sinnum upp til að fagna og stappa í gólfið, segir Sif. Stígandi var mikil í sýn- ingunni sem Cortés bar uppi ásamt hljómsveit og söngvurum. „Það var rífandi stemning.“ „Sýningin stórkostleg“ Morgunblaðið/Jim Smart Veifaði fólkið fánum sem á var letrað orðið „friður“ en þagði ann- ars á meðan á göngunni stóð. Ættingjar gíslanna segja gönguna hafa verið friðargöngu fyrst og fremst og kváðust ekki vilja að hún yrði pólitísk. Stærstu stjórnmálaflokkarnir höfðu áður sagt, að þeir vildu ekki taka þátt í göngunni með formlegum hætti því að það sendi þau skilaboð að verið væri að kaupa föngunum í Írak grið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.