Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT LANDSLIÐIN á vegum Körfuknatt- leikssambands Íslands standa í ströngu í sumar en alls munu þau þá leika 60 landsleiki sem er metfjöldi á vegum KKÍ á einu sumri. Yfir 100 körfuknattleiksmenn og -konur verða á æfingum með þeim sex landsliðum sem verða í gangi í sum- ar enda verkefnin mörgog fer fjölg- andi á næsta ári þegar yngri lands- liðin taka þátt í Evrópukeppni landsliða.  A-landslið karla mun spila sam- tals 14 leiki í ár, 11 í sumar og 3 leiki í undankeppni Evrópumótsins í haust.  A-landslið kvenna hefur sjaldan fengið fleiri verkefni á einu ári en liðið spilar samtals 12 leiki.  U-18 ára landslið karla og kvenna taka þátt í Norðurlandamóti og spilar hvort lið um sig fjóra leiki. Þjálfari karlaliðsins er Einar Árni Jóhannsson en kvennaliðið er undir stjórn Hlyns Skúla Auðunssonar.  U-16 ára landslið karla og kvenna taka sömuleiðis þátt í Norð- urlandamóti þar sem þau spila fjóra leiki og þá spila þau níu leiki í Evr- ópukeppni landsliða. Norðurlanda- mótið hjá karla- og kvennaliðunum fer fram í Svíþjóð í maí og í ágúst leikur karlaliðið Evrópukeppninni sem haldið verður á Englandi 5.–15. ágúst. Kvennaliðið heldur til Eist- lands og spilar í Evrópukeppninni 30. júlí til 8. ágúst. Benedikt Guð- mundsson er þjálfari karlaliðsins en Henning Freyr Henningsson þjálfar kvennaliðið. Met í fjölda landsleikja hjá körfuboltafólki DAGNÝ Skúladóttir, landsliðskona í hand- knattleik, sem leikur með þýska 1. deildarliðinu TV Lützellinden, kemur til með að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum á næstu leiktíð. TV Lützel- linden er gjaldþrota og hefur verið dæmt til að leika í 3. deildinni á næstu leiktíð en félagið hefur um árabil verið eitt sterkasta kvennalið Þýskalands og í Evrópu og hefur hampað mörgum meistaratitlum á liðnum árum. TV Lützellinden hefur samfleytt í 22 ár átt lið í efstu deild og á þessum tíma hefur liðið orðið sjö sinnum þýskur meistari, fimm sinnum bikarmeist- ari og hefur í þrígang unnið Evrópumeistara- titil. Dagný hefur staðið sig mjög vel með liðinu á yfirstandandi leiktíð og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á hún í viðræðum við tvö lið úr þýsku 1. deildinni. Dagný skoraði 3 mörk fyrir TV Lützellinden í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Nürnberg, 33:21, en Nürnberg vann sem kunnugt er ÍBV stórt í tveimur leikjum í undan- úrslitum Áskorendakeppninnar. Lützellinden er í 9. sæti af 12 liðum en Nürnberg í öðru sæti, fimm stig- um á eftir Frankfurt. Dagný á förum frá Lützel- linden – liðið gjaldþrota Dagný Skúladóttir HANDKNATTLEIKUR KA – Haukar 33:29 KA-heimilið, Akureyri, undanúrslit karla, annar leikur, fimmtudaginn 29. júlí 2004. Gangur leiksins: 0:1, 4:3, 8:11, 13:12, 15:13, 20:13, 24:16, 25:21, 29:26, 33:29. Mörk KA: Arnór Atlason 10/2, Jónatan Magnússon 7, Einar Logi Friðjónsson 6, Andrius Stelmokas 5/1, Sævar Árnason 3, Bjartur Máni Sigurðsson 2. Utan vallar: 14 mín. Mörk Hauka: Andri Stefan 9, Halldór Ing- ólfsson 7/3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Þorkell Magnússon 3, Þórir Ólafsson 3, Jón Karl Björnsson 3/1, Vignir Svavarsson 1. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Anton G. Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu býsna góð tök á leiknum þótt sumir dómar þættu vafasamir. Áhorfendur: Um 700 og mikil stemning.  Staðan er jöfn, 1:1. Oddaleikur liðanna fer fram á sunnudag. ÍR – Valur 29:25 Austurberg, Reykjavík: Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 3:5, 5:7, 8:7, 10:8, 12:10, 13:11, 14:11, 14:13, 16:14, 17:16, 21:16, 24:17, 24:20, 25:22, 27:23, 27:25, 29:25. Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundarson 8, Einar Hólmgeirsson 6, Bjarni Fritzson 5, Hannes Jón Jónsson 5/2, Sturla Ásgeirsson 3, Fannar Þorbjörnsson 2. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 9/6, Hjalti Þór Pálmason 4, Heimir Örn Árna- son 4, Bjarki Sigurðsson 3, Hjalti Gylfason 2, Sigurður Eggertsson 1, Freyr Brynjars- son 1, Brendan Þorvaldsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Sigurðsson. Virkilega góðir lengst af, misstu taktinn seint í leiknum en náðu hon- um strax aftur. Áhorfendur: Um 1.200.  Staðan 1:1 og oddaleikur á sunnudag. FH – ÍBV Frestað  Leikurinn fer fram í kvöld, kl. 19:15. KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, 8-liða úrslit: Keflavík – Víkingur R..............................3:4  Staðan var jöfn, 0:0, eftir framlengingu. Víkingur hafði betur í bráðabana í víta- spyrnukeppni.  Víkingur í undanúrslit ásamt FH, ÍA og KR eða Val. Neðri deild, B-riðill: Selfoss – KFS ...........................Leik frestað.  Breiðablik í undanúrslit. Þar mætast HK – Fjölnir og Völsungur – Breiðablik. Vináttulandsleikur Bandaríkin – Mexíkó............................... 1:0 Pope 90. Svíþjóð Bikarkeppnin, 2. umferð: Ystad – Malmö FF ....................................1:4 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit: Vesturdeild: LA Lakers – Houston .......................... 97:78  Lakers sigraði, 4:1, og mætir San Anton- io í 8-liða úrslitum. Ólafur Gíslason, ÍR 23/1 (þar af 6 þar sem knötturinn fór til mótherja): 12 (2) langskot, 5 (4) eftir gegnumbrot, 4 úr horni, 1 eftir hraðaupphlaup, 1 víti. Pálmar Pétursson, Val 10/1 (þar af 6/1 þar sem knötturinn fór til mót- herja): 4 (3) langskot, 2 (1) eftir gegnumbrot, 2 eftir hraðaupphlaup, 1 (1) af línu, 1 (1) víti. Stefán Guðnason, KA 16/1 (3 þar sem boltinn hrökk aftur til mótherja); 7 (2) langskot, 4 (1) eftir gegnumbrot, 2 úr horni, 1 af línu, 1 úr hraða- upphlaupi, 1 víti. Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 11/1 (þar af 4 til mótherja); 4 (1) langskot, 2 (1) eftir gegnumbrot, 2 (1) úr hraðaupphlaupi, 2 (1) úr horni, 1 víti. Björn Viðar Björnsson, Haukum 6 (þar af 3 til mótherja); 3 (2) langskot, 2 (1) eftir gegnumbrot, 1 af línu Þetta var ótrúlega gaman. Viðspiluðum fyrir hálftómu húsi á Ásvöllum og náðum ekki að gíra okkur upp en nú var alvöru stemmning og spenna og við þríf- umst á slíku andrúmslofti. Okkur tókst að krækja í oddaleikinn og við ætlum að vinna hann, sagði Arnór. Ætlum að fagna á heimavelli Hinn rammgöldrótti og gamal- reyndi fyrirliði Hauka, Halldór Ing- ólfsson, hafði ekki á takteinum óyggjandi skýringar á þessu tapi en taldi úrslitin hafa ráðist í upphafi seinni hálfleiks. „Við áttum mjög slæman leik- kafla undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks og við náðum ekki að brúa bilið sem skapaðist þá. Það er erfitt að vinna upp sjö marka forystu og þótt við færum langt með það tókst það ekki.“ – Þið keyrðuð mikið á sama mannskap fyrir utan þótt Ásgeir Örn væri tekinn úr umferð allan tímann. Hefði ekki verið rétt að prófa Robertas Pauzuolis í sókn- inni? „Þetta var lagt svona upp núna og við eigum alveg að geta leyst þetta mjög auðveldlega. Við reyndum ým- islegt en það gekk ekki upp að þessu sinni en við ætlum svo sann- arlega að fagna sigri á heimavelli,“ sagði Halldór. Kom ekki til greina að kveðja núna ARNÓR Atlason stórskytta KA- manna og væntanlegur leik- maður Magdeburg var ánægður eftir góðan leik og öruggan sig- ur. Hvað skyldi hann hafa verið að hugsa þegar KA sneri leikn- um sér í hag? „Hugsun mín snerist aðeins um eitt. Ég ætl- aði ekki að láta þetta verða síð- asta leik minn á Íslandi, það kom ekki til greina að kveðja núna. Og ég ætla að spila aftur í KA-heimilinu, það er alveg pott- þétt. Ronaldo er hjartanlega velkom-inn í okkar raðir, það er stór- kostlegt fyrir félag eins og Chelsea að leikmaður á borð við Ronaldo sé orðaður við Chelsea,“ segir íslenski landsliðsfyrirliðinn og framherji Chelsea í viðtali við sjónvarpsstöð fé- lagsins. Þar er rætt við Eið Smára um þær fregnir að framherji heims- meistaraliðs Brasilíu og spænska liðsins Real Madrid, Ronaldo, sé á leið til Chelsea í sumar. En Eiður hefur ekki miklar áhyggjur af aukinni samkeppni um framherjastöðurnar hjá Chelsea. Þess má geta að Eiður Smári og Ronaldo voru um tíma samherjar hjá hollenska liðinu PSV, en Eiður var samningsbundinn liðinu í fjörgu ár, 1994-1998. „Ef svo færi að Ronaldo myndi semja við félagið munu stuðnings- menn liðsins geta fylgst með enn ein- um leikmanni sem er á heimsmæli- kvarða. Slíkir leikmenn skemmta áhorfendum og það er það sem allir vilja. Ég hef æft með Ronaldo og hann er einn af þeim bestu sem ég hef haft tækifæri til þess að æfa með. Og þeir eru einnig margir í röðum Chelsea. Ronaldo og Jimmy Floyd Hasselbaink myndu vera óstöðvandi sem framherjapar,“ segir Eiður Smári en bætir því við að hann hafi ekki áhyggjur af því að fá færri tæki- færi fari svo að Ronaldo verði leik- maður Chelsea á næstu leiktíð. Enskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að Chelsea muni láta til sín taka í sumar við kaup á leikmönnum. Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen óttast ekki aukna samkeppni hjá Chelsea. „Ronaldo er einn sá besti“ Þannig vörðu þeir HANDKNATTLEIKUR RE/MAX-deild kvenna Undaúrslit, 2. leikur: Kaplakriki: FH - ÍBV............................19:15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, 8 liða úrslit: Leiknisvöllur: KR – Valur .........................19 Neðri deild, 8 liða úrslit: Boginn: Völsungur – Breiðablik ...............21 Deildabikar kvenna Efri deild: Fífan: Breiðablik – ÍBV .............................21 Neðri deild: Egilshöll: Fjölnir – Þróttur R. .............18.30 Reykjan.höll: Keflavík – HK/Víkingur ....20 Í KVÖLD „Ronaldo er hjartanlega velkominn í raðir Chelsea,“ segirEiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins TONY Pulis, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Stoke City, segir við staðarblaðið The Sentinel að hann sé bjartsýnn á að stjórn fé- lagsins muni finna leiðir til þess að fá fjármagn til þess að kaupa leikmenn í sumar. Pulis kom til landsins í vik- unni þar sem hann átti fundi með stærstu hluthöfum félagsins og segir hann að eftir þessa heimsókn sé hann bjartsýnni en áður. „Við stefnum að því að koma Stoke í fremstu röð á ný og kannski fá stuðningsmenn tækifæri til þess að kaupa hlut í félaginu,“ sagði Pulis. Pulis er bjartsýnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.