Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 51
ÞÝSKA handknattleiksliðið Tus N-
Lübbecke, betur þekkt sem Nettel-
stedt, hefur sýnt áhuga á að fá
landsliðsmanninn Ásgeir Örn Hall-
grímsson úr liði Hauka í sínar raðir
fyrir næstu leiktíð. Félagið er með
átta stiga forskot í 2. deild nyrðri
og á sæti í Bundesligunni víst á
næstu leiktíð og hyggjast forráða-
menn liðsins styrkja leikmannahóp
sinn fyrir átökin næsta vetur.
Þá hefur hefur franska liðið Par-
is borið víurnar í Ásgeir en liðið er í
fimmta sæti frönsku 1. deildar-
innar.
„Ég hef fengið fyrirspurnir bæði
frá liðum í Þýskalandi og Frakk-
landi en ég ætla að klára tímabilið
áður en ég gef mér tíma til að velta
hlutunum fyrir mér. Það blundar
auðvitað í manni að fara út og það
kemur vel til greina að gera það og
eins það að vera hér heima í eitt ár
til viðbótar,“ sagði Ásgeir við
Morgunblaðið í gær en hann á eitt
ár eftir af samningi sínum við
Haukana.
Fregnir bárust af því í fyrra að
spænska stórliðið hefði áhuga á að
semja við Ásgeir en þegar ljóst var
að þjálfarinn Valero Rivera hætti
eftir tímabilið hefur Ásgeir ekkert
heyrt frá Börsungum.
Ásgeir Örn er einn af burðarás-
unum í liði Hauka en þessi tvítuga
vinstrihandarskytta hefur leikið
sérlega vel með Íslandsmeisturun-
um á leiktíðinni og því ekkert
skrýtið að erlend félög séu með
hann undir smásjánni.
Nettelstedt og Paris sýna
Ásgeiri Erni áhuga
DAVID Gill stjórnarformaður
enska knattspyrnusliðsins
Manchester United segir við
enska dagblaðið Manchester
Evening News að hollenski
landsliðsframherjinn Ruud van
Nistelrooy sé ekki á förum frá
félaginu til spænska liðsins
Real Madrid í sumar. En
spænska íþróttadagblaðið
Marca birti frétt þess efnis í
fyrradag og hafði blaðið heim-
ildir fyrir því að umboðsmaður
leikmannsins, Rodger Linsem,
hefði fundað að undanförnu
með forsvarsmönnum Real Ma-
drid. „Ég endurtek það sem ég
hef sagt áður, Nistelrooy er
ekki til sölu, svo einfalt er það,“
sagði Gill en hinn 27 ára gamli
Nistelrooy gerði samning við
félagið í janúar sl. sem rennur
ekki út fyrr en árið 2009. „Slík-
ur samningur er ekki gerður í
skyndi og án vandlegrar um-
hugsunar. Hann verður á Old
Trafford þar til samningur
hans rennur út,“ segir Gill.
Nistelrooy
ekki til sölu
Leikurinn var hin ágætastaskemmtun og bauð upp á mikil
og fjölbreytt tilþrif. Haukar byrj-
uðu með sína
rammgerðu flötu
vörn og varnar-
menn KA héldu sig
líka við línuna nema
Jónatan Magnússon sem tók Ás-
geir Örn Hallgrímsson úr umferð
nánast allan leikinn. Mikið mæddi
því á Andra Stefan og Halldóri
Ingólfssyni fyrir utan í sókn Hauk-
anna en Robertas Pauzuolis lék að-
eins í vörninni, væntanlega vegna
meiðsla.
Fyrri hálfleikur var jafn og
harður. Leikmönnum KA var 6
sinnum vikið af velli og Haukum
fjórum sinnum. Gestirnir gengu á
lagið og náðu 3 marka forskoti eftir
ríflega 20 mínútna leik en heima-
menn jöfnuðu. Staðan var 13:13
þegar 3 mínútur voru eftir af hálf-
leiknum. Þá voru tveir KA-menn
sendir út af með stuttu millibili en
samt sem áður tókst KA að skora
tvö síðustu mörkin og breyta stöð-
unni í 15:13 fyrir leikhlé.
Sjálfstraust drengjanna í KA
virðist hafa tútnað út eftir þennan
laglega endasprett í fyrri hálfleik
því þeir komu dansandi til leiks
eftir hressingu í hléinu og röðuðu
inn 5 mörkum í röð. Staðan skyndi-
lega orðin 20:13 og góð ráð dýr fyr-
ir Hauka.
Haukar reyndu ýmsar varnir
Björn Viðar Björnsson kom í
markið í stað Birkis Ívars Guð-
mundssonar. Haukar reyndu ýmis
varnarafbrigði. Þeir höfðu byrjað á
því að taka Arnór Atlason úr um-
ferð en þá losnaði um Jónatan
Magnússon og það sem eftir lifði
leiks reyndu Haukar ýmist að taka
þá báða eða annan hvorn úr umferð
og undir það síðasta voru þeir farn-
ir að leika vörnina framar en ekk-
ert gekk. Þeim tókst þó að minnka
muninn niður í 3 mörk á tímabili en
komust ekki lengra og sigur KA
var öruggur.
Arnór Atlason skoraði 10 mörk
fyrir KA og réðu Haukar lítið við
þennan fjölhæfa handboltamann í
fyrri hálfleik. Stefán Guðnason
varði mjög vel í fyrri hálfleik og
varnarleikurinn var öflugur eins og
sést t.d. á því að Haukar skoruðu
aðeins 1 mark af línu. Jónatan
Magnússon og Einar Logi Frið-
jónsson tóku létta spretti í seinni
hálfleik og röðuðu inn mörkum og
raunar átti Jónatan stórleik í vörn
og sókn. Þá var Andrius Stelmokas
sterkur að vanda.
Hjá Haukum var Andri Stefan
öflugur og skoraði 9 mörk. Halldór
Ingólfsson læddi inn slatta af
mörkum af gömlum vana en aldrei
þessu vant skorti breidd í liðið og
fleiri afgerandi markaskorara.
Birkir Ívar varði ágætlega í fyrri
hálfleik og vörnin var góð á köflum.
ÓLAFUR Örn Haraldsson, annar
dómarinn í leik ÍR og Vals, notaði
einu sinni körfuknattleikstakta í
gær. ÍR-ingar náðu boltanum við
eigin vítateig og brunuðu í sókn.
Ólafur sá svitapoll á gólfinu við teig
ÍR, gaf manninum á þveglinum
merki um að koma inná og þurrka á
meðan leikurinn hélt áfram hinum
megin á vellinum. Þetta er iðulega
gert í körfunni og mættu handbolta-
dómarar taka þetta til athugunar því
ef þetta er hægt í körfu hlýtur það að
ganga í handbolta, sem er hægari
íþrótt á stærri velli.
GUNNLAUGUR Jónsson fyrirliði
Skagamanna verður í leikbanni þeg-
ar ÍA mætir FH í undanúrslitum í
deildabikarnum í knattspyrnu á
sunnudaginn. Gunnlaugur fékk að
líta rauða spjaldið á 40. mínútu í sigri
ÍA á Fylki í fyrrakvöld en áður hafði
Valur Fannar Gíslason, Fylki, feng-
ið reisupassann á 13. mínútu leiksins.
FORRÁÐAMENN danska
kvennahandknattleiksliðsins Slag-
else hafa lagt á hilluna áform um að
leika fyrri úrslitaleik liðsins í Meist-
aradeildinni gegn Krim Ljubljana á
Parken í Kaupmannahöfn. Slagelse
leikur fyrri leik liðanna í Bröndby-
höllinni 15. maí en forsvarsmenn
liðsins sáu sér ekki fært að uppfylla
allar kröfur EHF á þeim 18 dögum
sem liðið hafði til stefnu fyrir leikinn.
HANDKNATTLEIKUR hefur
ekki farið fram á Parken fram til
þessa en þar leikur danska knatt-
spyrnulandsliðið heimaleiki sína en
hægt er að loka Parken með því að
draga þak yfir völlinn. Rúmlega 40
þúsund áhorfendur hefðu getað
fylgst með Slagelse á Parken en
mun færri komast í Bröndby höllina.
MARCELLO Lippi mun hætta
sem þjálfari ítalska knattspyrnuliðs-
ins Juventus í lok leiktíðarinnar en
hinn 56 ára gamli þjálfari var með
samning við félagið allt fram til loka
næsta keppnistímabils. Lippi greindi
frá ákvörðun sinni á fundi með
fréttamönnum í Tórínó í gær. „Loka-
kaflinn í frábærri sögu er nú á enda,
Juventus verður ávallt í hjarta mínu
og ekkert mun koma í veg fyrir það,“
sagði Lippi.
LIPPI segir að hann hafi ekki hug
á því að taka við félagsliði, en að
ítalska landsliðsþjálfarastaðan væri
áhugaverður kostur. „Ég gæti ekki
afþakkað slíkt boð, en það hefur enn
ekki borist til mín,“ sagði Lippi sem
stýrði Juventus til sigurs í deildar-
keppninni á Ítalíu tvö sl. keppnis-
tímabil, en liðið er sem stendur í
þriðja sæti deildarinnar, 13 stigum á
eftir AC Milan sem er í efsta sæti.
FORSVARSMENN NBA-liðsins
Boston Celtic staðfestu í gær að Doc
Rivers hefði verið ráðinn þjálfari
liðsins. Rivers var áður þjálfari Or-
lando Magic.
FÓLK
Morgunblaðið/Kristján
Arnór Atlason, skytta KA, skorar eitt marka sinna gegn Haukum, en alls skoraði hann 10 mörk.
KA of stór biti fyrir
Hauka að kyngja
KA-MENN stóðu við loforð sitt um að skemmta áhorfendum á
heimavelli og sigra Hauka í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Ís-
landsmótsins. Mikil stemmning var í KA-heimilinu og eftir jafna
byrjun tóku heimamenn rækilegan fjörkipp undir lok fyrri hálfleiks
og í upphafi seinni hálfleiks. Þessi frábæri kafli skilaði KA 7 marka
forystu og það var of stór biti fyrir Hauka að kyngja. Lokatölur urðu
33:29 og ljóst að barist verður til þrautar í oddaleik eins og flestir
höfðu búist við.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
$%&'()
*%+ ()
$,$+--./$+-
(
0$
0)1
1 710 2
5
5
6
3
3
6
4
1 710 2
$+'$
%"
%'
!!
$(
$&
"
63
3
68
# .
.
//&
%
%
$'
$&
#
47
66
6
9
Ásgeir Örn Hallgrímsson, stórskytta Hauka, var oftar en ekki
tekinn föstum tökum af varnarmönnum KA.
ÍÞRÓTTIR