Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 27 BLÓÐ mun renna og sprengingar drynja þegar Leikhópurinn Vesturport frumsýnir á miðnætti í kvöld nýtt leikrit, Kringlunni rústað, eftir Víking Kristjánsson. Sýningarstaðurinn er Berlín, salur Klínk og Bank í gömlu Hampiðjunni við Þverholt. „Verkið fjallar um hóp af fólki sem lokast inni í rústum Kringlunnar eftir að sprengja hefur sprungið þar, segir höfundurinn Víkingur. Hann er leikari og einn af stofnendum Vesturports. Þetta er fyrsta leikrit hans en hann segir að það hafi lengi blundað í sér draumur um að skrifa. „Kveikjan að þessu verki voru samræður okkar hópsins í byrjun mars í kjölfar hryðjuverkanna í Madrid. Við fórum að velta fyrir okkur spurning- unni hvað ef eitthvað þessu líkt gerðist hér. Og ég byrjaði að skrifa og þeim leist nógu vel á til að við byrjuðum að vinna að þessu verkefni,“ segir Vík- ingur. Þetta er stutt meðganga fyrir leikrit og ekki oft sem leikrit eru frumsýnd tæpum tveimur mán- uðum eftir að byrjað er að skrifa. „Þetta er eins konar tilraun hjá okkur. Að vinna verkið hratt frá upphafi til enda. En ég hef verið að skrifa verkið samhliða æfingum og leikhópurinn hefur lagt mikið til málanna meðan á þessu ferli hefur staðið. En við höfum alltaf fylgt þeirri reglu að frumsýna ekki fyrr en sýning er tilbúin og það á við þessa sýningu. Hún var bara tilbúin eftir tveggja mán- aða vinnslutíma.“ Víkingur segir það skemmtilega reynslu að vera í hlutverki höfundarins eftir að hafa starfað sem leikari við leiksýningar Vesturports. „Ég hef lært geysilega mikið af þessu og hef notið góðs af því hvað leikhópurinn er skapandi og hvetjandi. Þetta er frábær leið til að uppgötva hvað virkar og hvað ekki í leikriti og reyndar finnst mér núna þegar ég horfi á þetta að þetta sé orðið miklu meira og betra en mér datt nokkurn tíma í hug. Þessi vinna hefur sannfært mig um hvað það er mikilvægt fyrir höfund að hafa aðgang að góðum leikhópi við vinnuna.“ Sýningarstaðurinn er óvenjulegur og sýning- artíminn einnig en það á sér sínar skýringar að sögn Víkings. „Við fengum inni í þessu húsnæði og þarna er gríðarlega stór og mikill geimur í kjall- aranum, frábært leikhús. Við enduðum samt með sýninguna í lyftuopi í einu horni salarins og kom- um sennilega ekki nema um 20 áhorfendum fyrir á hverri sýningu. En nálægðin verður mikil og vonandi áhrifaríkt. Þetta hús er í mikilli notkun af bæði myndlistar- og tónlistarfölki. Sýningartím- inn helgast af því að það er ekki fyrr en seint á kvöldin sem komin er nægileg kyrrð í þetta stóra hús fyrir svona viðkvæma sýningu. Það skapar líka sérstakt andrúmsloft að sýna svona seint. En í næstu viku ætlum við samt að sýna heldur fyrr en á miðnætti. Kannski svona um kl. 22,“ segir Víkingur Kristjánsson höfundur nýja leikritsins Kringlunni rústað. Vesturport er styrkt af Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Kringlan í rúst eftir hryðjuverk Leikararnir Nanna Kristín Magnúsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Árni Pétur Guðjónsson í sýningu Vesturports, Kringlunni rústað. eftir Víking Kristjánsson Leikarar: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Árni Pét- ur Guðjónsson. Leikmynd: Ólafur Egill Egilsson og Hlynur Kristjánsson. Leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson. Kringlunni rústað HEIMSKUR svínabóndi, þjóf- óttir sígaunar, falinn fjársjóður, ströng siðgæðisvarsla, ást í mein- um og stríð á Spáni eru efni sög- unnar um Sígaunabaróninn sem Jóhann Strauss gerði ódauðlega með samnefndri óperu sinni. Stytt útgáfa hennar var sýnd í Gamla bíói um helgina og var það sam- starfsverkefni Listaháskóla Ís- lands og Íslensku óperunnar. Þó voru það ekki einvörðungu nem- endur Listaháskólans sem sungu og léku; fjölmargir nemendur úr öðrum skólum komu einnig við sögu, sumir hverjir í veigamiklum hlutverkum. Þessir skólar voru Nýi tónlistarskólinn, Tónlistar- skólinn í Reykjavík og Tónlistar- skóli Kópavogs. Því miður var ekki að finna í tónleikaskránni neinar upplýsingar um hvaða skóla hver nemandi var í, sem hefði verið fróðlegt að vita. Auk þess var text- inn um verkið í tónleikaskránni heldur rýr miðað við það sem gengur og gerist í almennum óp- eruuppfærslum. Sígaunabaróninn er vinsæl ópera, enda er músíkin grípandi blanda sígauna- og Vínartónlistar, og er sagan bæði spennandi og fyndin. Húmorinn komst vel til skila í markvissri og hugmynda- ríkri leikstjórn Péturs Einarsson- ar; leikur velflestra söngvaranna var þægilega blátt áfram og laus við ýkjustílinn sem oft einkennir svona sýningar. Þessu leiðinlega sleppt? Eins og áður sagði var þetta stytt útgáfa óperunnar og var það Elísabet Erlingsdóttir söngkona sem sá um þann niðurskurð. Ólíkt flestum öðrum niðurskurðum kom hann ágætlega út – það var aðeins á einstaka stöðum sem maður varð var við óþægilegar stökkbreyting- ar í framvindu sögunnar. Til gam- ans má geta að píanóleikarinn frægi, Liberace, stytti allan fyrsta píanókonsert Tchaikovskys niður í litlar fimm mínútur með því að „sleppa þessu leiðinlega“ eins og hann orðaði það, en þannig var það ekki hér. Stytting Elísabetar var eins sannfærandi og stytting getur orðið; heildarsvipurinn bjagaðist aldrei, allir meginþættir sögunnar fengu að njóta sín og engu „leið- inlegu“ hafði verið sleppt. Útlitslega gekk sýningin ágæt- lega upp; mér skilst að sviðsmynd- in hafi verið sú sama og notuð var í Brúðkaupi Fígarós, síðustu upp- færslu Íslensku óperunnar, en hana sá ég ekki. Sviðsmyndin var af fallegu torgi sem var rammað inn af tignarlegum veggjum og súlum; auðvitað langt frá eigin- legri sviðsmynd Sígaunabarónsins, kastala í fjarlægð, bóndabæ og sígaunakofa. Augnagotur, bend- ingar og aðrar tilvísanir gáfu þó ímyndunaraflinu byr undir báða vængi og var alls ekki erfitt að sjá fyrir sér land og byggingar hand- an við torgið. Lítt skólaðir söngvarar Þar sem um nemendauppfærslu var að ræða verður ekki farið út í að tíunda frammistöðu einstakra söngvara eða hljómsveitarinnar, sem líkt og söngvararnir saman- stóð af nemendum úr fyrrgreind- um tónlistarskólum. En nokkuð greinilegt var að sumir söngvar- anna voru lítt skólaðir; einn og einn var jafnvel öfugum megin við fimmta stig. Hlýtur maður að spyrja sig hvaða gagn slíkir nem- endur hafa af því að spreyta sig á jafn krefjandi verki og Sígauna- baróninn er. Það er svona álíka og að nemandi á miðstigi í píanóleik færi að æfa fyrrnefndan fyrsta pí- anókonsert Tchaikovskys, og flytti hann opinberlega með hljómsveit. Þannig átök, áður en nemandinn er tilbúinn, gætu valdið því að hann tileinkaði sér ranga líkams- beitingu og aðra ósiði sem torvelt væri að lækna. Því miður þekki ég nokkur dæmi um slíkt. Hvað sem þessu viðvíkur var þetta ekki leiðinleg sýning og hélt Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitar- stjóri utan um allt eins vel og hægt var. Áheyrendur hlógu dátt oftar en einu sinni og greinilegt var að sumir nemendanna eru býsna efnilegir. Vonandi verður þessi uppfærsla þeim aðeins til góðs. Falinn fjársjóður TÓNLIST Gamla bíó eftir Jóhann Strauss, (stytt útgáfa). Sam- starfsverkefni Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson; leikstjóri: Pétur Einarsson. Fram komu nemendur úr ýms- um tónlistarskólum og úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Í helstu hlutverk- um voru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Árni Gunnarsson, Erlendur Elvarsson, Bragi Bergþórsson, Ólafía Línberg Jens- dóttir og Þórunn Elín Pétursdóttir. SÍGAUNABARÓNINN Jónas Sen Morgunblaðið/Sverrir „Er ekki annað hægt en að segja að þetta samstarfsverkefni Listaháskól- ans og Íslensku óperunnar hafi heppnast prýðilega,“ segir m.a. í umsögn. TUTTUGASTI og þriðji apríl eða 23 er bók helguð Degi bókarinnar og gefin út sem gjafabók í tilefni Viku bókarinnar. Útgefendur fá lesendum gátu til að ráða með því að úthluta höfundum dagsetningu og ártali svo að bókin nær yfir heila öld. Þetta lýsir hugkvæmni sem skiptir þó minna máli en það að komast að því með lestri bókarinnar hvar ís- lensk smásagnagerð er á vegi stödd. Ekki er þó víst að lesandinn láti sannfærast. Í fljótu bragði má álíta að sögurn- ar skiptist í flokka. Nokkrar sögur eru hefðbundnar og fremur ljósar í framsetningu, aðrar eru tilrauna- kenndar og svo eru sögur þar sem forðast er að fara eftir ákveðinni uppskrift. Ekki er auðvelt að gera upp á milli þessara tilhneiginga höf- undanna. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson rifja bæði upp liðna tíma í Ljós leikur við myrk- ur og Ættartölunni. Kristín Helga með því að sýna þá miskunnarlausu veröld þegar mæður urðu sökum fá- tæktar að gefa burt börn sín. Rúnar Helgi lýsir ungum manni sem hefur þann starfa að sinna gamalli konu. Í báðum sögunum fæst innsýn í fortíð- ina en líka nútímann. Gerður Kristný er á líkum slóðum í Lagköku en lætur hugann reika frjálslega. Sérkennileg orðasmíð vekur m.a. athygli og meinhygli nýt- ur sín. Stefán Máni leitar út fyrir land- steina í Mein Kampf sem freistar þess að vera fyndin saga en um slíkt má deila. Heillaráð Ófeigs eftir Auði Jóns- dóttur sýnir að höfundurinn getur verið meinlega fyndinn í lýsingum sínum. Það er meiri alvara í Afmælisgjöf- inni eftir Ágúst Borgþór Sverrisson en líka leikur sem gengur upp. Aprílbirta Hlínar Agnarsdóttur sýnir okkur enn á ný inn í heim ör- laganna, fremur hefðbundin saga sem vekur til umhugsunar. Dýrmætasta leyndarmálið eftir Einar Örn Gunnarsson er vissulega líka hefðbundin, freistar þess að sýna mótsagnir frægðar og frama í listum. Ásókn Kristínar Marju Baldurs- dóttur er eiginlega stutt svipmynd þar sem París og ferðalög eru í mið- depli. Hvar, ef ekki hér eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur færir okkur beint inn í ógnir samtímans á hnyttinn hátt, margræð eins og góðar smásögur eru oft. Bjarni Bjarnason dregur upp myndir úr heimi öldrunar í Hönnun- arstofunni og nálgast viðfangsefnið með nýstárlegu móti. Forvitnilegastar eru sögurnar sem leita út fyrir strangan ramma viðfangsefnisins og leyfa sér að bregða út af vananum. Á heildina litið er hér læsilegt en nokkuð misjafnt smásagnasafn á ferðinni sem sannar þó að smásagan er lifandi grein bókmenntanna. Ellefu höfundar BÆKUR Sögur Ellefu nýjar sögur. Ritstjórar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Ragnheiður Tryggvadóttir. Oddi prentaði. Félag ís- lenskra bókaútgefenda 2004 – 151 síða. TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI APRÍL Jóhann Hjálmarsson LEIKLISTARSAMBAND Íslands hefur ráðið Helgu E. Jóns- dóttur sem fram- kvæmdastjóra Grímunnar, ís- lensku leiklistar- verðlaunanna. Helga útskrif- aðist úr leiklist- arskóla Leik- félags Reykja- víkur 1968 og hefur hún starfað sem leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleik- húsinu og mörgum af sjálfstæðu leikhúsunum. Helga hefur leikið mikinn fjölda hlutverka, bæði stór og smá. Frá 1991 hefur Helga ver- ið sjálfstætt starfandi leikari og leikstjóri. Leikstjórnarverkefnin eru orðin 20 talsins. Hún útskrif- aðist frá félagsvísindadeild HÍ 1993 eftir nám í hagnýtri fjölmiðl- un. Helga var umsjónarmaður Listaklúbbs Leikhúskjallarans frá 1999–2003. Gríman verður næst afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhús- inu 16. júní nk. Nýr fram- kvæmda- stjóri Grímunnar Helga E. Jónsdóttir MARIT Åhlen, sérfræðingur í rúnaletri heldur fyrirlestur í ráð- stefnusal kl. 12-13 í dag. Fyrir- lesturinn fer fram á sænsku og hefur yfirskriftina „Runskriften i ett europeiskt perspektiv och Europa ur runinskrifternas per- spektiv“. Samkvæmt textum á tveimur sænskum rúnasteinum er skrift af guðlegum uppruna. Því er þó ekki þannig varið. Í fyrirlestrinum er farið í stuttu máli yfir hvernig, hvenær og hvar hin ólíku skrift- arkerfi í Evrópu urðu til. Hin fjöl- breyttu skriftarkerfi sem notuð voru í löndunum við Miðjarðarhaf öldum fyrir Krists burð kveiktu hugmyndir og stuðluðu að þróun þeirra. Marit Åhlén er fil.dr. í norræn- um málum. Doktorsritgerð henn- ar fjallaði um rúnaristarann Öpir frá Upplandi í Svíþjóð. Hún hefur starfað í tvo áratugi í þjóðfræði- deild Þjóðminjasafns Svíþjóðar sem sérfræðingur í rúnafræðum og rúnalist. Åhlén er þekkt í Sví- þjóð fyrir fræðsluþætti í sjónvarpi um rúnir og rúnaletur. Þá hefur hún skrifað kennslubókina Þor- geir og Dísa læra að rista rúnir. Fjallað um rúnaletur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.