Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Krist-jana Guðmunds- dóttir Waage, Gugga eins og hún var oft- ast kölluð, fæddist á Lónseyri við Arnar- fjörð 31. desember 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 16. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðmundur Magnússon Waage, sjómaður, sonur Magnúsar Guð- mundssonar Waage og Himinbjargar Jónsdóttur, f. á Skógum í Arnarfirði 30.desember 1894, d. 12. júlí 1977, og Sigurlaug Jónína Jóhannesdóttir, dóttir Jó- hannesar Oddssonar og Þórunnar Halldórsdóttur, f. á Hjaltabakka í Torfulækjarhreppi í A-Húnavatns- sýslu 17. júní 1894, d. 1. maí 1967, en alin upp af Jóhannesi og konu hans Oddnýju Sigríði Bjarnadótt- ur. Alls voru börn þeirra átta. Lát- in eru, auk Guðbjargar, Himin- björg, Magnús, Jónína Sigríður, Jóna og Jensína. Á lífi eru Jóhanna Oddný, þríburasystir hennar, Rakel Dögg, f. 8.maí 1980, sam- býlismaður hennar er Auðunn Baldvinsson, og Kári Örn, f. 28. júlí 1982, unnusta hans er Guðrún Arna Ásgeirsdóttir. Guðbjörg fluttist tíu ára gömul úr Arnarfirðinum til Reykjavíkur. Hún fór snemma í vist en 16 ára var hún vígð inn í Hjálpræðisher- inn þar sem hún starfaði mikið, s.s. við matseld jafnframt því sem hún sá um sunnudagaskólann. Hún vann m.a. á Landspítalanum og við bókband. Eftir giftingu fluttu þau til Ytri-Njarðvíkur. Þar byggði Karl hús að Þórustíg 5, þar sem þau bjuggu upp frá því. Eftir að Karl andaðist bjó Guðbjörg ein þar til í upphafi þessa árs. Í Njarðvík vann Guðrún m.a. á leikvelli, í mjólkurbúð og í 28 ár vann hún við þrif í barnaskólanum í Njarðvík. Síðan vann hún við ræstingar á Keflavíkurflugvelli í mörg ár og hætti ekki vinnu fyrr en hún var komin vel yfir sjötugt. Guðbjörg tók virkan þátt í starfi fyrir sitt stéttarfélag, m.a. sem trúnaðarmaður á vinnustað. Útför Guðbjargar verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kjartan og systir sam- feðra Guðríður Jóna. Árið 1951 giftist Guðbjörg Karli Ög- mundssyni, húsa- smíðameistara, f. í Bervík á Hellissandi 8. apríl 1912, d. 19. októ- ber 1993, syni Ög- mundar Andréssonar bónda á Snæfellsnesi og Sólveigar Guð- mundsdóttur hús- freyju. Börn Guð- bjargar og Karls eru : 1) Elísabet, f. 28. maí 1952, framhaldsskóla- kennari, hún var gift Andrési Magnússyni, f. 27. desember 1951, þau skildu. Börn þeirra eru Guð- björg, f. 7. nóvember 1977, sam- býlismaður hennar er Brynjulf Mortensen, Ásta, f. 23. febrúar 1980, kærasti hennar er Ámundi Fannar Sæmundsson, og Anna, f. 25. apríl 1987. 2) Óskar, varðstjóri í Slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli, f. 6. júlí 1954, kona hans er Drífa Jóna Sigfúsdóttir f. 8. júlí 1954. Börn þeirra eru Daníel líf- upplýsingafræðingur, f. 17. októ- ber 1972, unnusta hans er Li Tang, Þegar ég settist niður til að setja saman þessa grein, þá komu mér í hug orð vinar sem sagði að hún hefði verið engill. Mér finnst það góð lýsing. Gugga var trúuð kona og sjálfri sér samkvæm til orðs og athafna. Hún var besta konan sem ég hef kynnst og ég var svo lánsöm að hún var tengdamóðir mín. Frá fyrsta degi var mér vel tekið af tengdaforeldrum mínum. Ég hitti þau fyrst 16 ára gömul og var feimin að koma í heimsókn en tengdapabbi sló á létta strengi og þá dró úr feimninni. Við Gugga urð- um fljótlega trúnaðarvinkonur og aldrei féll skuggi á þann vinskap. Hún sagði margt fallegt við mig en einna vænst þykir mér um orð hennar: ,,mér gæti ekki þótt vænna um þig, þótt þú værir dóttir mín.“ Gugga var ástrík og umhyggju- söm og fylgdist vel með hvernig börnum og barnabörnum vegnaði í námi og starfi. Hún hafði yndi af því að umgangast börn og þau löðuðust að henni. Gugga hefði viljað eiga stærri fjölskyldu og því reyndist fyrsta barnabarnið henni dýrmæt gjöf. Ef henni fannst að of langt liði á milli þess sem hún fékk að hafa barnabörnin þá bað hún um að fá þau í heimsókn. Hún kenndi þeim margt og þau eiga fallegar minn- ingar um góða ömmu. Gugga fylgdist vel með þjóðmál- um og þau eru ófá kvöldin sem við sátum og ræddum saman um allt milli himins og jarðar. Það voru góðar stundir enda var hún vel gef- in, minnug og vel að sér um fjöl- margt jafnframt því sem hún var gædd ríkri réttlætiskennd. Hún bar þjáningar sínar af æðru- leysi og bar ekki kala til nokkurs manns og aldrei talaði hún illa um fólk. Þá daga sem hún var verst af verkjunum, þá nefndi hún gjarnan að ýmsir ættu erfiðara daga en hún. Síðustu þrjá mánuðina dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Þar er einstaklega vel hugsað um heimilisfólkið og vil ég færa starfs- mönnum Garðvangs kærar þakkir fyrir hjartahlýju og góða ummönn- un. Ein mesta gæfan sem mér hefur hlotnast í lífinu er að hafa átt Guggu að og ég mun ylja mér við minningar um góða konu um ókomna framtíð. Drífa Sigfúsdóttir. Elsku amma mín, þá er komið að síðasta bréfinu til þín. Það er svo skrýtið að þurfa að kveðja þig. Þó mig hafi grunað að það væri komið að kveðjustund núna um páskana þá er ég ekki alveg tilbúin til að segja bless. Það verður tómlegt að koma aft- ur heim til Íslands án þess að koma við á Þórustígnum. Ég var aldrei komin heim fyrr en ég var búin að banka upp á hjá þér. Þú varst alltaf sá fasti punktur sem ég tengdi við það að vera heima, hvort sem það var þegar við bjuggum í Svíþjóð, fyrir norðan eða núna hérna úti. Það var alltaf svo gott að sjá þig. Mér leið alltaf svo vel í kringum þig, ég gat verið ég sjálf og ég fann hversu mikinn kærleika þú barst til okkar. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég sit hér og hugsa um þig. Hvort sem það var að sitja og spjalla um ástina og tilveruna yfir kaffibolla inni í eldhúsi eða að reyna að tileinka mér hæfileika þína við eldamennsku. Margar af mínum bestu minningum úr barnæsku eru tengdar við Þóru- stíginn og þig. Það var aldrei nein hætta á að manni leiddist í heim- sókn hjá þér. Og þvílík þolinmæði! Þú hækkaðir ekki einu sinni róminn þegar við vorum búin að umturna stofunni og gera heilu virkin úr stofuhúsgögnunum þínum, eða þeg- ar við systurnar settum sjálfar plötu á fóninn og príluðum upp á allt. Ég man líka þegar þú spilaðir kínaskák við mig heilan dag þegar ég eyddi páskunum hjá þér fyrir allmörgum árum síðan, þú varst aldrei of upptekin og komst alltaf fram við okkur sem jafningja þína og með virðingu. Já, það eru margir mannkostir sem þú varst búin. Þú vildir allt gera fyrir aðra, þú varst svo heið- arleg og fín, jákvæð og traust. Það var heldur aldrei langt í húmorinn hjá þér. Við Ásta töluðum um það oftar en einu sinni. Okkur langaði nú bara mest til þess að hafa kynnst þér þegar þú varst á okkar aldri, en við erum nú samt afar þakklátar fyrir það að hafa fengið að eiga þig sem ömmu og fyrir það að njóta góðs af nærveru þinni. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir það að hafa alla tíð verið til staðar fyrir mig, fyrir að trúa á mig og passa upp á mig og fyrst og fremst fyrir það að hafa verið til. Nú verð ég bara að ná fram Pollý- önnunni í mér og hugsa til þess að þú hafir fengið frið og þurfir ekki að þjást lengur í stað þess að hugsa um hversu sárt það er að fá ekki að sjá þig aftur. Guð veri með þér. Þín nafna Guðbjörg Andrésdóttir. Það var alltaf gott að koma til ömmu Guggu. Hún var svo óeigin- gjörn og mér fannst alltaf jafngam- an að gera eitthvað fyrir ömmu því hún var svo þakklát fyrir allt sem maður gerði fyrir hana. Þó það væri nú ekki meira en það að koma inn á réttum tíma þegar ég gisti hjá ömmu, þá fékk ég alltaf faðmlag og miklar þakkir. Það var gott að tala við ömmu og mér fannst líka gaman að segja henni frá því sem ég var að gera, því hún var alltaf svo áhuga- söm og hrósaði manni ef vel gekk. Svona var amma, sama hversu lítið maður gerði fyrir hana maður fékk það alltaf margfalt til baka. Amma kunni svo sannarlega að hugga litla sál. Þegar ég kom grát- andi til hennar á mínum yngri árum var hún ekki lengi að bjarga mál- unum, hún dró fram þríhyrninga- spilið sem ég kallaði það eða sagði mér sögu af Villa viðutan og þá var ég nú ekki lengi að hressast. Mig langar til að láta þennan texta eftir Vilhjálm Vilhjálmsson fylgja með, en ég hlustaði stundum á þetta lag þegar ég var í heimsókn hjá ömmu: Mér finnst ég varla heill né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið það líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum. Er rökkvar, ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðrað strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn, hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifuna, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. Elsku amma, þín verður sárt saknað en núna veit ég að þú ert á betri stað og þér líður mikið betur og er ég þakklát fyrir að þú sért nú loksins laus við kvalirnar og veik- indin. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Anna Andrésdóttir. Elsku amma Í andartaks þögn ég átta mig að lífsneistinn er farinn þér frá. Ég græt og hugsa um tómarúmið í hjarta mínu en geri mér svo ljóst að mitt lífsins tré er laufgað fögrum minningum um þig. Þær verða aldrei frá mér teknar né heldur kærleikur þinn og trú. (R. D. Ó.) Morguninn sem þú kvaddir þessa jörð, þetta líf komstu til mín í draumi. Þú sagðir mér að allt yrði í lagi og við ræddum þó nokkuð sam- an. Ég vaknaði, leit á klukkuna og fór aftur að sofa. Ég áttaði mig ekki á því þá, að þú værir að kveðja mig en ég er þér þakklát fyrir að hafa komið til mín. Svona er þér best lýst, alltaf að passa upp á að öðrum líði vel. Sumarið 2001 er mér mjög minn- isstætt, heilsa þín var slæm og ég dvaldi hjá þér sumarlangt. Ég var svo lánsöm að fá að vera til staðar þegar þú þurftir á neyðaraðstoð að halda og verð ég ævinlega þakklát fyrir það. Þessi þrjú ár sem síðan eru liðin hafa verið mér mikils virði og geymi ég margar fallegar minn- ingarnar um þig í hjarta mínu. Upp í huga minn koma öll þau skipti sem þú vaktir eftir mér, ég var oft að vinna fram eftir nóttu og þegar ég kom heim þá varst þú uppi í rúmi, með bók í hönd og gleraugun á þér, þú áttir það til að sofna en ég settist alltaf á rúmið hjá þér þegar ég kom heim og við spjölluðum saman, þú þurftir að vita að ég væri komin heim svo þú gætir sofið vært. Nú ert þú komin heim og komið er að mér að sofa vært, því ég veit að þín trú var sterk og þú sagðir að þú værir tilbúin að fara heim. Ég enda svo kveðjuna á bæninni okkar ömmu: Drottinn láttu mig dreyma vel sem dyggan þjón þinn Ísrael. Þegar á steini sætt hann svaf sætan varð honum náð Guðs af. Rakel Dögg Óskarsdóttir. Karl Ögmundsson, föðurbróðir minn, og eiginkona hans, Guðbjörg Waage, bjuggu á Þórustíg 5 í Ytri- Njarðvík. Kalli gekk mér nánast í föðurstað þegar faðir minn dó og þar sem móðir mín vann mikið varð heimili þeirra mitt annað heimili. Gugga og Kalli komu alltaf fram við mig eins og ég væri eitt af börn- unum þeirra. Gugga var mjög greind og íhugul kona. Hún fylgdist vel með þjóð- málum og myndaði sér sínar eigin skoðanir. Hún var engu að síður hógvær og lítillát. Gugga var stundum alvörugefin en ég man samt hvað hún hló þegar ég var hrædd við tunglið og þorði varla að hlaupa stuttu vegalengdina heim til mín. Reyndar eru minningar mínar um þessi barngóðu hjón og börnin þeirra, Elsu og Óskar, fjölmargar. Ég sé Guggu alltaf fyrir mér sívinn- andi enda féll henni aldrei verk úr hendi. Löngu eftir að flest fólk hafði eignast sjálfvirkar þvottavélar sauð Gugga enn þvott í stórum þvotta- potti í kjallaranum hjá sér. Út um opinn gluggann bárust gufa og ilm- ur af grænsápu. Finni ég slíka lykt í dag fyllist ég værð og öryggiskennd og mér verður hugsað til Guggu. Gugga var mjög trúuð kona. Hún hafði ung gengið í Hjálpræðisher- inn og ég man hvað mér þótti það merkilegt þegar vinir hennar í Hernum komu einkennisklæddir í heimsókn í Njarðvíkurnar. Ég fékk að taka þátt í þeim gestaboðum eins og flestu sem fram fór á heimili Guggu. Gugga gætti þess að við krakk- arnir ynnum heimavinnuna okkar, hlýddi okkur yfir og hrósaði í há- stert þegar vel gekk á prófum. Allt- af var líka ilmandi kakó og ristað brauð tilbúið handa okkur í löngu frímínútunum. Síðast þegar ég heimsótti Guggu á Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði, þar sem hún bjó undir lokin, þá sagði hún: „Sérðu myndina þarna? Þarna ert þú. Á litlu borði við rúmið hennar voru myndir af af- komendum hennar og þar var einn- ig mynd af mér. Það var eins og Gugga vildi leggja áherslu á að í hennar huga væri ég eins og eitt af börnunum hennar. Ég horfði á myndirnar af þessum fríða flokki afkomenda Guggu og sagði við hana að það kæmi mér ekki á óvart hve greind og dugleg þau væru. Þau ættu það ekki langt að sækja. Hún tók hjartanlega undir orð mín og augu hennar urðu aftur eins og forðum, skýr og tindrandi. Mér þótti vænt um viðbrögð hennar því ég hefði allt eins átt von á að hún hefði af sínu meðfædda lítillæti andmælt mér. Ég votta börnum og barnabörn- um Guggu samúð og þakka þeim í leiðinni fyrir að hafa fengið að deila með þeim móðurfaðmi hennar. Hulda Karen Daníelsdóttir. Þegar ég var barn gat ég alltaf leitað til þín, Gugga frænka. Þú varst mér eins og önnur móðir. Eft- ir að mamma fór að vinna aftur eftir slysið gátum við systkinin alltaf leitað til þín því þú varst heima með börnin á þeim tíma. Ég kom oft grátandi heim úr skóla til þín, Gugga frænka. Ein af ástæðunum var sú að ég var skömmuð fyrir að vera ekki búin að læra ljóðin mín heima. Mér gekk það mjög illa þar til þú gafst mér gott ráð. Þú sagðir við mig: Guðný mín, lærðu bara tvær línur í einu utanbókar því það er miklu auð- veldara en að læra allt ljóðið. Ég prófaði það og það gekk strax miklu betur að læra ljóðin. Þessa lexíu flutti ég áfram til barnanna minna sem auðveldaði þeim ljóðalærdóm- inn. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig, Gugga frænka. Þú varst alltaf svo jákvæð, brosmild og skemmtileg. Þú varst mikil fé- lagsvera og mér þótti alltaf gaman að koma til þín og spjalla og fá upp- lýsingar um gömlu tímana ykkar mömmu, því þú mundir allt svo vel og gerðir frásögnina lifandi og skemmtilega. Ekki skemmdi fyrir GUÐBJÖRG KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR WAAGE Samúðarblóm REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.